Morgunblaðið - 15.07.2006, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.07.2006, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 3 3 0 Kynntu flér Kostabók og a›rar gó›ar sparna›arlei›ir í næsta útibúi KB banka, í síma 444 7000 e›a á kbbanki.is. Kostabók ber stighækkandi vexti eftir lengd binditíma. Hún hentar vel fyrir flá sem vilja hámarksávöxtun en ætla ekki a› leggja fyrir háa fjárhæ›. Hver innborgun er a›eins bundin í 10 daga en eftir fla› er hún alltaf laus til úttektar. Hægt er a› stofna Kostabók í KB Netbanka. KOSTABÓK Allt a› stighækkandi vextir eftir lengd binditíma. 11,65% ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 1,13% í Kauphöll Íslands í gær og er lokagildi hennar 5.514,58 stig. Mest hækkuðu bréf Mosaic Fashion eða um 6,1%, en daginn áður hækk- uðu bréf félagsins um 5,8%. Bakka- vör hækkaði um 2,7% og Landsbank- inn um 1,9%. Eina félagið sem lækkaði í verði er FL Group, eða um 0,6%. Úrvalsvísitalan hækkar um 1,13%   ! "# #               #$%& ' ( )* '& '  7(  8 )"9 6 &7 6 ()  8 )"9 6  ) 8 )"9 6 : ! 8 )"9 6 /'0  6 4. 8 )"9 6 8(  0  6 +"9 ' 0  6 . #0  ; # 6 < & 6 <)7 46)  6 =>4 ( (7 =&( )&" ,( " " ?:" %  4 0  6 @" 6 + !* ,   4' 8 )"9 6 3: 8  # 6 A7& #7 8 )"9 6 $B6&  6 C D'' ' %(!% 6 E "(!% 6  !"    -%.% ,(" F' ,"%"  #   - /  0 AGHI ,*%( % & %                       : &D( '   D  % & % ?      ?        ? ? ? ? ? ? ? ? ? 1 2 1  2 1  2 1 2 1 2 1 ? 2 1  2 1 2 1  2 1 2 1 2 1 2 1 2 1 2 ? ? ? ? ? ? ? ? 3&# %9( #'  C0)% * ) #'J +"9 ,                    ?   ?  ? ? ?                  ? ?                        ?   E%9( *    C3 K (6"'"  ( 4!# %9(       ?  ?  ? ? ? ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● STJÓRN Dagsbrúnar hefur ákveðið að nýta að hluta heimild til hækkunar á hlutafé um 85 milljónir hluta vegna kaupa á EJS. Heildarhlutafé eftir hækkun verður rúmir sex milljarðar hluta. Hlutirnir verða afhentir í skipt- um fyrir hluti í EJS á genginu 6,18. Hækkunin tekur gildi þegar hún hefur verið skráð hjá fyrirtækjaskrá, segir í tilkynningu til Kauphallar. Dagsbrún hækkar hlutaféð ● HANNES Smárason mun segja sig úr stjórn Glitnis banka hf, að því er kemur fram í tilkynningu til Kaup- hallar Íslands. Segir þar að ástæða afsagnarinnar sé fyrirsjáanleg stjórn- arþátttaka Hannesar í Straumi- Burðarási fjárfestingabanka hf. Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá FL Group, tekur nú sæti í stjórn Glitn- is banka. Jón var 1. varamaður Hannesar. Hannes Smárason úr stjórn Glitnis SKRIFAÐ hefur verið undir samn- inga um kaup Icelandic Group á frystisviði Delpierre, áður SIF France, nú í eigu Alfesca. Áður hafði verið tilkynnt til Kauphallar Íslands að samningaviðræður milli þessara aðila væru langt komnar. Heildarkaupverð er um 17 millj- ónir evra, um 1.600 milljónir króna. Ná kaupin til verksmiðjuhúss, tækja og áhalda, veltufjármuna og við- skiptasambanda. Icelandic Group yfirtekur jafn- framt samninga við starfsfólk verk- smiðjunnar en í verksmiðjunni starfa um 300 manns. Velta frystisviðs Delpierre var um 50 milljónir evra á síðastliðnu rekstr- arári og framleidd voru um 17 þús- und tonn af afurðum en þær hafa að- allega verið seldar á Frakklands- markaði. Formleg yfirtaka fari fram á næstu vikum Samningsaðilar gera ráð fyrir að formleg yfirtaka Icelandic Group á verksmiðjunni fari fram á næstu vik- um en salan er háð samþykki þar til bærra yfirvalda. Við það tækifæri munu félögin gera ítarlega grein fyr- ir áhrifum kaupanna á rekstur og efnahag félaganna, segir í tilkynn- ingu til Kauphallar. Icelandic Group kaupir frystisvið Delpierre BANKASTJÓRN Seðlabanka Jap- ans ákvað á fundi sínum í gær að hækka stýrivexti bankans um fjórð- ung úr prósenti. Lýkur þar með fimm ára núllvaxtatímabili bankans og eru stýrivextir bankans nú 0,25%. Vaxtahækkunin er í samræmi við stefnu annarra seðlabanka en vextir hafa víða verið hækkaðir undanfarna mánuði til þess að stemma stigu við verðbólgu. Lækkun í kauphöllinni Í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Japans kemur fram að bankinn muni hækka vexti áfram ef þörf er á en þeir muni samt áfram haldast mjög lágir í einhvern tíma. Nikkei-hlutabréfavísitalan lækk- aði um 1,67% í Kauphöllinni í Tókýó í gær og er lokagildi hennar 14.845,24 stig. Er það í fyrsta