Morgunblaðið - 15.07.2006, Side 30
30 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hafsteinn Guð-varðarson fædd-
ist í Hafnarfirði 19.
júlí 1942. Hann lést á
heimili sínu í Dan-
mörku hinn 10. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðvarður Vil-
mundarson skip-
stjóri, f. 29. mars
1912, d. 31. janúar
1984, og Ólafía Gyða
Oddsdóttir, f. 20.
desember 1917, d. 6.
febrúar 2005. Systk-
ini Hafsteins eru Gunnar, f. 17.
Hafsteinn kvæntist 13. febrúar
1991 Merceditu Guðvarðarson, f.
13. janúar 1959.
Hafsteinn gekk í Gagnfræða-
skóla Akureyrar 1956–58, lauk
gagnfræðaprófi í Héraðsskólanum
að Laugarvatni 1959 og 4. stigi í
Vélskóla Íslands 1971. Hann var
m.a. vélstjóri á Hólmatindi, 1969–
1974, Hólmanesi 1974–81 og 1983–
84, Skafta 1984–86, Drangey 1986–
87 og Kaldbaki 1987–89.
Árið 1989 fluttist hann til Dan-
merkur og bjó þar síðan, með nokk-
ura ára viðkomu á Filippseyjum.
Þar var hann yfirvélstjóri á flutn-
ingaskipum hjá danska útgerðar-
félaginu Sønderborg, þar til hann
lét af störfum árið 2005.
Hafsteinn verður jarðsunginn
frá Durup kirkju í Nørager í Dan-
mörku í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
október 1940; Anna, f.
26. maí 1950, d. 6. júlí
2000; og Ólafur, f. 1.
júní 1953.
Hafsteinn kvæntist
árið 1973 Þórdísi
Söndru Magnúsdóttur,
f. 24. maí 1945. Þau
skildu. Börn þeirra eru
Perla, f. 8. ágúst, 1970,
sonur hennar er Bjarki,
f. 2003; Harpa, f. 31.
desember 1971, gift
Birgi Runólfssyni f.
1970, dætur þeirra eru
Rán, f. 1998, og Iðunn,
f. 2003; og Valur, f. 1. ágúst, 1975.
Elsku pabbi, eins ótrúlegt og það
er sit ég hér núna og skrifa minning-
argrein um þig. Mínar skýrustu
æskuminningar um þig eru þegar
við systkinin fengum að stýra voff-
anum gamla og þegar við löbbuðum
heim í Eskifjörð saman í snjóstormi,
ég vildi fara á skólaskemmtun en
það var ófært svo þú labbaðir bara
með mér. Að ógleymdum ferðunum
á pikkuppnum, og hálftímanum á
verkstæðinu á morgnana þar til það
passaði að labba í skólann, en það er
nú langt síðan það var. Enn þann
dag í dag minnir olíulykt mig alltaf á
þig.
Það hefur verið svo gott að fá að
endurnýja kynnin við þig eftir ár að-
skilnaðar. Árin mín hér í Danmörku
hefurðu alltaf verið reiðubúinn að
taka stelpuna í ærlega dönsku-
kennslu og leiðrétta mig þegar ég
segi einhverja vitleysuna, yfirleitt
með glettni eins og „Perla mín, þetta
er nú ekki til í dönsku“ eða „já, þetta
er nú eitthvað alveg nýtt“. Leiðbeina
mér og vera til staðar þegar ég
þurfti á að halda. Þú stóðst eins og
klettur við hlið mér á meðgöngu son-
arins, sem reyndist líkjast afa sínum
svo mikið. Þið hafið til dæmis sama
kækinn með að snúa hárinu. Fórst
glaður með mig á spítalann, hvenær
sem er sólarhrings og varst svo
stoltur þegar þú fékkst hann í hend-
urnar. Ég gleymi aldrei orðum þín-
um þegar þú sást hann í fyrsta sinn.
Þú varst óþreytandi að leika við og
kenna litla afastráknum, jafnvel
kominn í hjólastól. Með takmarkaða
getu gastu alltaf fundið leið til að
leika við Bjarkann þinn, í koddaslag
eða annað sem þú gast lagað að
stólnum. Framan af spiluðuð þið fót-
bolta og bara bolta þegar þú gast
ekki lengur beitt þér eins og áður.
Alltaf mátti Bjarki keyra þig, allir á
nálum, nema þið tveir sem nutuð
þess svo að vera saman. Að sjá ykk-
ur sitja saman og borða var svo
gaman, hann vildi allt sem afi borð-
aði. Kletturinn í lífi mínu er horfinn,
uppáhald afastráksins kemur ekki
meir til að hjálpa honum og kenna
honum einhverja vitleysuna til að
leika eftir við mikinn fögnuð þinn.
