Morgunblaðið - 15.07.2006, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 27
UMRÆÐAN
FÓLK sem tók húsnæðislán upp
á 15 milljónir í júlí í fyrra skuldar
nú um 16,2 milljónir
af sama láni. Skuldin
hefur hækkað um 1,2
milljónir á aðeins
einu ári eða um 100
þúsund krónur á
mánuði, þökk sé verð-
tryggingu húsnæð-
islána og óráðsíu í
efnahagsstjórn verð-
bólguflokkanna. Allt
bendir til þess að
verðbólgan haldist
áfram há næstu miss-
eri þótt forsætisráð-
herra reyni að telja þjóðinni trú
um annað.
Verðbólguflokkar er réttnefni á
ríkisstjórnarflokkana því und-
anfarin misseri hafa þeir skellt
skollaeyrum við öllum viðvörunum
um verðbólguþróun og látið eins
og málið kæmi þeim ekki við. Það
er sama hvort það er Seðlabank-
inn, greiningardeildir bankanna,
lærðir hagfræðiprófessorar, verka-
lýðshreyfingin eða erlendir mats-
aðilar sem benda á hætturnar.
Verðbólguflokkarnir telja sig vita
betur.
Væntingastjórnun
Að stýra verðbólgu er einkum
gert með því að hafa áhrif á vænt-
ingar fólks. Seðlabankanum er
ætlað þetta hlutverk og til þess
hefur hann eitt tæki, stýrivexti.
Það hefur hins vegar sýnt sig að
breyting á stýrivöxtum hefur lítil
sem engin áhrif á væntingar Ís-
lendinga um framtíðina. Íslend-
ingar eru því alvanir að vextir og
varningur séu hér miklu hærri en
í nágrannalöndunum
og því er ekki von að
hækkun stýrivaxta
hjá Seðlabankanum
ein og sér dugi til að
slökkva verðbólgubál-
ið. Allra síst þar sem
ríkisstjórnin hefur
staðið glaðhlakkaleg
hinum megin og
skvett olíu á eldinn
með óheftri stór-
iðjustefnu, vanhugs-
uðum aðgerðum á
íbúðalánamarkaði og
síðast en ekki síst fáránlega tíma-
settum skattalækkunum.
Engin leið að hætta
Verðbólguflokkarnir í Stjórn-
arráðinu vita að spilaborgin getur
hrunið hvenær sem er. Þess vegna
segja þeir að það sé ekkert að
marka skýrslur erlendra matsfyr-
irtækja. Þess vegna segja þeir
helstu hagfræðiprófessorum lands-
ins að hætta að þykjast hafa vit á
efnahagsstjórn. Þess vegna taka
þeir ekki mark á Seðlabankanum
eða greiningardeildum bankanna
sem spá áframhaldandi eða vax-
andi verðbólgu a.m.k. ár í viðbót.
Þess vegna halda verðbólguflokk-
arnir áfram að kynda undir vænt-
ingum með áætlunum um áfram-
haldandi stóriðjuvæðingu og
skattalækkunum.
Fyrir þá er engin leið að hætta.
Þeir eru að vona að spilaborgin
hrynji ekki fyrr en eftir kosningar
næsta vor.
Takk fyrir skattalækkanirnar
Hvað ætli þau 3% skattalækk-
ana verðbólguflokkanna skili fólki
miklu í budduna þegar upp er
staðið. Það getur svo sem hver
reiknað út fyrir sig en ef tekið er
dæmi um ung hjón sem hafa um
500 þúsund í mánaðarlaun fyrir
skatta skilar skattalækkunin þeim
15 þúsund krónum á mánuði. Á
meðan hækkar húsnæðislánið
þeirra um 100 þúsund á mánuði.
Ætli þau séu Geir þakklát fyrir
skattalækkunina?
Undanfarið hefur hækkandi
greiðslubyrði af húsnæðislánum
verið til umræðu. Það eru smáaur-
ar við hliðina á því sem verðtrygg-
ingin gerir á bak við tjöldin, að
bæta stöðugt aftan við skuldina.
Ég skora á þá sem skulda verð-
tryggð húsnæðislán að hringja í
Íbúðalánasjóð eða bankann sem
lánaði þeim og spyrja hvað skuld-
in þeirra hefur hækkað mikið.
Hringdu strax í dag og hugleiddu
svo hvort þú vilt meira af því
sama næsta vor.
Hvað hefur lánið
þitt hækkað mikið?
