Morgunblaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Matsnefnd um verð-mæti og umfangvatnsréttinda í Jökulsá á Brú og Jökulsá í Fljótsdal/Lagarfljóti vegna Kárahnjúkavirkj- unar er um þessar mundir að fá í hendur greinar- gerðir frá Landsvirkjun og landeigendum. Lang- stærstur hluti af orku Kárahnjúkavirkjunar kemur úr Jökulsá á Dal, eða á milli 70 og 80%. Matsnefndinni var kom- ið á fót með samningi sem gerður var á milli Landsvirkjunar og einstakra landeigenda, þar sem tóku þátt í kringum 95% landeig- enda. Í honum er kveðið á um ákveðna málsmeðferð í samræmi við eignarnámsmálsmeðferð. Matsnefndin fjallar um hvaða vatnsréttindi Landsvirkjun fær og við það mat er farið að eign- arnámslögum, s.s. að fyrirtækið fái þau vatnsréttindi sem því eru nauðsynleg og í annan stað metur nefndin í samræmi við sambæri- leg sjónarmið og gilda um eign- arnám hvers virði vatnsréttindin eru landeigendum. Nú hefur Landsvirkjun lagt fram greinargerð og hefur skv. upplýsingum Morgunblaðsins m.a. til hliðsjónar eldri matsmál, t.d. frá Blöndu um 1990 og eldri mál sem snúa að vatns- og jarð- hitaréttindum. Greinargerðin er þó óopinber að svo komnu máli. Landeigendur skila sinni greinar- gerð til nefndarinnar á morgun, miðvikudag. Málið er nokkuð flókið þar sem um er að ræða að Jökulsá á Brú er færð úr farvegi sínum yfir í Lag- arfljót og hefur ekki hér á landi áður þurft að takast á við lagaleg álitaefni sem að slíkum vatna- flutningum lúta. Markaðsvirði gjörbreytt „Við erum að ljúka vinnu við okkar greinargerð,“ segir Jón Jónsson hdl., sem fer ásamt fleiri lögmönnum með málefni landeig- enda við Jökulsá á Dal. „Það sem við byggjum á er að eftir að hin nýju raforkulög tóku gildi, þar sem kveðið er á um samkeppni í vinnslu og sölu raforku, hafa kom- ið upp raunhæfir möguleikar fyrir aðra aðila en hin opinberu orku- fyrirtæki til að virkja og selja raf- orku. Vegna þessa erum við farin að sjá dæmi þar sem landeigendur hafa leyft öðrum aðilum að virkja vatnsföll í sínu landi gegn ákveð- inni leigu á vatnsréttindunum. Að auki eru landeigendur sjálfir með smávirkjanir. Því er komin í gang og er í örri þróun frjáls verðmynd- un á vatnsréttindum. Sú verð- myndun leiðir til þess að vatns- réttindi eru, miðað við þessa fáu samninga sem hafa verið gerðir frá 2003, mun verðmætari en eldra mat fól í sér. Það er meg- inregla í eignarnámsrétti að fara skal eftir markaðsverði, enda tryggir 72. gr. stjórnarskrárinnar að menn skuli fá fullar bætur við eignarnám.“ Einhverjir milljarðar króna Miðað við aðferðarfræðina skv. gömlum matsmálum hafa menn reiknað upp að þau vatnsréttindi sem látin verða af hendi út af Kárahnjúkavirkjun séu u.þ.b. einn milljarður króna. Þá þarf að hafa í huga að um gríðarlega orku er að ræða, eða um 12% af virkj- anlegri vatnsorku í landinu. Jón segir að stórar tölur megi ekki stinga í augu því að um geysimikl- ar stærðir sé að ræða. „Fari menn að bera þetta saman við kolaorku- verð eða olíukostnað við að búa til sömu orku, er þar um að ræða gríðarlega háar fjárhæðir. Miðað við þá markaðsverðsútreikninga sem við sjáum í þessum samning- um er verið að tala um miklu hærri tölur en einn milljarð.