Morgunblaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FURÐU margir gengu grufl-
andi að því hvað við tæki, þegar úr-
slit kosninganna í Reykjavík lágu
fyrir. Að vísu ruglaði ýmsa í ríminu
látalæti og tilgerð ríkisstjórn-
arflokkanna.
Fögnuður þeirra við lok taln-
ingar hefði þó ekki þurft að
blekkja neinn, enda vissu sjálf-
stæðismenn að þeir höfðu náð átt-
unda manninum, þótt til annars
flokks teldist að nafni til.
Þar sem minnihlutaflokkarnir
höfðu nú náð meirihluta í borg-
arstjórn, töldu forystumenn
Frjálslynda flokksins að þeim bæri
lýðræðisleg skylda til að axla
ábyrgð samkvæmt því, ef mál-
efnaleg samstaða næðist. Þeir
töldu þó á því engar líkur að Val-
hallarmenn vildu við þá semja, eins
og á daginn kom.
Og svo hófst farsinn. Í þykjust-
unni hófu sjálfstæðismenn samn-
ingaumleitanir, vafalaust til að
friða allfjölmennan hóp flokks-
manna sinna, sem elska framsókn-
armenn líkt og bændur kláða-
maurinn á sinni tíð.
Fyrrverandi bæjarstjóraefni
Davíðs, Kjartans og Hannesar
Hólmsteins, Gísli Marteinn, þurfti
varla að opna munninn á viðræðu-
fundi flokkanna til að frjálslyndir
áttuðu sig á hvar fiskur lá undir
steini. Hinsvegar urðu ýmsir í röð-
um frjálslyndra fyrir vonbrigðum
að Vilhjálmur oddviti skyldi taka
þátt í þeim hráskinnaleik. Þegar
svo tjaldið féll í þessum hluta fars-
ans, var hann einkar óheppinn,
þegar hann valdi flugvallarmálið
sem ásteytingarstein. Hann hefði
engar viðræður þurft til að kynna
sér afstöðu frjálslyndra í því máli.
Sjálfur hafði hann hinsvegar á
lokadögum kosningabaráttunnar
farið hræðsluhringi í málinu og
tekið ruglingslega afstöðu umfram
aðra og var þó í þeim efnum um
auðugan garð að gresja.
Lokaatriði leiksýningarinnar
var svo þegar Framsókn og Val-
hallarmenn skriðu saman í eins
sæng, og ríkisstjórnin beðin að
blessa heimilið.
Frjálslyndum hefir verið legið á
hálsi fyrir að ganga ekki til sam-
starfs við fyrrum R-lista flokka.
Því er til að svara aðallega, að þau
öfl voru sterkust í röðum frjáls-
lyndra, sem í engu falli hefðu sam-
ið um stjórn borgarinnar við
Framsóknarflokkinn, auk þess
sem þeir töldu sig ekki hafa fengið
umboð frá sínum kjósendum að
endurreisa R-lista stjórn í Reykja-
vík.
Aðkoma handbendis forsætis-
ráðherra að borgarstjórnarkosn-
ingunum var heldur ekki með þeim
hætti að samræmdist viðhorfi
frjálslyndra til framkvæmdar lýð-
ræðis. Um starfshætti hans geta
margir af fylgismönnum Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík borið
vitni. Mun enda hafa rifjazt upp
fyrir þeim ýmsum aðfarirnar þeg-
ar Guðmundi G. Þórarinssyni,
verkfræðingi, var bolað úr þing-
sæti á sínum tíma af köppum sem
sóðalegustu eiga slóðina í íslenzkri
pólitík síðari áratuga. Og Morg-
unblaðið gefur hinum nýja spor-
göngumanni þeirra þá einkunn í
leiðara 30. maí sl. að hann sé ,,gott
efni í æfðan stjórnmálamann“.
Þeir, sem halda að þetta séu hrós-
yrði, fara villur vega. Þetta er
þvert á móti hárbeitt háðsyrði, svo
sem menn geta kynnt sér með því
að fletta stjórnmálasögunni um
miðbik síðustu aldar.
En Frjálslyndi flokkurinn hefir
nú náð þeirri fótfestu í höfuðborg-
inni, sem hann þurfti á að halda,
enda mun hann ekki liggja á liði
sínu í baráttunni gegn þeirri óbil-
gjörnu auðvaldsstjórn, sem alltof
lengi hefir deilt og drottnað á Ís-
landi.
Sverrir Hermannsson
Farsinn
Höfundur er fv. form.
Frjálslynda flokksins.
