Morgunblaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HOLLVINA-
SAMTÖK varð-
skipsins Óðins
verða stofnuð í
haust, að frum-
kvæði Sjó-
mannadagsráðs.
Guðmundur Hall-
varðsson, alþing-
ismaður og for-
maður ráðsins,
lagði fram tillögu
þess efnis á fundi stjórnar Sjó-
mannadagsráðs í vikunni og var hún
samþykkt. Hugmyndin gengur út á
að varðskipið Óðinn verði gert að
minjasafni þorskastríðsáranna.
„Það voru sorglegt tíðindi þegar
varðskipið Ægir var selt út landi á
sínum tíma. Að vísu var búið að
breyta því nokkuð. Það er búið að
eyðileggja varðskipið Þór, sem tók
þátt í öllum þorskastríðunum. Það
varðskip sem eftir er, og tók þátt í
tveimur af þremur þorskastríðum,
er Óðinn og það er nánast óbreytt
frá upphafi,“ sagði Guðmundur. Að
vísu var á sínum tíma sett þyrluskýli
og þyrlupallur á Óðinn, en búnaður
er að miklu leyti upprunalegur eða
því sem næst. Til dæmis er talið að
Burmeister & Wain-vélarnar í Óðni,
sem eru upprunalegar frá því skipið
var smíðað 1958, séu þær einu sinn-
ar gerðar sem enn eru gangfærar í
skipi í heiminum.
„Þetta eru sögulegar minjar um
mikinn sigur ey- og fiskveiðiþjóð-
arinnar Íslands í þessum stríðum,
einkum við Breta,“ sagði Guð-
mundur. „Menn verða þess varir í
dag að ungt fólk, sem kemur hingað
til Íslands, veit ekkert um þorska-
stríðin. Það trúir því varla að þau
hafi verið háð, hvað þá að Íslend-
ingar hafi borið sigur úr býtum. Til
framtíðar litið er Óðinn safngripur
og tengist mikilli sagnfræði. Hann
mun laða að sér erlenda ferðamenn
sem munu skoða skipið. Væntanlega
yrði sögusafni þorskastríðanna kom-
ið fyrir í skipinu og í tengslum við
það.“
Guðmundur kvaðst sjá fyrir sér að
skipið verði staðsett við Sjóminja-
safnið í Reykjavík. Hann vonast til
að stór hópur fólks muni leggja holl-
vinasamtökunum lið.
Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2006,
sem var rætt á Alþingi haustið 2005,
flutti Guðmundur tillögu þess efnis
að heimild til ríkisstjórnarinnar til
að selja varðskipið Óðinn yrði tekin
út úr frumvarpinu. Það var sam-
þykkt með öllum greiddum atkvæð-
um stjórnarsinna. Hann sagði að
sumum yxi í augum kostnaður við að
gera Óðinn að safni. En hvað kostar
það?
„Það kostar eitt ársverk á hverju
ári, auk rafmagns, hita og annarrar
umsýslu, að upphæð um 12 milljónir.
Fimmta hvert ár þarf að taka skipið
í slipp og skvera sem kostar fimm
milljónir að auki,“ sagði Guð-
mundur.
Morgunblaðið/Sverrir
Hollvinasamtök varðskipsins
Óðins stofnuð í haust
Guðmundur
Hallvarðsson.
VALTÝR Valtýsson, sveitarstjóri í
Bláskógabyggð, telur ekkert óeðli-
legt við þau þjónustugjöld sem inn-
heimt eru af eigendum sumarhúsa í
sveitarfélaginu. Í frétt Morgunblaðs-
ins á þriðjudag kom fram hjá Sveini
Guðmundssyni, framkvæmdastjóra
Landssambands sumarhúsaeigenda,
að álögur á eigendur sumarhúsa
hefðu aukist mjög síðastliðin ár
vegna hækkunar á þjónustu- og fast-
eignagjöldum. Benti hann sérstak-
lega á gjöld sem greiða þyrfti í Blá-
skógabyggð og að fólk væri farið að
selja sumarhús sín vegna sífellt
hækkandi útgjalda til hins opinbera.
Valtýr viðurkennir að fasteigna-
gjöld hafi hækkað umtalsvert síðast-
liðin ár en það hafi gerst samhliða því
að fasteignamat húsnæðis hafi
hækkað. Þetta eigi við um sumarhús
eins og íbúðarhús um land allt. Sveit-
arfélögin ákveða álagningarhlutfall-
ið sjálf og benti framkvæmdastjóri
Landsambands sumarhúsaeigenda á
að af 10 milljón króna húsi í Reykja-
vík væru greiddar 20 þúsund krónur
í fasteignagjöld á ári en af 10 milljón
króna eign í Bláskógabyggð væru
greiddar 60 þúsund krónur.
