Morgunblaðið - 15.07.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.07.2006, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Runólfur Gísla-son fæddist á Hvanneyri í Vest- mannaeyjum 31. maí 1950. Hann lést á heimili sínu í Vest- mannaeyjum 9. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigurborg Kristjáns- dóttir, f. í Vest- mannaeyjum 4. júlí 1916, d. 15. septem- ber 1981, og Gísli Sveinsson, f. á Borg- arfirði eystra 20. janúar 1909, d. 6. mars 1951. Systk- ini Runólfs eru: Ingibjörg, f. 11. apríl 1935, Sveinn, f. 19. febrúar mannaeyjum utan eitt ár þegar fjöl- skyldan var búsett í Bandaríkjun- um. Hann starfaði hjá Fiskimjölsverksmiðju Einars Sig- urðssonar í nokkur ár og varð síðar meðeigandi að Verslun Páls Þor- björnssonar og starfaði þar áfram eftir að Kaupfélag Vestmannaeyja tók við rekstrinum. Runólfur hóf störf hjá Kertaverksmiðjunni Heimaey, vernduðum vinnustað fyrir fatlaða, árið 1991. Hann tók við stöðu forstöðumanns 1993 og gegndi því starfi til 1999. Runólfur vann eftir það hjá Byggðasafni Vestmannaeyja og sem safnvörður í Landlyst. Runólfur tók virkan þátt í fé- lagslífi, starfaði með Leikfélagi Vestmannaeyja til margra ára, Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja og Íþróttafélaginu Þór. Runólfur verður jarðsunginn frá Landakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 18. 1937, Magnús, f. 30. september 1938, d. 9. mars 1996, Guðbjörg, f. 15. mars 1946, og Gísli, f. 31. maí 1950. Runólfur kvæntist 4. maí 1973 Margo Jeanne Renner, frá Wauwatosa, Wiscons- in í Bandaríkjunum, f. 29. desember 1953. Þau eiga tvö börn, þau eru: 1) Sóley Mar- grét, f. 6. ágúst 1973, gift Lokesh Garg, þau búa í Ontario í Kali- forníu. 2) Andri Hugo, f. 22. ágúst 1978, búsettur í Vestmannaeyjum. Runólfur bjó alla tíð í Vest- Kær og elskulegur frændi minn er horfinn frá okkur langt um aldur fram. Runi frændi, eins og ég kallaði hann alltaf, var ættaður frá Hvann- eyri í Vestmannaeyjum. Þangað lágu sporin sem barn og unglingur í heimsókn hjá móðurfólki mínu. Þar var oftast líf og fjör í stórum systk- inahópi og var Runi þar fremstur í flokki. Alltaf hress og uppátektar- samur, stutt í glettnina og húmorinn í góðu lagi. Þannig var hann alla tíð, hrókur alls fagnaðar og endalaus uppspretta af sögum af samferða- mönnum og viðburðum sem hann mundi með endemum vel. Ég er elsti sonur elstu systur hans þannig að árin voru ekki nema þrjú á milli okkar. Við vorum sam- ferða í gegnum barna- og unglings- árin á Hvanneyri þar sem Runi var mikill áhugamaður um margt, svo sem tónlist, ljósmyndun o.fl. Allt virtist leika í höndunum á honum, sama hvað hann tók sér fyrir hend- ur, smiður, pípari, múrari, allt gekk upp hjá Runa, og ber húsið hans glöggt merki um það. Ég var nátt- úrulega mjög stoltur af frænda og leit alltaf upp til hans, leit á hann sem „náskyldan bróður“. Við upp- lifðum Bítlaárin saman í kjallaran- um á Hvanneyri við framköllun á myndum sem hann var búinn að taka vítt og breitt um eyjuna og af fólki sem honum fannst þess vert að festa á filmu. Við náttúrulega kunn- um öll lögin og tónuðum báðir undir þegar þau heyrðust í lögum unga fólksins og á frívakinni. Runi var mjög frændrækinn og óþreytandi að halda ættinni saman og sá til þess að tengsl okkar væru náin og voru ógleymanleg jólaboðin hjá Runa og Margo þar sem fjöl- skyldur okkar voru samankomnar ásamt fjölskyldum Kidda og Egils. Spilað var „actionary“ og hafði Runi unun að rugla létt í liðinu þannig að þakið á Brekastígnum hristist. Ekki er hægt að minnast frænda míns án þess að hugsa til þeirra sögustunda sem voru í ættarboðunum þegar hann fór á flug og sagði okkur frá Ameríkuferðalögum sínum með mömmu sinni og Möggu frænku, og hvernig hann var meðhöndlaður í tollinum, þessi líka vinstri sinnaði eyjapeyinn. Elsku Runi minn það hvarflaði ekki að mér þegar ég heimsótti þig á föstudaginn að þetta væru okkar síðustu samræður enda spurði ég þig hvort það væri ekki nær að koma með okkur í Skvísusundið en að liggja í rúminu og brá þá fyrir glettni í andliti þínu. Við Þura sendum Margo, Sóleyju og Andra okkar innilegustu samúð- arkveðjur, um leið og við þökkum uppáhalds frænda mínum samfylgd- ina. „… hittumst við í landinu þangað sem fuglasöngurinn fer þegar hann hljóðnar.