Morgunblaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÍSRAELAR hótuðu í gær að lífláta Hassan Nasrallah, leiðtoga Hizbollah, sem þeir hafa lengi haft illan bifur á og jafnvel tekið í tölu helstu illmenna sögunnar. „Hann hefur grafið sína eigin gröf,“ sagði Roni Bar-On, innanríkisráðherra Ísraels. „Við jöfnum sakirnar við hann þegar þar að kemur.“ Dagblöð í Ísrael sögðu í gær að landið stæði frammi fyrir stríði og ganga þyrfti milli bols og höfuðs á Hizbollah-mönnum hvað sem það kostaði. „Skotmarkið: Nasrallah,“ sagði í flennifyr- irsögn á forsíðu söluhæsta dagblaðs Ísraels, Yediot Aharanot. „Ákvörðunin um örlög hans hefur þegar verið tekin og hann verður líflát- inn. Núna er þetta aðeins spurning um hvenær tækifæri gefst til þess,“ sagði blaðið í forystu- grein. Dagblaðið Maariv tók í sama streng og sagði að koma þyrfti í veg fyrir að liðsmenn Hizbol- lah gætu gert flugskeytaárásir á Ísrael frá sunnanverðu Líbanon. „Hizbollah má aldrei komast að landamærunum. Það þarf að upp- ræta þessa vá. Nasrallah verður að deyja,“ sagði Maariv í forystugrein. Blaðið hélt því jafnvel fram að Nasrallah, Mahmoud Ahmad- inejad, forseti Írans, og Khaled Meshaal, leiðtogi Hamas, væru „ef til vill jafnvel enn hættu- legri“ en Adolf Hitler. Virtur meðal sjíta Nasrallah nýtur mikillar virð- ingar meðal sjíta í Líbanon, þykir gæddur persónutöfrum, fljúgandi mælskur og snjall samningamaður. Hann er álit- inn einn af áhrifamestu mönn- um Líbanons. Nasrallah er 45 ára og var kjörinn leiðtogi Hizbollah árið 1992 eftir að Ísraelar drápu forvera hans, Abbas al-Musawi, eiginkonu hans og þriggja ára dóttur þeirra í loftárás. Hizbollah, sem þýðir „Flokkur Guðs“ á arabísku, er ein af helstu hreyfingum sjíta í Líbanon. Hún var stofnuð eftir innrás Ísraela í Líbanon árið 1982 til að berjast gegn hernámi landsins. Hreyfingin var stofnuð með aðstoð klerka- stjórnarinnar í Íran og aðhyllist íslamska hug- myndafræði Ruhollah Khomeinis erkiklerks, leiðtoga íslömsku byltingarinnar í Íran. Hiz- bollah vill stofna íslamskt ríki í Líbanon en kveðst viðurkenna að það sé ekki hægt nema með sam- þykki þjóðarinnar. Auk klerkastjórnarinnar í Íran nýtur Hizbollah stuðnings ráða- manna í Sýrlandi. Hreyfingin er sökuð um að hafa staðið fyrir mannskæðum sprengjutilræðum og tekið marga Vesturlandabúa í gíslingu á níunda áratug aldarinnar sem leið þegar borgarastríð geisaði í landinu. Hiz- bollah hefur neitað þeim ásökunum en er enn á lista Bandaríkjastjórn- ar yfir hryðjuverkasamtök í heim- inum. Hreyfingin rekur nú sjúkrahús, skóla, fréttastofu og fékk fjórtán sæti af 128 á þingi landsins í kosningum fyrir rúmu ári. Tveir fulltrúar Hizbollah eiga sæti í stjórn landsins. Margir Líbanar telja að hreyfingin eigi heið- ur skilinn fyrir þátt hennar í því að knýja Ísr- aela til að binda enda á 22 ára hernám Suður- Líbanons árið 2000. Jafnvel þeir stjórnmálamenn Líbanons, sem njóta stuðnings vestrænna ríkja, hafa hafnað kröfu Sameinuðu þjóðanna um að afvopna Hiz- bollah. Ísraelar hóta að lífláta leiðtoga Hizbollah Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Hassan Nasrallah SIGFÚS Ingi Sigfússon, aðstoðarmaður