Morgunblaðið - 15.07.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 15.07.2006, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍSLENSKA lífeyriskerfið hefur vaxið hröðum skrefum og er lífeyr- issparnaður okkar orðinn sá mesti í heimi. Því eru lífeyr- issjóðir stærri þátttak- endur á hlutabréfa- markaði á okkar fámenna landi en ann- ars staðar og veldur það vanda við stjórnun þeirra. Miklar umræð- ur eru í heiminum um alþjóðavæðingu, ábyrgð fyrirtækja gagnvart samfélaginu, gagnvart barnaþrælkun, vinnu- aðstæðum í láglauna- löndum, gagnvart um- hverfinu og góðum stjórnarháttum. Í apríl sl. kynnti Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, samþykkt um ábyrga að- komu stofnanafjárfesta sem unnin hefur verið í samvinnu við leiðandi stofnanafjárfesta. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur sam- þykkt að taka þátt í þessu verk- efni. Að stofna fyrirtækja- lífeyrissjóði er aðför að samn- ingum frjálsra stéttarfélaga sem væri vart í anda ofangreindra sjón- armiða um samfélagsábyrgð sem fulltrúar launamanna í öðrum líf- eyrissjóðum yrðu að horfast í augu við. Miklar umræður og rann- sóknir hafa líka verið gerðar sem renna stoðum undir það að ávöxt- un fjárfestinga í áreiðanlegum og góðum fyrirtækjum er meiri til lengri tíma litið. Við viljum að LV starfi í sátt við hlutabréfa- markaðinn en jafn- framt af ábyrgð. Stefán Jón Haf- stein ritar grein í Morgunblaðið og efast um umboð stjórnar LV og spyr; „Hver kaus til að mynda þá menn sem nú sitja í stjórn Líf- eyrissjóðs verzl- unarmanna …“. LV er stofnaður með kjarasamningum milli VR og sam- taka atvinnurekenda. Með frjálsum samningum hafa launamenn sam- þykkt að hluti af tekjum þeirra renni til að standa undir eft- irlaunum, örorkubótum, maka- og barnalífeyri. Meginverkefni sjóð- anna er að halda utan um þessi kjararéttindi fólks. Frá stofnun sjóðanna hefur ítrekað verið samið um viðbótargreiðslur til þeirra. Í kjarasamningunum árið 2004 var samið um að mótframlag atvinnu- rekenda hækkaði úr 6% í 8%. Árið 2000 var samið um 2% mótframlag í séreignarlífeyrissjóð. Eins má geta þess að miklar viðræður áttu sér stað nú þegar lífeyriskerfinu var breytt úr jafnri yfir í aldurs- tengda réttindaávinnslu. Þar lögð- um við ríka áherslu á að gæta þess að sem fæstir yrðu illa úti við þessa breytingu. Því lítum við á líf- eyrismál sem hluta af kjaramálum okkar fólks, í beinu samhengi við félagið og því höfum við talið það eðlilegt að skipa hálfa stjórn sjóðs- ins á móti atvinnurekendum. Slíkt fulltrúalýðræði þekkist víða. Svo dæmi sé nefnt skipar borg- arstjórnin í Reykjavík fulltrúa í stjórn Orkuveitunnar og Lands- virkjunar, mér skilst að eignir Landsvirkjunar séu um 200 millj- arðar króna eða áþekk og eignir LV. Á tímum vaxandi umræðu um ábyrgð stofnanafjárfesta tel ég rétt að við tökum faglega og ábyrga afstöðu til ráðstöfunar fjár- muna lífeyrissjóða. Það hjómar ekki trúverðugt að tala í 1. maí ávörpum um vonda kapitalista og vaxandi launamun en þvo síðan hendur sínar af því hvernig fjár- magn sjóðanna er notað. Vissulega er það æskilegt að stuðla að sem mestu og beinustu lýðræði. Ég hef varpað því upp m.a. á vettvangi lífeyrisnefndar ASÍ hvort auka eigi lýðræði við val á stjórnum sjóðanna og bjóða upp á að hluti stjórnarmanna lífeyr- issjóða