Morgunblaðið - 15.07.2006, Page 24

Morgunblaðið - 15.07.2006, Page 24
24 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SAMFYLKINGIN er ungur flokkur. Hún var stofnuð árið 2000 eftir áralangar tilraunir okkar margra til að fá íslenska vinstri flokka til að sameinast í öflugum jafnaðarmannaflokki að evrópskri fyrirmynd. Það tókst og langri sögu smáflokka vinstra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum lauk og til varð flokkur; Samfylkingin, sem að stærð jafnast á við stærstu jafn- aðarmannaflokka Evrópu. Í síðustu Alþingiskosningum fékk Samfylk- ingin 31% atkvæða en það er í ann- að skipti í íslenskri stjórnmálasögu sem annar flokkur en Sjálfstæð- isflokkurinn fær meira en 30% at- kvæða í þingkosn- ingum. Samfylkingin á nú undir högg að sækja samkvæmt skoð- anakönnunum og því er mikilvægt að hún yddi vel sín lyk- ilstefnumál og sér- stöðu í íslenskum stjórnmálum. Hún verður að útskýra vel fyrir almenningi hvaða erindi hún eigi til valda og áhrifa umfram aðra stjórnmálaflokka. Hún þarf að reka trúverðuga stjórnarandstöðu- pólitík, með málefnalegri gagnrýni á það sem miður fer og raunhæfum, vel hugsuðum valkostum. Næsta ríkisstjórn? Samfylkingin á að sækjast eftir völdum. Góð stefnumál eru til lítils ef aldrei gefst tækifæri til að láta á þau reyna. Því er lykilatriði fyrir Samfylkinguna að sýna hvers hún er megnug í stjórnmálum og tryggja sér þátttöku í næstu rík- isstjórn. Þar koma líklega til greina tveir kostir: þriggja flokka stjórn Samfylkingar, VG og Framsóknar eða Frjálslyndra, allt eftir nið- urstöðum kosninganna, hinn kost- urinn er samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins. Ungur jafnaðarmaður, Magnús Már Magnússon, ritaði 23. júní sl. grein í Morgunblaðið þar sem hann hélt fram þeim kosti að Samfylk- ingin myndi næstu ríkisstjórn með VG og Frjálslynda flokknum. Mér er ljóst að þessi hugmynd Magn- úsar Más nýtur nokkurs fylgis inn- an Samfylkingarinnar og veldur þar mestu réttmæt andúð á marg- víslegum stjórnarathöfnum núver- andi ríkisstjórnar. Auk þess er góð regla að valdhafar sitji ekki of lengi við völd. Ég er í hópi þeirra sem telja að Samfylkingin eigi að ganga óbundin til næstu kosninga, niðurstaða þeirra á að vísa veginn. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn á að vera einn kosta, en ekki sá eini. kerfið í raun er. Að ekki sé þá staðreynd að fjöldi bæn við fátækramörk í þessu so kerfi. Þetta verkefni krefst va undirbúnings og sterks um framkvæmdavilja, sem Sam og Sjálfstæðiflokkur eru lí fær um að takast á við í þe málaflokki. Efnahagsstjórn á tímum alþjóðavæðingar Markmið almennrar efn stjórnar eru ekki lengur m deild en aðferðirnar ekki s gefnar. Það eru ekki nema tuttugu ár síðan ég sat fun kvæmdastjórnar og þingfl þýðubandalagsins og lagði um breytingar þáverandi r isstjórnar á kartöfluverði o senda traustan fulltrúa flo austur fyrir járntjald til að fiskbirgðum í verð. Þetta g ekki lengur, en þar með er sagt að aðferðir efnahagss séu einfaldar í örríki sem k inn á alþjóðlegan fjármála eins og glöggt sést þessi m Það má fullyrða að núvera stjórnvöld hafi ekki kunna verka við þær aðstæður. H í stýrivöxtum er þar glegg ið. Stóra spurningin hér er ESB og sameiginlegri myn Samfylkingin leggur áhe aðild að Evrópusambandin legt að alvarleg skoðun á þ verði