Morgunblaðið - 15.07.2006, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 15.07.2006, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Við lifum á Rembrandtsári ogþess víða minnst, ekki sístHollandi, að í dag munu ná- kvæmlega 400 ár liðin frá fæðingu hins mikla málara. Rembrandt Harmenz van Rijn, fæddist í Leidenen, starfaði allt sitt líf í Amsterdam, lést þar í hárri elli á þeirra tíma mælikvarða þótt ekki yrði hann nema 63 ára. Þessi stór- meistari ljóss og skugga í málverki var einnig einstakur og afkastamik- ill teiknari og málmætingar hans með því frábærasta sem gert hefur verið í þeirri grein. Lengi var álitið að Rembrandt hafi látið eftir sig meira en 2000 myndverk, þar af um 500 málverk, 300 málmætingar og 1500 teikningar, en seinni tíma rannsóknir hafa lækkað tölu mál- verkanna umtalsvert og eignað nemendum hans nokkurn hluta þeirra. Á þessum tímum verkstæð- anna var algengt að meistararnir árituðu málverk lærlinganna til að betur gengi að koma þeim í verð og nemendur Rembrandts voru hver öðrum snjallari málarar þótt ekki næðu þeir hæðum hans.    Fram á næsta ár eru í gangi sýn-ingar á hinum ýmsu tímabilum og hliðum listamannsins aðallega Evrópu, að sjálfsögðu veglegastar í heimalandinu. Heilar sex í Amst- erdam, þar af fimm í Ríkislistasafn- Rembrandt van Rijn (1606–1669) Hlutföll ljóss og skugga í sjálfs- myndinni eru 1/8 á móti 7/8. AF LISTUM Bragi Ásgeirsson HÁTÍÐIN Listasumar á Akureyri stendur nú yfir í 14. sinn, en hún fór af stað eftir síðustu Jónsmessu. Um er að ræða árlega 10 vikna langa dagskrá með ýmsum list- viðburðum sem endar á Akureyr- arvöku 26. ágúst. Um þessar mund- ir standa yfir Norræna menningarhátíðin og Alþjóðlega Döff-leiklistarhátíðin Viðburðir á döfinni Í næstu viku verður djassinum gert hátt undir höfði en þá fer fram Django Jazz hátíð á Akureyri dag- ana 19.–22. júlí. Fyrstu tónleikarnir eru á miðvikudegi kl. 21.30 en þá leikur sígaunagítarsnillingurinn Paulus Schäffer frá Hollandi ásamt Kevin Nolan og Simon Planting úr Robin Nolan Trio og ungum djass- fiðlara, Aaron Weinstein. Auk þess munu á hátíðinni spila Robin Nolan Trio, Tríó Björns Thoroddsens, Hrafnaspark og Andreas Öberg. Lokahátíðin fer fram í Sjallanum laugardaginn 22. júlí kl. 21.30. Auk Django Jazz hátíðarinnar verður heilmargt í boði dagana helgina 21. til 23. júlí í nágrenni Akureyrar. Skemmtunin Fullveld- ishátíð í Hrísey verður umrædda þrjá daga en hún hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár. Þá segja Hríseyingar sig úr lögum við lýðveldið Ísland og bjóða alla vel- komna í annað land. Hátíðin er fjöl- skylduskemmtun, en undanfarin ár hafa um 2000 manns heimsótt eyna, sem kölluð er perla Eyjafjarðar. Einnig verða miðaldadagar á Gásum í Hörgárbyggð frá 10–16 laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. júlí. Þar geta gestir skroppið aftur í tímann og kynnst starfs- háttum og menningu síðmiðalda. Á svæðinu verða miðaldafræðingar frá Danmörku ásamt íslenskum áhugamönnum. Boðið er upp á leiki auk