Morgunblaðið - 15.07.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 190 . TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
21Km
42Km
Km10
Km3
MARAÞON
REYKJAVÍKUR
GL
19.
Aðþrengdir
Austurríkismenn
Listhópurinn Gelitin með sýn-
inguna Hugris í Kling og Bang | 26
Lesbók | Umhverfið og áróðurstækin Orkuveituauglýsingin
Börn | Verðlaunaleikur vikunnar Sveitasagan
Íþróttir | Lið 10. umferðar Landsliðið ætlar í milliriðla
Lesbók, Börn og Íþróttir
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
UMSKIPTI hafa orðið í rekstri
fiskvinnslunnar að undanförnu og
afkoman batnað umtalsvert með
veikingu krónunnar, auk þess
sem verð á fiskafurðum í erlendri
mynt hefur haldist hátt.
„Það sem hefur gerst á þessu
ári, eftir að krónan gaf eftir, er að
það hefur orðið veruleg afkomu-
breyting í útflutningsgreinunum,
þar með talið í sjávarútvegi,“ seg-
ir Arnar Sigurmundsson, formað-
ur Samtaka fiskvinnslustöðva.
Arnar bendir á að margir
kostnaðarliðir hafi hækkað sam-
hliða þessari þróun en tekjur fyr-
irtækjanna hafi aukist í takt við
veikingu krónunnar. „Gengis-
lækkunin hefur skilað sér í aukn-
um tekjum og það hefur bætt af-
komu greinarinnar umtalsvert,
enda var svo komið áður en til
þessa kom, að nokkur fyrirtæki
höfðu einfaldlega gefist upp eða
dregið saman í rekstri,“ segir
Arnar. Bar mest á því í rækju-
vinnslunni sem á eftir sem áður í
erfiðleikum en fyrirtæki í öðrum
vinnslugreinum bera sig mikið
betur.
Forsenda þess að hægt
var að hækka kauptaxta
„Það er líka alveg ljóst að sam-
komulagið sem gert var um
breytingar á kauptölum kjara-
samninga hefði aldrei verið
mögulegt nema vegna þessara
breytinga, sem orðið hafa á gengi
krónunnar,“ segir hann og bendir
á að launakostnaður í fiskvinnslu
hækki að meðaltali um 10% vegna
þeirra breytinga sem kveðið er á
um í nýgerðu samkomulagi um
hækkun á kauptöxtum kjara-
samninga frá 1. júlí.
„Auðvitað fylgja verðbólgu-
áhrif lækkun á gengi krónunnar
en þau áhrif voru komin fram að
nokkru leyti áður. Staða krón-
unnar núna er eins og við vorum
að gera okkur vonir um að myndi
eiga sér stað síðar á árinu. Þetta
kom skyndilega fram og þar var
það markaðurinn sjálfur sem
felldi krónuna en ekki var um
neinar stjórnvaldsaðgerðir að
ræða, sem stafar af þeim breyt-
ingum sem orðið hafa í hagkerf-
inu á undanförnum árum. Við
þetta bætist svo að verðþróun í
erlendri mynt hefur verið mjög
hagstæð í langan tíma,“ segir
Arnar.
Hann segir útlitið þokkalegt í
fiskvinnslunni. Að vísu hafi sá afli
sem komið hafi á land það sem af
er árinu minnkað. Verðið sé til-
tölulega mjög gott í erlendri mynt
og skilaverðið í íslenskum krón-
um hátt sem einnig bæti tekjur
sjómanna sem hafi orðið fyrir
verulegri tekjuskerðingu líkt og
fyrirtækin. „Það hefur því orðið
mikil og tímabær breyting.“
Gengislækkun skilar fiskvinnslunni auknum tekjum
Afkoman hefur
batnað umtalsvert
HASSAN Nasrallah, leiðtogi Hizbol-
lah-samtakanna, lýsti í gær yfir
stríði við Ísrael í sjónvarpsávarpi
sem var sjónvarpað stuttu eftir að
Ísraelsmenn höfðu gert árásir á
skrifstofur samtakanna í Beirút.
„Þið vilduð opið stríð og við erum
tilbúin í opið stríð,“ sagði Nasrallah
m.a. í ávarpi sínu. Hann hét því að
farið yrði í stríðið á öllum stigum og
að m.a. yrði ráðist á ísraelsku
strandborgina Haifa.
Átökin milli Ísraela og Hizbollah-
hreyfingarinnar héldu áfram í gær
en þau spruttu upp í kjölfar þess að
Hizbollah tók til fanga tvo ísraelska
hermenn og myrti átta í N-Ísrael á
miðvikudag. Ísraelsku hermennirnir
eru enn í haldi. Ísraelar hafa brugð-
ist við með hernaðaraðgerðum sem
hafa kostað 66 Líbana lífið á und-
anförnum dögum. Hizbollah-hreyf-
ingin hefur svarað með eldflauga-
árásum á Norður-Ísrael og skaut
yfir 70 eldflaugum í gær.