auðsóttari í ríkisstjór Sjálfstæðisflokknum en VG mestu skipti auðvitað að ná þetta samstöðu hjá sem stæ hluta þjóðarinnar. Utanríkismál Gagnrýnin skoðun á kos ESB-aðildar umfram EES brýnt verkefni. Ekki er nó skoða stöðu EES-samning og verið er að gera í nefnd ráðherra. Það tengist einn för varnarliðsins, sem mun lendingum kleift að reka sj utanríkisstefnu eftir nær s fylgispekt við Bandaríkin. Eftir lítilsvirðandi framk Bandaríkjanna gagnvart ís stjórnvöldum á liðnum mis líklegt að minni ágreiningu um utanríkismál en áður. E stendur að Íslendingar ver skilgreina sjálfir eigin varn eins og loksins virðist vera handa um eftir útkomu ský nauðsyn þjóðaröryggisdei Leikreglur í atvinnulífi Ríkisstjórnarflokkar ver ekki lengur kartöflur eða s Ný verkefni hafa hins vega til: Smæð íslenska markað leiðir oft til fákeppni og inn tengsla fyrirtækja í skyldu óskyldum greinum eins og ir. Einfalda þarf, eins og k En hver verða þau verkefni sem Samfylking á að leggja áherslu á, með hverjum á hún þar samleið og ekki síður hverjir eru líklegir til að ná árangri? Efnahagsleg velgengni og jöfnuður Í alþjóðahagkerfinu hafa Norð- urlönd sýnt fram á, að félagslegt öryggi og jöfnuður er ekki and- stæða efnahagslegrar velgengni og hagkvæmni, heldur miklu fremur eitt skilyrða þeirra. Þetta hefur komið vel í ljós eftir því sem alþjóð- legum mælingum og samanburði hvað þetta snertir fjölgar. Klassísk stefna jafnaðarmannaflokka um að nýta kosti markaðar- ins, þar sem það á við, en stuðla að jöfnuði og jöfnum tækifærum, ör- yggisneti, ókeypis menntun og heilbrigð- isþjónustu, hefur haft betur í samkeppni við hráa frjálshyggju, and- stætt því sem um skeið horfði. Rannsóknir sýna að skattastefna núverandi ríkisstjórnar hefur aukið ójöfnuð og að fá- tækt er hér meiri en liðið verður. Aðgerðir sem stuðla að auknum jöfnuði og, eftir því sem hægt er, útrýmingu fátæktar eru því á forgangslista Samfylking- arinnar. Þær snúa að skatta- og tryggingakerfinu, heilbrigðis- og menntakerfinu. Um þetta stefnumál er vafalaust meiri samhljómur með VG en öðr- um flokkum. Samhliða verður að draga úr ríkisútgjöldum á öðrum sviðum, einkum í landbúnaðarkerf- inu. Þar gæti verið erfiðara að ná samstöðu með vinstri grænum. Landbúnaður hverfi af framfæri hins opinbera Aðkallandi verkefni á sviði einka- væðingar er íslenska landbún- aðarkerfið, sem talið er kosta ís- lenska skattgreiðendur og neytendur a.m.k. 20–25 milljarða króna á ári í beinum styrkjum og háu verðlagi á matvöru vegna inn- flutningstakmarkana. Auk þess sem ríkisforsjárkerfi virka oftast hamlandi á nýsköpun, þannig að raunverulegur þjóðhagslegur kostnaður er jafnvel enn hærri en sem nemur styrkjum og innflutn- ingsvernd. Leggja þarf smám saman af alla innflutningsvernd landbúnaðarvara og gera samning við samtök bænda um að ríkisstyrkir til landbúnaðar fjari út eins og mikið kostur er á lengri tíma. Leitast þarf við að þetta gerist í sátt við bændur eftir því sem hægt er. Setja þarf allan kostnað við núverandi kerfi upp á borðið þannig að þeim og öðrum megi ljóst vera hversu dýrt og úrelt Pólitískt erindi og s Eftir Margréti S. Björnsdóttur Margrét S. Björnsdóttir LEIÐARVÍSIR FYRIR RÍKISSTJÓRNINA Miklar vonir voru bundnarvið starf nefndar, semHalldór Ásgrímsson, þá- verandi forsætisráðherra, skipaði í byrjun