Morgunblaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vísbendingar segja hrútnum að vera staðfastur, sama hvað hann tekur sér fyrir hendur. Varanlegar, traustar og skynsamlegar athafnir eru lykillinn að því að treysta stöðu sína í sambandi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hugur nautsins er í sjaldgæfu stuði. Þeir sem eru í kringum það eiga hugs- anlega í erfiðleikum með að halda í við hugmyndaflæðið. Svarið er: Slíttu þig lausan og fylgdu áformum þínum eftir eigin höfði. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn er ekki viss um hvernig aðrir upplifa hann, en staða himintunglanna er til merkis um það að hann sé að ná árangri. Eins og tvíburinn Prince syng- ur þarf maður ekki endilega að vera svalur til þess að hafa áhrif á einhvern. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn er upptekinn af því að hugsa langt fram í tímann, en þarf að gera skammtímaráðstafanir. Þú vildir óska að þú hefðir aðstoðarmann, einhvern sem fær borgað fyrir að sinna hvers- dagslegum viðfangsefnum sem hann má varla vera að. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið er manneskja sem aðrir opna sig gagnvart. Hvers vegna er einhver stífla milli þín og ótilgreindrar manneskju í fiskamerkinu? Ef þú kemst að því, átt- arðu þig á mörgu í sambandi þínu við að minnsta kosti tíu aðra einstaklinga. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Peningaradar meyjunnar er vel stilltur um þessar mundir. Komdu þér inn í samninga sem virðast lofa góðu. Þegar þú ert búin að greiða úr fjármálunum fær ástarævintýri loks byr undir báða vængi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Óvenjulegt mál kallar á óvenjulegar að- ferðir. Hóaðu saman liði sem klárar málin með hraði. Þú skýtur aðdáanda kannski skelk í bringu ef þú ert of framhleypin. Vertu aðeins óframfærn- ari. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ef þú gerir næstum því það sama í dag og í gær verður þú kannski sáttur, en hættan er líka sú að dagurinn falli al- gerlega í gleymskunnar dá. Hristu upp í hlutunum og vertu djarfur. Skapaðu dýrmætar minningar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn er ráðgjafi sem fyllir andagift, ekki síst meyju. Tímabundnar áhyggjur gætu gert vart við sig í vinnunni tengdar týndu skjali eða ein- hverju ámóta en úr þeim greiðist skjótt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Rétti tíminn til þess að mennta sig er núna. Fjárfesting í menntun skilar þér umtalsverðum hagnaði eftir nokkra mánuði. Sjálfstraustið á eftir að hríslast um þig þegar þú tekur um stjórnvölinn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn er ónæmur fyrir hörku veraldarinnar. Hann er fær um að mýkja sjálf náttúruöflin í þágu einhvers sem hann elskar. Vinur þarfnast við- urkenningar og þú ert akkúrat rétta manneskjan til að veita hana. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn hefur sitt hvað að kenna öðr- um. Ekki er víst að það skiljist akkúrat núna, en seinna muntu sjá að þú hafðir áhrif. Daður kemur við sögu í kvöld – skemmtileg aðferð til að fá útrás, en ekkert til að taka alvarlega. Stjörnuspá Holiday Mathis Hið samstillta tungl í vog syngur kyrrláta laglínu. En Venus og Júpíter eru eins og elskhugar sem eru svo vanir mik- illi spennu að þeir vita ekki hvað þeir eiga af sér að gera þegar friðsældin tekur við. Sambönd eru ýmist í þægilegum eða áleitnum fasa. Kannski berjumst við þeg- ar við ættum að vera sátt. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 tilkynnir, 8 sleifin, 9 haldast, 10 ferskur, 11 laska, 13 ann- ríki, 15 grunsemdar, 18 frásögnin, 21 mjólk í mál, 22 metta, 23 viljugu, 24 álappalegt. Lóðrétt | 2 gæsla, 3 syst- ir, 4 menga, 5 liðorm- urinn, 6 afkvæmi, 7 nagli, 12 ætt, 14 spil, 15 næð- ing, 16 furða sig á, 17 fá- tæk, 18 sæti, 19 skarp- skyggn, 20 þrenging. