Morgunblaðið - 15.07.2006, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 37
DAGBÓK
Hvernig var
líf fólks á
landnámsöld?
Sýningin er opin
alla daga frá 10–17
Aðalstræti 16
101 Reykjavík
www.reykjavik871.is
Íbúðir
Hópur ungmenna á aldrinum 18 til 23 árahefur í sumar staðið fyrir vitund-arvakningarátaki sem þau nefna Götu-hernaðinn. Um er að ræða samstarfs-
verkefni Ný-ungar, Sjálfsbjargar,
Reykjavíkurborgar og Hins hússins og er markmið
Götuhernaðarins að bæta ímynd hreyfihamlaðra.
Leifur Leifsson er forsprakki hópsins: „Verk-
efnið varð til fyrir tveimur árum þegar við hlutum
styrk frá ÍTR til að gera ungt hreyfihamlað fólk
meira áberandi í samfélaginu. Okkur langaði til að
vinna verkefni með öðrum formerkjum en oft vill
verða í verkefnum af þessu tagi. Margir eru að gera
góða hluti fyrir öryrkja og hreyfihamlaða í sam-
félaginu, en okkur þykir fullalgengt að neikvæðni
og bölsýni, dramatík og þunglamaleiki séu áber-
andi. Við vildum fríska upp á umræðuna og hleypa
nýju blóði í baráttuna, og hafa húmorinn að vopni,“
segir Leifur.
Árið 2004 einbeitti hópurinn sér að aðgengi
hreyfihamlaðra í miðborginni, s.s. á kaffihúsum og í
verslunum: „Í stað þess að vera með mótmæla-
göngu vorum við með meðmæla-göngu, þar sem við
mæltum með góðu aðgengi þar sem úrbóta var
þörf,“ útskýrir Leifur.
Í ár tekur Götuhernaðurinn fyrir auglýsinga-
menningu samtímans: „Með húmornum snúum við
öllu á hvolf og gerum minnihlutahópinn að meiri-
hlutahóp. Við gerum grín að þeim auglýsingum
sem mest ber á um þessar mundir, og vinnum bug
á fordómum með gríninu,“ segir Leifur.
Grín-auglýsingarnar sýnir hópurinn á vefsíðunni
Öryrki.net þar sem jafnframt má fylgjast með
framvindu verkefnisins og fræðast um hópinn sem
að átakinu stendur: „Meðal nýlegra verkefna er
háðsútgáfa af fótboltaauglýsingum Landsbankans
sem mikið eru sýndar þessa dagana. Við fórum
þannig að, að við söfnuðum saman nokkrum þekkt-
um íslenskum öryrkjum, fengum m.a. til liðs við
okkur Helga Hjörvar, Guðmund Magnússon,
Kristínu Rósu Hákonardóttur og Katrínu Helga-
dóttur, og létum þau spila bocchia, sem er í augum
margra dæmigerð öryrkjaíþrótt. Slagorðið er síð-
an: „Við elskum bocchia. – Öryrki.net“,“ segir Leif-
ur. „Við hentum líka grín að Egils-kristals auglýs-
ingu, og snerum slagorði auglýsinganna á haus:
„Það sést hverjir eru í hjólastól“.“
Aðrar auglýsingar sem hópurinn hefur gert að
sínum eru auglýsingar fyrir Sprite, Dressmann,
Staur og Egils appelsín.
Um þessar mundir vinnur hópurinn að lagi sem
fljótlega verður aðgengilegt á Oryrki.net: „Í laginu
kristallast andi verkefnisins; ef þú vilt verða töff, þá
skaltu vera í hjólastól. Það er í raun inntak þess
sem við höfum verið að prédika í allt sumar, að það
er svo óendanlega „kúl“ að vera öryrki að hinn
gangandi mann hreinlega langar að vera hjólastól.“
Sem fyrr segir má sjá afrakstur starfs Götuhern-
aðarins í sumar á slóðinni www.Oryrki.net.
Samfélagsmál | Staðalmyndum íslenskra auglýsinga snúið á haus á Öryrki.net
Með húmorinn að vopni
Leifur Leifsson
fæddist í Reykjavík
1984. Hann stundar
nám á félagsfræðibraut
Borgarholtsskóla. Leif-
ur starfaði sem skrif-
stofumaður í Fé-
lagsmiðstöðinni
Miðbegin 1999 til 2002
og hefur einnig unnið
fyrir Ný-ung, unglinga-
hreyfingu hreyfihaml-
aðra. Árið 2005 hlaut Leifur viðurkenningu
Evrópusambandsins fyrir heimildarmyndina
Öryrkjann ósigrandi. Foreldrar Leifs eru Anna
Arndís Árnadóttir sérh. leikskólaleiðbeinandi
og Leifur Jónsson skartgirpaheildsali.
Árnaðheilla
ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3 d5 4. Bd3 c5 5.
b3 Bd6 6. O-O O-O 7. Bb2 Rc6 8. Rbd2
cxd4 9. exd4 b6 10. a3 Bb7 11. Re5 Dc7
12. De2 Re7 13. f4 b5 14. Hf3 Hac8 15.
Hc1 b4 16. a4 Rg6 17. Hcf1 Re4 18.
