Morgunblaðið - 15.07.2006, Page 4

Morgunblaðið - 15.07.2006, Page 4
4 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Höfum náð að fá viðbótargistingu á Hotel Kristal sem við bjóðum á sértilboði á frábærum kjörum. Gríptu tækifærið og skelltu þér til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem bíður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Mjög gott fjögurra stjörnu hótel sem stendur í fallegu, rólegu og grónu umhverfi. Hótelið var allt endurnýjað árið 2004. Stutt á strönd og í miðbæinn. Mjög góð aðstaða í fríinu. Hálft fæði innifalið. Frá kr. 54.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í viku. Flug, skattar, gisting með hálfu fæði og fararstjórn. Verð 3. ágúst er 5.000 kr. hærra. Búlgaría 20. júlí og 3. ágúst frá kr. 54.990 Hotel Kristal **** Frábær aðbúnaður og hálft fæði - SPENNANDI VALKOSTUR Glæsilegt sértilboð VERKTAKARNIR Jarðvélar ehf. og Eykt ehf. áttu lægsta boð í bygg- ingu mislægra gatnamóta á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlands- vegar. Byggð verður brú með einni akrein í hvora átt og eru verklok áætluð 1. nóvember. Á máli vegagerðarinnar rísa gatnamótin þar sem Nesbraut teng- ist Hringvegi, en Nesbraut gengur í Reykjavík undir nöfnunum Hring- braut, Miklabraut og Ártúnsbrekka áður en hún verður að Vesturlands- vegi. Morgunblaðið/Kristinn Mislæg gatnamót rísa ofan við Reykjavík HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur fellt úr gildi úrskurð óbyggða- nefndar um þjóðlendu á landsvæðinu Hvítmögu í Mýrdalshreppi og jafn- framt viðurkennt þá kröfu eigenda Ytri-Sólheimahjáleigu að á svæðinu innan neðangreindra marka væri engin þjóðlenda. Er um að ræða svæðið frá upptökum Fúlalækjar, öðru nafni Jökulsár á Sólheimasandi, við suðvestanverðan Mýrdalsjökul; fylgir línan ánni þangað sem hún rennur undir Sólheimajökul. Frá þeim punkti fylgir línan vesturjaðri Sólheimajökuls norður að Mýrdals- jökli og svo jaðri jökuls að upptökum Fúlalækjar. Dómurinn taldi stefnendur máls- ins hafa fært nægilegar sönnur fyrir því að Hvítmaga væri eignarland þeirra í skilningi þjóðlendulaga og ekki yrðu gerðar kröfur til þess að þeir færðu frekari sönnur fyrir eign- arréttinum. „Jökulsár gamli Farvegur“ Í dómi segir að þegar virt sé nið- urstaða óbyggðanefndar um eignar- réttarlega stöðu Ytri-Sólheima að Hvítmögu frátalinni, sé það álit dómsins að eignarréttarleg staða Hvítmögu ráðist af túlkun á hugtök- unum „Jökulsár gamli Farvegur“ og „norður í jökul“. Í greinargerð Odds Sigurðssonar jarðfræðings fyrir óbyggðanefnd kæmi fram að gamli farvegurinn vestan við Hestaþings- háls héti enn Jökulsárgil og í honum rynni Sýslulækur. Héti áfram Jök- ulsárgil upp á milli Skógafjalls og Hvítmögu og fylgdu þar sýslumörk. Engar heimildir voru Oddi kunnar fyrir því að Jökulsá hefði runnið frá jökli annars staðar en í Jökulsárgili þótt hún hefði lengst af þurft að bregða sér undir sporð Sólheimajök- uls til að komast leiðar sinnar. Að þessu virtu hafnaði dómurinn skiln- ingi óbyggðanefndar að átt væri við Sólheimajökul þegar talað væri um hinn gamla farveg Jökulsár. Hjörtur Aðalsteinsson héraðs- dómari dæmdi málið. Páll Arnór Pálsson hrl. flutti málið fyrir stefn- endur og Skarphéðinn Þórisson rík- islögmaður fyrir stefnda. Hvítmaga telst ekki þjóðlenda ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir mennta- málaráðherra segir að tillögur starfsnámsnefnd- ar séu gott inn- legg í þá umræðu sem nú fari fram um breytta námsskipan til stúdentsprófs. Hún telur að allir þeir sem koma að málefnum framhaldsskólans eigi að vinna saman að því að auka valfrelsi og sveigjanleika í skólakerfinu. Nefnd sem menntamálaráðherra skipaði til að gera tillögur um hvernig efla megi starfsnám hefur lagt til að miklar breytingar verði gerðar á skipulagi framhaldsskóla- náms hér á landi. Í niðurstöðum nefndarinnar, sem kynntar voru í vikunni, kemur fram að til þess að jafna stöðu starfsnáms og bóknáms sé æskilegt að hver skóli fái að móta sínar eigin námsleiðir í samstarfi við háskóla landsins og atvinnulíf. Hingað til hefur skipulag náms- brauta verið bundið af aðalnámskrá en hver skóli hefur getað mótað námið að einhverju leyti innan þess ramma. Þorgerður Katrín segir að tillög- ur starfsnámsnefndar muni verða ræddar í viðræðum sem fram fari á milli menntamálaráðuneytisins og Kennarasambands Íslands á grunni hins svokallaða tíu þrepa samkomu- lags. Snúast þær um hvernig námi til stúdentsprófs verði háttað í framtíðinni og eru margir umræðu- hópar nú þegar farnir að starfa og fleiri verða stofnaðir nú í haust. Kallað eftir meiri sveigjanleika Hún segir að kallað hafi verið eft- ir meiri sveigjanleika fyrir skólana og jafnvel þó að námskrár verði lík- lega fyrir allar greinar þá sé ekki ólíklegt vegna tillagna nefndarinnar að þær verði rýmri en þær hafi ver- ið til þessa. Enn sé þó bara um til- lögur að ræða og athuga þurfi hvernig þetta passi framhaldsskól- unum. „Nú hefur starfsnámshlutinn rætt um þetta og þá verður bók- námshlutinn líka að fjalla um þetta,“ segir Þorgerður Katrín. „Með tillög- unum er verið að minnka miðstýr- ingu og auka frelsið en einnig tengja hin ólíku stig eða svið í samfélaginu meira saman en verið hefur.