yrði valdinn í beinni kosn- ingu. Þeirri umræðu er ekki lokið en almennt er talið að það hafi verið lífeyriskerfinu til framdráttar að hafa atvinnurekendur með í stjórnun sjóðanna. Við höfum náð að semja um viðbótargreiðslur, náð víðtækari sátt um kerfið og notið þekkingar atvinnurekenda við stjórnun sjóðanna. Kostnaðurinn má þó ekki keyra úr hófi. Yfir 120 þúsund manns eiga réttindi í LV, sumir hafa greitt í stuttan tíma vegna sumarvinnu, aðrir hafa greitt í áratugi. Eiga allir að hafa sama kosningarétt og hver yrði kosningaþátttakan? Umfangið yrði gríðarlegt og gæti hugsanlega leitt til kostnaðarsamrar kosningabar- áttu. Þar er ég hræddur um að sjóðfélagar sem væru „fulltrúar“ stórfyrirtækja hefðu vinninginn en almennir félagar hefðu litla mögu- leika. Ennfremur má benda á úttekt Tryggva Þórs Herbertssonar á stjórnarfyrirkomulagi lífeyrissjóða víða um heim (www.ll.is) en það þekkist hvergi að stjórnir lífeyr- issjóða séu kosnar beinum kosn- ingum. Við í VR ákváðum 2003 við val á fulltrúum okkar að auglýsa eftir frambjóðendum í dagblöðum og miðlum félagsins. Fundur trún- aðarmanna á vinnustöðum og Trúnaðarráðs, alls um 260 manns, kýs síðan fulltrúa VR í stjórn LV. Ennfremur hefur ítrekað verið lagt undir slíka fundi álitamál er varða lífeyrissjóðinn, s.s. þau sem voru uppi um launakjör æðstu stjórnenda Kaupþings, en undirrit- aður hefur setið í stjórn bankans síðustu 5 ár. Ég tel að þokkalega vel sé staðið að vali á fulltrúum í stjórnir lífeyr- issjóða a.m.k. fulltrúa launamanna og að það sé misskilningur að þögn ríki um gjörðir fulltrúa launafólks á fundum stéttarfélaga. Þögnin er hinsvegar oft æpandi á fundum í íslenskum almenningshluta- félögum. Stjórnun lífeyrissjóða Gunnar Páll Pálsson fjallar um lífeyrissjóðakerfið ’Ég tel að þokkalega velsé staðið að vali á fulltrú- um í stjórnir lífeyrissjóða a.m.k. fulltrúa launa- manna og að það sé mis- skilningur að þögn ríki um gjörðir fulltrúa launa- fólks á fundum stétt- arfélaga. Þögnin er hins- vegar oft æpandi á fundum í íslenskum al- menningshlutafélögum.‘Gunnar Páll Pálsson Höfundur er formaður VR. UNDANFARNAR vikur hefur verið talsverð umræða um hátt lyfjaverð hér á landi. Sitt sýnist hverjum í þessu máli. Fram hafa komið hugmyndir sem hreint og beint eru fáránlegar eins og að sjúklingar sæki lyf sín til Dan- merkur og stofnuð verði aftur lyfjaverslun ríkisins. Umræða af þessu tagi leiðir ekki til neins og er síst sjúklingum til hagsbóta. Verð á lyfjum er gríðarlegt hags- munamál fyrir sjúklinga, ellilífeyr- isþega og öryrkja. Sem dæmi má nefna að um 5.000 Íslendingar nota ofnæmislyf að staðaldri og um 11.000 nota astmalyf. Staðreyndin er nefnilega sú að hátt lyfjaverð hér á landi er að nokkru leyti heimatilbúið vanda- mál þó svo að ýmsir aðrir þættir eins og smæð markaðarins og minni samkeppni milli lyfsala hafi talsverð áhrif. Það kemur mörgum sjúklingum ugglaust á óvart að lyfjaverð hef- ur lækkað hér á landi. En aðeins ríkisvaldið hefur notið þeirrar lækkunar. Árið 2004 tókust samn- ingar á milli innflytjenda og fram- leiðenda lyfja og ríkisins um tals- verða lækkun lyfjaverðs hér á landi. Markmiðið var að lyfjaverð hér á landi yrði svipað og á öðrum Norðurlöndum. Þessu markmiði skyldi náð á þremur árum; frá 2004–2006. Ekki verður annað séð en að þetta hafi tekist bærilega því hér er um lækkun að ræða sem er u.