Morgunblaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 41 MENNING inu og sín hvor í Mauritushúsi í den Haag og Staðarsafninu í Leiden. Átjánda júní lauk sýningunni „Rem- brandt – Caravaggio“ í Amsterdam sem hafði með samanburð og hlið- stæður í list þessara tveggja óvið- jafnanlegu snillinga barokksins að gera. Ekki að efa að sýningin hafi verið ein af hátindunum jafnvel haldið fram að hún hafi varpað nýju ljósi á list Rembrandts. Michelangelo Mersi da Caravag- gio (1571–1610) og Rembrandt voru fulltrúar afhjúpandi raunsæis í verkum sínum, báðir frægir fyrir dulúð sem hélst í hendur við svip- mikla meðhöndlun ljóss og skugga. En þrátt fyrir allan meintan skyld- leika mátti sjá meiri mun en menn greindu áður varðandi útfærslu verka þeirra einkum hvað áferð snerti. Penslaskriftin svo silkimjúk, fín og fáguð í verkum ribbaldans Caravaggio, sem lögreglan var allt- af á eftir, en hrá og gróf í verkum valmennisins Rembrandts. sem var meðal annars ástæða þess að er fram liðu stundir gekk honum æ verr að fá verkefni. Í heimalandinu lýkur veislunni í Leiden með sýning- unni „Móðir Rembrandts – Goðsögn og raunveruleiki“, í sviðsljósinu verður málverk af lesandi konu, lengi talið vera af móður lista- mannsins, opnar 16.12. og lýkur 17. janúar 2007. Þá má nefna að Rík- islistasafnið í Kaupmannahöfn gerði verkstæði meistarans skil í apríl– maí, safn eldri meistara í Kassel- landslaginu (stendur til 17. sept- ember), og loks verður opnuð sýning á úrvali teikninga í franskri eigu í Louvre í París 17.11. og stendur til 15.2. 2007. Í áranna rás hef ég skrifað nokkr- ar greinar um lífshlaup Rem- brandts, allar eftir að hafa heimsótt mikilsháttar sýningar á verkum hans ytra, endurtek sem minnst hér en skyldi ég rekast inn á eina eða fleiri það sem eftir er afmælisárinu mun ég gera þeim einhver skil í pistlum mínum. Þó má minnast þess hve ris málarans var hátt á tímabili og meint fall mikið, hann þótti ekki nægilega inni í straumum samtím- ans, og sagður hafa lokið lífshlaupi sínu snauður og flestum gleymdur loks kvistaður niður í kirkjugólf inn- an um flækinga, misyndismenn og þjófa. En þótt gröf Rembrandts sé óþekkt og alveg rétt að það fennti yfir minningu málarans og hann fyrst enduruppgötvaður á nítjándu öld mun hér málum blandið. Í nær fjóra áratugi hafa verk Rembrandts verið rannsökuð gaum- gæfilegar en nokkurs annars mál- ara í sögunni. Um að ræða verkefnið „Rembrandt Research Project“ (RRP), hér þó engan veginn verið að leita eftir meintum fölsunum heldur hvaða málverk eru raunverulega frá hendi meistarann og hver nem- enda hans eða jafnvel aðra. Og þótt rannsóknirnar hafi fækkað sann- anlegum verkum listamannsins nið- ur í 300, eru viðkomandi ánægðir með útkomuna því þeim hefur tekist að greina sérkenni ýmissa nemenda hans og svo sem Gerard Dou, Ferd- inand Bol, Carel Fabritius og Aert de Gelder. Álitið er að Rembrandt hafi að staðaldri haft tíu til fimmtán nemendur og aðstoðarmenn, sam- anlagt vel yfir fimmtíu á öllum ferl- inum. Hver um sig með rými í húsi meistarans sem naumast var meira en samsvarar klæðaskáp og í hve miklum mæli meistarinn nálgaðist þá, leiðbeindi og krukkaði í verk þeirra er og verður ráðgáta. For- eldrar nemendanna þurftu að borga vel með þeim og sem venjan bauð ávaxtaði hann sitt pund með því að árita og selja þau, þar næst stinga ágóðanum í vasann … Lærlingarnir aðstoðuðu meist- arann jafnvel við gerð sjálfsmynda sinna en meistarataktarnir voru málarans, kemur vel fram í mál- verki nokkru í Melbourne, lengi álit- ið seinni tíma eftirgerð en reyndist svo við nákvæma rannsókn örugg- lega frá hendi eins þeirra … Sjálfsmynd Rembrandts sem fylgir þessu skrifi var máluð 1652 og er olía á dúk, 112,1 x 81 