þess sem teymt er undir hesta fyrir unga fólkið. Einnig verður markaður og bardagamenn ásamt fræðslu. Aðgangur er ókeypis. Myndlistarsýningar og annars konar sýningar Bæjarlistamaður Akureyrar, Jor- is Rademaker, sýnir verk sín í DaLí galleríinu sem opnað var fyrir skemmstu. Sýningin stendur til 26. ágúst. Hann er einnig með sýn- inguna „Smooth Lines“ á Café Kar- ólínu til 6. október og Guðrún Pál- ína sýnir á sama stað til 4. ágúst. Einnig stendur yfir sýning um ævi og störf sr. Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili í Amtsbókasafninu til 31. ágúst og yfirlitssýning með verkum Louisu Matthíasdóttur í Listasafninu á Akureyri til 20. ágúst. Í Minjasafninu er sýning til 15. september sem ber titilinn „Ef þú giftist“. Stefán Jónsson sýnir skúlptúra í hvelfingunni í Lax- árstöð í sumar en sýningin er opin alla eftirmiðdaga. Í galleríi BOX er samsýning Finns Arnars, Þórarins Blöndal og Jóns Garðars uppi til 28. júlí, en eftir það mun gestalista- maður Akureyrarbæjar Anne Törmä sýna verk sín. Gamli bærinn í Laufási verður með ýmiss konar starfsemi í allt sumar. Þar verða kvöldvökur flest öll fimmtudagskvöld um ýmis þjóð- leg efni s.s. skúfhólka, útskurð, hreinlæti, ljós og myrkur áður fyrr. Einnig er boðað til heyanna sunnu- daginn 16. júlí kl. 13.30 og boðið upp á síðdegiskaffi frá 14–17 sunnudagana 30. júlí og 20. ágúst. Sérstakur markaðsdagur verður mánudaginn 7. ágúst kl. 13.30–16. Fastir liðir eins og venjulega Á dagskrá listasumars eru fastir liðir að vanda, líkt og „Heitir Fjölbreytt Lista- sumar á Akureyri Á Gásum verða sérstakir miðaldadagar 22. - 23. júlí. Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 15. júlí kl. 12.00: Ji-Youn Han, orgel. 16. júlí kl. 20.00: Ji-Youn Han frá Kóreu leikur verk eftir Bach, Mozart, Duruflé og Reubke. SJÁLFSTÆÐU LEIKHÚSIN Tjarnarbíó Sími 561 0250 Sun. 16/7 Kl. 20:30 This Side Up – Singapore Miðaverð 2.000 www.leikhopar.is Sixties í kvöld Stór og fjölbreyttur sérréttaseðill öll kvöld vikunnar. www.kringlukrain.is Sími 568 0878 Mr. Skallagrímsson - leiksýning í Borgarnesi MIÐAPANTANIR Í SÍMA 437 1600 Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson Leikstjóri: Peter Engkvist Leikhústilboð. frá kr. 4000 - 4800 Matur, leiksýning og frítt í Hvalfjarðargöngin til baka. í boði Landnámsseturs Lau. 15. júlí kl. 20 uppselt Sun. 16. júlí kl. 15 aukasýning Sun. 16. júlí kl. 20 örfá sæti Fös. 21. júlí kl. 20 örfá sæti Lau. 22. júlí kl. 20 örfá sæti Sun. 23. júlí kl. 20 örfá sæti Fös. 28. júlí kl. 20 Lau. 29. júlí kl. 20 Sun. 30. júlí kl.20 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is Aukatónleikar Sunnudaginn 16. júlí. kl. 20.30 Kammerverk eftir Bohuslav Martinu í flutningi Freys Sigurjónssonar (flauta), Hlífar Sigurjónsdóttur (fiðla), Iwona og Jersey Andrzejczak (lágfiðla og selló) og Önnu Áslaugar Ragnarsdóttur (píanó). Á þriðjudagstónleikum 18. júlí syngur Þorbjörn Björnsson við meðleik Jan Czajkowski píanóleikara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.