“ (Jökull Jakobsson.) Gísli. Elsku Runi. Þegar ég hugsa til baka um tím- ana sem ég eyddi með þér bæði í leikfélaginu og svo í Tyrkjaráninu í Dalabúinu þá koma upp í hugann minningar um gleði, sprell, grín og glens. Það var alltaf gaman hjá okk- ur og þegar þú byrjaðir að segja okkur sögur af leikritum síðan fyrir mörgum árum þá mátti sko heyra saumnál detta! Allir hlustuðu og þú varst svo frábær sögumaður. Ég á alltaf eftir að muna eftir Tyrkja- ránsupplestrunum okkar í skíta- kulda og svo miklu roki, að stundum stóðum við í golunni uppá sviði. Ég man líka alltaf eftir þér í „Allt í plati“. Þú varst algjörlega ógleym- anlegur í hlutverki Mikka refs, jaa ég varð að minnsta kosti stundum hrædd við Mikka. Það voru algjör forréttindi að fá að vinna með þér í leikhúsi og sjá hvað það að leika gaf þér rosalega mikið og kenndi okkur hinum að detta inní hlutverkin okkar og gera þau að okkar eigin. Elsku vinur, ég mun alltaf muna aftir þessum góðu tímum og þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Kæra fjölskylda og vinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á erfiðum tímamótum og kveð Runa með þessu ljóði: Lokaðu augum og hugsaðu vel um það sem lífið þér gefur. Nú þakka ég Guði og honum þig fel Hann passar þig meðan þú sefur. Takk fyrir alla góðu tímana, við sjáumst aftur. Kristín Halldórsdóttir. Kær vinur okkar, Runólfur Gísla- son, er látinn langt um aldur fram. Þó svo hann hafi glímt við erfið veikindi undanfarið ár datt okkur ekki í hug að dauðinn væri á næsta leiti. Kannski vegna þess að hann hafði oft áður verið veikur en jafnan náð sér á strik aftur. Kannski vegna þess að lundin var svo létt, viðmótið svo þægilegt, spjallið svo skemmti- legt, kannski þess vegna sáum við ekki hvert stefndi. Runi á Hvanneyri, eins og hann var alltaf kallaður, var sögumaður og leikari af guðs náð. Það var unun að hlusta á hann segja frá, hvort sem sögurnar voru frá uppvaxtarár- unum eða nær okkur í tíma. Smáat- vik urðu efni í stórskemmtilegar sögur þar sem kryddið var ómiss- andi. Og auðvitað lék hann persón- urnar þannig að þær urðu ljóslif- andi. Það var því engin tilviljun að hann tók þátt í mörgum uppfærslum Leikfélags Vestmannaeyja. Óborg- anlegur í mörgum hlutverkum. Runi kom til dyranna eins og hann var klæddur. Það voru engin látalæti eða sýndarmennska í kring um hann. Hann sóttist ekki eftir veraldlegum gæðum og lífsgæða- kapphlaupið virtist fara framhjá honum að mestu. Runi missti föður sinn á barnsaldri og án efa hefur það markað lífsviðhorf hans. Heim- ilið var hans griðastaður og þar undi hann glaður við sitt. Runi var ekki sterkur líkamlega. Oftar en ekki var bakið að plaga hann og oft leiddi eitt af öðru. And- inn var þeim mun öflugri og spít- alavist gat orðið efni í skemmtisög- ur þar sem sjúklingurinn gerði óspart grín að sjálfum sér og öðrum. En auðvitað er það ekkert grín að glíma við veikindi heldur fúlasta al- vara. Samfélagið sýndi því ekki allt- af skilning en þrátt fyrir mótlæti og vonbrigði í lífsins ólgusjó virtist hann alltaf hafa lag á að sjá björtu hliðarnar. Það þýðir ekki að Runi hafi verið skaplaus. Hann var pólitískur verkalýðssinni og stóð fast á sann- færingu sinni. Var tilbúinn í hressi- legt rifrildi ef því var að skipta enda sjálfsagt að hafa skoðanaskipti. Fyr- ir kosningarnar í vor ræddum við framboðsmálin. Við veltum þeim fyrir okkur fram og aftur. Þá sagði hann eftir