sentimetri að stærð og tilheyrir Listasögusafn- inu í Vínarborg. Komið mjög gott dæmi um hvernig hann notaði hlut- föll ljóss og skugga í sjálfsmyndum sínum, í þessu tilviki 1⁄8 á móti 7⁄8. Hún er líka táknrænt dæmi þess hve vís- indalega listamaðurinn gekk til verks, myndir hans nokkurs konar skuggaskiptamálverk, clairs obsc- urs. Hér er skiptingin milli skugga og ljóss afar skýr og byggðist á ljós- gráu sem var jafnlangt frá ljósi og dimmu. Líkast sem ljósinu hafi tek- ist að þrengja sér yfir þröskuld myrkursins, skuggarnir marki for- tíð meðgöngutíma og gerjun, ljósið hins vegar hold og blóð. Eins konar árétting þess að ljósið sé þessa heims, allt komið frá djúpi myrkurs og tóms en tendrast lífi fyrir und- ursamleg náttúrusköp.    Tel afar mikilvægt að árétta héraðra hlið á hinum mörgu sjálfs- myndum Rembrandts sem ég raun- ar greindi frá í tilefni sýningar á sjálfsmyndum hans í Sainsbury væng Þjóðlistasafnsins í London 1999. Hvað gerð sjálfsmynda snerti var skilningurinn á eðli þeirra nokkuð annar á þessum löngu liðnu tímum en í dag, meginveigurinn lá í út- færslu þeirra en ekki myndefninu hverju sinni, í þessu tilviki af hverj- um myndin væri. Svo meintur ráð- villtur lesandi skilji þetta betur þá var (og er) það ekki aðalatriðið hvort mynd sé af kóngi eða almúga- manni, Þingvöllum eða Pólunum svonefndu, heldur hvernig hún er útfærð. Sjálft myndefnið getur aldr- ei helgað né komið í staðinn fyrir út- komuna og hinar mörgu og ein- stæðu sjálfsmyndir Rembrandts eru þannig fyrst og síðast myndverk. Þær voru einfaldlega ekki málaðar fyrir hann sjálfan heldur hinn þrönga listamarkað tímanna og til að meðtaka og lesa þær verður skoðandinn að vaxa yfir þá viðteknu ímynd seinni tíma um sjálfsnánd, að hver sé sjálfum sér næstur. Út frá þeim markaða og almenna skilningi er næsta auðvelt að misskilja hina stigmagnandi sjálfsskoðun í þeim fjölmörgu sjálfsmyndum sem liggja eftir listamanninn. Menn hafa lengi lesið eigin ímynd og skilning á sjálf- inu í myndum hans, nokkurs konar rýni í sálardjúpið, og eðlilega fyllst andakt á þessu yfirburða en um leið ímyndaða innsæi gerandans. Einn- egin hefur það vakið upp þá spurn- ingu hvort hér sé ekki komið dæmi um upphaf nýrri tíma skilnings og skynjunar á taugakerfinu. Fyrsta áþreifanlega landnám rannsókna á sjálfinu og eðli mannsins og hvort Rembrandt hafi ekki einmitt verið maðurinn sem í list sinni reis upp yf- ir armæðu líðandi stundar og per- sónuleg skipbrot. Og í ljósi þessa mætti varpa fram þeirri spurningu hvort verk hans séu ekki eins konar guðfræði sjóntauganna á mannleg hlutskipti, öflug rannsókn á ytri fyr- irbærum með tilheyrandi forundrun á hinni að virðist óendanlegu og til- gangslausu vegferð mannsins? ’Menn hafa lengi lesiðeigin ímynd og skilning á sjálfinu í myndum hans, nokkurs konar rýni í sál- ardjúpið, og eðlilega fyllst andakt á þessu yfirburða en um leið ímyndaða innsæi gerandans. ‘ bragi_asgeirsson@msn.com Rembrandt van Rijn: Sjálfsmynd, olía á á dúk, 112.1x81 sm. Lista- sögusafnið í Vínarborg. fimmtudagar“. Á hverju fimmtu- dagskvöldi er leikinn djass og á meðal þeirra sem koma fram eru Kvartett Óla Stolz, sem mun djassa lög Megasar 27. júlí. Einnig leika Haukur Gröndal og Jóel Pálsson 3. ágúst, Kvartett Andrésar Þórs 10. ágúst og Tríó Kára Árnasonar 17. ágúst. Sérstakir hádegistónleikar verða á slaginu 12 á föstudögum í Ket- ilhúsinu. 28. júlí munu Jóna Fanney Svavarsdóttir og Erlendur Þór Elv- arsson halda söngtónleika við und- irleik Helgu Bryndísar Magn- úsdóttur. Viku síðar mun Ragnheiður Árnadóttir syngja, einnig með undirleik. Í Akureyrarkirkju er staðið fyrir sumartónleikum á sunnudögum kl. 17. 