Morgunblaðið - 15.07.2006, Side 9

Morgunblaðið - 15.07.2006, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 9 FRÉTTIR Aukaafsláttur á stórútsölunni Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Laugavegi 40, s. 561 1690 Útsala 20-80% afsláttur Laugavegi 40 - Sími 561 1690 RALPH LAUREN Útsala 20-80% afsláttur Kvartbuxur á útsölu Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-15 opið alla daga Kringlunni - sími 568 1822 www.polarnopyret.is Útsala Enn meiri verðlækkun 50-70% afsláttur ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra hefur að fenginni tillögu húsafriðunarnefndar ríkisins ákveðið friðun eftirtalinna fjögurra mannvirkja: Heilsuverndarstöðin við Baróns- stíg í Reykjavík. Friðunin nær til ytra borðs, ásamt aðalanddyri og stigahúsi, anddyrum við Barónsstíg og Egilsgötu auk tilheyrandi fastra innréttinga, gólfefna og frágangs. Höfundar byggingarinnar eru arki- tektarnir Einar Sveinsson og Gunn- ar H. Ólafsson en heilsuverndarstöð- in er fyrsta sérhannaða heilsugæslubygging landsins. Rjómabúið að Baugsstöðum. Frið- unin nær til ytra borðs ásamt tækj- um og tólum, lausum og föstum. Húsið sjálft er bárujárnsklætt timb- urhús með lágu risi en varðveislu- gildi rjómabúsins felst einkum í menningarsögu, fágæti þess ásamt einstakri varðveislu alls þess sem kemur starfseminni við. Dalatangaviti. Friðunin nær til ytra og innra borðs vitans. Dala- tangaviti er elsti uppistandandi viti landsins en hann var byggður af Otto Wathne, kaupmanni og útgerðar- manni á Seyðisfirði. Gamla sundlaugin að Seljavöllum í Rangárvallasýslu. Friðunin nær til laugarinnar, mannvirkja við hana og nánasta umhverfis. Sundlaugin að Seljavöllum er elsta steinsteypta sundlaug landsins. Tillaga um friðun fjögurra mannvirkja samþykkt Steinunn Stefánsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarritstjóri Fréttablaðs- ins. Steinunn hefur verið blaða- maður og ritstjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu frá stofnun þess 1. apríl árið 2001. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu í gær. Í Fréttablaðinu segir að eftir því sem næst verði komist sé Steinunn fyrst kvenna til að gegna svo veigamiklu starfi á íslensku dag- blaði en fyrir gegni tvær konur störfum fréttastjóra á blaðinu. Er haft eftir Steinunni að hún sé bæði stolt og ánægð með ríkan þátt kvenna í stjórnun blaðsins. „Ég er afar stolt af hlut kvenna hjá Fréttablaðinu og vona að þetta sé til marks um breytta tíma hjá fjölmiðlum,“ segir Steinunn í Fréttablaðinu. Steinunn hefur BA-próf í ís- lensku og almennum málvísindum og próf í uppeldis- og kennslu- fræði. Áður en hún hóf störf á Fréttablaðinu var hún blaðamaður á DV, upplýsingafulltrúi Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur, fræðslu- fulltrúi Bankamannaskólans og framhaldsskólakennari. Steinunn er fædd árið 1961. Hún er gift Arthuri Morthens og á þrjár dæt- ur. Steinunn Stef- ánsdóttir ráðin aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins MEÐAL umræðuefna á fundi Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, með Ann M. Veneman, fram- kvæmdastjóra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNI- CEF), í gær var samstarf íslenskra stjórnvalda og UNI- CEF og enn frekari efling þess. Utanríkisráðherra fór að auki yfir stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum þróunarsamvinnu en stuðningur Íslands við UNICEF hefur aukist mjög á umliðnum ár- um, samfara aukningu á framlögum Íslands til þróun- arsamvinnu. Ann M. Veneman var áður landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna og tók við embætti framkvæmdastjóra UNICEF á síðasta ári. Stofnunin var sett á fót árið 1946 og stendur vörð um líf barna í 157 löndum. Morgunblaðið/ Jim Smart Ræddu eflingu samstarfs íslenskra stjórnvalda og UNICEF ÍSLANDSÞÁTTUR sjónvarpsþátt- araðarinnar Chefs A’ Field, sem sýndur er á PBS-almenningssjón- varpsstöðvunum í Bandaríkjunum fékk nýlega hin virtu CINE Golden Eagle-verðlaun ársins 2006. Í þátta- röðinni eru 26 þættir og talið að um 15 milljónir áhorfenda sjái hvern þátt. Golden Eagle-verðlaunin eru veitt fyrir það sem þykir skara framúr í heimilda- og fræðslumyndum. Þau voru fyrst veitt 1957 og meðal fyrri verðlaunahafa eru menn á borð við Steven Spielberg og George Lucas. Verðlaunaþátturinn var tekinn upp hér á landi í september 2004 undir stjórn Heidi Hanson. Matreiðslu- meistarinn Jeff Tunks, sem m.a. starfar á veitingahúsunum Ceiba og DC Coast í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, kom hingað ásamt kvikmyndagerðarfólki. Farið var á sjó með Kristni Aðalsteinssyni á krókabátnum Sæfara frá Eskifirði og dreginn þorskur á handfæri. Einnig var farið í göngur og réttir á Suður- landi með Sigur- geir Þorgeirssyni og fylgst með fénu koma af fjalli. Jeff Tunks eld- ar síðan tvo rétti, úr þorski og lambi, og sýnir áhorfendum hvernig hann ber sig að við elda- mennskuna. Í þættinum er mikil áhersla lögð á náttúrugæði Íslands og sjálfbæra framleiðslu sem byggist á góðri umgengni landsmanna við nátt- úruna, fiskveiðistjórnun og að sauðfé gangi sjálfala á sumrin. Þátturinn var tekinn upp fyrir breiðtjald og háskerpusjónvarp og sá fyrsti sem var unninn með þeim hætti um Ísland. Hann var unninn að frum- kvæði Baldvins Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Áforms, átaksverkefn- is um sölu íslenskra landbúnaðarafurða, og með stuðningi Iceland Naturally og Icelandair. Íslandsþáttur fékk Gullörninn Heidi Hanson BLÓÐBANKI Íslands hefur opnað vefsíðu helgaða stofnfrumum og rannsóknum á þeim. Á vefnum er hægt að fræðast um stofnfrumur og fylgjast með því sem er að gerast á sviði stofnfrumurannsókna hér á landi og erlendis. Á forsíðu munu birtast daglega fréttir af gangi mála og umræðunni um stofnfrumur og tengt efni í heiminum í dag. Verkefnið er stutt af OgVodafone, sem hefur verið samstarfsaðili Blóð- bankans í kynningarmálum á síð- ustu árum. Er vefnum ætlað að vera fræðandi fyrir almenning jafnt sem heilbrigð- isstarfsfólk og nýtast sem upplýs- ingamiðill á þessu sviði. Fjallað er um stofnfrumurannsóknir, siðfræði og lög sem tengjast stofnfrumum og klíníska stofnfrumumeðferð. Einnig er greinargóð kynning á nýrri stofn- frumugjafaskrá Blóðbankans, en Actavis, Norræna ráðherranefndin og Kristínarsjóður Krabbameins- félags Íslands hafa veitt henni stuðn- ing sinn. Nýr vefur um stofnfrumur TENGLAR .............................................. www.stofnfrumur.is www.stemcells.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.