Morgunblaðið - 14.08.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.08.2006, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKÝRARI GRUNNGILDI Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, segir í við- tali við Morgunblaðið að brýnasta verkefni nýs formanns Framsókn- arflokksins sé að skýra grunngildi flokksins og að fara út í málefna- vinnu sem verði kynnt á seinni hluta flokksþingsins í febrúar næstkom- andi. Telur Siv það enn ólíklegt að áhersla verði lögð á að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Hún tilkynnti um framboð sitt sl. fimmtudag. Klofningur vegna vopnahlés Deilur í Líbanonsstjórn um fram- kvæmd vopnahlésins hafa valdið klofningi í stjórninni. Vopnahléið á að taka gildi klukkan fimm fyrir há- degi í dag en í skilmálum þess er ákvæði um að vopnaðar sveitir Hiz- bollah sunnan Litaniár í Suður- Líbanon skuli afvopnaðar. Um leið yfirgefi Ísraelsher svæðið. Leiðtogi Hizbollah sagði á laugardag að sam- tökin áskildu sér rétt til að berjast áfram gegn Ísraelum meðan þeir hefðu her í landinu. Lítil sala fasteigna Samningar sem þinglýst var á höf- uðborgarsvæðinu vegna fasteigna- kaupa voru 67 talsins í síðustu viku. Aðeins tvisvar áður hefur takmark- aðri fjölda samninga verið þinglýst á einni viku síðan Fasteignamat rík- isins hóf að birta tölur um efnið á netinu í febrúar 2001. Meðaltals- fjöldi þinglýstra kaupsamninga sl. tólf vikur er 126 og í sömu viku í fyrra var 174 kaupsamningum þing- lýst. Nýjar myndir af Castro Dagblað ungliða kommúnista á Kúbu birti í gær fyrstu ljósmynd- irnar sem birst hafa af Fidel Castro forseta síðan hann veiktist og gekkst undir uppskurð. Einnig var birt ávarp frá honum þar sem hann þakkaði fyrir hlýjar óskir og hét því að reyna að ná heilsu á ný. En Castro sagði jafnframt að rétt væri að almenningur yrði áfram viðbúinn slæmum tíðindum. Lax kafaði 600 metra Hængur sem veiddur var í Skógá undir Eyjafjöllum kafaði á sundi sínu um Norður-Atlantshafið dýpra en vitað er til að lax hafi áður kafað. Gefur rafeindafiskmerki sem fyr- irtækið Laxfiskar kom fyrir á lax- inum sl. vor til kynna að hann hafi kafað niður á allt að sex hundruð metra dýpi, þó hann hafi að mestu haldið sig við yfirborðið. Samkvæmt fiskmerkinu hefur hængurinn lagt að baki fleiri hundruð kílómetra á ferðum sínum um hafið. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Minningar 26/30 Vesturland 11 Dagbók 32/35 Viðskipti 12 Myndasögur 32 Úr verinu 13 Staður og stund 34 Erlent 14 Menning 36/37 Daglegt líf 15/17 Bíó 38/41 Umræðan 20/25 Ljósvakar 42 Bréf 25 Veður 43 Forystugrein 26 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FJALLA þarf um bréf Öryrkja- bandalags Íslands (ÖBÍ) til lífeyris- sjóðanna 14, sem ætla að fella niður eða skerða örorkubætur til 2.300 ein- staklinga, á stjórnarfundum ein- stakra sjóða. Hjá þeim sjóðum sem haft var samband við í gær var ekki búið að boða til sérstaks stjórnar- fundar til að ræða efni bréfsins. Í bréfi sem ÖBÍ sendi lífeyrissjóð- unum fyrir helgi er óskað svars í síð- asta lagi næstkomandi fimmtudag við ósk bandalagsins um að hætt verði við að skerða eða fella niður greiðslur til öryrkja, en ella að framkvæmdinni verði frestað um ótilgreindan tíma. Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að bréfið hafi verið sent beint á sjóðina, og það sé þeirra að taka ákvörðun um hvað verði gert í fram- haldinu. Lífeyrissjóðirnir hafi tekið ákvörðun um skerðingar í samræmi við samþykktir þeirra, og frestur sé gefinn til að einstaklingar sem lendi í skerðingu geti kannað rétt sinn, t.d. á viðbótargreiðslum frá Trygginga- stofnun. Fjölmargir þeirra sem eiga von á skerðingu eða niðurfellingu greiðslna hafa sett sig í samband við lífeyris- sjóðina vegna málsins. Hrafn segir að ef þessir einstaklingar telji að tekju- sagan síðustu þrjú ár fyrir orkutapið gefi ekki raunsanna mynd af tekjum þeirra sé hægt að fara lengra aftur, allt að átta ár. Hann segir marga nú vinna að því að afla skattframtala lengra aftur í tímann, og þriggja mán- aða frestur eigi að vera meira en nægilegur til að leysa úr þeim málum. Skoðað á næsta fundi Stjórnarfundur hefur verið boðað- ur hjá Gildi – lífeyrissjóði, eins af sjóð- unum 14 sem ætla að fella niður eða skerða greiðslur, miðvikudaginn 23. ágúst. Helgi Laxdal, stjórnarformað- ur, segir að á þeim fundi standi til að ræða bréf ÖBÍ. Aðspurður segir hann ekki hafa verið rætt hvort boðað verði til sérstaks stjórnarfundar til að bregðast við innan þeirra tímamarka sem ÖBÍ setti. Helgi vildi í gær ekki segja hvort hann teldi líklegt að orðið verði við beiðni ÖBÍ. „Þetta hefur ekki verið gert eftir reglunum, en það er okkar hlutverk sem sitjum í stjórn að tryggja að það sé farið eftir reglum sem eru í gildi hverju sinni, því ef við förum að borga einum hópi meira en hann á raunverulega kemur það bara niður á hinum. Við værum að rýra réttindi annarra og við höfum enga heimild til þess. En við munum eðli- lega fara yfir þetta bréf.“ Stuttur aðlögunartími hefur verið gagnrýndur og segist Helgi hafa skilning á því að lágt launað fólk megi ekki við neinum breytingum. „Við munum skoða þetta á næsta fundi og mér finnst nú líklegt að lífeyrissjóð- irnir hafi einhverja samræmda stefnu í því hvernig þeir muni svara þessu. Ég á ekki von á því að einn lífeyr- issjóður skeri sig úr að því leyti, og fari að gera eitthvað allt annað en hin- ir.“ Fundur um miðjan september Enginn stjórnarfundur hefur verið boðaður á næstunni hjá Stöfum – líf- eyrissjóði vegna bréfs ÖBÍ og Guð- mundur Hjaltason, stjórnarformaður sjóðsins, sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gær ekki enn hafa séð bréf- ið. „Við höfum ekki tekið afstöðu til þess hvenær við hittumst, en við mun- um svara þessu bréfi,“ sagði Guð- mundur. Samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir því að næsti stjórnarfundur verði um miðjan september. Lífeyrissjóðir hafa ekki tekið afstöðu til bréfs ÖBÍ vegna skerðinga Bréfið verður til umfjöllunar á stjórnarfundum sjóðanna Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is AGNAR Þórðarson rit- höfundur lést 12. ágúst síðastliðinn, 88 ára að aldri, en hann var fædd- ur í Reykjavík hinn 11. september 1917. Var Agnar einn Klepps- systkinanna en foreldr- ar þeirra voru Ellen Sveinsson húsmóðir og Þórður Sveinsson, pró- fessor og yfirlæknir. Agnar lauk stúdents- prófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1937 og cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1945. Sótti hann framhaldsnám í bók- menntum við Worchester College í Oxford 1947–1948, eftir að hafa hlotið styrk frá British Council, og við School of Drama í Yale 1960–1961, sem Fulbright-styrkhafi. Starfaði Agnar sem rithöfundur og skrifaði skáldsögur, leikrit, smásögur, ferðabók og