Mikið sem það gladdi þig þegar
hann fór að tala og gat farið að segja
eftir forskrift þinni eitthvað við okk-
ur hin. Mér þykir verst að þú fáir
ekki að setja meira mark þitt á
hann. En elsku pabbi, eins og ég
vildi mikið hafa þig hjá okkur áfram
er það svo gott að vita að þú hafir
fengið lausn frá kvölunum sem
hrjáðu þig. Af tvennu illu er skárra
að vita af þér í friði en að sjá þig
kveljast og geta ekkert gert til
hjálpa þér. Ég fékk tíma til að
kveðja þig og styðja til hins síðasta,
sá síðasta brosið þitt, síðasta augna-
blikið og trúi því að amma hafi kom-
ið og leitt þig á annan stað. Bjarki
kom og kvaddi þig og söng fyrir þig
á dönsku, lag um afa sem gerir hinar
ýmsu kúnstir og á íslensku, Sofðu
unga ástin mín, það var svo fallegt.
Hann reyndi að hrista þig til lífs
þegar hann læddist inn til þín og
náði þér einum, amma hans kom og
útskýrði fyrir honum að hann gæti
ekki vakið þig. Þá knúsaði hann þig
og rótaði í skegginu eins og alltaf og
síðustu orðin áður en lokið var sett á
kistuna voru Bjarka „bless, bless afi
minn“. Ég bið þig að vaka yfir afa-
drengnum þínum, pabbi minn. Þú
lifir áfram í hjörtum okkar Bjarka,
elsku pabbi og afi.
Perla.
HAFSTEINN
GUÐVARÐARSON
Hinn 12. júní sl.
flutti góður vinur og
samstarfsmaður okk-
ar Magnúsar Krist-
jánssonar til langs
tíma, Guðmundur Þórðarson, mér
þá sorgarfrétt að Magnús, okkar
góði vinur, væri látinn.
Ég hafði sem betur fer notið þess
að hitta Magnús tvisvar sinnum
skömmu áður en hann kvaddi þenn-
an heim, síðast daginn áður en ég
lagði í langferð til starfa minna hér
suður við Afríku. Þá sá ég auðvitað
MAGNÚS
KRISTJÁNSSON
✝ Magnús Krist-jánsson fæddist í
Hafnarfirði 5. nóv-
ember 1927. Hann
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 11.
júní síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Garðakirkju 23.
júní.
að hann var orðinn
langt leiddur og ljóst
að þessi góði maður,
sem ég hafði aldrei
heyrt kveinka sér
vegna eigin heilsu,
hafði raunverulega
undan einhverju að
kvarta.
Þessar síðustu
stundir sem við áttum
saman notuðum við til
þess að rifja upp ým-
islegt af því sem við
höfðum brallað sam-
an. Að sjálfsögðu
snerist það að mestu um skipavið-
gerðir á vegum Sjólaskipa hf. auk
þess sem hann spurði frétta af nú-
verandi gangi skipa sama fyrirtæk-
is. Þau voru honum ætíð mjög hug-
leikin, ekki síst vegna traustra
kynna hans við frumkvöðul þess fyr-
irtækis, Jón heitinn Guðmundsson,
en Jón treysti Magnúsi allra manna
best ef hafa þurfti eftirlit með
vandasömum viðgerðum eða ný-
smíði skipa hans og kallaði hann oft
til ráðslags ef eitthvað stórt var í
deiglunni.
Ég kynntist Magnúsi fyrst, sem
einhverju nam, er ég starfaði við ný-
smíði á frystitogara Sjólaskipa,
Haraldi Kristjánssyni, sem smíðað-
ur var í Noregi 1987–1988 og hann
kom í heimsókn til mín sem eftirlits-
maður Siglingamálastofnunar ríkis-
ins. Þá strax skapaðist með okkur
góð vinátta og gagnkvæm virðing,
allavega af minni hálfu og aldrei
sýndi hann mér annað en það ætti
einnig við af hans hálfu.
Það yrði of langt mál að rekja allt
það sem við brölluðum saman þau ár
sem við áttum samstarf en saman-
lagt var það býsna langur tími,
lengst af úti í Póllandi, oft við nokk-
uð erfiðar aðstæður.
Nú er ég kveð þennan góða mann
er mér efst í huga hversu háttvís,
hófsamur og heiðarlegur hann var
og ætíð trúr sínum vinnuveitendum
og yfirmönnum. Hann naut virðing-
ar allra, sem með honum störfuðu,
fyrir nefnda kosti.
Allir hér á m/v Heinaste sem urðu
þess aðnjótandi að kynnast þessum
góða dreng munu minnast hans með
hlýhug og söknuði og sendum við
hjartanlegar samúðarkveðjur til
Karinar, eiginkonu Magnúsar,
barna hans og fjölskyldna þeirra
vegna fráfalls okkar góða vinar og
velgjörðamanns.
Blessuð sé minning Magnúsar
Kristjánssonar og megi hann hvíla í
friði.
