Morgunblaðið - 15.07.2006, Side 6

Morgunblaðið - 15.07.2006, Side 6
6 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, af- hjúpaði í gær upplýsingaskilti í Grímsstaðavör við Ægisíðu. Skiltinu er ætlað að greina frá tilurð út- gerðarinnar og veita innsýn í sögu hennar. Vörin er kennd við bæinn Grímsstaði sem reis á svæðinu um miðja nítjándu öld og var langlífastur sjö slíkra við Skerjafjörð og ef til vill muna margir eftir því að hafa kíkt í grásleppuskúrana og keypt sér í soðið. Ákveðið hefur verið að varðveita minjar þær sem er að finna í vörinni. Telur borgarstjóri varðveisl- una nauðsynlega, grásleppuskúrarnir séu minn- isvarði um útgerð grásleppubátanna og þá vösku trillukarla sem þar sóttu sjóinn. Morgunblaðið/Sverrir Minnisvarði um útgerð grásleppubáta HEILDARMÁNAÐARLAUN hækk- uðu að meðaltali um 12,6% milli áranna 2004 og 2005 og námu að meðaltali 315 þúsund krónum í fyrra, að því er fram kemur í nýrri samantekt Hagstofu Ís- lands á launum á almennum vinnu- markaði. Niðurstöðurnar eru byggðar á upp- lýsingum frá fyrirtækjum í iðnaði, byggingastarfsemi, verslun og við- gerðaþjónustu, samgöngum og flutn- ingum. Í grunninn eru þetta sömu starfsstéttir og kannanir kjararann- sóknanefndar aðila vinnumarkaðarins náðu til á sínum tíma, en athugunin tekur ekki til launa opinberra starfs- manna, starfsfólks í fjármálaþjónustu eða í sjávarútvegi. Að baki ofangreindum heildarmán- aðarlaunum var vikulegur vinnutími að meðaltali 46,5 stundir. Regluleg mán- aðarlaun í fyrra samkvæmt athugun- inni, þ.e.a.s. án yfirvinnu, voru 244 þús- und kr. og árslaun voru að meðaltali 4,2 milljónir króna. Um 80% þeirra sem könnunin náði til voru með fimm millj- ónir króna eða minna í árslaun. Heildarmánaðarlaun voru hæst í byggingarstarfsemi og mannvirkja- gerð, 345 þúsund kr., og lægst í mat- væla- og drykkjarvöruiðnaði, 284 þús- und krónur. Í verslun og viðgerðarþjónustu voru heildarlaunin 311 þúsund og í samgöngum og flutn- ingum 313 þúsund kr. Regluleg mán- aðarlaun, þegar yfirvinna er ekki tekin með, eru til muna lægri, sem eðlilegt er. Þannig eru regluleg mánaðarlaun í matvæla- og drykkjarvöruiðnaði að meðaltali 205 þúsund krónur og í bygg- ingarstarfsemi og mannvirkjagerð 242 þúsund kr. Misjöfn launadreifing Fram kemur einnig að dreifing mánaðarlauna er mjög mismunandi eftir atvinnugreinum. Þannig eru al- gengustu árslaunin í matvæla- og drykkjarvöruiðnaði og samgöngu- og flutningastarfsemi 2,75–3,25 milljónir króna. Helmingur launamanna í mat- vælaiðnaði er með undir 3,25 milljón- um í árslaun og 34% þeirra sem eru í samgöngum og flutningastarfsemi. Í samgöngum eru hins vegar 4% starfs- fólks með hærri árslaun en 10 millj- ónir, en innan við eitt prósent launa- manna í matvælaiðnaði nær þeim árslaunum. Þá er tæplega helmingur starfsmanna í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð með hærri árslaun en 4,75 milljónir króna. Þegar skoðuð eru laun eftir starfs- stéttum kemur fram að stjórnendur eru með hæstu heildarmánaðarlaunin eða 507 þúsund kr. að meðaltali, sem eru tvöföld heildarmánaðarlaun verka- fólks að meðaltali. Sérfræðingar voru með 430 þúsund kr. í heildarmánaðar- laun, sérmenntað starfsfólk 353 