Morgunblaðið

Date
  • previous monthJuly 2006next month
    MoTuWeThFrSaSu
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 17.07.2006, Page 13

Morgunblaðið - 17.07.2006, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF SÍFELLT fleiri Danir eru hættir að nenna að elda heima hjá sér, sam- kvæmt tölum um stóraukna veltu danskra veitinga- og kaffihúsa sem Horesta, dönsku ferðaþjónustusamtökin, hafa reiknað út og greint er frá í Børsen. Velta veitingahúsanna nam 23,6 milljörðum danskra króna á síðasta ári, nærri 300 milljörðum króna, sem er aukning um rúm 8% frá árinu 2004 er veltan nam 21,8 milljörðum. Árin þar á und- an hafði veltan verið svipuð, en árið 2001 átu og drukku Danir á veit- ingahúsum fyrir 20,8 milljarða danskra króna. Þriðja hvert veitinga- hús í Danmörku sýndi meira en 10% vöxt á síðasta ári. Þó að Danir séu nú veitingahúsaglaðir má ekki gleyma því að inni í þessum tölum eru heimsóknir ferðamanna, sem hafa eðlilega ekki í nein eldhús að venda á sínum ferðalögum. En alltaf er gott að geta samglaðst frænd- um vorum, Dönum. Danir nenna ekki að elda Reuters Út að borða Þriðja hvert veitingahús í Danmörku sýndi meira en tíu prósenta vöxt á síðasta ári, en sífellt fleiri Danir eru hættir að borða heima hjá sér. HANNES Hilmarsson tók í gær við stöðu forstjóra Air Atlanta Icelandic af Hafþóri Hafsteinssyni sem verður stjórnarformaður félagins. Þá tekur Davíð Másson við stöðu forstjóra Av- ion Aircraft Trading af Hafþóri Haf- steinssyni sem verður starfandi stjórnarformaður félagins. Hafþór mun áfram leiða Flugþjónustusvið Avion Group sem forstjóri þess afkomusviðs. Aukin áhersla á framtíðarsýn Hannes, sem er 41 árs, hefur verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs og aðstoðarforstjóri Air Atlanta Ice- landic frá því um síðustu áramót. Davíð, sem er 38 ára, hefur verið í stjórnendastöðum hjá Air Atlanta Icelandic síðastliðin 13 ár, bæði hér- lendis og erlendis, nú síðast sem framkvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs Air Atlanta Icelandic. Jóhann Kárason tekur við stöðu framkvæmdastjóra sölu- og mark- aðssviðs Air Atlanta Icelandic af Davíð Mássyni. Jóhann, sem er 33 ára, hefur starfað hjá Air Atlanta Icelandic síðastliðinn 14 ár bæði hér- lendis og erlendis. Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands kemur fram að Hafþór kemur til með að leggja aukna áherslu á framtíðarsýn, þróun viðskiptatæki- færa og samhæfingu félaga innan Flugþjónustusviðsins ásamt því að vera stjórnarformaður Air Atlanta Icelandic og Avion Aircraft Trading. Hann mun einnig koma að dag- legum rekstri Avion Aircraft Trad- ing sem er ný afkomueining innan Flugþjónustusviðsins. Skipuritsbreytingar hjá Avion Group RÍKUM einstaklingum fjölgar stöðugt í heiminum. Í Morgun- korni Glitnis er vitnað í nýja skýrslu Merrill Lynch og Cap- gemini þar sem fram kemur að 8,7 milljónir manna á heimsvísu hafi átt meira en eina milljóna dollara í hreinni eign, um 75 milljónir króna. Hafði fjölgað í þeim hópi um 6,5% milli ára. Vöxturinn er mestur meðal fólks í Asíu en hins vegar eru flestir milljónamæringarnir í Evrópu og N-Ameríku, eða alls 5,7 millj- ónir. Heildareignir þessa fólks námu á síðasta ári um 33,3 billj- ónum dollara, af þeim voru 30% í hlutabréfum, 21% í skulda- bréfum, 16% í fasteignum, 13% í innlánum og peningum og af- gangurinn var í öðrum fjárfest- ingum. Merrill Lynch og Capgemini spá því að árið 2010 verði eignir þessa fólks komnar í 44,6 billj- ónir dollara. Í Morgunkorninu kemur fram að hér á landi eigi um þrjú þúsund manns 100 milljónir króna í hreinni eign og þar yfir, eða um 2,7% Íslend- inga. Samkvæmt því erum við hlutfallslega betur stæð en margar aðrir þjóðir, miðað við skilgreiningu Merrill Lynch og Capgemini á ríkidæmi fólks. Hinum ríku fjölg- ar stöðugt Í JÚNÍ sköpuðust 121 þúsund ný störf á bandarískum vinnumarkaði en á sama tíma hækkuðu laun um 3,9% sem er mesta launahækkun í fimm ár. Hvort tveggja var á skjön við spár greiningaraðila sem gerðu ráð fyrir 175.000 nýjum störfum og að laun myndu hækka um 0,3%. Atvinnuleysi mældist 4,6% og hélst óbreytt frá fyrri mánuði en það hefur ekki mælst minna síðan í júlí 2001. Frá þessu er greint í Hálffimm fréttum KB banka. Eins og fram hefur komið hækkaði bandaríski seðlabankinn stýrivexti sína um 0,25 prósentustig í síðustu viku og standa vextirnir nú í 5,25%. Ástæður síðustu vaxtahækkunar sögðu forsvarsmenn bankans vera hættu á áframhaldandi verðbólgu- þrýstingi vegna hækkandi orku- og vöruverðs, þrátt fyrir að dregið hefði úr eftirspurn. Í Hálffimm fréttum segir að nýjar fréttir af vinnumarkaði nú hafi dregið úr verðbólguvæntingum markaðs- aðila og horfum á frekari stýrivaxta- hækkunum. Í könnun meðal markaðsaðila kom í ljós að eftir að tölurnar voru kynntar gerðu 57% aðspurðra ráð fyrir að seðlabankinn hækkaði vexti sína um 0,25 prósentustig í ágúst næstkom- andi samanborið við 67% fyrir birt- ingu. Ekki hafa verið gefin nein afdrátt- arlaus merki um áframhaldið hjá bankanum svo þróun hagvísa á næst- unni má líklega ráða þar miklu. Fjölgun starfa í Bandaríkj- unum undir væntingum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 192. tölublað (17.07.2006)
https://timarit.is/issue/284618

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

192. tölublað (17.07.2006)

Actions: