Morgunblaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 48
Ljósmynd/Jesse Flores Að leik í sjónum SKIPSHÖFNIN á hvalaskoðunarbátnum Faldi náði fyrir skemmstu þessari skemmti- legu mynd af hnúfubak við fæðuöflun skammt frá Húsavík. „Hvalirnir hafa verið einstaklega skemmti- legir og góðir við að eiga undanfarið. Það er óvenju mikið af hnúfubak í Skjálfandaflóa og höfum við orðið vör við þá nánast upp á hvern dag síðan í lok apríl, allt að níu á ferð í einu,“ segir Stefán Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Hvalaferða – Gentle Giants. Stefán segir mikla aðsókn vera í hvala- skoðun og áætlar að liðlega 30.000 manns heimsæki Húsavík árlega í þeim tilgangi. „Oft er erfiðara að komast í návígi við hval- ina ef þeir eru í fæðuleit, en öðrum stundum slaka þeir á við yfirborðið og taka jafnvel upp á því að leika við bátana og farþegana. Ég lenti sjálfur í því fyrr í vikunni að ég fór út með 14 manna hóp í 20 stiga hita og veit ekki fyrr en farþegarnir hrópa upp yfir sig þegar hnúfubakur stekkur upp úr sjónum, aðeins 50 metra frá bátnum. Við nálguðumst hann og vorum ferðlaus í tæpa klukkustund, og allan tímann var hvalurinn að leika sér, forvitnast í kringum bátinn, virti fyrir sér farþegana og blés yfir þá.“ ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. endurskoðun reikningsskil skattar / ráðgjöf www.ey.is VERÐLAG á veitinga- og gisti- þjónustu er langhæst á Íslandi eða 91% hærra en meðalverð á sömu þjónustu í 25 ríkjum í Evr- ópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagstofu Evrópu, Eurostat, en greint er frá niðurstöðunum í skýrslu matvæla- verðsnefndar. Formaður nefndar- innar, Hallgrímur Snorrason hag- stofustjóri, kynnti skýrsluna í gær. Hann stendur einn að skýrslunni vegna þess að ekki náðist samstaða í nefndinni um breytingar á tollum á landbúnað- arvörum. Veitingaþjónustan ber ýmist 14% eða 24,5% virðisaukaskatt og fer skattlagningin eftir því um hvers konar þjónustu er að ræða. Hallgrímur segir að þetta skatt- lagningarkerfi sé flókið og ekki líklegt til að virka sem skyldi. Hann mælir því með því að öll veitingaþjónusta beri 14% virðis- aukaskatt. Það myndi bæði styrkja ferðaþjónustuna og lækka útgjöld heimilanna í landinu um 11 þúsund krónur á ári. Í skýrslu matvælanefndar eru lagðar fram tillögur sem Hall- grímur segir að myndu lækka árs- útgjöld heimilanna um 50 þúsund krónur. Auk breytinga á virðis- aukaskatti fela tillögurnar í sér afnám vörugjalds á matvörum. Reynir á pólitískan vilja Hallgrímur segir að með því að lækka tolla á landbúnaðarvörum um helming sé hægt að lækka matarútgjöld heimilanna um 41 þúsund krónur á ári til viðbótar og 83 þúsund ef tollarnir verða af- numdir. Fulltrúar landbúnaðarins í nefndinni bera brigður á þessa útreikninga, en Hallgrímur segir að varfærni hafi verið beitt þegar þetta var reiknað út. Hann segir að breytingar á tollum sé áhrifa- ríkasta aðgerð sem hægt sé að grípa til í þeim tilgangi að lækka matarkostnað heimilanna. Matarskýrslan var afhent for- sætisráðherra í gær. Hallgrímur hafnar því að um sé að ræða enn eina skýrsluna um matarverð. Bú- ið sé að vinna skýrar tillögur um aðgerðir og reikna út áhrif þeirra. Hann segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort pólitískur vilji sé til að gera breytingar í þá veru sem fjallað er um í skýrslunni. Verð á gisti- og veitinga- þjónustu langhæst á Íslandi Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is  Helmingslækkun tolla | 10 Fjallahlauparar bíða ræsingar í hvassviðri ÞRÁTT fyrir leiðindaveðurspá fyrir dag- inn í dag var gert ráð fyrir að keppendur í fjallamaraþoninu milli Landmannalauga og Þórsmerkur gætu hafið hlaupið nú í morgun kl. 9. Búist var við stífum mót- vindi af suðvestri um 10–15 m/sek og rigningu. Þetta þótti þó ekki nógu mikið til að fresta hlaupinu en fólk sem verður í Hrafntinnuskeri, við Bláfjallakvísl og við Þröngá mun gefa skýrslu um aðstæður áður en hlauparar fara af stað og gera grein fyrir því hvort fært er fyrir þá á þessum stöðum. Komi í ljós að ekki sé fært verður hlaupinu frestað um einn sólar- hring. Annars var veður hvasst á miðhálend- inu í gær og sagði skálavörður Ferða- félags Íslands á Hveravöllum að hífandi rok hefði sett svip sinn á Hveravalladvöl ferðalanga. Enginn hefði þó lent í meiri- háttar vandræðum með tjöld þótt sumir hefðu pakkað saman og farið. Skálinn á Hveravöllum var þá fullbókaður. LEIKRITIÐ Leg eftir Hugleik Dagsson verður sett upp í Þjóðleikhúsinu á næsta leikári. Þetta staðfesta bæði Hugleikur og Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri. Verkið fjallar um unga stúlku á mennta- skólaaldri sem verður ólétt og eru „teknir allir mögulegir pólar“ á því viðfangsefni, að sögn leikskáldsins. Davíð Þór Jónsson semur tónlistina við verkið sem stefnt er á að verði einhvers konar söngleikur. „Það er ekki hægt að titla þetta ennþá sem söngleik. Maður vill ekki flokka verkið al- veg strax, það er svo margt sem gerist á æfingum,“ segir Hugleikur sem hlaut Grímuna í ár fyrir verkið Forðist okkur. „Við ætlum að veðja stórt á þetta unga verðlaunaskáld,“ segir Tinna, en ráðgert er að verkið verði sýnt á Stóra sviðinu. Þjóðleikhúsið og RÚV sameini krafta sína Í Lesbókinni í dag er viðtal við Tinnu Gunnlaugsdóttur. Í máli Tinnu kemur meðal annars fram að hún hafi talað við Pál Magnússon sjónvarpsstjóra á sínum tíma og lagt til samstarf milli Þjóðleik- hússins og Ríkissjónvarpsins. Slíkt sam- starf er borðleggjandi að mati Tinnu; stofnanirnar geti og eigi að sameina krafta sína og standa að sjónvarpsleik- húsi. Í viðtalinu lítur Tinna yfir nýliðið leik- ár. Hún greinir frá því hvernig til hafi tek- ist að hennar mati, bæði listrænt og skipu- lagslega, ásamt því að tjá sig um það sem hún kallar „endurreisn Þjóðleikhússins“. Morgunblaðið/Ásdís Hugleikur Dagsson segir verkið fjalla um unga menntaskólastúlku sem verður ólétt. Leg sett upp í Þjóð- leikhúsinu Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is KYNNT voru drög að skipulagi á Kjalarnesi og tillögur um breikkun hringvegarins á Kjalarnesi í borgarráði sl. fimmtudag. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, umdæmisstjóra Vegagerðar- innar, er um fyrstu hugmyndir að ræða sem lagðar voru fram til kynningar en reikna megi með að ráðist verði í framkvæmdirnar í fram- haldi af lagningu Sundabrautar. Tillögurnar fela í sér að Vesturlandsvegur verði breikkaður í að minnsta kosti fjórar akreinar alla leið upp að Hvalfjarðargöngum. „Þetta er komið mjög stutt á veg og er á skipulagsstigi,“ segir Jónas. Segir hann menn meðal annars vera að velta fyrir sér staðsetn- ingu gatnamóta á veginum í framtíðinni og hvor- um megin núverandi vegar breikkunin muni eiga sér stað. Tók hann undir að breikkun veg- arins myndi leysa úr þeim umferðartöfum sem orðið hafa á Kjalarnesinu á mestu álagstímum. Jónas leggur áherslu á að þetta verkefni sé ekki komið á framkvæmdastig. Fyrst verði lokið við tvöföldun vegarins upp í Mosfellsbæ og hugsanlega einnig lagningu Sundabrautar þó að enn sé eftir að ræða þá forgangsröðun. „Það er smám saman verið að fjölga lóðum og íbúðarhúsum á Kjalarnesi og þess vegna er gott að hafa skýrari framtíðarsýn.“ Fyrstu tillögur um breikkun hringvegarins á Kjalarnesi kynntar í borgarráði Fjögurra akreina braut upp að Hvalfjarðargöngum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.