nokkra umhugsun, „ég er bara kommúnisti,“ og meinti að það væri erfitt að finna eitthvað við hæfi þar sem þeir væru ekki í framboði. Runi stóð alltaf fyrir sínu. Margs er að minnast á kveðju- stund. Ferðin til Bandaríkjanna er ógleymanleg og sumarbústaðarferð í Munaðarnes ásamt ferð í Bjarna- rey, matarboð heima hjá Margo og Runa eða hjá okkur. Oftar en ekki var spilað Trivial Pursuit eða Pic- tionary og gjarnan skipt í stelpu- og strákalið. Runi þoldi illa að tapa í spilum og hleypti nær undantekn- ingalaust öllu í bál og brand. Þegar halla fór á liðið hans urðu smáat- riðin stór, vildi ekki samþykkja þeg- ar stelpurnar þóttust hafa getið rétt í Pictionary. Nei, það stóð herklæði á spjaldinu en ekki hermannaföt og við það sat. Knús og kossar á eftir, enda gekk Runi ekki of langt þótt hann gæti verið stríðinn. Hann vildi ekki meiða eða særa neinn. Runi var drengur góður og við er- um þakklát fyrir að hafa átt vináttu hans. Við sendum Margo vinkonu okkar samúðarkveðjur sem og börn- um þeirra og tengdasyni. Guðbjörg og Pétur. Kveðja frá Safnahúsi Vestmannaeyja Í dag kveðjum við fyrrum sam- starfsmann okkar, Runólf Gíslason, er alla var kallaður jafnan Runi á Hvanneyri. Runi var starfandi við Byggða- safnið og Landlyst frá 2000 til 2005, en varð að hætta vegna heilsu- brests. Sem starfsmaður var Runi léttur og kátur og hafði gaman af að spjalla um heima og geima með bolla af vel sætu kaffi. Hann tók vel á móti öllum sem áttu leið til hans, hvort sem þeir komu á Byggðasafnið eða í Land- lyst. Hann hafði yndi af því að kynna fólki sögu og menningu eyjanna og heimabyggðarinnar. Hann var handlaginn og var það mikill fengur að hafa hann í starfi. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir, nú þegar við kveðjum hann hinstu kveðju. Sorgin og gleðin eru fletir á lífinu eins og myrkrið og ljósið. Þar sem ekkert líf er þar er hvorki sorg né gleði. (Höf. ók.) Ég flyt ættingjum og vinum sam- úðarkveðjur fyrir hönd samstarfs- manna í Safnahúsi Vestmannaeyja. Nanna Þóra Áskelsdóttir forstöðumaður. Síðastliðinn sunnudagsmorgun, eftir að hafa upplifað ánægjulega goslokahátíð um nóttina, þar sem maður hafði endurnýjað kynni við ótal brottflutta Eyjamenn, hringdi síminn og okkur var tilkynnt að hann Runi væri dáinn mig setti hljóðan, gleðin yfir goslokahátíð kvöldið áður hvarf og tómleiki sett- ist að í sálinni. Við Runólfur eða Runi á Hvann- eyri eins og hann var ávallt kall- aður, kenndur við æskuheimili sitt við Vestmannabraut, höfðum verið vinir og félagar svo lengi sem ég man og aldrei fallið þar skuggi á. Runi var leikari af guðs náð og var það mikill happafengur fyrir Leikfélagið að fá hann til liðs við sig. Fyrir utan það að leika með félag- inu, var hann í stjórn þess í mörg ár og var samtímis einn af burðarásum félagsins. Ég starfaði með honum í mörgum verkefnum bæði í stjórn félagsins og sem meðleikari eða leikstjóri. Það var gott að starfa með Runa, enda maðurinn algjör öðlingur. Það var sama hvaða hlutverk hann tók að sér, einhvern veginn var það allt- af eins og sniðið fyrir hann. Hann hafði hreyfingarnar, látbragðið, svipbrigðin og tímasetninguna alveg á hreinu. Allt smellpassaði. Runi valdi frekar gamanleikinn. Þó sýndi hann það oft og sannaði að hann hafði einnig hæfileika til að túlka al- vöruna. Þar má t.d. nefna þegar hann fór á kostum í hlutverki séra Ólafs Egilssonar prests að Ofanleiti í „Sögum af Tyrkjaráninu“ sem sett var upp í hlöðunni í gamla Dala- búinu fyrir tveimur árum. Verk, sem tekið var saman af Sigurgeiri Jónssyni og sýnt í dulúðlegri um- gjörð og áhrifamikilli leikmynd listamannsins Þórðar Svanssonar. Það gneistaði af Runa í því hlut- verki. En „kómíkin“ var hans líf og yndi. Það var gaman að fylgjast með í leikhúsinu þegar hann hafði náð al- gjörum tökum á áhorfendum í hlut- verki sínu, þannig að salurinn