Dofri Hermannsson fjallar um
verðbólgu og húsnæðislán
’Verðbólguflokkar erréttnefni á ríkisstjórn-
arflokkana því und-
anfarin misseri hafa þeir
skellt skollaeyrum við
öllum viðvörunum um
verðbólguþróun og látið
eins og málið kæmi
þeim ekki við. ‘
Dofri Hermannsson
Höfundur er varaborgarfulltrúi
Samfylkingarinnar.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÉG VIL með
þessum línum
færa Nirði P.
Njarðvík inni-
legar þakkir fyrir
hans skeleggu
greinar í Morg-
unblaðinu í fyrri
mánuði. Grein-
arnar eru mik-
ilvægt innlegg í
baráttunni fyrir betra mannlífi.
Ég hefi verið að bíða eftir við-
brögðum stjórnvalda og alþing-
ismanna við greinunum. Þeir ættu
svo sannarlega að fagna ábend-
ingum Njarðar til úrbóta sem aug-
ljóslega eru settar fram af mikilli
þekkingu.
Njörður bendir ákveðið á í grein-
um sínum að áfengið er nær und-
antekningarlaust leiðin til neyslu
sterkari efna sem nú flæða yfir land-
ið sem aldrei fyrr. Þær tilslakanir í
áfengismálum sem Alþingi og sveit-
arstjórnir hafa innleitt á síðustu
tveimur áratugum hafa stóraukið
áfengisdrykkju. Á sínum tíma var
bjórinn boðinn velkominn. Sú til-
slökun átti að bæta ástandið. Nýleg
dæmi frá Ólafsvík og Akranesi gefa
annað til kynna. Varnirnar eru að
bresta. Foreldrar unglinga hafa ekki
lengur burði til að sporna við þess-
um tilslökunum og hafa vaxandi
áhyggjur af því sem kann að henda
börnin þeirra.
Því miður eykst vandinn ár frá ári
og við hann verður ekki ráðið nema
með allsherjar átaki þar sem öll
heimili leggjast á eitt við að afstýra
frekara manntjóni af völdum eitur-
efna.
Vonandi verða þessi skrif Njarðar
til þess að Alþingi standi af sér
þrýsting þeirra sem vilja sölu áfeng-
is í matvörubúðum. Það er strax í
áttina. Njörður á lof skilið fyrir þess-
ar greinar.
ÁRNI HELGASON,
Stykkishólmi.
Þakkir til Njarðar
P. Njarðvík
Frá Árna Helgasyni:
Árni Helgason
Í MORGUNBLAÐINU 12. júlí var
birt verð á fóðurblöndu handa hol-
dakjúklingum. Heimildarmaður var
Matthías H. Guðmundsson, formaður
félags kjúklingabænda. Þar var þess
getið að verð á fóðurblöndunni væri
meira en helmingi hærra hér á landi
en í Danmörku. Þetta er örugglega
alveg rétt hjá Matthíasi, en því miður
fyrir hann og aðra sem bera hag
kjúklingabænda fyrir brjósti, gerist
ekkert til að leiðrétta þetta verð
nema Guðni landbúnaðarráðherra
standi með.
Árið 1966 var okrað á fóð-
urblöndum af þremur fyrirtækjum,
sem voru allsráðandi á markaðnum.
Fulltrúar þessara fyrirtækja áttu að
fylgjast með að greitt væri heims-
markaðsverð fyrir korn og verð á fóð-
urblöndum átti að miðast við það.
Mest af korninu var flutt inn frá
Bandaríkjunum á svokölluðum láns-
og leigukjörum.
Ég fékk til liðs við mig Vigni Guð-
mundsson, sem þá var blaðamaður á
Morgunblaðinu, hann sendi fyr-
irspurnir til helstu inn- og útflytjenda
á korni í Evrópu. Þá kom í ljós að
verðið var mun lægra en innflytj-
endur hér á landi töldu vera heims-
markaðsverð, það munaði allt að
helming á verði.
Í tilefni ræðu, sem þáverandi for-
seti Búnaðarþings, Þorsteinn Sig-
urðsson á Vatnsleysu, flutti við setn-
ingu þingsins urðu miklar umræður
um verð á fóðurblöndum hér á landi.
Innflutningsdeild S.Í.S bauð bún-
aðarþingsfulltrúum í „þorramat“ og
reynt var að telja þeim trú um að allt,
sem Þorsteinn hefði sagt um verð á
kjarnfóðri stæðist ekki.