þús- und kr., þjónustu-, sölu- og afgreiðslu- fólk 280 þúsund kr., skrifstofufólk 262 þúsund kr. og iðnaðarmenn 368 þús- und kr. Verkafólk vann lengstan vinnutíma eða 50,6 stundir að meðaltali á viku. Þá kemur einnig fram að dreifing launa er mjög mismunandi eftir starfs- stéttum. Þannig er rúmlega helmingur stjórnenda með regluleg laun sem eru hærri en 425 þúsund krónur og 3% þeirra eru með meira en 825 þúsund kr. í regluleg laun á mánuði. Algengast er að regluleg laun verkafólks séu á bilinu 125–175 þúsund kr. á mánuði og 98% þess eru með lægri regluleg mán- aðarlaun en 425 þúsund kr. Þegar launin eru skoðuð með hlið- sjón af aldri kemur fram að þau eru hæst á aldrinum 40–49 ára hjá báðum kynjum en lægst á aldrinum 18–20 ára. 10–13% hækkun launa milli ára Heildarmánaðarlaun voru að meðaltali 315 þúsund krónur í fyrra samkvæmt nýrri launakönnun Hagstofu Íslands Eftit Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is LITHÁINN Romas Kosakovskis var í hér- aðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla inn tæpum 2 lítrum af vökva með amfeta- mínbasa og fyrir óleyfilegan innflutning 678 ml af brennisteinssýru. Efnin, sem unnt er að framleiða rúm 2,3 kg af amfetamínsúlfati úr, flutti ákærði til Íslands og fundu toll- verðir þau í flöskum í farangri hans í Leifs- stöð. Ákærði neitaði sök og sagðist ekki hafa vitað um raunverulegt innihald umræddra flaskna. Hann hefði keypt þær á útimarkaði í heimabæ sínum, Kaunas, og talið sig þá vera að kaupa flösku af Tequila, flösku af ávaxtasafa og síðan hafi hann fengið sóda- vatnið í kaupbæti. Dómurinn taldi þessar skýringar út í hött og það hlyti að teljast ótrúleg tilviljun að umræddar flöskur skyldu þá einmitt inni- halda efni sem notuð eru saman til fram- leiðslu á amfetamíni í neysluformi, auk þess sem ein þeirra virtist hafa innihaldið skað- laust efni, líklega sódavatn. Sagðist hafa átt að drekka úr einni flöskunni hjá tollvörðum Ákærði hélt því fram að eftir að hann hafi verið stöðvaður af tollvörðunum hafi þeir stungið upp á að hann drykki úr einni flösk- unni. Eftir áskorun þeirra hafi hann tekið eina flöskuna og drukkið úr henni. Þessi framburður ákærða stangaðist að mati dómsins á við vitnisburð tollvarðanna. Hver flaska hefði þá innihaldið margfaldan banvænan skammt og væri það ólíklegt að um einskæra tilviljun gæti hafa verið að ræða þegar ákærði greip til þeirrar einu flösku í farangri hans sem ekki hafði að geyma banvæn efni. Var það mat dómsins að viðbrögð hans að þessu leyti bentu til vitneskju hans um inni- hald flasknanna og hafi jafnvel verið und- irbúin með það í huga að villa um fyrir toll- vörðum. Ásgeir Magnússon héraðsdómari dæmdi málið. Verjandi var Björgvin Jónsson hrl. og sækjandi Daði Jónsson frá ríkissaksókn- ara. Tveggja og hálfs árs fangelsi Regluleg mánaðarlaun karla voru 267 þúsund krónur að meðaltali á árinu 2005 og voru þau 69 þúsund kr. hærri en hjá konum sem voru að meðaltali með 198 þúsund kr. í laun. Hjá báðum kynjum er hækkun reglulegra launa milli ára um 10%. Meiri munur er launum karla og kvenna þegar heildarmánaðarlaun eru skoðuð. Konur eru með 241 þúsund í heildarmánaðarlaun í fyrra að með- altali en karlar voru að meðaltali með 100 þúsund kr. hærri laun eða 342 þúsund kr. Karlmenn unnu að meðaltali 46,6 stundir á viku, fjórum klukku- stundum lengur en konur sem unnu 42,6 stundir að meðaltali. Þegar árslaunin eru skoðuð kemur fram að karlar voru að meðaltali með 4,5 milljónir króna í árslaun í fyrra og konur með 3,3 milljónir. 