Morgunblaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 20% afsláttur! 20% afsláttur af Outback og Fiesta Gusto gas- grillum. Frí heimsending á höfuðborgarsvæðið. VÖRUGJALD AFNUMIÐ? Skýrsla matvælanefndar var kynnt í gær og m.a. er lagt til að öll veitingaþjónusta beri 14% virð- isaukaskatt og að vörugjald á mat- vöru verði afnumið. Verði tillög- urnar að veruleika munu þær lækka útgjöld heimilanna um 50 þúsund krónur á ári. Ekki náðist samstaða í nefndinni um afnám tollaverndar á landbúnaðarvörur og lagði Hall- grímur Snorrason, hagstofustjóri því skýrsluna fram sjálfur. Mánaðarlaun 315 þúsund Hækkun mánaðarlauna nam að meðaltali um 12,6% milli áranna 2004 og 2005 og voru meðallaun 315 þúsund krónur í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands. Bætt afkoma í fiskvinnslu Gengislækkun krónunnar hefur skilað sér í bættum rekstri í fisk- vinnslu og hefur afkoman batnað talsvert í greininni. Auk gengislækk- unar hefur verð á fiskafurðum í er- lendri mynt haldist hátt. Lýsir yfir stríði Hassan Nasrallah, leiðtogi Hiz- bollah-samtakanna í Líbanon, lýsti því yfir í sjónvarpi í gær að samtökin væru tilbúin í stríð við Ísrael. Átök á svæðinu héldu áfram og hafa 66 Líb- anar fallið eftir flugskeytaárásir Ísr- aela. Þrjú lið dæmd niður Juventus, Fiorentina og Lazio voru í gær dæmd niður í 2. deild ítölsku knattspyrnunnar og Juven- tus svipt meistaratitlum síðustu tveggja ára. Rannsóknarnefnd komst að því að félögin hefðu reynt að hafa áhrif á úrslit leikja. AC Mil- an var einnig ákært en var ekki dæmt niður um deild. Félagið mun þó byrja með fimmtán stig í mínus á næsta tímabili. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Bréf 27 Viðskipti 15 Minningar 30/32 Erlent 16/17 Dagbók 36 Suðurnes 19 Víkverji 36 Akureyri 20 Velvakandi 37 Árborg 20 Staður og stund 38 Daglegt líf 21/23 Menning 40/45 Forystugrein 24 Ljósvakamiðlar 46 Listir 26 Veður 47 Umræðan 27/29 Staksteinar 47 * * * Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %            &         '() * +,,,                           STJÓRN Strætó bs. hefur samþykkt að fara út í aðgerðir til að lækka rekstrarkostnað hjá fyrir- tækinu og koma þannig til móts við mikinn halla- rekstur. Stofnleið 5 verður lögð niður sem og ferð- ir um stofnbrautir á tíu mínútna fresti en þær voru teknar upp með nýju leiðakerfi í fyrra. Í frétta- tilkynningu frá fyrirtækinu segir að umtalsverðar breytingar og endurbætur á leiðakerfinu hafi ekki skilað þeirri fjölgun farþega og aukningu tekna sem reiknað var með. Þá kemur fram að ljóst sé að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, eigendur Strætó, muni ekki leggja fram meira fé til að rétta af reksturinn. Fækkun farþega og aukin einka- bílaeign eru sagðar helstu ástæður rekstrarvanda fyrirtækisins en einnig spili inn í hækkandi elds- neytiskostnaður, aukin verðbólga, launahækkanir og gengisþróun. Í aðgerðunum felst að akstur á 10 mínútna fresti á stofnleiðum hefst ekki á ný í haust en ekið var samkvæmt því kerfi síðasta vetur. Aukavögn- um verður hins vegar bætt við á mestu annatím- um. Þá verður stofnleið 5 lögð niður en breytingar gerðar á þjónustutíma leiðar 19 á móti. Ármann Kr. Ólafsson, stjórnarformaður Strætó bs., segir að með þessum aðgerðum sé hægt að koma í veg fyrir það tap sem fyrirsjáanlegt hafi verið á rekstri fyrirtækisins. Sveitarfélögin leggi árlega fram um 1.400–1.500 milljónir króna í reksturinn en fyrirséð hafi verið að tapreksturinn næmi um 400 milljónum ofan á þá tölu. Þetta hafi orðið að stöðva enda geti ekki gengið að sveit- arfélögin bæti við slíkum upphæðum í rekstur fyr- irtækisins nú þegar aðhalds er krafist í opinberum útgjöldum, að sögn Ármanns. Spurður um breytingarnar sjálfar segir Ár- mann að með þeim fækki eknum