Morgunblaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF SJÓÐUR 9 – FRÁBÆR SKAMMTÍMAÁVÖXTUN Hentar sérlega vel fyrir skammtíma- ávöxtun og fyrir þá sem vilja hafa greiðan aðgang að sparifé sínu. Þú getur fjárfest í áskrift eða keypt fyrir staka upphæð. Farðu á www.glitnir.is og kláraðu málið. Sjóður 9 er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Glitnir Sjóðir hf. Útboðslýsingu og útdrátt úr útboðslýsingum má nálgast í útibúum Glitnis eða á www.glitnir.is/sjodir. *Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð 12,0% Nafnávöxtun í apríl 2006: 12% á ársgrundvelli.* H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 20 8 ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kauphallar Íslands hækkaði um 5,3% í síðustu viku frá byrjun vik- unnar til loka hennar. Vísitalan hækkaði alla viðskiptadagana, mest á mánudag og föstudag, eða um 1,8% hvorn dag fyrir sig. Vísitalan er komin um 5,6% yfir það sem hún stóð í á síðustu áramótum en er tölu- vert frá hæsta gildi hennar frá upp- hafi er hún fór í tæp sjö þúsund stig í febrúarmánuði síðastliðnum. Úr- valsvísitalan stóð í 5.534 stigum á síðustu áramótum en lokagildi henn- ar við lok viðskipta síðastliðinn föstudag var 5.843 stig. Lifnar við eftir dauflegar vikur Í Morgunkorni Greiningar Glitnis síðastliðinn föstudag segir að svo virðist sem það sé að lifna yfir inn- lendum hlutabréfamarkaði á ný eftir frekar dauflegar vikur að undan- förnu. Rekstrarhorfur flestra fyrir- tækja í Kauphöll Íslands séu góðar og góð kauptækifæri séu í nokkrum félögum fyrir þolinmóða fjárfesta. Til skemmri tíma litið hafi markaðs- aðstæður og ytri skilyrði ekki verið hagfelld. „Hátt og hækkandi vaxta- stig og flökt á gengi krónunnar hef- ur gert það síður fýsilegt að fjár- magna hlutabréfakaup með lánsfjármagni.“ Greining Glitnis spáði því í upp- hafi þessa árs að Úrvalsvísitalan myndi hækka um 20% á árinu. Seg- ist deildin ekki sjá ástæðu til að breyta þeirri spá að svo stöddu. „Það sem gerir hlutabréfamark- aðinn spennandi horft fram til næstu fjórðunga er ekki eingöngu að vænta má góðra uppgjöra fyrirtækja á næstu fjórðungum. Fyrirsjáanleg skráning nýrra félaga í Kauphöllina (Exista, Icelandair) auk hræringa á eignarhaldi félaga (Straumur-Burð- arás, TM) virðast falla fjárfestum vel í geð enda mögulegt að fyrir- tækjalandslag kunni að breytast og að fjölbreytni í fjárfestingakostum aukist,“ segir í Morgunkorni Grein- ingar Glitnis. Úrvalsvísitalan hækkaði alla síðustu viku              SAMNINGUR um samruna Kaup- hallarinnar í New York, NYSE, og samevrópska hlutabréfamarkaðar- ins Euronext var undirritaður í síð- ustu viku. NYSE kaupir Euronext á um 7,8 milljarða evra, sem svarar til um 720 milljarða íslenskra króna. Hinn sameinaði hlutabréfa- markaður, sem mun heita NYSE Euronext, verður sá veltumesti í heimi. Samanlagt markaðsvirði skráðra félaga á NYSE og Euro- next nemur um 27 þúsund millj- örðum dollara, að því er fram kem- ur í frétt á Bloomberg-fréttavefn- um. Kauphöllin verður sú fyrsta sem starfrækt er beggja vegna Atlantshafsins. Stjórnendur NYSE og Euronext leggja áherslu á að um samruna jafningja sé að ræða. Bandarískar höfuðstöðvar félagsins verða í New York en evrópskar höfuðstöðvar í París og Amsterdam. Reuters Tilkynningin Jean-Francois Theodore, forstjóri Euronext, og John Thain, forstjóri Kauphallarinnar í New York, NYSE, á fréttamannafundi í París síðastliðinn