Morgunblaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON
TAKTU AFSTÖÐU.
GRÁTBROSLEGASTA GAMANMYND
SUMARSINS ÞAR SEM JENNIFER
ANISTON OG VINCE VAUGHN VAR
HREINLEGA Á KOSTUM.
SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM"
HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA.
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA
VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON
TAKTU AFSTÖÐU.
GRÁTBROSLEGASTA GAMANMYND
SUMARSINS ÞAR SEM JENNIFER
ANISTON OG VINCE VAUGHN VAR
HREINLEGA Á KOSTUM.
EINA LEIÐIN TIL AÐ VINNA ER AÐ MISSA STJÓRNINA
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
KVIKMYNDIR.IS
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
„THE INCREDIBLES“ & „LEITIN AÐ NEMO“
eeee
V.J.V, Topp5.is
FERSK, HUGLJÚF OG RÓMANTÍSK ÞAR SEM STÓRSTJÖRNURNAR KEANU REEVES OG
SANDRA BULLOCK FARA Á KOSTUM.EKKI MISSA AF ÞESSARI PERLU. ALGJÖRT AUGNAKONFEKT.
EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS.
BRYAN SINGER KOMIN Í HÓP ÞEIRRA FREMSTU
MESTA OFURMENNI HEIMS HEFUR SNÚIÐ AFTUR.
OFURMÖGNUÐ STÓRMYND OG SÚPERSKEMMTUN FYRIR ALLA.
SÚPERMAN ER SANNARLEGA
KOMINN AFTUR.
M.M.J. KVIKMYNDIR.COM
SUPERMAN RETURNS kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.I. 10 ÁRA
CARS M/- ÍSL TALI kl. 2
THE FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 5 B.I. 12 ÁRA
THE LAKE HOUSE kl. 8 - 10:10
SUPERMAN kl. 2 - 5 - 8 - 11
THE BREAK UP kl. 8 - 10.10
BÍLAR M/- ÍSL TALI kl. 2 - 5
SUPERMAN kl. 2:50 - 5:50 - 9 - 10:40 B.I. 10.ÁRA.
THE BREAK UP kl. 3:45 - 6 - 8:15 - 10:40
THE LAKE HOUSE kl. 3:45 - 6 - 8:15 - 10:30
BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 3:30 - 5:50
CARS M/- ENSKU TAL. kl. 8:15
KEEPING MUM kl. 3:45 - 6 - 8:15 B.I. 12.ÁRA.
THE POSEIDON ADVENTURE kl. 10:30 B.I. 14.ÁRA.
S.U.S. XFM 91,9„...EINHVER BESTA
AFÞREYING SUMARSINS...“
TOMMI KVIKMYNDIR.IS
eeee
SUPERMAN RETURNS SKAPAR SÉR SESS MEÐAL BESTU
MYNDASÖGU-KVIKMYNDUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ
V.J.V. Topp5.is
H.J. MBL.
eee
FRÁBÆR SUMARMYND
HLAÐIN SPENNU OG
MÖGNUÐUM ATRIÐUM.
Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ
Þetta eru sögur, aðallegasorgleg ástarljóð þar semuppreisnin og dauðinn erusamofin örlögum persón-
anna. Ég er auðvitað búinn að vera
með dauðann á heilanum í mörg ár.
Flestir Naglbítatextarnir voru til
dæmis um dauðann. Þetta er allt
ótrúlega hrátt, platan er róleg, mikið
bara kassagítar og söngur,“ segir
Villi um frumburðinn sem hann hefur
verið að taka upp einn í London und-
anfarna mánuði. „Ég fékk svo frá-
bært fólk til að spila með mér á
nokkrum lögum. Jóel Pálsson spilar á
bassaklarinett og saxófón, Hrafn
Thoroddsen í Ensími spilar á píanó
og fótstigið orgel og Viðar Hrafn
Steingrímsson spilar á kontrabassa.
Það eru nokkur lög þarna þar sem ég
er ekki einn að spila en annars er
þetta aðallega söngur og kassagítar
og svo einhver hljóð.“
Söng niður í leðrið
Villi flutti til London ásamt Þórdísi
kærustu sinni síðastliðið haust en
hún er þar í meistaranámi. Hann var
þá mikið búinn að vera að mála á Ís-
landi, hafði haldið þrjár sýningar um
sumarið og tónlistin var ekki ofarlega
í huga hans á þessu tímabili. „Ég
leigði mér vinnustofu með ein-
hverjum krökkum þegar við vorum
nýflutt til London og ætlaði að halda
áfram að mála en fyrstu þrjá mán-
uðina þarna úti gerði ég ekki neitt.
Ég sat heima á meðan Þórdís var í
skólanum að hitta fólk alls staðar að
úr heiminum. Við vorum ekki með
netið eða sjónvarp. Ég fékk mér
kaffi, rölti út á pöbbinn, fór stundum
á vinnustofuna en vildi ekki mála.
Þetta var ótrúlega súrt tímabil og ég
fór mikið að spá í lífið og tilveruna.
Einn daginn eftir svona þrjá mán-
uði byrjaði ég að spila á gítarinn og
fór að semja tónlist eftir langt hlé.