utan- ríkisráðherra, sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í gær að utanríkisráðuneytið hefði samið við Norðmenn um að flytja Ís- lendinga, sem eru staddir í Beirút í Líbanon, úr landinu komi til þess að norsk yfirvöld ákveði að flytja norska ríkisborgara þaðan. Utanríkisráðuneytið veit af tíu Íslend- ingum sem eru staddir í Líbanon. Í flestum tilfellum hafa fjölskyldur fólksins látið vita af því og ráðuneytið hefur reynt að hafa sam- band við Íslendingana. Þrír starfsmenn flugfélagsins Atlanta, sem eru staddir í Beirút, hafa þegar óskað eftir aðstoð við að komast þaðan en aðrir Íslend- ingar í landinu höfðu ekki enn farið fram á slíkt í gær. Straumur fólks er nú frá Líbanon en tugir almennra borgara hafa látið lífið í loftárásum Ísraela á landið síðustu tvo daga. Hægt er að komast út úr landinu til norðurs en danska utanríkisráðuneytið varar fólk við því að hugsanlegt sé að það verði fyrir loftárásum á þeirri leið. Ráðuneytið ráðleggur þó fólki sem statt er í suðurhluta landsins að halda norður á bóginn. Um 1.700 Danir munu vera í Líbanon, að sögn fréttavefjar Jyllands- Posten. Ísraelar gerðu aftur loftárás á eina al- þjóðaflugvöll Líbanons í gær og réðust einnig á orkuver og þjóðveg að höfuðborg Sýrlands. Samið við Norð- menn um flutn- ing Íslendinga JAPANIR halda á 50 kílógramma kyndlum er þeir ganga upp og nið- ur brattan steinstiga við inngang shinto-hofs í Nachikatsuura í Wakayama-héraði í Japan. Gangan er hreinsunarathöfn til að undirbúa flutning á guðum í helgiskrínum úr hofinu að nálægum fossi. AP Stigi hreinsaður að shinto-sið BRETAR eru æfir yfir mynd af Díönu prinsessu sem birtist í ítölsku tímariti en hún er tekin á slysstað augnabliki áður en hún lést. Á myndinni sést prinsessan, sem ligg- ur í flaki bílsins, fá súrefnisgrímu eftir bílslysið sem olli dauða hennar í ágúst 1997. Bresku götublöðin, sem mörg hver eru þekkt fyrir að kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að fréttaskrifum og myndbirtingu, voru fremst í flokki þeirra sem mótmæltu mynd- birtingunni af Díönu. „Skamm- ist ykkar,“ sagði The Sun og Daily Express sagði myndina „afkára- lega“ og að blaðið myndi aldrei birta hana. Talsmenn minningarsjóðs Díönu sögðu myndina bera vott um slæman smekk. „Margir hafa óbeit á þessari ákvörðun blaðsins. Ritstjórinn virð- ist ekki hafa hugsað um hvaða áhrif myndirnar hafa á fjölskyldu henn- ar,“ sagði talskona sjóðsins. Moha- med al Fayed, faðir Dodi, sem lést ásamt Díönu í slysinu, sagði mynd- birtinguna „andstyggilega.“ Ritstjóri ítalska blaðsins Chi, sem birti myndina, sagði hana „áhrifa- mikla“ en ekki særandi. Bretar æfir yfir mynd af Díönu Díana prinsessa. Washington. AFP. | Valery Plame, fyrrverandi starfsmaður banda- rísku leyniþjónustunnar CIA, hefur lögsótt Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, fyrir aðild að sam- særi um að skýra blaðamönnum frá leynilegri atvinnu hennar. Plame og eiginmaður hennar, Jo- seph Wilson, fyrrverandi sendi- herra, lögsækja einnig Karl Rove, fyrrverandi stjórnmálaráðgjafa George W. Bush forseta, og Lewis Libby, fyrrverandi starfs- mannastjóra varaforsetaembætt- isins. Eru þeir sakaðir um að hafa komið upplýsingunum um atvinnu