Morgunblaðið - 15.07.2006, Síða 8

Morgunblaðið - 15.07.2006, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Því miður herra. Þér verðið að fara bakdyramegin. Yfirlýsing Jóns Sig-urðssonar iðnaðar-og viðskiptaráð- herra um að tímabili stór- iðju- og virkjanastefnu stjórnvalda hafi lokið fyrir þremur árum hefur vakið talsverða athygli. Stóriðju- stefnan hefur mikið verið gagnrýnd að undaförnu, bæði þær framkvæmdir sem nú standa yfir og eins áform um stækkun og byggingu nýrra álvera í þremur landshlutum. Áður en ákvörðun er tekin um byggingu álvers eða virkjana þurfa fyrir- tækin sem að framkvæmdum standa að tryggja sér ýmis leyfi. Þau þurfa í fyrsta lagi að láta vinna umhverf- ismat og fá það samþykkt hjá Skipulagsstofnun. Niðurstöðu stofnunarinnar er hægt að vísa til umhverfisráðherra. Álverin þurfa að tryggja sér land undir starf- semina og sækja um starfsleyfi til viðkomandi sveitarfélags. Al- mennt hafa stjórnendur sveitarfé- laga lagt sig fram um að greiða fyrir því að fyrirtækin geti hafið starfsemi í sínu sveitarfélagi. Forsenda fyrir rekstri álvera hér á landi er að þeim takist að út- vega sér næga raforku. Með nýj- um raforkulögum er komið á frelsi í raforkuviðskiptum sem þýðir að stóriðjufyrirtækin geta samið við það fyrirtæki sem tekst að útvega þeim raforku á réttum tíma, hvort sem það heitir Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur eða Hita- veita Suðurnesja. Orkufyrirtækin geta hins vegar ekki virkjað nema að vera með í höndum virkjana- leyfi sem iðnaðarráðherra gefur út. Þessi leyfisveiting færir ráð- herra því í hendur visst stjórntæki, en ráðherra getur hins vegar ekki tekið geðþóttaákvörðun í þessu efni. Hann er bundinn af almenn- um ákvæðum raforkulaga og einn- ig af stjórnsýslulögum. Nú hafa þrjú álfyrirtæki lýst áhuga á að fara út í álversfram- kvæmdir. Alcoa hefur skrifað und- ir viljayfirlýsingu um byggingu ál- vers á Bakka við Húsavík, Norðurál hefur lýst miklum áhuga á að reisa álver í Helguvík og Alc- an á Íslandi er langt komið með að undirbúa stækkun álversins í Straumsvík. Undirbúningur þess- ara framkvæmda er mislangt kominn og fyrirtækin hafa ekki tryggt sér næga raforku. Það er því óljóst hvort af þessum fram- kvæmdum verður, en greinilegur vilji er fyrir hendi hjá fyrirtækj- unum og heimamönnum, með þeim fyrirvara að afstaða sveitar- stjórnar Hafnarfjarðar liggur ekki fyrir. Ekki er hægt að útiloka að fleiri en eitt álfyrirtæki vilji hefja fram- kvæmdir á næstu árum, en það kallar jafnframt á umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir. Þá vaknar sú spurning hvort stjórnvöld, sem þurfa að gæta að því að ekki mynd- ist of mikil þensla í efnahagslífinu, geti haft einhverja stjórn á því í hvaða framkvæmdir er farið og hvenær. Í tilskipun Evrópusambandsins um raforkumarkaðinn er að finna ákvæði sem heimilar stjórnvöldum að grípa inn í markaðinn ef hætta er talin á að framkvæmdir hafi í för með sér mikla röskun í efna- hagslífinu. Ákvæði þessa efnis var hins vegar ekki sett inn í íslensku raforkulögin. Aftur á móti segir í fyrstu grein laganna: „Markmið laga þessara er að stuðla að þjóð- hagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu.“ Ólíklegt er hins vegar að talið að stjórnvöld geti stöðvað stóriðjuframkvæmdir með vísan í þessa lagagrein. Hver fær virkjanaleyfi? Flestar stærri virkjanir hér á landi eru byggðar í þjóðlendum og áform um frekari uppbyggingu eru einnig flest í þjóðlendum. Stjórnvöld fara með forræði þjóð- lendna og geta því sett lög um nýt- ingu á þeim, þ.e. hvort leyft sé að virkja á einstökum svæðum og hvenær. Samkeppni á raforku- markaði hefur einnig leitt til þess að aukin samkeppni er milli orku- fyrirtækjanna um einstaka raf- orkukosti. Stjórnvöld hafa ekki enn sett reglur um hvernig skuli staðið að veitingu virkjanaleyfa. Á vegum iðnaðarráðuneytisins er hins vegar starfandi nefnd sem vinnur að því að móta reglur um veitingu virkjanaleyfa. Af framansögðu er ljóst að stjórnvöld geta haft áhrif á upp- byggingu stóriðju hér á landi með því að móta stefnu um nýtingu orkukosta í þjóðlendum. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að frjáls markaður með raf- orku þýðir ekki að aðgangur orku- fyrirtækja að orkulindum sé frjáls. Stjórnvöld geta hins vegar ekki miðað við núverandi löggjöf stöðv- að áform fyrirtækja sem náð hafa samningum um orkukaup og hafa starfsleyfi frá sveitarfélögum, jafnvel þó þessi áform ógni mark- miðum stjórnvalda í efnahagsmál- um. Yfirlýsing iðnaðarráðherra um að stjórnvöld standi ekki að neinni stóriðjustefnu þarf því ekki að þýða að færri álver verði byggð á Íslandi á næstu árum, nema þá aðeins að þau takmarki verulega nýtingu orkukosta á hálendinu. Fréttaskýring | Er stóriðjustefnan breytt? Stjórnlaus uppbygging? Frjáls rafmarkaður þýðir ekki frjálsan aðgang orkufyrirtækja að orkulindum Stórar virkjanir eru nú í byggingu. Ráðherra skrifaði undir viljayfirlýsingu í vetur  Fram að þessu hafa stjórnvöld unnið ötullega að því að fá til landsins stóriðjufyrirtæki til að reisa álver. Iðnaðarráðherra segir að í þessum efnum hafi orð- ið stefnubreyting árið 2003 með setningu nýrra raforkulaga. Raf- orkumarkaðurinn sé nú frjáls og stjórnvöld komi einungis að því að gefa út virkjanaleyfi. Þrátt fyrir það undirritaði fyrrverandi iðnaðarráðherra viljayfirlýsingu um byggingu álvers á Bakka við Húsavík 1. mars sl. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.