lá af hlátri, hvað eftir annað. Og Runa var fleira til lista lagt. Oft sátum við tveir saman eða með félögum okkar í L.V. og punktuðum niður á blað ýmsar skemmtilegar hugmyndir og okkar útgáfa af lífinu í Eyjum. Punktar, sem síðar urðu að revíum.Og þar var Runi á heima- velli, ótrúlega naskur á að finna kómískar hliðar á mönnum og mál- efnum, oft beinskeyttur en alltaf réttum megin við rauða strikið. Ég trúi því að það sé mönnum ógleymanlegt, sem á horfðu þegar hann mætti á Hallarkabarett í hlut- verki Sigurlínu, vistmanns á Hraun- búðum, dvalarheimili aldraðra í Eyj- um, með karlinn sinn, hann Munda (sem undirritaður lék) undir hend- inni og hóf síðan að dansa „hring- ormadansinn“ – sóló – fyrir gesti staðarins. Ég tel að þessi dans sé einn sá eftirminnilegasti sem dans- aður var í gömlu Höllinni og voru þó margir góðir. En lífið var ekki alla tíð dans á rósum hjá Runa. Um margra ára skeið þjáðist hann af slæmri bak- veiki, sem gerði honum lífið oft erf- itt. Gekk hann oft sárkvalinn til vinnu en samviskusemi, dugnaður og harka gerðu það að verkum að hann skilaði sínu, þrátt fyrir veik- indi. Undanfarin tvö ár hafa líka verið honum erfið. Það var eins og eitt tæki við af öðru þannig að hann hafði dvalið á sjúkrahúsum í Reykjavík og hér í Eyjum undan- farna mánuði. Þegar ég spjallaði við hann heima hjá honum fyrir nokkr- um dögum og spurði um heilsuna svaraði hann „það gengur hægt, en er allt að koma“. Sama æðruleysið, baráttuhugurinn og bjartsýnin sem einkennt hafði allt hans líf. Ég vil fyrir mína hönd og annarra félaga úr Leikfélagi Vestmannaeyja þakka Runa fyrir ánægjulega og ár- angursríka samveru gegnum tíðina. Konunni hans Margo, sem ávallt stóð sem klettur við hlið hans, og börnum þeirra Sóleyju og Andra sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þakka þér, vinur, fyrir allt sem þú gafst okkur. Sigurgeir Scheving. Ég var svo heppin að fá að kynn- ast Runa fyrir nokkrum árum þegar hann hóf störf hjá Byggðasafni Vestmannaeyja. Ég viðurkenni að ég kveið því að fá hann í vinnu, tiltölulega ný í starfi sjálf og fannst ég ekki hafa mikið með að skipa öðrum fyrir og alls ekki mér eldri einstaklingi sem án efa vissi mikið meira en ég um allt sem viðkom sögu staðarins og hvernig best væri að miðla henni. Sá kvíði var óþarfur með öllu því að samstarfið við Runa gekk einstak- lega vel. Hann smellpassaði í starfið og ég hefði ekki getað beðið um betri mann að vinna með. Hann átti létt með að taka á móti fólki, var mannglöggur og skemmtilegur leið- sögumaður með mikla leikhæfileika og góðan húmor. Á milli þess sem hann tók á móti gestum málaði hann veggi, setti upp myndir og tók að sér ýmiss konar viðvik sem þurfti að sinna innan safnsins. Frá því að húsið Landlyst varð hluti Byggðasafnsins varð Runi hluti af Landlyst. Hann var leið- sögumaður í húsinu frá byrjun og þeir sem komu í heimsókn sögðu frá því hvað það var skemmtilegt að heimsækja Runa í Landlyst. Runi starfaði hjá Byggðasafni Vestmannaeyja eins lengi og starfs- kraftar hans entust og er mikil eft- irsjá að honum gengnum. Að lokum vil ég votta Margo, börnum og fjölskyldu samúð mína. Ég kem til með að sakna Runa sem góðs samstarfsmanns og góðs vinar. Hlíf Gylfadóttir, safnvörður í Byggðasafni Vestmannaeyja. Viljum við kveðja góðan vin með þessu fallega kvæði eftir Jóhann S. Hannesson. Við spyrjum drottin særð, hvers vegna hann hafi það dularfulla verkalag að kalla svona vænan vinnumann af velli heim á bæ um miðjan dag. Og þó, með trega og sorg, skal á það sæst, að sá með rétti snemma hvílast megi í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst, fundið svo til, að nægði löngum degi. Vottum við öllum þeim sem nú eiga um sárt að binda okkar dýpstu samúð. Félagar í Leikfélagi Vestmannaeyja. RUNÓLFUR GÍSLASON Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.