Þorbergur Þórhallsson.
En þó eru sumir, sem
láta sér lynda það
að lifa úti’ í horni, óá-
reittir og spakir,
því það er svo misjafnt, sem mennirnir
leita að,
og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim
vakir.
Margir kannast við „Hótel jörð“,
hið ágæta kvæði Tómasar Guð-
mundssonar, sem þetta erindi er
úr. Þar er jarðvist okkar lýst sem
hóteli og við erum gestirnir, og
eins og gestir á hverju öðru hóteli,
þá erum við hér í misjöfnum er-
indagjörðum og framkoman mis-
jöfn. Þetta ofanritaða erindi fannst
mér bezt lýsa fyrrum nágranna
mínum, Óskari í Reiðholti, eins og
við segjum enn okkar á milli, þó
hann hafi verið löngu fluttur þaðan
og meira að segja búið að breyta
bæjarnafninu líka.
Bæjarleiðin milli Mælifells og
Reiðholts er stutt og var því mikill
samgangur á milli, á þeim árum er
við systkinin ólumst þar upp. Við
Mælifells-systkinin erum 6 og 4 af
5 systkinum í Reiðholti áttu jafn-
aldra í okkar hópi.
Óskar var einn Reiðholtsbarna-
sem ekki átti jafnaldra á Mælifelli
og varð ef til vill svolítið utan við
fyrir vikið. Það var ekki að hann
ÓSKAR SIGURÐUR
VILHJÁLMSSON
✝ Óskar SigurðurVilhjálmsson
fæddist á Sauðár-
króki 31. mars 1955.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnuninni á
Sauðárkróki 24.
júní síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Mælifellskirkju
8. júlí.
væri settur hjá, held-
ur var hann hlédræg-
ur að eðlisfari og fór
lítið fyrir honum.
Hann fékk oft lánað-
ar bækur hjá okkur
systkinum, því við
áttum mikið af þeim.
Hann stúderaði
bókakost okkar og
hann vissi hvaða
bækur við áttum og
hvar þær var að
finna í hillunum. Þess
vegna sat hann
stundum afsíðis með
bók í hönd frekar en vera með í
leikjum. Þegar ég fór frá Mælifelli,
árið 1972, þá voru feðgarnir Vil-
hjálmur og Óskar tveir eftir í
Reiðholti. Ég man enn kveðju-
stundina því hún var erfið, ég tók
nærri mér að fara burt frá æsku-
stöðvunum og kveðja allt það góða
fólk er ég hafði þekkt alla mína
ævi og þeir síðustu sem ég kvaddi
voru feðgarnir í Reiðholti.
En þeir fluttu á Krókinn fáein-
um árum seinna og bjuggu þar
saman um nokkurt skeið og heim-
sótti ég þá þar nokkrum sinnum.
Síðast hitti ég Óskar fyrir allmörg-
um árum í Skagfirðingabúð, en
hann var þá farinn að vinna hjá
K.S. og var þar til dauðadags. Veit
ég að þar var hann vel látinn, enda
prúður og samvizkusamur í starfi.
Nú er hann farinn og ég sakna
þess að hafa ekki haft meira sam-
band við hann. En svona er það,
vegamótin liggja víða og leiðir
samferðamanna skiljast.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar,
sendi ég systkinum hans og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Snæbjörg Bjartmarsdóttir
frá Mælifelli.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JENNY LEA SVANHILD OLSEN,
lést sunnudaginn 2. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild H-1 á
Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun og
hlýju.
Trausti Ólafsson, María Á. Einarsdóttir,
Lea Þórarinsdóttir, Gestur Ó. Guðmundsson,
Emmy M. Þórarinsdóttir, Guðjón H. Hallsson,
Elna Þórarinsdóttir, Baldvin E. Albertsson,
Þórunn Þórarinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
AÐALHEIÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR,
lést miðvikudaginn 12. júlí á hjúkrunarheimilinu
Skjaldarvík.
Pétur, Eddi, Inga Mæja,
Denni, Brynja og Ásta Eggertsbörn.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
BERGSTEINN JÓNSSON
prófessor,
lést að morgni mánudagsins 10. júlí.
Guðrún Þórey Jónsdóttir,
Auður Bergsteinsdóttir,
Jón Bergsteinsson,
Anna Bergsteinsdóttir.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
KLEMENZ ERLINGSSON,
Birkivöllum 23,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi
föstudaginn 7. júlí síðastliðinn.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Sigríður Erla Haraldsdóttir,
Katrín Stefanía Klemenzardóttir,
Elín Hekla Klemenzdóttir, Anton Kröyer,
Klemenz Geir Klemenzson, Svanbjörg Ólafsdóttir,
Erlingur Reyr Klemenzson, Helma Þorsteinsdóttir,
Guðrún Hrafnhildur Klemenzdóttir, Róbert Sverrisson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800