kílómetrum í kerfinu úr 9,4 milljónum í um 8,6 milljónir kíló- metra á ári. Hann segir að sú breyting sem tekin var upp í fyrra að bjóða upp á ferðir á 10 mínútna fresti hafi ekki haft mikil áhrif, farþegum hafi haldið áfram að fækka og margir farþegar hafi í raun haldið áfram að taka sömu vagna og áður. Aðgerðir Strætó bs. vegna rekstrarhalla eiga að spara 360 milljónir króna Fella niður stofnleið 5 og ferðir á 10 mínútna fresti Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is EINHVER gæti haldið að þessi mynd af eldfjallinu Heklu hefði verið tekin að vetri til en svo er ekki. Mikill snjór er nú í Heklu, óvenjumikill miðað við að nú er miður júlí og segja kunnugir á svæðinu að þetta sé til marks um mikið kuldaskeið að undanförnu auk mik- illar úrkomu sem hefur verið í sumar. Er það í samræmi við sumarveðrið víðast hvar á landinu, en mikil úrkoma hefur verið í sumar, þrátt fyr- ir að kuldinn hafi ekki verið jafnmikill og á hálendinu. Víðast hvar er búist við úrkomu og roki á landinu í dag nema á Austurlandi þar sem búast má við sólskini og allt að 17 stiga hita. Öllu betra veður verður á morg- un skv. spám, þurrt verður á nánast öllu landinu fyrir utan Snæfellsnes þar sem búast má við úrkomu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Óvenjumikill snjór í Heklu ELFA Rún Kristinsdóttir, fiðluleik- ari, hlaut fyrstu verðlaun í al- þjóðlegri keppni í Leipzig fyrir unga hljóð- færaleikara sem kennd er við tónskáldið Johann Seb- astian Bach. Að auki hlaut hún sérstök verðlaun fyrir að vera yngsti keppandinn, 21 árs gömul, sem vinnur til verð- launa. Elfa Rún mun í dag taka á móti verðlaunum sínum auk þess að spila ásamt öðrum verðlaunahöfum á tónleikum í stóra sal Gewandhaus tónleikahússins í Leipzig sem rúm- ar yfir 1900 gesti. Keppnin fer fram annað hvert ár og eru verðlaun veitt í þremur flokkum hverju sinni. Fyrstu verð- laun fyrir fiðluleik voru síðast veitt árið 1992 en síðan þá hafa fiðluleik- arar tvisvar keppt um verðlaunin. Enginn Íslendingur hefur áður bor- ið sigur úr býtum í keppninni. Elfa Rún hefur búið í Freiburg í Þýskalandi sl. þrjú ár og stundað þar nám í fiðluleik. Elfa hlaut fyrstu verðlaun JÓN Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair Group, sagði í samtali við Morgunblaðið að stjórnendum fyr- irtækisins hefðu ekki borist neinar tilkynningar um aðgerðir starfs- manna IGS á Keflavíkurflugvelli. Segist hann ekki hafa áhyggjur af því að seinkun verði á millilandaflugi næstu daga sökum þess að starfs- menn hætti að vinna yfirvinnu eða hægi á störfum. „Það er ekki eins og við rekum flugstöðina á yfirvinnu, það er ekki svoleiðis. Við sjáum ekki fram á neinar seinkanir í þeim mál- um nema að menn grípi til aðgerða sem eru ólöglegar,“ segir hann. Aðspurður hvort öll starfsemi myndi ganga eðlilega fyrir sig ef starfsmenn gripu til einhverra að- gerða sagðist Jón vonast til þess að svo yrði en ekki væri hægt að full- yrða um það, ef starfsmenn t.d. færu að vinna hægar. Hann sagðist þó ekki trúa því að svo færi og ítrekaði það að vinnufriður væri á milli vinnuveitenda og launþega og það að starfsmenn hægðu á störfum væri ekki samkvæmt því sem skrif- að hefði verið undir í kjarasamn- ingum. Aðspurður um viðræður við starfsmenn sagði Jón að rætt hefði verið um aðstöðu- og álagsmál: „Við erum að vinna í því að leysa þau. Við höfum verið að hitta starfsmenn og ræða við þá og það hefur gengið ágætlega.“ Jón sagði jafnframt að vinnuhópar hefðu verið myndaðir með yfirmönnum og starfsmönnum IGS. Sum mál væru flókin úrlausnar en öll mál væru þó í góðum farvegi og reiknað væri með því að þau leystust á næstu vikum og mánuð- um. Yfirvinnustöðvun mun ekki hafa áhrif á starfsemina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.