Hh3 f5 19. Bxe4 dxe4 20. Dh5 Bxe5 21.
fxe5 Dxc2 22. Dxh7+ Kf7 23. Hg3
Dxd2 24. Hxg6 Hg8
Í Leon á Spáni var haldið afar öflugt
mót í byrjun júní á þessu ári þar sem
Veselin Topalov (2804), Viswanathan
Anand (2803), Francisco Ponz Vallejo
(2666) og Lazaro Bruzon (2652) voru
einu keppendurnir. Keppnin fór þannig
fram að teflt var til undanúrslita og svo
til úrslita. Í fyrri undaúrslitunum
mættust Kúbverjinn Bruzon og Ind-
verjinn Anand. Að loknum fjórum at-
skákum voru leikar jafnir og þurfti því
að grípa til þess ráðs að tefla hrað-
skákir. Bruzon hafði hvítt í fyrstu hrað-
skákinni og leiddi þá skák nú laglega til
lykta: 25. Hxe6! Kxe6 26. Dxf5+ Ke7
svartur hefði orðið mát eftir 26... Kd5
27. Dd7#. 27. Df7+ Kd8 28. e6 e3 og
svartur gafst upp áður en hvítur fékk
að máta hann með 29. Dd7#. Anand
náði að jafna metin í næstu skák og bar
að lokum sigur úr býtum í einvíginu og
komst í úrslitaeinvígi mótsins þar sem
hann mætti heimsmeistaranum Vesel-
in Topalov.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Varadekk týndist
á leið norður Kjöl
FÖSTUDAGINN 30. júní var ég á
ferð norður Kjöl og á leiðinni frá
Flúðum að afleggjaranum í Kerl-
ingafjöll tapaði ég varadekki undan
tjaldvagni. Ef einhver hefur fundið
dekkið og hirt það upp þá vinsam-
legast hafið samband við Eirík í
síma 892 9781 eða 554 4465.
Siglufjörður - týnd filma
MÁNUDAGINN 10. júlí sl. tap-
aðist filma úr myndavél í skógi
skógræktar Siglufjarðar. Finnandi
er beðinn að hringja í síma
562 1643.
fyrir Sjálfið til að uppgötva í
þeim
mikilfenglega Tilvist Mína og
Sköpun.
Besta leiðin til að segja þessa
bæn er að segja eða hugsa orðin
með notkun viljastyrks, ásamt því
að halda athyglinni á punkti rétt
fyrir ofan miðjuna milli augabrún-
anna. Þegar hugurinn skilur hug-
tökin og viljinn er notaður sam-
tímis, munu hugtökin í bæninni
virkjast og bænin mun hafa áhrif.
Ef bænin er sögð af alvöru hvern
dag mun vaxa innra með þér skiln-
ingur á þínu sanna sjálfi.
Sveinn Jónsson.
Hver þekkir fólkið?
ÞAKKARKORT með þessari mynd
var sent á Dóru og Eddu en kom í
pósthólfið hjá fólki sem kannast
ekkert við kortið. Ef Dóra og Edda
kannast við þetta kort eru þær
beðnar að hafa samband við Gunn-
ar í síma 897 1781.
Bæn fyrir nýja öld
Ég er skapari Alheimsins.
Ég er faðir og móðir alheims-
ins.
Allt kom frá mér.
Allt snýr aftur til mín.
Hugur, andi og líkami eru hof
mín,
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
102 ÁRA afmæli. Í dag, 15. júlí, er102 ára Margrét Hann-
esdóttir, Langholtsvegi 15, Reykjavík.
Hún er að heiman í dag.
90 ÁRA afmæli. Í dag, 15. júlí, erníræð Júlíana Valtýsdóttir.
Hún dvelst á sambýlinu í Gullsmára 11
í Kópavogi. Vinir og vandamenn
drekka kaffi með heiðurskonunni kl.
15.
60 ÁRA afmæli. Í dag, 15. júlí, ersextugur Kristófer Þorleifsson
geðlæknir, Urðarhæð 6, Garðabæ.
Hann verður að heiman í dag.
Vandvirkni.
Norður
♠Á754
♥Á102
♦KG
♣ÁKD10
Suður
♠KD9
♥G5
♦ÁD5
♣G9763
Suður spilar sjö lauf og fær út
hjartakóng. Hvernig er áætlunin – í
smáatriðum? Athygli sagnhafa beinist
fljótlega að fjórða spaðanum í borði,
enda verður þrettándi slagurinn að
koma þar. Ef liturinn brotnar 3–3
(35,5%) þarf ekki að hafa neitt fyrir
hlutunum, en eftir útspilið er hugs-
anlegt að þvinga vestur með spaða-
lengd og hjartadrottningu. Sem sagt:
Sagnhafi drepur á hjartaás, tekur öll
trompin og tígulslagina og vonar það
besta. Ertu sammála?
Norður
♠Á754
♥Á102
♦KG
♣ÁKD10
Vestur Austur
♠G10 ♠8632
♥KD983 ♥764
♦KG ♦109843
♣ÁKD10 ♣5
Suður
♠KD9
♥G5
♦ÁD5
♣G9763
Þriðji möguleikinn er til – að G10
falli undir hjónin og nían fríist. En þá
þarf að prófa spaðann ÁÐUR en slag-
irnir eru teknir í láglitunum, því ann-
ars vantar samgang til að taka á spaða-
ásinn.
Mundirðu eftir þessu?
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
SÝNING á ljósmyndum Vigfúsar
Birgissonar er í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur, Skotinu.
Í Skotinu er varpað ljósmyndum
úr skjávarpa á 150 x 190 cm stóran
vegg og þannig myndað flæði ljós-
mynda sem gefa hugmynd um
vinnuferli og afmörkuð verkefni
eins ljósmyndara.
Á sýningunni í Skotinu sýnir Vig-
fús myndir af vatnsyfirborði sjávar
sem í einu flæði flétta saman gárur
og bárur og ótal litbrigði hins bláa
og í þeim staðfestast hin mögnuðu
hughrif litarins sem kallaður hefur
verið litur eilífðarinnar.
Sýningin stendur til 15. ágúst.
Sýning Vigfúsar
Birgissonar í Skotinu