Morgunblaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 43 KVIKMYNDIN See No Evil er helst merkileg fyrir þær sakir að fjölbragðaglímusamband eitt í Bandaríkj- unum stendur að baki framleiðslu hennar. Í kvikmynd- inni sjálfri sést það best á því að þekktur glímukappi þar vestra er í hlutverki illmennisins en fyrir aðra en Bandaríkjamenn og e.t.v. örfáa íslenska áhugamenn um fjölbragðaglímu, ætti það að hafa litla merkingu. See No Evil er eins dæmigerð og unglingahrollvekja getur mögulega orðið. Grunlausir unglingar fastir í byggingu þar sem snarbilaður morðingi gengur laus. Fórnarlömbin taka upp á öllum þeim klisjum sem fræg- ar eru í sambærilegum myndum, eins og að neyta eitur- lyfja, hafa samfarir og ráfa um húsakosti einsömul – allt kjörástæður til að tapa lífsandanum. Unglingarnir eru að þessu sinni vandræðagemsar af meðferðarheimili sem fengin eru til að fríska upp á yf- irgefið hótel. Umsjónarmaður þeirra er fyrrverandi lög- reglumaður sem missti aðra höndina nokkrum árum áð- ur í átökum við fjöldamorðingjann Jacob Goodnight en svo skemmtilega vill til að það er einmitt hann sem læð- ist um ganga hótelsins og slátrar unglingunum. Fórn- arlömbin eru einnig þessir dæmigerðu hrollvekjuung- lingar; ljóshærða druslan, hrokafulli og leiðinlegi gaurinn og flippaði blökkumaðurinn. Það er aðallega að nýja staðalímynd sé að finna í dýraverndarsinnanum sem hlýtur að lokum afskaplega kaldhæðinn dauðdaga. Sagan er næfurþunn og í raun bara afsökun til þess að slátra fólki á sem skemmtilegastan hátt og það verð- ur að segjast að þar tekst leikstjóranum nokkuð vel upp. Hann nýtir þá aðferð vel að fara yfir strikið í hrotta- og subbuskap og þegar kemur að því að murka lífið úr gemlingunum, þá er oft notast við sömu tækni og sjá má í CSI-þáttunum þegar sýnt er hvernig innyfli verða fyrir meiriháttar hnjaski. Ég er ekki frá því að ég hafi heyrt einn bíógest kúgast yfir tilteknu atriði sem var virkilega ógeðfellt. Það er merki um gæði. Þar fyrir utan sést það glögglega að leikstjórinn Gregory Dark er mikill stílisti, enda vann hann lengi við gerð tónlistarmyndbanda eftir að hafa byrjað fer- ilinn sem annar helmingur The Dark Brothers – klám- myndaleikstjóra-tvíeykis sem tröllreið bransanum á ní- unda áratugnum. Hvað kvikmyndaleik varðar er þessi mynd frekar slöpp og ekki bætir það úr skák að flestir unglinganna eru Ástralir að leika Bandaríkjamenn. Glímukappinn Kane er hins vegar fullkominn Jacob, eins langt og það nær, segir varla orð í allri myndinni og er slíkt tröll að vexti að augnaráðið eitt gæti kramið meðalmann. See No Evil er fullkomin mynd fyrir unglinga. Hún fer svo gjörsamlega yfir strikið í ofbeldi að það verður að lokum fyndið og ætti að henta þeim strákum sér- staklega vel sem vilja fá kærustuna í fangið á meðan á sýningu stendur. Hins vegar skilur hún lítið eftir sig og verður væntanlega öllum gleymd og grafin innan tíðar. Gjugg í borg KVIKMYNDIR See No Evil –  Leikstjórn: Gregory Dark. Aðalhlutverk: Kane, Christina Vidal, Michael J. Pagan, Samantha Noble og Steven Vidler. Bandarík- in, 85 mín. Laugarásbíó „See No Evil er fullkomin mynd fyrir unglinga.“ Ómar Örn Hauksson Undirbúningur er hafinn að þriðjuShrek-myndinni en hinar tvær sem komu út árið 2001 og 2004 hafa verið með þeim allra vinsælustu sem Dream Works Animation hefur fram- leitt. Útgáfudagur er áætlaður um miðjan maí á næsta ári og þær Holly- wood-stjörnur sem þegar hafa sam- þykkt að ljá persónunum raddir sínar eru sem fyrr Mike Myers, Eddie Murphy, Cameron Diaz, Antonio Banderas, Rupert Everett, Julie Andrews og John Cleese. Fjölmargir aukaleikarar bætast í þennan fríða flokk en þekktastur þeirra er líklega Justin Timberlake sem mun leika Ar- tie, uppreisnargjarnan frænda Fíónu prinsessu sem er einmitt leikin af kærustu hans, Cameron Diaz.    Spilatækja-salir á borð við Fredda sem stóð í Hafn- arstræti eru svo gott sem útdauðir í dag en þrátt fyrir það hugsa margir til daga spilatækja- salanna með hlýhug. Þetta veit tölvu- leikjaframleiðandinn Xbox sem ætlar nú á næstu vikum að setja kraft í út- gáfu á klassískum spilatækjaleikjum (Live Arcade) á borð við þá sem voru spilaðir í Freddum heimsins. Pac- Man, Frogger og fleiri leikir hafa þegar verið útfærðir og endurhann- aðir með nýjustu tækni og gerir Xbox ráð fyrir að um 50 leikir í viðbót verði komnir á markað fyrir árslok. Fólk folk@mbl.is Sími - 551 9000 -bara lúxus Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10:15 ...Myndir þú breyta heiminum með henni ...eða gera eitthvað allt annað? Ef þú ættir fjarstýringu sem gæti stýrt lífi þínu? Hvað myndir þú gera ...? K R A F T M E S TA HASARMYND ÁRSINS Ef þú ættir fjarstýringu sem gæti stýrt lífi þínu? Hvað myndir þú gera ...? ...Myndir þú breyta heiminum með henni ...eða gera eitthvað allt annað? Sýnd kl. 6, 8 og 10 STRANGLEGA B.i. 16 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10:15 B.i. 12 ára EINA LEIÐIN TIL AÐ VINNA ER AÐ MISSA STJÓRNINA -bara lúxus Salma hayekpénelope cruz kl. 4 ÍSL. TAL Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU kl. 2 ÍSL. TAL kl. 2 og 4 ÍSL. TAL K R A F T M E S TA HASARMYND ÁRSINS Stick It kl. 5.40, 8 og 10.20 The Benchwarmers kl. 3, 6, 8 og 10 B.i. 10 ára Click k 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 3 Síðustu sýn. X-Men 3 kl. 3 Síðustu sýn. Rauðhetta m. íslensku tali kl. 3 Síðustu sýn. YFIR 50.000 GESTIR! FJÖLSKYLDUDAGAR • 400 kr. miðinn* *Sýningar merktar með rauðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.