“ Jón vill ekki nefna ákveðnar töl- ur fyrr en kröfugerð landeigenda liggi fyrir í næstu viku, en segir að í greinargerð Landsvirkjunar sé gerð krafa um að réttindin séu einskis virði. „Frá því menn unnu arðsemis- mat fyrir Kárahnjúkavirkjun hef- ur gengið styrkst og álverð hefur hækkað mikið, eða allt að tvöfald- ast. Raforkuverð er tengt við ál- verð sem leiðir til þess að væri virkjunin sett í gang í dag yrðu tekjur hennar á selda raforku upp undir helmingi hærri en hefði ver- ið. Forsendur eru breytilegar en arðsemismatið er samkvæmt þessu mjög gott. Vatnsréttindi eru klárlega eign landeigenda og nú er orðinn til frjáls markaður fyrir þau og þá sjáum við að um mjög stórar fjárhæðir er að ræða.“ Matsnefndarsamningurinn ger- ir ráð fyrir að málsmeðferð verði tiltölulega hröð, þannig að niður- staða fáist fyrir lok ársins. Hægt verður að fara með niðurstöður nefndarinnar fyrir dómstóla. Héraðsdómur Reykjavíkur til- nefndi nefndarformann, sem valdi sér verkfræðing og endurskoð- anda, Landsvirkjun skipaði í nefndina einn óháðan aðila og landeigendur annan. Auk lög- manna Regula, sem vinna fyrir flestalla landeigendur við Jökulsá á Dal, vinnur lögmaður Prest- setrasjóðs að málinu fyrir hönd Valþjófsstaðarjarðarinnar og tveir lögmenn fyrir landeigendur í Fljótsdal og við Kelduá. Fréttaskýring | Matsnefnd metur verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar Landeigendur vilja milljarða Vatnsréttindi virkjunarinnar lúta að um 12% af nýtanlegri vatnsorku landsins Óvissa ríkir um verðmæti vatnsréttinda. Eldri útreikningar gerðu ráð fyrir einum milljarði  Landeigendur skila sérstakri matsnefnd um verðmæti og um- fang vatnsréttinda við Jökulsá á Brú, Jökulsá í Fljótsdal og Lag- arfljót greinargerð um kröfur sínar á miðvikudag. Lands- virkjun hefur þegar skilað inn sínu áliti. Reiknað er með niður- stöðu á árinu, en um talsverða fjármuni er að ræða, ekki síst eftir að frjáls verðmyndun vatns- réttinda varð að veruleika í kjöl- far nýrra raforkulaga. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Háskólinn í Reykjavík útskrifaði um helgina 57 nemendur með MBA-gráðu. Þetta er í fimmta sinn sem skólinn útskrifar nemendur úr MBA-námi, en tæplega 200 nemendur hafa lokið MBA-námi frá skólanum og hefur enginn há- skóli á Íslandi meiri reynslu af MBA-námi en Háskólinn í Reykja- vík. Við upphaf athafnarinnar ávarpaði dr. Guðfinna S. Bjarna- dóttir, rektor Háskólans í Reykja- vík, nemendur, en hátíðarávarp athafnarinnar flutti Björgólfur Guðmundsson, formaður banka- ráðs Landsbanka Íslands. Að lok- um flutti Þorlákur Karlsson, for- seti viðskiptadeildar, stutt ávarp og afhenti nemendum útskrift- arskírteini sín. Forstöðumaður MBA-náms Há- skólans í Reykjavík er Finnur Oddsson. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Háskólinn í Reykjavík útskrifar 57 MBA-nema UM 850 keppendur mættu til leiks á stærsta knatt- spyrnumóti landsins, Tungubakkamótinu, sem fram fór í Mosfellsveit um helgina. Á mótinu kepptu stúlk- ur og drengir í 5., 6., 7., og 8. Umsjón mótinu hafði Afturelding og Landsbank- inn. Þekktir knattspyrnumenn veittu verðlaun og skemmtikraftar eins og Bríet Sunna úr Idolinu, Ingó úr Idolinu eða Birgitta Haukdal sungu fyrir móts- gesti. Þessi unga manneskja lét hvorki fræga söngvara né knattspyrnumenn raska ró sinni meðan hún fékk sér að drekka. Morgunblaðið/Kristinn Fjölmenni á Tungubakkamótinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.