Morgunblaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ POSEIDON ADVENTURE kl. 7 - 9 og 11 B.i. 16.ára. THE DA VINCI CODE kl. 6 - 8 og 10 B.I. 14 ára MI:3 kl. 5.30 - 8 og 10 B.I. 14 ára SHAGGY DOG kl. 6 og 8 eeee VJV, Topp5.is VERÐUR HANN HUNDHEPPINN EÐA HVAÐ! Leitið Sannleikans - Hverju Trúir Þú? SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK POSEIDON ADVENTURE kl. 6 - 8 - 10 AMERICAN DREAMZ kl. 6 - 8 MI : 3 kl. 10 B.i. 14 ára POSEIDON ADVENTURE kl. 8 - 10 X-MEN 3 kl. 8 B.i. 12 ára DA VINCI CODE kl. 10:10 B.i. 14 ára FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee S.V. MBL. eee VJV - TOPP5.is eee D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA STAFRÆ DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee V.J.V.Topp5.is eee V.J.V.Topp5.is K vikmyndin Omen, í leikstjórn John Moore, verður frumsýnd í dag en myndin er endurgerð einnar þekktustu hryllings- myndar kvikmyndasögunnar, The Omen í leikstjórn Richard Donner, frá árinu 1976. Omen sækir efnivið sinn í Opinberunarbók Jóhannesar, fjallar um djöfulleg öfl og þar sem tala djöfulsins 666 kemur talsvert við sögu þótti tilvalið að frumsýna endurgerðina hinn 6.6.’06. Ekkert að því að endurgera Aðalleikarar og leikstjóri Omen komu ný- lega saman á hóteli í New York og var sú sem þetta skrifar í hópi nokkurra blaða- manna sem þau ræddu við um gerð mynd- arinnar. Fyrstur sest hjá okkur Liev Schreiber sem leikur Robert Thorn, föður drengsins Damien sem reynist svo vera djöf- ullinn holdi klæddur. Blaðamaður Times byrj- ar á því að spyrja Schreiber hreint út hvað honum finnist um þá skoðun margra að Hollywood sé alltof upptekið af því að end- urgera klassískar myndir. „Jah, mesta hættan við endurgerðir er auð- vitað samanburður. Ef maður óttast hann ekki þá verður að hafa í huga að í hlut eiga góðar sögur með epíska byggingu. Ég held að góðar sögur hafi tilhneigingu til að verða sagðar aftur og aftur og ég er þakklátur fyrir endurgerðir. Ég er hrifinn af leikritum Shakespeare, til dæmis, en ég missti af fyrstu uppsetningunni á Hamlet og er mjög feginn að leikritið var sett upp aftur,“ segir Schreib- er og uppsker hlátur viðstaddra. Hann er svo spurður hvers vegna hann hafi tekið þetta hlutverk að sér: „Ég er auðvitað atvinnuleikari og ég vinn við að taka að mér hlutverk. Og eftir að hafa talað við John [Moore] leist mér vel á hug- myndir hans. Ég er líka hrifinn af sögum þar sem fjallað er um efni sem á rætur í menn- ingu, þjóðsögum og trúarbrögðum. Mér finn- ast trú og trúarbrögð sérstaklega áhugaverð viðfangsefni. Persónuleg trú fólks – hvort fólk trúir og hvað það er tilbúið til að gera í nafni trúarinnar – er mikið tabú og efni í áhugavert drama.“ Vill vinna fyrir UNICEF, skrifa og leika Schreiber kveður og Mia Farrow sest í hans stað. Hún segir mjög skemmtilega frá og þetta korter sem hún situr með okkur tal- ar hún út í eitt og minnst um sjálfa myndina. Hún segir blaðamanni Times (miðaldra manni sem étur úr lófa hennar) sögur af því þegar hún var að þvælast um Indland með Bítl- unum ásamt Prudence systur sinni og þeir sömdu um hana lagið Dear Prudence. Hún talar talsvert um starf sitt með UNI- CEF sem á hug hennar allan um þessar mundir. Hún er á leið til Darfur í annað sinn nú í sumar; „Eftir að hafa komið þangað finn- ur maður fyrir gríðarlegri ábyrgðartilfinn- ingu. Mig langar mest af öllu núna til að koma sögum þessa fólks til skila.“ Farrow segist standa á ákveðnum tímamót- um. Fjögur af þeim fimm börnum hennar sem enn búa heima verða 18 ára á þessu ári og fara því að heiman til háskólanáms í haust. Þá verður bara einn unglingur eftir á heim- ilinu og segist hún hafa margar hugmyndir og getað talað endalaust um allt sem hana langar til að gera. Auk starfa sinna fyrir UNICEF, langar hana til að skrifa, leika meira og svo ótal margt fleira, segir hún. Barnið hennar Rosemary Í kvikmyndinni Omen leikur Farrow frú Baylock, barnfóstru Damien. Efni Omen er nátengt efni myndarinnar sem gerði Farrow að stjörnu árið 1968, Rosemary’s Baby í leik- stjórn Roman Polanski. „Rosemary’s Baby er það besta sem kom fyrir mig á ferli mínum. Alla leikara dreymir um að leika í einni