Valtýr telur þennan samanburð
ósanngjarnan og samkvæmt álagn-
ingarprósentu í Reykjavík ættu við-
miðunartölur sem Sveinn nefnir um
fasteignaskatt í Reykjavík að vera
25% hærri. „Fasteignamat í Reykja-
vík er mun hærra á íbúðarhúsnæði
og því þarf lægri prósentu til að ná
sömu krónutölu á hvern fermetra af
húsnæði.“
Fasteignagjöld eru skattur en
ekki þjónustugjald
Hann bendir á að fasteignagjaldið
sé skattur, en ekki þjónustugjald,
sem notaður sé til að standa undir
ýmsum rekstri sveitarfélagsins.
Ekki sé heimild fyrir því í lögum að
innheimta lægri fasteignagjöld af
sumarhúsum en af öðrum fasteign-
um innan sveitarfélagsins, eins og al-
mennum íbúðarhúsum, sem falli
undir A-hluta fasteignagjalda eða 2.
grein reglugerðar um fasteigna-
skatt. Álagningarhlutfallið sé ákveð-
ið með hliðsjón af rekstrarstöðu
sveitarfélagsins hverju sinni og í
samræmi við lög og reglugerð sem
sett hafa verið af Alþingi og ráðu-
neyti. „Ef menn halda að Bláskóga-
byggð sé að safna í sjóð með þessum
hætti þá er það alls ekki svo,“ segir
Valtýr.
Í máli Sveins Guðmundssonar
kom einnig fram að sorphirðugjald í
Bláskógabyggð hefði tvöfaldast á
síðastliðnum sex árum og nýtt
rotþróargjald lagt á sem ekki væri í
samræmi við þann kostnað sem
þjónustunni fylgdi. Valtýr efast um
þann kostnað sem Sveinn nefndi
varðandi losun á rótþró og segir
hann ekki vera í takt við þær raun-
tölur sem sveitarfélagið þurfi að
greiða fyrir þá þjónustu. Í dag séu
strangar kröfur gerðar til þess
hvernig staðið sé að málum hvað
þetta varðar og rotþróargjaldið, sem
er 4.500 krónur á ári, sé í samræmi
við raunkostnað. Valtýr bendir einn-
ig á að þrátt fyrir að sorphirðugjald-
ið hafi hækkað síðastliðin ár þá
standi gjaldið ekki undir þeim kostn-
aði sem sveitarfélagið ber af sorp-
hirðunni.
„Við vonuðumst eftir því að gjaldið
næði upp í 80% þess kostnaðar sem
kæmi til vegna þjónustunnar en við
erum ekki of bjartsýn á að það tak-
ist.“ Hann bætir við að staðan sé
þessi þrátt fyrir að sveitarfélaginu
hafi tekist að hagræða mikið í þess-
um málum upp á síðkastið.
Telur álögur á sumar-
húsaeigendur eðlilegar
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
Hinn 25. maí síðastliðinn varði
Páll Matthíasson geðlæknir dokt-
orsritgerð sína við Geðfræðastofn-
un Lundúnaháskóla (Institute of
Psychiatry, University of London).
Titill ritgerðarinnar var: „Dealing
with treatment resistance to clo-
zapine: Charac-
teristics of treat-
ment response
in schizop-
hrenia“.
Ritgerðin
fjallar um
ákveðna þætti í
meðferð geð-
klofa sem er al-
varlegur geð-
sjúkdómur sem herjar á um það
bil einn af hverjum hundrað
manns. Rannsóknir Páls lúta að
geðklofa sem ekki svarar hefð-
bundinni geðrofslyfjameðferð.
Notkun tveggja geðrofslyfja sam-
tímis, clozapine og amisulpride,
var könnuð með klínískum rann-
sóknum. Jafnframt var sérhæfðri
heilaskönnunaraðferð (Single Pho-
ton Emission Tomography, SPET)
beitt í sjúklingum til að skilja
hvaða þættir dópamínboð-
efnakerfis heilans tengjast svörun
við lyfjunum. Niðurstöðurnar
sýndu samverkandi árangur af
notkun lyfjanna í sérvöldum hópi
mjög veikra sjúklinga. Undirstrika
niðurstöðurnar hversu ólíkir mis-
munandi hópar sjúklinga með geð-
klofa eru og mikilvægi þess að
beita skipulegum vinnubrögðum
við val á réttri lyfjameðferð
þeirra.
Páll fæddist í Reykjavík árið
1966 og eru foreldrar hans Matt-
hías Guðjónsson verslunarmaður
og Guðrún Guðjónsdóttir kennari.
Hann útskrifaðist úr Mennta-
skólanum í Reykjavík 1986 og
lauk embættisprófi frá læknadeild
Háskóla Íslands 1994. Hann lauk
sérfræðiprófi í geðlækningum frá
Maudsleyspítalanum í Lundúnum
og starfar nú sem yfirlæknir á
The Huntercombe Hospital-
Roehampton þar í borg, jafnframt
því að stunda áfram rannsóknir
við Geðfræðastofnun Lundúnahá-
skóla. Páll er kvæntur Ólöfu
Björnsdóttur myndlistarmanni og
eiga þau tvö börn, Valdemar og
Júlíu.
Doktors-
vörn í
læknisfræði
hvaða námi viðkomandi nemandi hafi lokið stúd-
entsprófi og gera kröfur um hvað stúdentinn hafi
lært á námstímanum.
Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags
framhaldsskólakennara, sat í starfsnámsnefnd og
fagnar því að skólarnir fái meira frelsi og sveigj-
anleika. „Í þessu felst mikil nýjung og þetta er það
sem skólarnir hafa verið að biðja um í langan
tíma.“
Öll umræða er framundan
Hún bendir á að bæði kennarar og stjórnendur
framhaldsskólanna hafi lengi verið ósáttir við bind-
ingu námsins í kjarna, kjörsvið og val en nær eng-
inn sveigjanleiki hafi verið til að útfæra nýjar leið-
ir. Með því að auka fjölbreytnina og opna dyrnar
FULLTRÚI Kennarasambands Íslands í starfs-
námsnefnd segir of snemmt að fullyrða hvaða áhrif
tillögur nefndarinnar hafi á áform um að stytta
nám til stúdentsprófs en vonar að þær verði til þess
að opna umræður um menntamál á breiðum
grundvelli.
Eins og Morgunblaðið hefur greint frá fela til-
lögur starfsnámsnefndar, sem kynntar voru í vik-
unni, í sér að hætt verður að greina á milli bóknáms
og starfsnáms. Stúdentsprófið verði endurskil-
greint þannig að það eitt muni ekki lengur veita
nemendum aðgang að háskólum landsins. Háskól-
ar og atvinnulíf munu því þurfa að líta til þess úr
fyrir því að blanda meira saman starfsnámi og bók-
námi skapist fjölmörg tækifæri til náms og einnig
sé jákvætt að efla eigi samstarfið milli skólastiga.
Aðalheiður segir að of snemmt sé að fjölyrða um
hvaða áhrif tillögurnar hafi á umræður um að
stytta náms til stúdentsprófs. Tillögur starfsnáms-
nefndar muni verða sendar inn í þrjár samráðs-
nefndir sem starfa muni á vegum menntamála-
ráðuneytisins og Kennarasambands Íslands á
grundvelli hins svokallaða tíu punkta samkomu-
lags. „Öll umfjöllun og umræða er framundan og
það er mikilvægt að hún snúist um inntak náms-
ins,“ segir Aðalheiður. „Ég bind þó vonir við að allt
það sem er í þessari skýrslu verði til þess að menn
geti siglt framhjá þeim blindskerjum sem hin
menntapólitíska umræða hér hefur strandað á.“
Eflir samstarf skólastiga
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
BÆJARRÁÐ Kópavogs ákvað á
fundi sínum á fimmtudag að sam-
þykkja tillögur bæjarstjóra um nið-
urskurð verklegra framkvæmda á
fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyr-
ir árið 2006.
Eru þetta gert til að koma til
móts við óskir ríkisstjórnar Íslands
um að draga úr framkvæmdum til
að minnka þenslu og vinna á móti
verðbólgu.
Sá fyrirvari er gerður um fram-
kvæmd tillagnanna að önnur sveit-
arfélög fylgi Kópavogsbæ og komi
einnig til móts við óskir ríkisstjórn-
arinnar.
Tekur til 15 verkliða
Gert er ráð fyrir að skera niður
um 411 milljónir króna og taka alls
til 15 verkliða í gildandi fjárhags-
áætlun. Alls var gert ráð fyrir
framkvæmdum að fjárhæð 3,5 millj-
arða króna og er því um 12% nið-
urskurð að ræða, en sé horft til
þeirra framkvæmda sem eftir eru á
árinu nemur niðurskurðurinn 30–
40%.
Kópavogur
sker niður
fram-
kvæmdir
♦♦♦
HAGSMUNARÁÐ íslenskra fram-
haldsskólanema skorar á mennta-
málaráðherra að hverfa frá
áformum um styttingu náms til
stúdentsprófs og beiti sér þess í
stað fyrir auknu frelsi innan
framhaldsskólanna. Stjórn hags-
munaráðsins fundaði um tillögur
nefndar um endurskoðun starfs-
náms en í þeim felast hugmyndir
að breyttu umhverfi alls fram-
haldsskólanáms á Íslandi.
Í fréttatilkynningu frá stjórn
Hagsmunaráðs íslenskra fram-
haldsskólanema kemur fram að
ráðið fagni því að í tillögunum
virðist horfið frá skerðingu náms
til stúdentsprófs. Hagsmunaráð
styðji hugmyndir starfsnáms-
nefndar um aukið valfrelsi til
náms á framhaldsskólastigi og
telur rökrétt að hver ein-
staklingur eigi að fá tækifæri til
að stýra sínu námi og námstíma í
samræmi við eigin áhuga og kröf-
ur. Ráðið telur þó að ræða þurfi
tillögurnar betur og skilgreina
þurfi betur útfærslu framkvæmd-
arinnar.
Ennfremur skorar stjórn Hags-
munaráðsins á menntamálaráð-
herra að hverfa frá áformum um
styttingu náms til stúdentsprófs
og auki þess í stað frelsi innan
framhaldsskólanna.
Horfið verði frá
áformum um
styttingu náms