þ.b. 1 milljarður á ári. Þessi lækkun hefur ekki gagnast sjúklingum heldur aðeins ríkinu þ.e.a.s. heilbrigðisstofnunum á þess vegum. Höfuðástæðan fyrir því að sjúklingar hafa ekki notið 3 milljarða króna lækkunar á svo- kölluðum frumlyfjum er fyrst og fremst sú að endurgreiðslukerfi Tryggingastofnunar ríkisins er staðnað, ranglátt og illa skipulagt. Engum dylst að þegar þetta kerfi var sett á laggirnar var það til mikilla hagsbóta fyrir sjúklinga þessa lands. Á undanförnum árum hafa stjórnvöld verið að breyta þessu kerfi og hefur það sífellt orðið sjúklingum óhagstæðara. Virðisauki á nauð- synjavörur Ríkisstjórnin telur með réttu að matvæli séu nauðsynjavara. Þess vegna hefur ver- ið ákveðið að þau verði í lægra virð- isaukaþrepi. Nú er það svo að neytendur geta að nokkru leyti ráðið matarinn- kaupum sínum, versl- að í lágvöruversl- unum, valið ódýrari vörur fremur en dýrari. Því verð- ur ekki á móti mælt að lyf eru nauðsynjavara. Þess vegna er það sjálfsagt að þau ættu að vera í lægra virðisaukaþrepi. Á 34. þingi SÍBS var samþykkt tillaga þess efnis að skora á rík- isstjórnina að fella niður virð- isauka á lyf. Í ljósi umræðunnar undanfarnar vikur ætti heilbrigð- isráðherra að sjá sóma sinn í því að nú þegar, á þessu kjörtímabili, yrði virðisauki á lyf í lægra virð- isaukaþrepinu og stefnt yrði að því að virðisauki á lyf yrði afnum- inn með öllu. Með virku verðlagseftirliti yrði hér um verulega kjarabót að ræða fyrir sjúklinga. Því miður er það staðreynd að með samanþjöppun á smásölumarkaðinum hefur dregið úr virkri samkeppni. Ljóst er því að verðlagsyfirvöld þurfa að fylgj- ast enn betur með lyfsölumark- aðinum eins og berlega kom í ljós í könnun Alþýðusambands Íslands nú á dögunum. Samheitalyf Bent hefur verið á að verð á samheitalyfjum sé ótrúlega hátt hér á landi, miðað við nágranna- löndin t.d. Danmörku. Þetta er vissulega áhyggjuefni. Framleið- endur og innflytjendur hafa bent á að ýmsar ástæður séu fyrir þessu háa verði. Kenna megi helst um smæð markaðarins, dýrt sé að skrá ný lyf hér á landi og að upp- lýsingar á íslensku séu dýrar. Einkum á þetta við um lyf sem seljast í tiltölulega litlu magni. Nauðsynlegt er að kalla saman framleiðendur, innflytjendur, lyf- sala og embættismenn til að greina hvernig standi á hinu háa verði á samheitalyfjum og til hvaða úrræða hægt sé að grípa. Vera má að vegna smæðar mark- aðarins verði samheitalyf eitthvað dýrari hér en á hinum Norð- urlöndunum en það er ekki eðli- legt að verðmunurinn sé mörg hundruð prósent. Það eru ekki síður hagsmunir framleiðenda samheitalyfja og ríkisins að við- unandi lausn finnist á þessu máli. Lokaorð Umræðan undanfarnar vikur hefur fyrst og fremst gengið út á verðlag lyfja. Það má hins vegar Lyfjaverð og hags- munir sjúklinga Dagný Erna Lárusdóttir og Sigmar B. Hauksson fjalla um lyfjaverð ’Þýðingarmikill þáttur ígóðu heilbrigðiskerfi er aðgangur að nýjum og fullkomnum lyfjum auk annarra lyfja sem sjúk- lingum eru nauðsynleg. En vitaskuld er það eðlileg krafa að lyfin séu á svip- uðu verði og í þeim lönd- um sem við berum okkur helst við og þar sem lífs- gæði eru á svipuðu stigi.‘ Dagný Erna Lárusdóttir Sigmar B. Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.