ÞAÐ ER í tísku núna að stilla
upp sem andstæðum notkun mann-
vits til nýsköpunar og frumfram-
leiðslu efna eins og áls. En fyrir
þessari staðhæfingu
eru aðeins tilfinn-
ingarök, þetta tvennt
getur þróast hlið við
hlið.Reynslan hefur og
kennt okkur að þekk-
ingariðnaður getur
verð stopull. Mörg
voru þau hugbún-
aðarfyrirtæki sem
urðu gjaldþrota á ár-
unum 2000 til 2001.
En það voru miklir
hagsmunir í veði nú
rétt fyrir kosningar og
það var eins og ekkert
mátti koma fram um andstöðu
Samfylkingarinnar við fleiri hálend-
islón. Sjöundi maður á lista flokks-
ins í Reykjavík, sem er öflugur tals-
maður umhverfisverndar, hafði
verið beðinn um að tala á fundi
samtakanna „Íslandsvina“ á kjör-
dag. Á síðustu stundu var honum
bannað að halda ræðu sína. Gilti
sama regla um Vinstri-græna?
Sagt er að þrjú þúsund manns
hafi gengið gegn hálendisvirkjunum
og sumir raunar gegn öllum virkj-
unum, einnig gufuaflsvirkjunum, á
sjálfan kosningadaginn í Reykjavík.
Gangan snérist meir í stuðning-
yfirlýsingu við V-listann en nokkuð
annað sennilega þvert á upphaflega
ætlun skipuleggjenda.
En það var sitthvað í umræddri
göngu „Íslandsvina“ sem vakti með
mér bæði ugg og andúð. Hvers
vegna var leyft að halda á spjaldi
eða klæðast bolum með áletruninni:
„Drekkjum Valgerði, ekki Íslandi“.
Hvílík smekkleysa! Eru „Íslands-
vinir“búnir að biðjast afsökunar á
þessum gjörningi? Eða
eru einhverjir þeirra
farnir að dreyma um
manndráp? Slíkt er því
miður ekki óþekkt er-
lendis hjá öfgafullum
umhverfisverndar-
sinnum sem byggja
meir á tilfinningum en
skynsemi.
Fróðlegt var að
hlusta á viðtal við for-
stöðukonu samtakanna
„Íslandsvina“. Meg-
inmál hennar í þeim
hluta viðtalsins sem
sjónvarpið birti, var ekki andstaða
gegn virkjunum á hálendinu heldur
barátta gegn erlendri stóriðju og
orkusölu til hennar. Sama fólk og
heldur fram gildi íslensks hugvits,
einkum til útflutnings, er á móti er-
lendri fjárfestingu hér á landi. Á
tímum alþekktrar útrásar íslenskra
fyrirtækja verður efnahagsleg þjóð-
ernishyggja meginmál. Rugling-
urinn er yfirþyrmandi.
Um er gamla efnahagsstefna Al-
þýðubandalagsins sem gerði flokk-
inn vinsælan á 8unda áratug síðustu
aldar þegar verið var að stækka
landhelgina og allir töldu að óend-
anlega mikill fiskur væri í sjónum.
En þessi stefna varð flokknum æ
meiri fjötur um fót og átti stóran
hlut í hægfara hnignun hans á
næstu áratugum. En nú gengur
þessi einangrunarstefna í endurnýj-
un lífdaga, m.a. hjá Vinstri-
grænum.
Tilfinningaleg andstaða gegn
virkjunum brýst í auknum mæli
fram í allra handa draugagangi:
Hvatningu til ofbeldis; hættulegri
þjóðernishyggju. Ekki vantar held-
ur að tilfinningarnar færist í skáld-
legan búning dulúðar. Sagt er að
verið sé að nauðga „fjallkonunni“
og gyðjum landsins, flæma burt álfa
og vætti. Er nýja kjörorðið að
verða „Íslandi allt“?
Vissulega hefur Kárahnúkavirkj-
unin skaðað margt og marga. Ákaf-
ir fylgismenn hennar eru margir
haldnir frumstæðri blöndu af fortíð-
arhyggju og gagnrýnislausri fram-
tíðarsýn. En margir andstæðingar
vikjunnar eru farnir að rugla út og
suður og áróðurinn virðist höfða til
margra kjósenda. Við allar að-
stæður er það skynsemin sem víkur
fyrir óljósum skynjunum og uppá-
komum.
Eru stóriðja og „þekkingar-
iðnaður“ andstæður?
Gísli Gunnarsson fjallar um
andstöðu gegn virkjunum
og stóriðju ’Tilfinningaleg andstaðagegn virkjunum brýst í
auknum mæli fram í allra
handa draugagangi:
Hvatningu til ofbeldis;
hættulegri þjóðernis-
hyggju.‘
Gísli Gunnarsson
Höfundur er prófessor í sagnfræði.