Plame á framfæri við fjölmiðla í því skyni að „refsa“ eiginmanni hennar fyrir að andmæla fullyrðingum Bush í ræðu sem hann flutti árið 2003 til að réttlæta innrásina í Írak. Cheney lögsóttur Mumbai. AP. | Manmohan Singh, for- sætisráðherra Indlands, sagði í gær að árangur gæti ekki náðst í friðar- viðræðum við Pakistana vegna Kasmír-héraðs fyrr en pakistönsk yfirvöld beittu sér af meiri hörku gegn hryðjuverkamönnum. Singh sagði að mennirnir sem gerðu árás- ina á Mumbai á þriðjudag hefðu „fengið stuðning handan landamær- anna“ og vísaði þar til Pakistan. Ummælin gefa til kynna að sam- skiptin á milli þjóðanna séu aftur að versna en þau hafa batnað síðustu ár. Pakistönsk stjórnvöld hafa neitað því að eiga nokkurn þátt í árásunum þar sem um 200 manns létust þegar átta sprengjur sprungu í lestum. Singh sagði að Pakistanar hefðu fyr- ir tveimur árum fullvissað Indverja um að í landinu yrði ekki hvatt til eða aðstoðað við hryðjuverk. „Það verð- ur að ganga eftir áður en friðarferlið og önnur ferli geta haldið áfram,“ sagði hann. Í máli hans kom fram að lögreglu- menn væru vissir um að hryðju- verkasamtök væru starfandi í Mumbai og víðar á Indlandi og að þau fengju stuðning frá Pakistan. Hann nefndi ekki hvers konar stuðn- ing hann ætti við, hvatningu, tækni- lega aðstoð, þjálfun eða fjármagn. Pakistönsk stjórnvöld hafa lengi við- urkennt að þau séu hlynnt baráttu aðskilnaðarsinna í indverska hluta Kasmír. Litlu munaði að stríð brytist út á milli þjóðanna árið 2002 en síðan þá hafa samskiptin batnað og friðarvið- ræður átt sér stað. Hins vegar hefur lítið þokast í samkomulagsátt í stærsta deilumálinu, yfirráðum yfir Kasmír sem nú er skipt á milli þeirra. Ekki er vitað hvort fundur utanríkisráðherra landanna sem átti að vera í næstu viku, verði haldinn. Leita þriðja mannsins Yfirvöld á Indlandi gáfu í gær upp nafn þriðja mannsins sem grunaður er um aðild að tilræðinu. Maðurinn gengur aðeins undir nafninu Rahil en yfirvöld höfðu áður birt myndir af tveimur öðrum mönnum sem þau leita, Sayyad Zabuddin og Zulfeqar Fayyaz. Ekki var gefið upp hverrar þjóðar þeir eru né hvaðan myndirnar koma en af myndunum mátti ráða að þeir væru ungir að árum. Rannsóknin náði yfir til nágranna- ríkisins Nepal þar sem lögregla sagðist í gær hafa handtekið tvo Pakistana í tengslum við rán á hinu öfluga RDX-sprengiefni árið 2001 þegar 16 kíló af efninu fundust í íbúð. Hún sagði verið að rannsaka hvort þeir tengdust árásunum í Mumbai. Gæti verið dínamít Embættismenn hafa látið að því liggja að samtökin Lashkar-E-Ta- yyaba, sem berjast gegn yfirráðum Indverja yfir hluta Kasmír-héraðs, hafi staðið fyrir árásunum og margir segja að meint notkun á RDX- sprengiefni sanni að svo hljóti að vera. Samtökin neita því hins vegar alfarið og indverskar fréttastofur sögðu frá því í gær að rannsóknir sýndu að líklega hefði einhvers kon- ar iðnaðarsprengiefni verið notað, eins og dínamít eða jafnvel ammóní- umnítrat. Pakistanar gagnrýndir á Indlandi Beiti hryðju- verkamenn meiri hörku Reuters Forsætisráðherra Indlands ræðir við mann, sem særðist í sprengju- árásunum, á sjúkrahúsi í Mumbai. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.