skipti í tvær vik- ur sem vísitalan fer niður fyrir 15 þúsund stig. Sérfræðingar á fjár- málamarkaði sögðu skýringuna á lækkun dagsins ekki vera vaxta- hækkun seðlabankans, heldur væru það átökin í Mið-Austurlöndum og hækkandi olíuverð, sem hefðu mest að segja. Reuters Vaxtahækkun í Japan HREIN eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nam 1.333 milljörð- um króna í lok maí sl. og lækkaði um rúma 11 milljarða milli mánaða, sam- kvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í vikunni. Vakin er athygli á því í Morgunkorni Glitnis að þetta sé í fyrsta sinn í rúmt hálft ár sem eignir sjóðanna lækka. Ástæðan mun vera rúmlega 15,5 milljarða króna lækk- un á eign sjóðanna í erlendum hluta- bréfasjóðum og 4,5 milljarða lækkun í erlendum hlutabréfum. „Kemur það til vegna lækkunar á verði hlutabréfa á erlendum mörk- uðum en S&P500 vísitalan lækkaði um 3% í mánuðinum og FTSE vísi- talan um tæp 5%. Á sama tíma lækk- aði gengi krónunnar um 1,3% sem jók enn frekar áhrif eignalækkunar- innar. Á móti kemur að á sama tíma jókst eign sjóðanna í innlendum hlutabréfum um tæpa 8,6 ma.kr. eða um rúm 4%. Má ætla að sjóðirnir hafi aðeins bætt við sig í innlendum hlutabréfum í mánuðinum en Úr- valsvísitalan hækkaði um 2,4% í maí,“ segir í Morgunkorni Glitnis. Hrein eign vaxið á árinu Þar segir ennfremur að eignir líf- eyrissjóðanna hafi vaxið um tæpa 126 milljarða frá áramótum. Mikil áhersla hafi verið á fjárfestingu í er- lendum verðbréfum en eitthvað virð- ist hafa dregið úr fjárfestingu á þeim með lækkandi gengi krónunnar. Einnig hafi sjóðirnir beint sjónum sínum að skuldabréfum fyrirtækja. Hefur eign sjóðanna í skuldabréfum fyrirtækja vaxið um 17,7 milljarða á árinu eða um 16%. Segja Glitnis- menn það áhugavert að fylgjast með þróun fjárfestinga hjá lífeyrissjóð- unum í framhaldinu. „Að okkar mati má búast við að sjóðirnir haldi áfram að bæta við eign sína í erlendum verðbréfum þrátt fyrir að aðeins hafi dregið tímabundið úr þunga þeirra fjárfestinga. Er það ekki síst vegna þess að enn er mikið svigrúm fyrir sjóðina til fjárfestinga í hlutabréfum og erlendum verðbréfum,“ segir í Morgunkorni. Eignir lífeyrissjóða minnkuðu í maí ● DECODE, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, ætlar að selja 6 milljón nýja hluti í félaginu á 5 Bandaríkjadali á hlut til nýrra fjár- festa og fagfjárfesta sem þegar eru hluthafar í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá deCODE til Nas- daq. Alls fær deCODE 30 milljónir dala, tæplega 2,3 milljarða króna, fyrir bréfin. Um er að ræða útgáfu nýrra hluta í félaginu. Gengi bréfa deCODE lækkuðu um 8,45% í viðskiptum gærdagsins, en síðustu viðskipti voru á genginu 5,20 dalir á hlut. Áætlað er að sölu bréfanna verði lokið 18. júlí. deCODE gefur út sex milljón nýja hluti BRÁÐABIRGÐATÖLUR benda til þess að hagvöxtur hafi verið 10,4% í Kína á fyrstu sex mánuðum ársins. Samkvæmt upplýsingum frá stjórn- völdum hafa ráðamenn áhyggjur af því að um offjárfestingar geti verið að ræða en slíkt gæti haft neikvæð áhrif til lengri tíma litið. Frá þessu greinir AFP fréttastofan. Spáð er 10,2% hagvexti í ár í Kína en lokatölur um hagvöxtinn á fyrri hluta ársins verða birtar þann 20. júlí. Mælt hefur verið með því að Seðla- banki Kína hækki stýrivexti um 0,25% og herði peningamálastefnu sína til þess að koma í veg fyrir þenslu. Hvergi í heiminum er hag- vöxtur jafn mikill og í Kína en á síð- asta ári nam hann 9,9% og á fyrsta ársfjórðungi í ár var hann 10,3%. Þá nam viðskiptaafgangur Kínverja við umheiminn 14,5 milljörðum Banda- ríkjadala í júní og er hann nú í sögu- legu hámarki. Í maí nam afgangurinn 13 milljörðum dala og ef litið er til fyrstu sex mánaða ársins nemur af- gangurinn 61,5 milljörðum dala sem er 55% aukning miðað við sama tíma- bil á síðasta ári. Afgangur Kínverja af viðskiptum við Bandaríkin nam 202 milljörðum dala á síðasta ári. Þennan mikla afgang á viðskiptum Kína við umheiminn má að miklu leyti rekja til stefnu þeirra í gengis- málum, en margir hafa gagnrýnt kín- versk yfirvöld fyrir að halda gengi kínverska yuansins of lágu. Hagvöxtur í Kína nemur 10,4% Reuters $#L ,M=        4C,H /N        GG O<N         O<N +6! $&        AGHN /)P Q) &         

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.