Morgunblaðið - 17.07.2006, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.07.2006, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF SÍFELLT fleiri Danir eru hættir að nenna að elda heima hjá sér, sam- kvæmt tölum um stóraukna veltu danskra veitinga- og kaffihúsa sem Horesta, dönsku ferðaþjónustusamtökin, hafa reiknað út og greint er frá í Børsen. Velta veitingahúsanna nam 23,6 milljörðum danskra króna á síðasta ári, nærri 300 milljörðum króna, sem er aukning um rúm 8% frá árinu 2004 er veltan nam 21,8 milljörðum. Árin þar á und- an hafði veltan verið svipuð, en árið 2001 átu og drukku Danir á veit- ingahúsum fyrir 20,8 milljarða danskra króna. Þriðja hvert veitinga- hús í Danmörku sýndi meira en 10% vöxt á síðasta ári. Þó að Danir séu nú veitingahúsaglaðir má ekki gleyma því að inni í þessum tölum eru heimsóknir ferðamanna, sem hafa eðlilega ekki í nein eldhús að venda á sínum ferðalögum. En alltaf er gott að geta samglaðst frænd- um vorum, Dönum. Danir nenna ekki að elda Reuters Út að borða Þriðja hvert veitingahús í Danmörku sýndi meira en tíu prósenta vöxt á síðasta ári, en sífellt fleiri Danir eru hættir að borða heima hjá sér. HANNES Hilmarsson tók í gær við stöðu forstjóra Air Atlanta Icelandic af Hafþóri Hafsteinssyni sem verður stjórnarformaður félagins. Þá tekur Davíð Másson við stöðu forstjóra Av- ion Aircraft Trading af Hafþóri Haf- steinssyni sem verður starfandi stjórnarformaður félagins. Hafþór mun áfram leiða Flugþjónustusvið Avion Group sem forstjóri þess afkomusviðs. Aukin áhersla á framtíðarsýn Hannes, sem er 41 árs, hefur verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs og aðstoðarforstjóri Air Atlanta Ice- landic frá því um síðustu áramót. Davíð, sem er 38 ára, hefur verið í stjórnendastöðum hjá Air Atlanta Icelandic síðastliðin 13 ár, bæði hér- lendis og erlendis, nú síðast sem framkvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs Air Atlanta Icelandic. Jóhann Kárason tekur við stöðu framkvæmdastjóra sölu- og mark- aðssviðs Air Atlanta Icelandic af Davíð Mássyni. Jóhann, sem er 33 ára, hefur starfað hjá Air Atlanta Icelandic síðastliðinn 14 ár bæði hér- lendis og erlendis. Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands kemur fram að Hafþór kemur til með að leggja aukna áherslu á framtíðarsýn, þróun viðskiptatæki- færa og samhæfingu félaga innan Flugþjónustusviðsins ásamt því að vera stjórnarformaður Air Atlanta Icelandic og Avion Aircraft Trading. Hann mun einnig koma að dag- legum rekstri Avion Aircraft Trad- ing sem er ný afkomueining innan Flugþjónustusviðsins. Skipuritsbreytingar hjá Avion Group RÍKUM einstaklingum fjölgar stöðugt í heiminum. Í Morgun- korni Glitnis er vitnað í nýja skýrslu Merrill Lynch og Cap- gemini þar sem fram kemur að 8,7 milljónir manna á heimsvísu hafi átt meira en eina milljóna dollara í hreinni eign, um 75 milljónir króna. Hafði fjölgað í þeim hópi um 6,5% milli ára. Vöxturinn er mestur meðal fólks í Asíu en hins vegar eru flestir milljónamæringarnir í Evrópu og N-Ameríku, eða alls 5,7 millj- ónir. Heildareignir þessa fólks námu á síðasta ári um 33,3 billj- ónum dollara, af þeim voru 30% í hlutabréfum, 21% í skulda- bréfum, 16% í fasteignum, 13% í innlánum og peningum og af- gangurinn var í öðrum fjárfest- ingum. Merrill Lynch og Capgemini spá því að árið 2010 verði eignir þessa fólks komnar í 44,6 billj- ónir dollara. Í Morgunkorninu kemur fram að hér á landi eigi um þrjú þúsund manns 100 milljónir króna í hreinni eign og þar yfir, eða um 2,7% Íslend- inga. Samkvæmt því erum við hlutfallslega betur stæð en margar aðrir þjóðir, miðað við skilgreiningu Merrill Lynch og Capgemini á ríkidæmi fólks. Hinum ríku fjölg- ar stöðugt Í JÚNÍ sköpuðust 121 þúsund ný störf á bandarískum vinnumarkaði en á sama tíma hækkuðu laun um 3,9% sem er mesta launahækkun í fimm ár. Hvort tveggja var á skjön við spár greiningaraðila sem gerðu ráð fyrir 175.000 nýjum störfum og að laun myndu hækka um 0,3%. Atvinnuleysi mældist 4,6% og hélst óbreytt frá fyrri mánuði en það hefur ekki mælst minna síðan í júlí 2001. Frá þessu er greint í Hálffimm fréttum KB banka. Eins og fram hefur komið hækkaði bandaríski seðlabankinn stýrivexti sína um 0,25 prósentustig í síðustu viku og standa vextirnir nú í 5,25%. Ástæður síðustu vaxtahækkunar sögðu forsvarsmenn bankans vera hættu á áframhaldandi verðbólgu- þrýstingi vegna hækkandi orku- og vöruverðs, þrátt fyrir að dregið hefði úr eftirspurn. Í Hálffimm fréttum segir að nýjar fréttir af vinnumarkaði nú hafi dregið úr verðbólguvæntingum markaðs- aðila og horfum á frekari stýrivaxta- hækkunum. Í könnun meðal markaðsaðila kom í ljós að eftir að tölurnar voru kynntar gerðu 57% aðspurðra ráð fyrir að seðlabankinn hækkaði vexti sína um 0,25 prósentustig í ágúst næstkom- andi samanborið við 67% fyrir birt- ingu. Ekki hafa verið gefin nein afdrátt- arlaus merki um áframhaldið hjá bankanum svo þróun hagvísa á næst- unni má líklega ráða þar miklu. Fjölgun starfa í Bandaríkj- unum undir væntingum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.