ársins til að gera tillögur um hvernig lækka mætti matvæla- verð á Íslandi. Það, hvernig starfi nefndarinnar lyktar, er því að sama skapi nokkur vonbrigði. Nefndin náði ekki samstöðu um til- lögur og niðurstaðan varð sú, að Hallgrímur Snorrason, hagstofu- stjóri og formaður nefndarinnar, skilaði í gær forsætisráðherra skýrslu um störf nefndarinnar, þar sem hann reifar mismunandi sjón- armið og tillögur, ásamt útreikn- ingum á því hverju ýmsar þær til- lögur, sem nefndin hefur fjallað um, myndu skila í lækkun mat- vælaverðs. Svo virðist sem meirihluti nefnd- arinnar hafi viljað grípa til lækk- ana á jafnt vörugjöldum, virðis- aukaskatti og tollum á innfluttum landbúnaðarvörum, auk þess að breyta landbúnaðarkerfinu innan- lands, í því skyni að lækka mat- arreikning landsmanna. Fulltrúar landbúnaðarins í nefndinni hafi hins vegar viljað standa vörð um hið gamla haftakerfi, sem ekki er lengur við lýði í neinni atvinnu- grein nema landbúnaðinum. Engu að síður er skýrsla Hall- gríms Snorrasonar afar gagnlegt plagg. Þar er að finna skýrt fram setta útreikninga Hagstofu Ís- lands, sem sýna hversu mikið mat- arverð myndi lækka, yrði tillögum, sem ræddar hafa verið í nefndinni, hrint í framkvæmd, hvaða áhrif sú lækkun hefði á vísitölu og verð- bólgu, hvernig breytingin kæmi út fyrir meðalheimili í landinu og hver áhrifin af lækkun skatta, vörugjalda og tolla yrðu á tekjur ríkissjóðs. Niðurstöðurnar eru þessar: Afnám vörugjalds myndi lækka matarverð um 4,2% og vísitöluna um 0,6%. Meðalheimilið myndi græða um 22 þúsund krónur á ári. Ríkissjóður myndi hins vegar tapa á breytingunni; nettó tæplega 1.200 milljónum króna. Niðurfelling tolla af öðrum mat- vörum en kjöti og mjólkurvörum, myndi lækka matarverð um 1,7% og vísitöluna um 0,2%. Meðalheim- ilið myndi græða tæplega 9.000 krónur en ríkissjóður tapaði nettó um hálfum milljarði. Samræming virðisaukaskatts á matvæli myndi hafa sömu áhrif á vísitöluna, mat- arreikningur heimilanna lækka um 8.000 krónur og ríkissjóður missa 800 milljóna króna spón úr sínum aski. Lækkun virðisaukaskatts af veitingaþjónustu myndi lækka verð þeirrar þjónustu – sem í skýrslunni kemur fram að er það allra hæsta á Evrópska efnahags- svæðinu, meira en 90% hærra en að meðaltali í Evrópusambands- löndunum 25 – um 8,4%. Vísitalan myndi lækka um 0,3% og ríkið tapa um 800 milljóna tekjum nettó. Þá er komið að tillögunni, sem mestar deilur vakti í matarverðs- nefndinni. Það er að fella niður tolla á kjöti, hráu og unnu, og af mjólkurvörum. Þetta myndi lækka verð matvæla í landinu um 15,6% og vísitölu neyzluverðs um 2,2%. Meðalheimilið ætti tæplega 82.000 krónum meira aflögu á ári. Heild- aráhrifin fyrir ríkissjóð yrðu hins vegar jákvæð um 1,5 milljarða króna nettó, vegna meiri veltu inn- anlands. Hagstofan gerir ráð fyrir að ekki myndu einvörðungu búvör- ur lækka í verði vegna þessarar breytingar, heldur líka vörur, sem eru í samkeppni við búvörur. Þessir útreikningar hljóta að vera prýðilegur leiðarvísir fyrir ríkis- stjórnina, nú þegar hún gengur til þess verks að efna fyrirheit sín um að lækka matarverð í landinu. Ef all- ar tillögur matarverðsnefndarinnar yrðu framkvæmdar, myndi neyzlu- verðsvísitalan lækka um 3,5%. Væri það ekki nokkurs virði í baráttunni við verðbólguna? Matarverð myndi lækka um meira en 20%. Í