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hagur, 4 hopar, 7 gruns, 8 ómótt, 9 ann, 11 ró- ar, 13 æska, 14 ældir, 15 tærð, 17 alda, 20 eik, 22 putti, 23 regns, 24 reisa, 25 tosar. Lóðrétt: 1 hugur, 2 gaufa, 3 rósa, 4 hjón, 5 plógs, 6 rætna, 10 næddi, 12 ræð, 13 æra, 15 tapar, 16 rotni, 18 logns, 19 ansar, 20 eira, 21 Krít.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Tónlist Gamla Bókasafnið í Hafnarfirði | Tónleikar 7. júní kl. 20 í gamla bókasafninu. Fram koma hljómsveitirnar Kimono, Coral, Lokbrá, Shima, Changer. Húsið opnar kl. 19, frítt inn. Nánari upplýsingar á www.- myspace.com/gamlabokasafnid Iðnó | Tangókvöld í Iðnó kl. 20–23. Daði og Dísa leiðbeina áhugasömum tangóunn- endum fyrsta klukkutímann, en kl. 21 stígur Tangósveit lýðveldisins á svið. Miðaverð 1.500. Myndlist Anima gallerí | Erla Þórarinsdóttir, Dældir og duldir. Til 25. júní. Aurum | Árni Sæberg ljósmyndari hjá Morgunblaðinu sýnir í tilefni stórafmælis síns ljósmyndir í verslun Aurum. Til 9. júní. Bókasafn Seltjarnarness | Jón Axel Eg- ilsson sýnir vatnslitamyndir til 16. júní. Sýn- ingin er opin á sýningartíma safnsins frá kl. 10 til 17 alla virka daga. Byggðasafn Garðskaga | Bergljót S. Sveinsdóttir sýnir vatnslitamyndir til 14. júní. Café Karólína | Sunna Sigfríðardóttir. Myndirnar eru af blómum. Myndirnar eru allar unnar með bleki á pappír. Til 30. júní. Energia | Sandra María Sigurðardóttir – Málverkasýningin moments stendur yfir. Viðfangsefni sýningarinnar er manneskjan. Til 30. júní. Gallerí Fold | Málverkasýning Braga Ás- geirssonar í Baksalnum og báðum hlið- arsölum Gallerís Foldar við Rauðarárstíg. Sýningin er sett upp í tilefni af 75 ára af- mæli listamansins. Til 11. júní. Gallerí Humar eða frægð! | Sýning með hljóðtengdum myndverkum í tilefni Fjölljóð- ahátíðar. Finnbogi Pétursson, Haraldur Jónsson, Steingrímur Eyfjörð, Kira Kira, Ólafur J. Engilbertsson og listnemar við LHÍ sem sýna bókverk. Gel Gallerí | Dirk Leroux „A Model for The Treeman“. Til 8. júní. Gerðuberg | Guðjón Stefán Kristinsson – Sagnir og seiðmenn. Á sýningunni er að finna verk úr rekaviði og vegghleðslu úr grjóti og gleri. Ketill Larsen – Andblær frá öðrum heimi. Ketill sýnir ævintýraleg lands- lagsmálverk. Jón Ólafsson – Kvunndags- fólk. Portrettmyndir málaðar með akrýllit- um. Sjá www.gerduberg.is Til 30. júní. Hafnarborg | Sýning á ljósmyndum og mál- verkum norska listmálarans og ljósmynd- arans Patrik Huse til 3. júlí. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búadóttir sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju. Ásgerður er frumkvöðull nútímaveflistar á Íslandi og hafa verk hennar ætíð haft sterka skír- skotun til landsins og til náttúrunnar. Sýn- ingin er í samvinnu við Listasafn Háskóla Íslands. Til 26. ágúst. Hrafnista Hafnarfirði | Eiríkur Smith, list- málari, sýnir í Menningarsal til 12. júní. Hönnunarsafn Íslands | Sýningin 3x3 er þriðja samsýning leirlistakvennanna Guð- nýjar Magnúsdóttur, Koggu og Kristínar Garðarsdóttur. Öll verk á sýningunni eru ný og unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu. Til 18. júní. Kaffi Sólon | Þórunn Maggý Mýrdal Guð- mundsdóttir sýnir kröftug málverk. Til 9. júní. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til 6. okt. Lista- og menningaverstöðin Hólmaröst | Málverkasýning Elfars Guðna. Opið frá kl. 14–18 alla daga. Sýningu lýkur 11. júní. Listasafn Íslands | Sýningar á verkum Birgis Andréssonar og Steingríms Eyfjörð í Listasafni Íslands. Verkin á sýningunum spanna allan feril listamannanna. Vegleg fræðsludagskrá í tengslum við sýninguna, sjá á: www.listasafn.is. Til 25. júní. Ókeypis aðgangur. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfirlits- sýning á verkum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Unnið í samstarfi við Nátt- úrufræðistofu Kópavogs. Safnbúð og kaffi- stofa. Til 3. júlí. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Til 3. des. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á völdum skúlptúrum og portrettum Sig- urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema mánudaga 14 – 17. Kaffistofan opin á sama tíma. Sumartónleikar hefjast 11. júlí. Nýlistasafnið | Gæðingarnir. Sýning sem gefur Íslendingum einstakt tækifæri á að kynnast verkum 24 ungra listamanna al- staðar að úr heiminum. Sýnt er í Ný- listasafninu og 100° sal Orkuveitu Reykja- víkur. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Skriðuklaustur | Svandís Egilsdóttir sýnir olíumyndir og verk unnin í gifs og lakkrís í gallerí Klaustri. Til 7. júní. Thorvaldsen Bar | Marinó Thorlacius með ljósmyndasýninguna „dreams“. Ljósmynd- irnar hans eru alveg sér á báti og hafa þær vakið mikla athygli bæði hérlendis sem og erlendis. Til 9. júní. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir Rob Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um Ísland og veita sýn á Ísland nútímans og vitna um samfélagsbreytingar síðustu ára. Þjóðminjasafn Íslands | Rjúpnaskyttur hjálpuðu Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson að skapa listaverk. Skytturnar skutu haglaskotum á kort af miðborg Reykjavíkur. Gæludýrahúsin sem urðu fyrir skoti voru mynduð og eru til sýnis á Veggn- um. Líka var unnið með nemendum Austur- bæjarskóla og má sjá afraksturinn á Torg- inu. Til 11. júní. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga í sumar kl. 9 – 17. Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og gönguleið- ir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is og í 586 8066. Listasafn Árnesinga | Tvær sýningar í safn- inu. Sýningin Hér er verðlaunasýning Hrafnhildar Sigurðardóttur, en hún tók við norrænu textíllistaverðlaununum í Svíþjóð 2005. Sýningin Formleikur – Geometria er sýning Sonju Hakansson, en hún var tilbúin með þessa einkasýningu sama ár og hún lést árið 2003. Til 18. júní. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Sigríður Bachmann í Skotinu, nýjum sýningarkosti hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýnir Sig- ríður myndir sem hún hefur tekið af börn- um. Til 7. júní. Minjasafnið á Akureyri | Sumarsýning. Ef þú giftist ? Brúðkaupssiðir fyrr og nú. Ef þú giftist fjallar um brúðkaup og brúðkaupssiði í gegnum tíðina. Sýningin er unnin í sam- starfi við Þjóðminjasafn Íslands og er opin alla daga milli 10 og 17. Til 15. sept. Perlan | Sögusafnið Perlunni er opið alla daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum fjölda leikmynda sem segja söguna frá landnámi til 1550. ww.sagamuseum.is Þjóðminjasafn Íslands | Nú stendur yfir sýning á níu fornleifarannsóknum Kristnihátíðarsjóðs í Rannsóknarýminu á 2. hæð. Hér gefst tækifæri til að skoða úrval gripa sem komið hafa úr jörð á síðustu ár- um en mikil gróska hefur verið í fornleifa- rannsóknum. Vafalaust munu niðurstöður þeirra með tímanum breyta Íslandssög- unni. Boðið er upp á fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru sýningar auk safn- búðar og kaffihúss. Opið alla daga kl. 10–17. Bækur Listasafn ASÍ | ASÍ–Fraktal–Grill Huginn Þór Arason og Unnar Örn J. Auðarson unnu sýninguna í sameiningu með safnið í huga. Listamennirnir reyna að fletta ofan af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.