15,7% af árslaunum karla eru vegna yfirvinnu, en 9,5% af árslaunum kvenna. Þá kemur einnig fram að launamunur kynjanna er minnstur í yngsta ald- ursflokknum, en eykst síðan jafnt og þétt þar til í aldursflokknum 40–49 ára og helst eftir það svipaður. 100 þúsund kr. munur                                                                                    EINHVERJAR tafir hafa orðið á afgreiðslu steypu frá BM Vallá til stíflustæðisins við Kára- hnjúka undanfarna daga. Þegar haft var samband við Ómar R. Valdimarsson, talsmann Imp- regilo, staðfesti hann við Morg- unblaðið að BM Vallá hefði af- greitt minna magn af steypu í síðustu viku en gert hafði verið ráð fyrir, eða 700 tonn í stað 1.700 tonna. „Við erum nú að steypa káp- una á stíflunni og hefur stíflu- gerðin hingað til verið á nokkuð góðu skriði, en þetta getur hins vegar valdið töfum,“ segir Ómar. Þorsteinn Víglundsson, for- stjóri BM Vallár, segir að notk- un á steypu í júní hafi verið meiri en gert var ráð fyrir, ef til vill vegna góðs veðurs á svæðinu og því hafi þetta komið upp. „Síðan kom flutningaskip um síðustu helgi með sementsfarm og annað skip mun lenda um næstu helgi, þannig að birgða- staðan er mjög góð,“ segir Þor- steinn. Steypuskortur við Kárahnjúka LÖGREGLAN á Akureyri stöðvaði þrettán ökumenn fyrir of hraðan akstur í Öxnadal í gær. Sá sem hraðast fór var á rúmlega 130 km hraða. Enginn var þó svipur öku- skírteininu en allir eiga ökumenn- irnir von á sektum. Lögreglan hóf síðan í gærkvöldi allsherjarátak í Öxnadalnum kl. 19 og átti eftirlitið að standa til kl. eitt um nóttina þar sem hver einasti bíll á svæðinu yrði stöðvaður og ástand ökumanna kannað. Eftirlitið var liður í átaki ríkislögreglustjóra í eftirliti á þjóðvegunum. Þrettán gómaðir í Öxnadal LÖGREGLAN í Keflavík var við hraðamælingar á Reykjanesbraut- inni í gær og stöðvaði þrjá öku- menn fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók mældist á 134 km hraða og hinir tveir á 120–130 km hraða. Mega þeir búast við sektum vegna þess. Tekinn á 134 km hraða LOKA þurfti Hvalfjarðargöng- unum að hluta í gærkvöldi þegar grafa, sem flutt var með vöru- bifreið í gegnum göngin, rakst upp í loft ganganna með þeim afleið- ingum að glussi sprautaðist um göngin. Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu skömmu fyrir klukkan átta og var göngunum lokað. Að sögn lögreglunnar þurfti að stjórna umferð um göngin á meðan hreins- un stóð yfir en henni lauk um tíu- leytið. Umferðarstjórnun gekk greiðlega og vildi lögregla koma á framfæri þakklæti til ökumanna sem voru til fyrirmyndar. Mikið hefur verið rætt um að ökumenn fari um göngin með of háan farm og sagði lögreglan það vera ótrú- legt að þetta skuli gerast eftir um- ræðu síðustu daga. Ökumaður bif- reiðarinnar má búast við sekt. Hvalfjarðargöng lokuð í tvo tíma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.