16. júlí syngur kammerkór Hall- grímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Guðný Einarsdóttir leikur á orgel 23. júlí. 30. júlí er röðin komin að Birni Steinari Sól- bergssyni, orgel, Nicole Cariglia, selló og Margréti Bóasdóttur, sópr- an. Viðburðir framundan Af athyglisverðum viðburðum sem eru framundan má nefna menningarkvöld Nýhils, 28. júlí, þar sem boðið verður upp á ljóða- lestur og tóna. Auk þess fara fram sérstakir sveitamarkaðir sunnudagana 23. og 30. júlí auk 7. ágúst. Þá leiða saman hesta sína veitingahúsið Hala- stjarnan og verslunin Frúin í Ham- borg. Markaðirnir verða við Hala- stjörnuna, sem er skammt frá fæðingarstað Jónasar Hallgríms- sonar, Hrauni í Öxnadal. Frá Veitingahúsinu Halastjörnunni sem Guðveig Eyglóardóttir sér um. JI-YOUN Han frá Suður-Kóreu leikur á tvennum tónleikum um helgina á vegum Alþjóðlegs orgels- umars í Hallgrímskirkju. Í dag klukkan 12 leikur Han fyrst Fant- asíu í f-moll eftir Mozart en síðara verkið er Prelúdía og fúga í c-moll eftir Mendelssohn. Sunnudagstónleikarnir hefjast klukkan 20. Ji-Youn Han hefur und- anfarið verið við framhaldsnám í Freiburg í Þýskalandi. Hún hlaut fyrstu verðlaun í virtri alþjóðlegri orgelkeppni í Nürnberg árið 2004. Alþjóðlegt orgelsumar HARMONIKKUHÁTÍÐ í Reykja- vík 2006 fer fram þessa helgi en þetta er í áttunda skipti sem árleg hátíðin er haldin. Helstu gestir há- tíðarinnar að þessu sinni eru tveir Norðmenn, Ottar Johansen og Iv- ar Th. Dagenborg. Sá fyrrnefndi er líklega frægasti nemandi harm- onikkuleikarans Toralfs Tollefsen sem er mörgum íslenskum harm- onikkuleikurum að góðu kunnur. Á morgun verður hann með tón- leika í Norræna húsinu klukkan 20.00 og annast Dagenborg undir- leik á gítar í hluta tónleika- dagskrárinnar. Á efnisskránni eru sígildar dægurperlur, létt klassísk tónlist, auk Frozini. Aðgangseyrir er 1.500 krónur en 1.000 krónur fyrir eldri borgara, öryrkja og börn. Á sunnudaginn er einnig vegleg harmonikkudagskrá á Árbæj- arsafninu. Harmonikkustöðin og Harmonikkufélagið Hljómur bera hita og þunga af dagskránni sem hefst klukkan 13. Nikkurnar þandar á Árbæjarsafninu LOKATÓNLEIKAR Þremenninga- sambandsins verða klukkan 16 í dag í Norræna húsinu. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Fyrirgefið samtíning- inn“ en á þeim verður boðið upp á „samtíning sumarsins í tónum og heimabakað góðgæti“ samkvæmt því er kemur fram í fréttatilkynn- ingu. Þremenningasambandið er skipað þeim Arngunni Aradóttur klarín- ettuleikara, Ástu Maríu Kjart- ansdóttur sellóleikara og píanóleik- aranum Höllu Oddnýju Magnúsdóttur. Á efnisskránni eru m.a. „Kyrrðardans“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson auk verka eftir Moz- art, Messiaen, Bach og Beethoven. Samtíningur Þremenn- ingasambandsins LISTAMENNIRNIR Björk Guðna- dóttir, Daníel Magnússon og Hildur Bjarnadóttir opna sjálfstæðar sýn- ingar sínar í Nýlistasafninu á Laug- arvegi 26 í dag klukkan 17. Tilvistarlegar hugleiðingar og mannlegt eðli er drifkrafturinn í listrænni vinnu Bjarkar sem á sýn- ingu sinni núna mun sýna innsetn- ingu sem var framlag hennar til sýningarinnar Volcana, an Ice- landic Panorama sem var sett upp í Winnipeg í Kanada í fyrra. Hildur vinnur á nýstárlegan hátt úr textílhefð og þykir um leið ögra hefðbundinni nálgun „concept“- listamanna. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga á ferli sínum og er einn þeirra þriggja myndlista- manna sem tilnefndir eru til Sjón- listarorðunnar 2006. Auk þess að starfa sem myndlist- armaður hefur Daníel getið sér gott orð sem hönnuður. Hann mun sýna textaverk og myndbandsverk. Sýningarnar eru opnar frá mið- vikudegi til sunnudags frá klukkan 13–17 og standa til 6. ágúst. Þrjár myndlistaropnanir á Nýló

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.