“ Umfram allt segist hún fagna til- lögunum og telja að þær séu gott innlegg í umræðuna um breytta námsskipan til stúdentsprófs. „Við höfum verið að ræða um þetta allt saman og þetta tíu skrefa sam- komulag er ákveðin leið til að nálg- ast skólamálin á mun breiðari grunni en hægt hefur verið til þessa.“ Tillögur starfs- námsnefndar gott innlegg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir INDRIÐI H. Þorláksson ríkisskatt- stjóri hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum sem ríkisskattstjóri frá og með 1. október næstkomandi og hefur fjármálaráðherra fallist á lausnarbeiðnina. Að sögn Indriða er hann kominn á þann aldur að tímabært sé að hægja á. Hann hefur gegnt starfi rík- isskattstjóra frá ársbyrjun 1999 og var þar áður skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu um árabil. Indriði lætur af störfum Indriði H. Þorláksson GUÐJÓN Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, gagnrýnir um- mæli sem höfð voru eftir Birni Þorra Viktorssyni, formanni Félags fast- eignasala, í Morgunblaðsfrétt í gær. Þar kom fram gagnrýni af hálfu fast- eignasala, einkum í máli Björns Þorra, í garð lánastofnana, en hann sagði m.a. bankana og opinbera aðila reyna að tala fasteignaverð niður. Guðjón segir að tveir þeirra þriggja fasteignasala sem nafn- greindir voru, lýsi yfirvegaðri skoð- un á þeirri þróun sem átt hefur sér stað. Formaður Félags fasteignasala virðist hins vegar hafa aðrar skoð- anir og segist Guðjón draga í efa að sjónarmið hans endurspegli viðhorf fasteignasala almennt. „Það ber að hafa í huga og það á við um alla fasteignamarkaði að þeg- ar niðursveifla á sér stað í efnahags- og atvinnulífinu, þá fylgir fasteigna- verð í kjölfarið. Við erum að horfa upp á það um þessar mundir á Ís- landi og ástæðan er sáraeinföld. Við slíkar aðstæður verður aðgangur lánveitenda í þessu tilviki bankanna, að fjármagni takmarkaðri. Fjármögnunarkjör hækka og það fé sem þeir hafa til umráða minnkar. Á sama tíma eru stjórnvöld að hækka stýrivexti, beinlínis til að reyna að draga úr þenslunni og hafa áhrif á lánveiting- ar. Þetta er eðli- leg þróun og hún er í takt við það sem gerist annars staðar við sam- bærilegar að- stæður.“ Guðjón segir einnig að gagnrýni á greiningardeildir banka sé sérkenni- leg. Þær séu sjálfstæðar deildir sem leggja faglegt mat á stöðu mála og hafi ekkert með lánveitingar að gera. Óábyrgt af manni í hans stöðu Þá gagnrýnir Guðjón ummæli Björns Þorra um Íbúðalánasjóð sem sagði m.a. atburði seinustu vikna sýna að ekki sé viturlegt að fjarlægja Íbúðalánasjóð út af markaðinum. Segist Guðjón telja óábyrgt af manni í hans stöðu að blanda saman almennum lánamarkaði á Íslandi og hins vegar velferðar- og félagslegum sjónarmiðum. Lánamarkaðurinn hafi verið að þróast í takt við það sem á sér stað erlendis og fyrir liggi að núverandi fyrirkomulag varðandi aðkomu ríkisins að markaðinum með starfsemi Íbúðalánasjóðs, gangi ekki upp. „Það er verið að skoða þau mál og hvernig hægt er að færa þau í takt við það sem eðlilegt er talið í öðrum löndum. Það má ekki blanda því saman við það sem hann nefnir vel- ferðar eða félagsleg sjónarmið. Okk- ar samtök hafa alla tíð haldið því fram og haft á oddi í umræðunni um mikilvægi þess að færa fasteigna- lánamarkaðinn á Íslandi í sama horf og gerist annars staðar, að á sama tíma væru til staðar félagsleg úrræði sem beinast bæði að lágtekjufólki og eru einnig í sumum tilvikum vegna byggðasjónarmiða. Þessi úrræði eru allsendis óháð almennum fasteigna- lánamarkaði í hverju landi. Mér finnst óeðlilegt að formaður Félags fasteignasala sé að blanda þessum tveimur þáttum saman. Meginmálið er að það á sér stað eðlileg þróun þessara mála, jafnt hér á landi sem í öðrum löndum vegna breyttra markaðsaðstæðna [...]. Það liggur líka ljóst fyrir að fast- eignasalar hljóta að hafa heilmikla hagsmuni af stöðu fasteignamarkað- arins á hverjum tíma, alveg eins og aðrir sem að honum koma, en til lengri tíma litið hljóta hagsmunir allra að felast í því að stöðugleiki haldist í þjóðfélaginu og kaupmáttur fólks breytist ekki um of á skömmum tíma, sem myndi eiga sér stað ef óða- verðbólga færi af stað. Það hlýtur að skipta fasteignasala miklu máli eins og alla aðra bæði í viðskiptalífinu og einstaklingana í landinu.“ Gagnrýnir ummæli for- manns Félags fasteignasala Guðjón Rúnarsson Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.