Morgunblaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 13
Bryggjuspjallari settist niður einn votan veðurdag í síðustuviku og ákvað að gera sér dagamun. Hann fékk sér harðfiskog fór að glugga í stórverkið Íslenskir fiskar, sem kom útfyrr á árinu. Hann hefur vissuleg nýtt sér bókina vegna vinnu sinnar, en staðreyndin er einnig sú að vegna hins ótrúlega fróðleiks, sem þar er að finna, er bókin hin mesta skemmtilesning fyrir þá sem áhuga hafa á fiskum og sjávarútvegi. Hún er fyrst og fremst fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á fiskum eða fjalla um þá á ýmsan hátt í leik og starfi. En hún ætti líka að vera til í hverjum skóla og hún væri kjörin til þess að kenna börnum að skoða fiska, læra nöfn þeirra og fræðast um skrítna lifnaðarhætti. Börn elska furðufiska og skrítnar sögur eins og um beinhá- karlinn sem finnst gott að liggja í sól- baði. Bryggjuspjallari á örugglega eftir að sýna barnabörnunum myndir af fiskum og segja þeim sögur af þeim, alveg eins og gert er um landdýrin. Það er vissulega góður grunnur að frekari áhuga á sjáv- arútvegi, þegar börnunum vex fiskur um hrygg. En það er eitt sem gefur öllum frásögnum gildi. Það eru myndir. Jafnvel nákvæmasta lýsing á fiski verður ekki raunveruleg fyrir hugskotssjónum manns fyrr en hann annaðhvort sér fiskinn eða mynd af honum. Allir höfundar bókarinnar hafa unnið þrekvirki. Án þess að dregið sé úr þætti nokkurs þeirra, langar bryggjuspjallara til að taka einn út úr í þessu spjalli. Það er myndhöfundurinn Jón Baldur Hlíðberg. Teikningar hans af fiskunum eru hrein snilld. Fiskarnir eru svo ljóslifandi á síðum bókarinnar, að það liggur við að þeir sprikli fyrir augum lesandans og hann finni af þeim daufa sjáv- arlyktina. Dauður fiskur er ekkert líflegur, en myndirnar hans Jóns Baldurs eru það svo sannarlega. Þegar maður hefur dáðzt að þeim um stund, fer maður að velta því fyrir sér. Hvernig fer maðurinn að þessu? Það eru fleiri hundruð mynda í bókinni. Í upphafi bókarinnar svarar Jón Baldur Hlíð- berg þessum spurningum að miklu leyti. Hann fékk eintak af nánast hverjum einasta fiski, ýmist frá sérfræðingum Hafrannsóknastofn- unarinnar eða beint frá sjómönnum, og fór með hvern fisk fyrir sig heim og málaði mynd af honum. „Í einu tilfelli reyndist ekki unnt að flytja eintak í vinnustofu til að mála, en þar var um að ræða rúmlega fjögurra metra langan beinhákarl sem skipverjar á Eldhamri GK höfðu með í land. Í staðinn var beinhákarlinn mældur upp og ljós- myndaður á bryggjunni og málaður að því búnu. Stærsti fiskur sem færður var heim til teikningar var rúmlega tveggja metra löng há- meri.“ En það er ekki nóg að koma fiskinum heim. „Þegar fiskur hafði verið valinn hófst vinnan á því að leggja eintakið á kvarðaðan bak- grunn til að tryggja rétt innbyrðis hlutföll, gerð var vinnuteikning með öllum helstu einkennum og sú teikning síðan færð upp á vatns- litapappír. Flestir fiskarnir voru ljósmyndaðir í upphafi, vegna þess hve fljótt þeir tapa lit, og útprent ljósmyndanna síðan höfð til hlið- sjónar þegar kom að því að mála myndina. Þetta reyndist bráðnauð- synlegt í mörgum tilfellum því sumar tegundir voru marga daga í vinnslu, en þeim var þó ávallt komið í frysti á nokkurra klukku- stunda fresti til að draga úr skemmdum. Samhliða fór fram heim- ildaleit og var reynt að styðjast við sem flestar heimildir jafnvel þótt fyrir lægi ferskt og gott eintak til að mála eftir.“ Jón Baldur Hlíðberg. Kærar þakkir fyrir frábærar fiskamyndir. BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason Stærsti fiskur sem færður var heim til teikningar var rúm- lega tveggja metra löng hámeri hjgi@mbl.is Frábærar myndir af fiskum MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 13 ÚR VERINU BANDARÍSKA stofnunin NMFS (The National Marine Fisheries Service) kynnti nýlega árlega skýrslu sína um stöðu fisk- stofna og vistkerfa. Samkvæmt henni eru 152 stofnar af 206 nýttir á sjálfbæran hátt, eða 74%. Árið áður taldi stofnunin að 144 stofnar eða 72% væru yfir þessum mörkum. Stofnunin kannaði einnig veiðar úr 237 fiskstofnum og komst að því að ekki væri