Ehud Olmert, forsætisráðherra
Ísraels, lýsti því yfir að Ísraelar
væru tilbúnir að láta af hernaðarað-
gerðum sínum gegn Líbanon að
þremur skilyrðum uppfylltum; að
föngunum tveimur verði sleppt, sam-
tökin hætti árásum sínum á Ísrael og
að líbanska stjórnin fari að ályktun
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
um að afvopna skuli Hizbollah-sam-
tökin.
Olíuverð hefur hækkað í kjölfar
átakanna og verð á olíutunnu fór um
tíma yfir 78 dollara í New York og
London í gær en algengasta verð var
rúmlega 77 dollarar.
Spennan vegna kjarnorkuáætlun-
ar Írana hefur einnig áhrif á olíuverð
og hefur AFP-fréttastofan eftir sér-
fræðingum að olíuverð muni fara yfir
80 dollara og að einhverjir spái því
jafnvel að verðið fari yfir 100 dollara.
Utanríkisráðuneytið veit af tíu Ís-
lendingum sem staddir eru í Líb-
anon og hefur verið samið við Norð-
menn að flytja þá úr landinu komi til
þess að norsk yfirvöld ákveði að
flytja norska ríkisborgara þaðan.
Ehud Olmert setur skilyrði fyrir því að Ísrael láti af hernaðaraðgerðum í Líbanon
Leiðtogi Hizbollah segir
Ísraelum stríð á hendur
Reuters
Ísraelsmenn héldu áfram árásum á Líbanon í gær. Hér er flugskeyti skotið að Zahrani-brúnni í Suður-Líbanon í gær.
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
Ísraelar hóta | 16
ANDINN á
vinnustað verður
mun betri ef
stjórnandinn
hefur gott skop-
skyn, en allt of
fáir stjórnendur
leggja áherslu á
húmor, að því er
fram kemur í
danska blaðinu Børsen. Húmor
og glaðlyndi á vinnustað þýðir
ánægðara starfsfólk, ánægðari
viðskiptavini, færri veikindadaga
og starfsfólk skiptir síður um
vinnu.
Vitnað er í samskiptaráðgjaf-
ann Karen-Marie Lillelund, sem
hefur nýlega skrifað bók um mik-
ilvægi þess að stjórnendur séu
glaðlyndir. Segir hún að gott
skopskyn og léttlyndi hjá stjórn-
endum skili sér niður til hinna
lægra settu á vinnustaðnum og
líka til viðskiptavina. Hún sé ekki
að tala um að menn þurfi að
reyta af sér fjölda brandara sem
framkalli ofsahlátur heldur sé
nóg að fá fólk til að brosa dálítið
annað slagið, rétt til að brjóta
upp hversdaginn.
Lillelund segir allt of litla
áherslu lagða á húmor í menntun
stjórnenda. „Stjórnendum er sagt
að þeir eigi að vera alvarlegir og
hafa ákveðinn myndugleika til að
bera, eiginleikinn skopskyn er
allt of lágt metinn,“ segir hún.
Skopskyn
mikilvægt hjá
stjórnendum
JUVENTUS, Lazio og
Fiorentina voru í gær
dæmd niður í 2. deild eft-
ir að rannsóknarnefnd
hafði fundið félögin sek
um að hafa með ólögleg-
um hætti haft áhrif á úr-
slit leikja í ítölsku deild-
arkeppninni í knatt-
spyrnu. Fjórða liðið sem
sætti ákæru, AC Milan,
slapp við að verða dæmt niður um deild. Hins
vegar hefur öllum liðunum verið meinað að taka
þátt í Evrópukeppni á næsta tímabili. For-
ráðamenn liðanna ætla að áfrýja málinu til dóm-
stóla.
Auk þess að vera dæmt niður um deild hefur
Juventus verið svipt ítalska meistaratitlinum
sem liðið hafði unnið sér inn síðustu tvö ár. Lið-
inu er einnig gert að hefja næsta leiktímabil í 2.
deild með 30 stig í mínus en 12 stig voru dregin
af Fiorentina og sjö af Lazio. AC Milan mun
hefja leik í 1. deildinni með mínus 15 stig.
Áfall fyrir ítalska knattspyrnu
Þetta er mikill áfellisdómur yfir ítalskri knatt-
spyrnu en aðeins sex dagar eru liðnir frá því að
Ítalir urðu heimsmeistarar í knattspyrnu. Má
segja að sigurvíman hafi runnið fljótt af mörg-
um Ítölum eftir tíðindi gærdagsins. | Íþróttir
Ítölsku meist-
ararnir dæmdir
niður um deild