stað þess að vera 48% hærra en að meðaltali í gömlu 15 aðildarríkjum Evrópusam- bandsins, yrði það 14% hærra, eða svipað og í Finnlandi og Svíþjóð. Ríkissjóður yrði hins vegar af tekjum upp á um 1,8 milljarða nettó. Ef ríkisstjórnin vildi forgangs- raða tillögunum, liggur það alger- lega í augum uppi að afnám toll- anna myndi hafa mest áhrif á verðlagið og vísitöluna og vera jafnframt langsamlega hagstæðast fyrir ríkissjóð. Peningar væru þá aflögu til að verja í tímabundinn aðlögunarstuðning við bændur, sem vafalaust yrðu fyrir miklum áhrifum af verðlækkuninni. Til langs tíma væru heildarhagsmunir bæði neytenda og skattgreiðenda – sem vill svo til að eru sama fólkið – bezt tryggðir með afnámi tollanna. Íslenzkur almenningur getur ekki sætt sig við að búa við eitthvert hæsta matarverð í heimi. Hann get- ur heldur ekki búið við það til lengd- ar að borga einhverja hæstu land- búnaðarstyrki í heimi. Nú þegar verðbólgan setur strik í reikninga hvers einasta heimilis í landinu, er nánast ómögulegt fyrir stjórnvöld að hafna jafnskýrum kostum og fram koma í skýrslu Hallgríms Snorra- sonar. Vissulega er ekki samstaða um slíkt. Landbúnaðurinn er ekki sam- mála því að svona langt eigi að ganga. Í hagsmunasamtökum land- búnaðarins vilja menn fresta þeirri aðlögun að frjálsum markaðsvið- skiptum, sem er óhjákvæmileg. En ríkisstjórn, sem situr í krafti atkvæða sem meirihluti landsmanna greiddi stjórnarflokkunum, getur ekki leyft sér öllu lengur að taka hagsmuni lítils hóps framleiðenda fram yfir heildarhagsmuni neytenda og skattgreiðenda. „ÞAÐ má eiginlega segja að við höfum geymt Ísland sem nokkurs konar rúsínu í pylsuend- anum og við höfum svo sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum,“ segir belgíska hjólreiða- parið Elena Stojanov og Philippe Hajduk, sem nýlokið hafa við að hjóla hringinn í kringum landið. Ísland er seinasta landið af fjórtán í Evr- óputúr parsins, en hin löndin í ferðinni sem þau hafa lagt að baki eru Þýskaland, Tékkóslóv- akía, Slóvakía, Pólland, Eistland, Litháen, Lett- land, Rússland, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Færeyjar. Hafa lagt tæpa 16 þúsund km að baki á síðustu 14 mánuðum Aðspurð segjast þau hafa lagt upp í ferðina undir lok marsmánaðar 2005 og hafa þau skötuhjúin lagt að baki samtals 15.750 km, þar af 2.500 km hér á landi, en þau komu með Nor- rænu til Seyðisfjarðar 18. apríl sl. og hjóluðu þaðan rangsælis hring í kringum landið. Auk þess að hjóla á þjóðvegum landsins fóru þau í ýmsar gönguferðir t.d. í Skógum, Skaftafelli og Landmannalaugum svo fátt eitt sé nefnt. Þegar blaðakona náði tali af þeim voru þau nýkomin til Reykjavíkur þar sem þau ætluðu að eyða nokkrum dögum áður en flogið yrði heim til Belgíu. Upphaflega ætluðu þau aðeins að staldra við hér á landi í tvo mánuði, en sökum erfiðrar veðráttu gekk ferðin umhverfis landið hægar fyrir sig og því eyddu þau á endanum þremur mánuðum hér. Nefna þau sem dæmi að þau hafi verið veðurteppt á Akureyri í heila viku í vor vegna mikillar snjókomu. „Þetta er önnur svona stóra hjólreiðaferðin sem við förum í, því fyrir sex árum fórum við í tveggja ára hjólreiðaferð til Afríku, sem var mikið ævintýri. Þegar við komum aftur heim til Hjóluðu hringinn á þremur mánuðum B F þ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.