endur- minningabækur. Voru verk eftir hann flutt í leikhúsum, sjónvarpi og útvarpi auk þess að vera þýdd á ensku og pólsku. Einnig var hann bókavörður við Landsbókasafnið 1946– 1947 og 1953–1987. Agnar starfaði fyrir bresku fréttastofuna í Reykjavík 1941–1943 og kenndi útlendingum íslensku við ýmis sendiráð í Reykjavík. Í fyrir- lestrarferðum sínum um Bandaríkin flutti hann fyrirlestra um íslenskar bókmenntir við marga háskóla. Eftirlifandi kona Agnars er Hildi- gunnur Hjálmarsdóttir, fyrrverandi innheimtustjóri, og eignuðust þau þrjá syni. Andlát AGNAR ÞÓRÐARSON Í GÆR fór fram í Árbæjarsafni skákhátíð Árbæjarsafns og Tafl- félags Reykjavíkur og hófust há- tíðahöldin á því að skákmeist- ararnir Bragi Halldórsson og Guðmundur Kjartansson léku lif- andi fólki á stóru taflborði. Tafl- borðið var kalkað á túnið á hring- torgi Árbæjarsafns og sáu 32 einstaklingar, börn og fullorðnir, um að leika taflmennina. Skákinni lauk með sigri Guðmundar eftir fingurbrjót Braga. Þessi sigur Guðmundar dugði hinsvegar lítið í hraðskákmótinu, „Stórmóti Árbæjarsafns og Tafl- félags Reykjavíkur“, en þar bar Bragi sigur úr býtum, vann sex skákir af sjö og leyfði einungis eitt jafntefli. Í öðru sæti varð Hjörvar Steinn Grétarsson og í þriðja sæti varð Hrannar Baldurs- son. Þátttaka í mótinu var góð, en 27 mættu til leiks og tefldu í skemmtilegu umhverfi Kornhúss- ins. Mikil og góð þátttaka var hjá yngstu kynslóðinni.Morgunblaðið/Árni Sæberg Lifandi skák LÖGREGLAN í Reykjavík veitti tveimur bifreiðum eftirför á laug- ardaginn eftir að ökumenn bif- reiðanna sinntu ekki stöðv- unarmerkjum hennar. Fyrri eftirförin hófst á því að lögregla hugðist hafa afskipti af ökumanni bifreiðar sem ók henni á 99 km hraða á Hringbraut. Ökumaður og farþegar hans gerðu tilraun til að stinga lögreglu af en ekki fór betur en svo að bifreið þeirra hafnaði á ljósastaur við Þjórsárgötu. Menn- irnir voru þó hvergi bangnir og lögðu á flótta frá lögreglu og hlupu eftir Þorragötu. Lögreglan reynd- ist hins vegar sneggri til og hljóp ökumanninn og farþega hans uppi. Er ökumaðurinn ekki grunaður um ölvun við akstur en má eiga von á háum sektum fyrir hraðakstur og að hafa ekki sinnt stöðvunarmerkj- um lögreglu, stefnt öryggi vegfar- enda í hættu o.fl. Síðari eftirförin endaði með árekstri á gatnamótum Miklubraut- ar og Kringlumýrarbrautar, en þar hafði ökumaður sem lögreglan veitti eftirför misst stjórn á bifreið sinni með fyrrgreindum afleið- ingum. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum lyfja og má hann einnig eiga von á háum sektum fyrir alvarleg umferð- arlagabrot. Tveimur bifreiðum veitt eftirför TVÖ bifhjól lentu utan vegar á Öxnadalsheiði í gærmorgun með þeim afleiðingum að ökumenn þeirra og tveir farþegar lemstruðust nokkuð. Fólkið var flutt á sjúkrahús til skoðunar en útskrifað að henni lokinni með skrámur og mar. Til- drög slyssins voru þau að kind gekk í veg fyrir hjólin tvö og þegar öku- menn reyndu að sveigja hjólunum fram hjá ferfætlingnum vildi ekki betur til en svo að hjólin rákust sam- an. Ekki leikur grunur á að um óvar- legt aksturslag hafi verið að ræða af hálfu bifhjólamannanna. Á leið sinni af vettvangi hafði lög- regla hendur í hári ökumanns sem mældist á 138 km hraða rétt við Gloppu, en ökumaðurinn hafði tekið fram úr fjórum bifhjólum í röð. Bifhjólaóhapp í Öxnadal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.