Það var ótrúlega góð tilfinning að
byrja að skapa eitthvað aftur,“ segir
Villi og fer í framhaldi að útskýra fyr-
ir blaðamanni að upptökuferlið hafi
verið ansi heimilislegt. „Ég á lítið
upptökutæki sem ég tengi við fartölv-
una mína og tvo mjög ódýra söng-
míkrófóna en ég á ekki einu sinni sta-
tíf fyrir þá. Mig langaði rosalega
mikið til þess að byrja að taka upp
eftir að ég fór að semja, vildi læra á
tölvuforritið og geta gert þetta allt
sjálfur. Ég ákvað að prófa að setja
míkrófónana á leðurbarstól sem var í
íbúðinni okkar og festi þá með beltinu
mínu svo þeir myndu haldast kyrrir.
Svo sat ég við hliðina á stólnum og
söng niður í leðrið úr dálítilli hæð og
þetta hljómaði alveg ótrúlega vel.
Þannig að ég hélt áfram að semja og
taka upp.“
Villi segist ekkert hafa viljað
ákveða strax hvað hann ætlaði að
gera við tónlistina. Hann hélt áfram
að semja og taka upp og svo kom að
þeim tímapunkti að hann uppgötvaði
að hann var kominn með plötu. Hann
hefur tekið upp ein þrjátíu lög og er
búinn að skera plötuna niður í tutt-
ugu eins og staðan er í dag. Villi úti-
lokar hins vegar ekki að hann eigi eft-
ir að taka upp meira. „Ég var lengi
búinn að ætla að hætta að semja og
fara að huga að útgáfunni og fleiru í
tengslum við hana en svo bara gat ég
það aldrei. Mér var alltaf að detta
eitthvað nýtt í hug. Var að hlusta á
eina upptöku þegar mér datt eitthvað
annað í hug og náði þá í gítarinn og
tók upp og platan öll er mest unnin
þannig. Hún er tekin upp í svefn-
herberginu og eldhúsinu, ef einhver
var að horfa á sjónvarpið kom hljóðið
frá því oft inn á upptökuna. Ég hef
notað glös og penna og trommað á
gítarinn. Þetta er mjög heimatilbúið.
Það er oft mikið sírenuvæl úti á götu
og það fékk bara að fljóta með stund-
um ef takan tókst vel. Mér finnst það
ekki skemma neitt, þetta er mjög
hrátt og þannig vil ég hafa það.“
Stefnir á útgáfu í haust
Villi var kominn ágætlega á veg
með upptökurnar þegar hann ákvað
að fara með þetta alla leið, klára
sköpunina, og fyrir utan smávinnu
fyrir enska boltann á Skjá einum í
London hefur hann ekki unnið neitt
meðfram tónlistinni. Og er nú að sjá
fyrir endann á verkefninu. „Ég er
mjög ánægður með plötuna, þetta er
allt öðruvísi en það sem ég hef gert í
tónlist hingað til. Ég vil ekki henda
einu einasta lagi og stefni á að gefa
plötuna út í haust. Ég ákvað aldrei
hvort þetta ætti að vera stutt plata
eða löng plata og ég þoli ekki þegar
fólk ákveður fyrirfram til dæmis að
gera stutta plötu bara til þess að gera
stutta plötu. Ef þetta verður tvöföld
plata verður þetta tvöföld plata. Ég
nenni ekki að standa í því að passa að
viss lög séu nákvæmlega nógu löng
svo þau henti fyrir einhverja spil-
unarlista í fjölmiðlum. Ef sagan er sjö
mínútur er lagið sjö mínútur.“
Allir textarnir eru á ensku og er
þetta í fyrsta sinn sem Villi semur á
erlendri tungu. Hann segist vera al-
gjörlega laus við þá fordóma að ís-
lenskir tónlistarmenn megi ekki
syngja á ensku. Það að platan sé ekki
á íslensku geri hana auðvitað að-
gengilegri fyrir erlendan markað.
Mikilvægt sé að fólk syngi eitthvað
sem vit er í og ef sú er raunin er hon-
um alveg skítsama á hvaða tungumáli
sungið er.
Lag í spilun fljótlega
Villi segist stefna að því að senda
lag í spilun í íslenskt útvarp seinna í
sumar eða í byrjun haustsins. Hann
var í stuttu fríi á Íslandi þegar blaða-
maður náði tali af honum fyrr í vik-
unni en hélt aftur til London á
fimmtudaginn þar sem hann er nú að
leggja lokahönd á upptökurnar. Þær
hefur hann unnið alfarið sjálfur eins
Ástin, dauðinn
og einlægnin
Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi
Naglbítur, hefur undanfarið ár verið búsettur í
London þar sem hann hefur tekið upp sína fyrstu
sólóplötu. Jón Gunnar Ólafsson ræddi við hann
um heimilislegt upptökuferlið, gripinn sjálfan,
sköpunina og sitthvað fleira.
Morgunblaðið/Eggert
„Ég er mjög ánægður með plötuna, þetta er allt
öðruvísi en það sem ég hef gert í tónlist hingað
til,“ segir Villi um fyrstu sólóplötu sína.