Morgunblaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 21 DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ MÁN - FÖS Nú eru Vínbúðirnar Dalvegi og Holtagörðum opnar alla virka daga frá kl. 9.00 til 20.00. BREYTTIR TÍMAR Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur ÞAÐ er bara goðsögn að svo- kölluð hvolpafita fari af börnum og unglingum, að mati ástralsks sérfræðings. Foreldrar blekkja sjálfa sig ef þeir trúa þessari goðsögn, að því er Aftenposten hefur eftir sérfræðingnum Louise Baur frá háskólanum í Brisbane í Ástralíu. Baur segir engar vísindalegar sannanir fyr- ir því að börn og unglingar losni við aukakílóin með aldrinum. Hún telur meiri líkur á því að of þung börn og unglingar eigi eft- ir að eiga í vandræðum með of- fitu síðar á lífsleiðinni en að fitan fari af þeim. Hvolpafita fer ekkert endilega af börnum  HEILSA EF SJÓNIN er farin að dapr- ast vegna aldurs er hægt að fá ódýr gleraugu í næstu búð. En ef sérstakra glerja er þörf er kostnaðurinn meiri. Á vef dönsku neytendasamtakanna eru gefin góð ráð sem vert er að hafa í huga áður en fjárfest er í nýjum gleraugum, m.a.:  Gerið samanburð á verði og þjónustu á mörgum stöðum áður en ákvörðun er tekin.  Börn, eldri borgarar og fólk með augnsjúkdóma getur stundum fengið gleraugu niðurgreidd, at- hugið hvort möguleiki er á slíku.  Leyfið augunum að venj- ast nýju gleraugunum, það tekur smá tíma.  Ef ætlunin er að kaupa gleraugu í útlöndum, kynnið ykkur fyrst reglur um verslun utan landa- mæra.  Ef gleraugu eru keypt er- lendis eða á netinu getur verið erfitt að láta laga þau eða skila þeim ef eitt- hvað hefur farið úrskeiðis. Morgunblaðið/ÞÖK Gerið sam- anburð á gleraugna- verði  NEYTENDUR HUNANGSFLUGUR eru jafnvel taldar framleiða það sem gæti orðið næsta yng- ingarlyfið. Um er að ræða prótein sem býflugurnar framleiða í miklu magni og ný doktorsrannsókn bendir til að það geti hindrað öldrun, að því er fram kemur á vefn- um forskning.no. Margt er líkt með mönnum og býflugum og er þá átt við félagslega þáttinn sem á sér ekki hliðstæðu hjá öðrum dýrategundum. Próteinið vitellogenin sem býflugur framleiða í miklu magni samhliða því að verpa mörg þúsund eggjum á dag, vakti at- hygli Siri-Christine Seehuus við Umhverfis- og líftækniháskólann í Noregi. Rann- sóknin leiddi í ljós að vitellogenin sem býflugur framleiða getur verndað býflugur fyrir öldrun vegna þess að það er áhrifaríkt andoxunarefni. Inni í býflugnabúinu eld- ast býflugur hægt en öldrunarferlið hefst þegar þær fljúga út í heim. Vissulega eldast býflugur á annan hátt en menn en hugsanlega getur efnið einnig gagnast mannfólk- inu. Seehuus segir að spennandi verði að fylgjast með lyfjaþróun næstu 20–30 árin. Í frétt forskning.no segir að of snemmt sé að gefa drauminn um eilífa æsku upp á bát- inn, verið geti að hann svífi um loftin með býflugunum. Yngingarlyf úr hunangsflugum? Morgunblaðið/Golli  HEILSA Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.