mynd sem lifir mann ef svo má segja. Að fá að taka þátt í mynd sem stenst tímans tönn og er dáð af mörgum kyn- slóðum. Hitt er að þessi mynd var besta menntun sem ég hefði getað fengið. Þetta var „lengsta“ mynd sem ég hef leikið í – hún var sjö eða átta mánuði í tökum – og ég lærði gríðarlega mikið. Roman Polanski er algjör meistari og allir sem unnu við þessa mynd voru í fararbroddi á sínu sviði á þeim tíma. Svo slær myndin algjörlega í gegn – nokkuð sem er aldrei hægt að segja fyrir um með nokkra mynd – og þar af leiðandi komst ég í góða stöðu. Ég hef því yfirleitt getað gert það sem ég hef viljað. Hef getað tekið mér frí, jafnvel árum saman, og komið svo aftur.“ Hún segist hafa haft mjög gaman af því að leika í Omen. Henni fannst „æðislegt að vinna í Prag“ þar sem myndin var tekin og talar vel um leikstjórann Moore sem hún segir að sé „sveigjanlegur og skapandi.“ Fékk hrikalegar martraðir fyrsta mánuðinn Farrow kveður og Julia Stiles sest í hennar stað. Stiles leikur Katherine Thorn, móður Damien. Einn blaðamannanna hafði heyrt að Stiles væri hjátrúarfull og spurði hana hvort það hefði skipt hana máli við gerð mynd- arinnar. „Með því að leika í svona mynd þá hugsar maður auðvitað; er ég að storka örlögunum? Já, ég hugsaði talsvert um þetta og þrátt fyr- ir hvað ég var heilluð af persónunni og hrifin af upprunalegu myndinni, þá var ég hikandi og velti því fyrir mér hversu mikið af rullunni ég myndi taka með mér heim. En ég komst yfir þetta og hugsaði sem svo að þessar vangaveltur væru til marks um hversu öflug sagan er. Og satt að segja fékk ég hrikalegar martraðir fyrsta mánuðinn sem við vorum í tökum. En ég held að þessar pælingar hafi ekki endilega snúist um hjátrú, heldur um það hvort ég vildi hafa þessa hluti í brenni- depli í mínu lífi á þessum tíma.“ Hún er því næst spurð eftir hverju hún fari almennt þegar hún velji hlutverk: „Ég hugsa fyrst og fremst um að vinna með góðu fagfólki og líka um að leika hlut- verk sem eru ólík innbyrðis. Það var mjög mikið atriði fyrir mig að færa mig frá ung- lingamyndum. Þegar ég var táningur lék ég í slatta af myndum sem að mínu mati voru misjafnar, en síðan tók ég meðvitaða ákvörð- un um að taka að mér fágaðri hlutverk og leika í fágaðri myndum. En eitt það skemmti- legasta við þennan bransa er fjölbreytnin og líka óvissan, maður veit aldrei hvað er næst á dagskrá.“ Hver vill að Nonni litli leiki djöfulinn? Stiles kveður og leikstjórinn John Moore sest í hennar stað. Hann er strax spurður að því hvers vegna ráðist hafi verið í að end- urgera myndina og það stendur ekki á svarinu. „Þetta er helvíti góð saga,“ svarar hann hressilega. „Fyrir mér var þetta eins og þegar maður heyrir góða sögu eða brandara á barnum og getur ekki beðið eftir því að segja hana sjálfur. Mér fannst sagan það góð og hún hræddi mig það mikið að ég varð alveg heillaður. Svo hef ég líka beðið óþreyjufullur eftir tækifæri – hversu barnslega sem það kann að hljóma – til að tjá mig um þá stað- reynd að við erum sokkin í mjög djúpan skít og ég held að ástandið sé ekkert að batna.“ Moore segist sammála þeirri hugmynd að uppgangur hryllingsmynda að undanförnu endurspegli ákveðinn ótta í samfélaginu. „Maður fer á hryllingsmynd og getur þá tekist á við óttann sem maður finnur fyrir í daglegu lífi sínu í tvo tíma, í vernduðu um- hverfi. Þetta er næstum því eins og líkams- rækt, fólk fær kannski smá útrás.“ Þá er hann spurður að því hvort margir drengir hafi komið til greina í hlutverk Dam- ien? „Nei, ekki svo margir. Ég átti reyndar von á því að það yrði erfitt að fá foreldra til að senda börnin sín í prufu fyrir þetta hlut- verk. Í alvöru talað, hver vill að Nonni litli leiki djöfulinn sjálfan? En við fengum slatta af fólki og við völdum Seamus [Davey- Fitzpatrick] næstum því strax. En þetta var enginn fjöldi sem mætti í prufur og ég held að eðli hlutverksins hafi spilað þar inn í.“ „Helvíti góð saga“ Vince Valitutti Ekki bara lítill saklaus drengur með hundinn sinn: Seamus Davey-Fitzpatrick í hlutverki sínu sem andkristur. Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur í New York bab@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.