Daginn eftir veisluna hjá S.Í.S.
fékk ég nú aldeilis að heyra það hvað
ég væri vitlaus, enda ekki við öðru að
búast af strák sem fæddur var og
uppalinn í Reykjavík.
Síðdegis þennan dag var móttaka
hjá Búnaðarþingi og þar mættu ráð-
herrar ásamt öðrum gestum. Þar á
meðal var Ingólfur Jónsson frá Hellu,
landbúnaðarráðherra. Það lá vel á
honum og hann sagði við mig: „Mér
er sagt að þessi vitleysa með fóð-
urbætisverðið sé komin frá þér.“ Þá
spurði ég Ingólf hvort ég mætti flytja
inn 1000 tonn af kúafóðurblöndu og
selja hana hér á landi. „Já, gerðu svo
vel,“ var svarið. Síðan hef ég talið
Ingólf besta landbúnaðaráðherra á
síðustu öld.
Ekki gat ég farið að standa í inn-
flutningi þar sem ég var opinber
starfsmaður, svo ég fékk mág minn
Guðbjörn Guðjónsson til að annast
þennan innflutning.
Meðalverð innanlands á kúafóð-
urblöndu þetta ár var um kr. 8.500 á
tonn. Þessi innflutta blanda var seld á
kr. 4.300 tonnið. Ásgrímur Hall-
dórsson, kaupfélagsstjóri í Höfn, bað
strax um 500 tonn, sem hann fékk
handa sínum bændum, og hinum
hlutanum var skipað upp í Þorláks-
höfn og seldist samdægurs á Suður-
landi. Innflutningur á fóðurblöndum
var gefinn frjáls eftir þetta. Það var
ekki talað meira um fóðurbætisverð,
og enginn kannaðist við að hafa grætt
mikið áður, og enginn hélt því fram
að verðið hefði verið óeðlilegt.
Nú er bara að sjá hvort Guðni land-
búnaðarráðherra standi sig eins vel í
þessu máli og Ingólfur og afnemi toll-
inn af fóðurblöndum svo kjúklinga-
bændur geti farið að framleiða hol-
dakjúklinga á hliðstæðu verði og gert
er í nágrannalöndum okkar.
AGNAR GUÐNASON,
fyrrverandi ráðunautur.
Nú reynir á Guðna
landbúnaðarráðherra
Frá Agnari Guðnasyni:
SÚ ÁRÁTTA Vesturlandabúa,
einkum þó vinstri manna, að taka
jafnan málstað haturs-
manna sinna, en sví-
virða sína eigin menn-
ingu er ekki ný. Eitt
dæmið er hvernig
menn lengi hafa út-
málað hina voðalegu
villimennsku Vest-
urlanda á miðöldum
og talað um yfirburði
svokallaðrar „arab-
ískrar menningar“.
Einkum þykir fínt að
níða niður tilraun
kristinna manna til að
endurheimta lönd sín,
þ.e. krossferðirnar. Það gleymist al-
veg, að þegar gagnsókn hinna
kristnu hófst um 1100 höfðu músl-
ímar verið í samfelldri „hálf-
mánaferð“, heilögu stríði (jihad),
gegn hinum kristna heimi í meira
en fjórar aldir.
Það gleymist líka, að nánast öll
löndin (nema Persía), sem arabar
réðust á og hertóku á sjöundu og
áttundu öld, voru kristin, og
kristnir voru enn fjölmennir í
mörgum þeirra, og sums staðar í
meirihluta við upphaf gagnsókn-
arinnar, þ.e. krossferðanna.
En hver var þessi „arabíska“
menning, sem alltaf er verið að tala
um? Mönnum sést yfir, að löndin,
sem arabar hertóku og afkristnuðu
mynduðu suður- og suðausturhluta
Rómaveldis. Arabar höfðu enga
menningu að færa því fólki sem
byggði þessi lönd, ekkert annað en
trúbók sína og tungumál. Kóraninn
má ekki þýða, en kunnátta í honum
á frummálinu er nauðsynleg músl-
ímum. Arabíska breiddist því hratt
út, en gríska og latína hurfu. En
íbúar Botnalanda og Norður-Afríku
voru ekki „arabar“, þótt þeir væru
orðnir mæltir á arabísku og trúðu
nú á Kóraninn í stað Biblíunnar.