föstudag þegar tilkynnt var um samruna félaganna. Veltumesti hlutabréfa- markaður í heimi verður til KOSTNAÐUR danska sam- félagsins af umferðarteppum í Kaupmannahöfn nemur um 5,7 milljörðum danskra króna á ári. Þetta eru niðurstöður svo- nefnds efnahagssérfræðingar- áðs (Økonomiske Råd), sem í eiga m.a. sæti fulltrúar danska vinnumarkaðarins, seðlabank- ans og ríkisstjórnarinnar. Telja sérfræðingarnir þörf á því að dregið verði úr umferðinni í Kaupmannahöfn, að því er fram kemur í frétt á fréttavef danska blaðsins Politiken. Í nýrri skýrslu sérfræðinga- ráðsins er lagt til að innheimt verði gjald fyrir akstur um borgina, 20 danskar krónur á farþega. Vísa þeir til þess að þetta fyrirkomulag hafi verið tekið upp víða í stórborgum. Þeir leggja til að tekjurnar af þessu verði notaðar til að lækka skatta. Minni um- ferð í Kaup- mannahöfn DISNEY-fyrirtækið hefur bæst í hóp þeirra kvikmyndafyrirtækja sem selja kvikmyndir á netinu. Víd- eóarmur Disney, Buena Vista Home Entertainment, mun annast sölu myndanna, sem hægt verður að hala niður á einkatölvur af netinu. Í frétt á fréttavef BBC-fréttastofunnar segir að bæði verði hægt að kaupa gamlar Disney-kvikmyndir og nýjar. Kvikmyndafyrirtækin Universal Pictures, Sony Pictures Entertain- ment, Warner Bros., Metro-Gold- wyn-Mayer og Paramount Pictures hófu í sameiningu sölu á kvikmynd- um á netinu í aprílmánuði síðastliðn- um. Í frétt BBC segir að fram til þess tíma hafi stóru kvikmyndaverin í Hollywood verið treg til að ljá máls á því að selja kvikmyndir á netinu, af ótta við að það myndi auka ólöglegt niðurhal og draga úr aðsókn að kvik- myndahúsum og sölu á kvikmyndum á DVD-diskum. Fyrsta kvikmyndin sem hægt verður að kaupa á netinu hjá Disney er myndin Glory Road, sem fjallar um fyrsta körfuboltaliðið í NCAA- deildinni bandarísku þar sem byrj- unarliðið var skipað svörtum mönn- um eingöngu árið 1966. Þetta er sannsöguleg mynd. Stóru kvikmyndaverin selja myndir á netinu Reuters Fyrsta Disneymyndin Jerry Bruckheimer kvikmyndaframleið- andi og James Gartner, leikstjóri kvikmyndarinnar Gloy Road. LAUN leikmanna í ensku meistara- deildinni í fótbolta lækkuðu í fyrsta skipti í sögunni á leiktíðinni 2004/ 2005. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Deloitte-ráðgjafafyrirtækis- ins að því er fram kemur í frétt á fréttavef BBC-fréttastofunnar. Höfundar skýrslu Deloitte telja að ekki sé öll von úti um að fótboltakapp- ar á Englandi geti tekið gleði sína á ný. Vegna hagstæðra samninga um sjónvarpsútsendingar frá leikjum úr- valsdeildarinnar á næsta ári sé allt út- lit fyrir að laun muni fara hækkandi. Þrátt fyrir lækkun á launum knatt- spyrnumanna á Englandi á leiktíma- bilinu 2004/2005 þá eru laun knatt- spyrnumanna engu að síður hvergi hærri en þar, þegar á heildina er litið. Leikmenn á Ítalíu eru með næst hæstu launin, þá leikmenn á Spáni, svo í Þýskalandi og Frakklandi, en þetta eru þau lönd sem standa upp úr í þessum efnum. Haft er eftir Dan Jones, íþrótta- viðskiptasérfræðingi hjá Deloitte, í frétt BBC, að laun leikmanna í ensku úrvalsdeildinni hafi að jafnaði hækk- að um 20% á ári áratuginn fram til ársins 2004. Segir hann að launa- greiðslu á leiktíðinni 2004/2005 séu því í algjörri andstöðu við það sem hafi verið að gerast í þessum efnum á umliðnum árum. Fótboltakappar á Englandi lækka í launum Innihaldið skiptir máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.