Morgunblaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
„ÞESSI plata er í raun og veru búin
að hafa svolítið langan aðdraganda,“
segir tónlistarmaðurinn Magga
Stína um forsögu þess að hún vinnur
nú að nýrri plötu. Platan hefur að
geyma bæði ný og gömul lög eftir
Megas og er stefnt á útgáfu í haust.
„Ég hef áður sungið inn á safnplötu
með lögum eftir Megas og svo söng
ég nokkur lög á miklum tónleikum
sem haldnir voru honum til heiðurs í
tilefni af sextugsafmæli hans í fyrra.
Það má segja að hugmyndin að plöt-
unni hafi kviknað þá.“
Magga Stína segir að hún hafi
fengið til liðs við sig mikið til sama
fólkið og var með henni á tónleik-
unum. „Ég er alltaf jafn heppin.
Með mér eru algjörir rjómamenn;
Matthías Hemstock, Kristinn Árna-
son, Hörður Bragason og Þórður
Högnason. Megas hefur svo fylgst
með og lagt fallega blessun sína yfir
verkefnið.
Þrjú áður óútgefin Megasar-lög
Þegar Magga Stína er spurð út í
lagavalið segir hún að þar ráði engin
„tekkník“ , nær sé að segja að laga-
valið sé tilfinningalegt. „Valið er
persónulegt. En það spannar engu
að síður yfir allan feril Megasar. Svo
verða alla vega þrjú áður óútgefin
lög á diskinum. Megas var svo
elskulegur að leyfa mér að velja úr
lögum eftir sig enda sískapandi
maður.
Við erum búin að taka upp alla
grunna. Nú er bara eftir að ryksuga
svolítið og bóna og svoleiðis. Við höf-
um tekið upp í Gimsteini hjá honum
Rúnari [Júlíussyni]. Það hefur verið
alveg ótrúlega huggulegt og fallegt.“
Bókaútgáfa fetar nýjar slóðir
Bókaútgáfan Bjartur mun gefa út
plötu Möggu Stínu, sem er enn sem
komið er án titils. „Mér fannst það
skemmtileg hugmynd. Þó lögin hans
Megasar séu auðvitað gullfalleg þá
er hann engu að síður svo mikill
maður orðsins. Þannig að mér
fannst mjög viðeigandi að leita til
Bjarts. Og þeir sögðu bara: „Já auð-
vitað, hvernig lætur þú?“ Ég held að
þetta sé í fyrsta skipti sem Bjartur
gefur út plötu.“
Tónlist | Magga Stína vinnur að plötu með lögum Megasar
Morgunblaðið/Árni Torfason
Magga Stína hefur flutt lög Megasar. Hér skoða þau upptökur af tónleikum sem haldnir voru í Austurbæ í fyrra.
Elskulegur og sískapandi
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
Eins og alþjóð veit var þaðBandaríkjamaðurinn Chris
Pierson sem var sendur heim úr
raunveruleikaþættinum Rock
Star: Supernova sem sýndur var
aðfaranótt fimmtudags. Magni
hafði að margra mati átt besta
flutninginn kvöldið áður þegar
hann söng Who-lagið „My Genera-
tion“ fyrir þá félaga í Supernova
og má með sanni
segja að hann
hafi tekið sig
saman í andlit-
inu eftir flutning
síðustu viku.
Eftir þriðju-
dagskvöldið
bjuggust flestir
því við að Magni
kæmist vand-
ræðalaust áfram
yfir í næstu
keppnisviku
sem kom svo á
daginn því
Magni var ekki
einu sinni á
meðal þeirra
fjögurra sem
hlutu fæst at-
kvæði áhorfenda.
Á spjallsíðu keppninnar má sjá
að margir eru óánægðir með að
Chris skyldi vera sendur heim og
benda þeir á að Zayra hefði frekar
átt reisupassann skilið. Ganga
sumir svo langt að segja að þre-
menningarnir í Supernova hafi
mun meiri áhuga á kvenkynskepp-
endunum og því sé það til einskis
fyrir Magna og hina strákana í
keppninni að halda í vonina.
Þegar næsta umferð hefst verða
þrettán söngvarar eftir til að
keppa um hylli þeirra Gilby
Clarke, Jasons Newstead og
Tommy Lee sem skipa Supernova
hljómsveitina. Sjö kvenmenn og
sex karlmenn.
Á netsíðu Viðskiptablaðsins
kemur fram að danski ryksugu-
framleiðandinn Nilfisk hefur gert
athugasemd við notkun hljóm-
sveitarrinnar NilFisk á nafni fyr-
irtækisins. Aðdragandi málsins er
sá að hljómsveitin hélt tónleika í
Kaup-
mannahöfn
og við það
tækifæri
sendu liðs-
menn
sveit-
arinnar
eintak af
nýútgefn-
um disk
þeirra á
skrifstofu
ryksugu-
framleið-
andans. Þessari vinalegu gjöf var
ekki tekið betur en svo að sveitin
fékk bréf frá lögfræðingi fyrirtæk-
isins þar sem krafist er að allur
varningur merktur Nilfisk svo sem
bolir, geisladiskar og annað slíkt
yrði gerður upptækur. Að sögn Jó-
hanns Vignis Vilbergssonar, eins
af liðsmönnum sveitarinnar, var
ákveðið að senda fyrirtækinu ein-
tak þar sem samstarf við Nilfisk
umboðið á Íslandi hafði alltaf verið
gott. Hann segir að oft hafi hljóm-
sveitin í samstarfi við umboðið
gert samninga um auglýsingar og
kynningu af ýmsu tagi, báðum að-
ilum til framdráttar. Þá er víst að
samband hljómsveitarinnar og
ryksugufyrirtækisins muni eitt-
hvað breytast í kjölfar þessa máls
en vonandi næst að leysa málið á
farsælan veg.
Fólk folk@mbl.is
Chris Pierson
Tommy Lee
The Benchwarmers kl. 4(400 kr.), 6 og 8 B.i. 10 ára
Bandidas kl. 4 (400 kr.), 6 og 8 B.i. 10 ára
FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 10 B.i. 12.ára.
Click kl. 10 B.i. 10 ára
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
ROBIN WILLIAMS
eee
Topp5.is - VJV
ÓVÆNTASTA, KYNÞOKKA-
FYLLSTA OG SKEMMTI-
LEGASTA GRÍNMYND ÁRSINS
FRÁ HÖFUNDI
BRING IT ON
www.xy.is
eee
B.J. BLAÐIÐ
eee
S.V. MBL.
eee
V.J.V.Topp5.is
SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS.
MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ?
Yfir 51.000 gestir!
eee
L.I.B.Topp5.is
3 fullorðnir ættu að geta unnið
hrottana í hverfinu ...eða hvað?
Stick It kl. 5.40, 8 og 10.20
The Benchwarmers kl. 6, 8 og 10 B.i. 10 ára
Click kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára
Click LÚXUS kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára
Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára
Just My Luck kl. 2 og 4 Síðustu sýn.
RV kl. 2 og 4 Síðustu sýn.
Rauðhetta m. íslensku tali kl. 2 og 4 Síðustu sýn.
Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 2 og 4 Síðustu sýn.
400 kr
.400 kr.
400 kr.
400 kr.
400 kr
.
400 kr.
FJÖLSKYLDUDAGAR
í Smárabíó og Regnboganum
400 kr. miðinn*
*Sýningar merktar með rauðu