Afstaða araba til siðmenningar
kom vel fram, þegar þeir hertóku
Alexandríu. Bókasafnið mikla stóð
enn, þrátt fyrir ýmis fyrri áföll.
Foringi arabanna
sagði þá eftirfarandi:
„Ef það, sem stendur í
þessum bókum, er líka
í Kóraninum, þurfum
við ekki á því að halda.
Ef það stendur ekki í
Kóraninum, er það
villutrú!“ Síðan lét
hann brenna safnið til
kaldra kola, en þar
týndust endanlega
ótalmörg rit grísk-
rómverskra heimspek-
inga og sagnaritara.
Vel má þó tala um
„íslamska menningu“, en hver var
hún? Jú, þeir afrituðu allmikið af
þeim ritum, sem ekki höfðu brunnið
í Alexandríu, en lögðu nánast ekki
neitt nýtt til málanna. Rómverjar
höfðu lengi stundað verslun við
Indland og stofnað þar kristna
söfnuði og höfðu haft viðskipti allt
til Kína. Þetta hélt áfram undir nýj-
um herrum, en kaupmennirnir töl-
uðu ekki lengur grísku og latínu,
heldur arabísku. Á Indlandi kynnt-
ust þeir núllinu og indverskum
tölustöfum, sem síðan eru ranglega
nefndir „arabískir“.
Múslímar héldu líka við einum
fornum sið, sem hinir „frumstæðu“
Vesturlandabúar aflögðu á miðöld-
um, nefnilega þrælahaldi, þrælasölu
og þrælaveiðum, sem þeir stunduðu
langt fram á tuttugustu öld og Ís-
lendingar kynntust 1627.
Sjöunda öldin er myrkust hinna
myrku miðalda. Styrjaldir og drep-
sóttir höfðu nánast gert út af við
menningu Vesturlanda.
Inn í þetta valda-tómarúm réðust
herskarar Múhammeðs og eft-
irmanna hans. Sigurför þeirra er
merkileg og lærdómsrík, því hún
byggðist ekki á hernaðar-
yfirburðum innrásarmannanna,
heldur á fámenni og innbyrðis
sundrungu kristinna manna. Deil-
urnar um eðli Krists voru þá enn
svo magnaðar, að margir kristnir
menn, einkum í Sýrlandi og
Egyptalandi, töldu hinn orþódoxa
keisara í Konstantínópel beinlínis
vera sjálfan Antí-Krist og tóku her-
skörum Múhammeðs fagnandi, því
hann lofaði þeim, ólíkt keisaranum,
trúfrelsi. Það gleymdist að taka
fram, að þetta trúfrelsi táknaði, að
þeir urðu skattpíndur, nánast rétt-
laus undirmálslýður. Síðar lét
Tyrkjasoldán t.d. kristna menn af-
henda sér ung sveinbörn í þræl-
dóm, sem alin voru upp í íslam, en
síðan voru þessir „janitsarar“ not-
aðir til að berja á kristnum frænd-
um sínum.
Á Spáni höfðu Vestgotar ríkt
sem lítil, lokuð og herská yfirstétt
síðan snemma á fimmtu öld. Þeir
lágu í sífelldum innbyrðis illdeilum,
einkum um ríkiserfðir og lauk svo,
að einn hópur aðalsmanna keypti
araba nokkurn, Tarik, til liðs við sig
í deilu við Vestgotakonung. Þessi
arabíski málaliði sá að landið var
gott, en fyrirstaða lítil og tók því
völdin sjálfur.
Innrás og árás araba var loks
stöðvuð í Suður-Frakklandi, en það
var ekki fyrr enn 1095, sem kristnir
menn blésu til gagnsóknar.
Ávallt er, og með réttu, talað um
þröngsýni og ofstæki hinna kristnu,
sem var gífurlegt. En uppblásið tal
um yfirburði „arabískrar“ menning-
ar undir formerkjum „pólitískrar
rétthugsunar“ verður hvimleiðara
með hverju ári, sem líður.
Krossferðir og
hálfmánaferðir
Vilhjálmur Eyþórsson
fjallar um krossferðir
og hálfmánaferðir
’… uppblásið tal um yfirburði „arabískrar“
menningar undir
formerkjum „pólitískrar
rétthugsunar“ verður
hvimleiðara með
hverju ári, sem líður.‘
Vilhjálmur Eyþórsson
Höfundur stundar ritstörf.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21 Reykjavík sími 551 4050