um ofveiði að ræða úr 192, eða 81%. Það er að aflinn væri minni en það hámark sem sett hefði verið. Þetta er óbreytt frá árinu áður. Meðal breytinga frá árinu 2004 er bent á að stofn græningja (lingcod) hafi verið end- urreistur þremur árum á undan áætlun, að sex stofnar séu ekki lengur ofveiddir, en það eru hlemmskata, vígablámi, gylltur flögu- fiskur, brúnkarfi og snjókrabbi og tanner- krabbi í Beringshafi. Þá er sagt í skýrslunni að staða nokkurra fiskstofna, sem hefði ver- ið óljós áður, væri nú metin sjálfbær. Þar má nefna tegundir eins og sporðdrekafisk, stjörnukola, ýmsar tegundir bassa og brún- kola. Þrjár tegundir, gulsporður á Gerorgs- banka, kyrrahafskarfi og grænflekkur, voru taldar ofveiddar vegna slakrar nýliðunar. Auk þess var einn stofn, þar sem stofnstærð var áður óþekkt, nú talinn ofveiddur, en það er vartari í Karíbahafinu. Betri staða við Bandaríkin ÞRÍR bátar voru sviptir veiði- leyfi í júlímánuði síðastliðnum. Það voru Sléttanes HF, Snæ- björg ÍS og Svala Dís KE. Allir bátarnir fengu veiðileyfið að nýju þegar aflamarksstaða þeirra hafði verið lagfærð. Þrír sviptir veiðileyfi VERÐ á þorski úr Atlantshafi verður hærra og hærra og það er þróun, sem líklega breyt- ist ekki í bráð. Skýringin er bæði stöðug eft- irspurn og minnkandi framboð. Stofninn í Barentshafi er talinn í hættu og leggja sér- fræðingar alþjóðahafrannsóknaráðsins til að kvótinn verði lækkaður um 162.000 tonn og fari niður í 309.000 tonn á næsta ári. Norð- menn og Rússar deila kvótanum í Barents- hafinu, en nokkrar aðar þjóðir hafa þar veiði- leyfi. Mikið af þorskinum úr Barentshafi fer á markaði í Evrópu og verði kvótinn skorinn svona mikið niður verða evrópskir kaupend- ur að leita á önnur mið eftir þeim gula eða leita ódýrari tegunda í staðinn, eins og ýsu, sem nú er aukið framboð af. Það ætti því ekki að koma á óvart ef eft- irspurn eftir þorski og ýsu frá Íslandi eykst á öllum mörkuðum. Á síðasta ári var hlutdeild Íslands í innflutningi á frystum þorskflökum til Bandaríkjanna 31% eða um 14.000 tonn. Það er svo spurning hvaða áhrif lítils háttar kvótaniðurskurður hér hefur, en kvótinn hef- ur verið að minnka síðustu fiskveiðiárin. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs jókst inn- flutningur á þorskflökum til Bandaríkjanna um 36% eða um 6.500 tonn. Aukningin er nánast öll vegna innflutnings frá Kína, sem þrefaldaðist á tímabilinu miðað við árið áður og varð alls um 2.400 tonn. Þess má geta að megnið af þorskinum hafa Kínverjar keypt heilfryst af Rússum, flakað og fryst á ný til útflutnings. Verð á einfrystum roð- og beinlausum þorskflökum var um miðjan júní 3,75 dollarar á pund, um 266 krónur fyrir landfrystar af- urðir, en 4,50 dollarar, um 319 krónur, fyrir sjófrystar afurðir, miðað við gengi um þessar mundir. Fyrir ári síðan var verðið 3,60 og 4,40 dollarar. Innflutningur á ferskum flökum, sem að- allega er frá Íslandi og Kanada, dróst saman um 21% fyrstu fjóra mánuði ársins og nam 860 tonnum. Verð á flökunum var mismun- andi eftir markaðssvæðum eða frá 4 doll- urum upp í kringum 6 dollara á pundið, eða frá ríflega 280 krónum upp í um 425 krónur miðað við gengi þessa dagana. Heimild: Seafood Business Verð á þorski hækkar vestanhafs Morgunblaðið/Kristján Fiskur Þorskur unninn í frystihúsi Samherja á Dalvík. Hann er fluttur utan ferskur og frystur. VERZLANAKEÐJAN Whole Foods Market hefur ákveðið að hætta að selja lifandi humar í verzlunum sínum. Sú ákvörðun var tekin í kjölfar yfirlýsingar fyrir sjö mánuðum um að svo yrði gert, yrði ekki hægt að finna mannúðlegri leið til að selja humarinn lifandi. Það sama á við um krabba. Verzlanakeðjan, sem er með 183 verzlanir í Bandaríkj- unum, Kanada og Bretlandi, var að vinna að því ásamt hum- arveiðimönnum að stytta þann tíma sem humarinn þyrfti að verja utan náttúrlegs umhverf- is síns. Í einstaka tilfellum voru sett rör í humarbúrin svo þeir gætu skriðið inn í þau. „Við erum ekki fyllilega sannfærð um að sala á lifandi humri sé í samræmi við stefnu okkar um mannúðlega og nátt- úrulega meðferð á dýrum,“ segir Margaret Wittenberg, vararforseti keðjunnar, í ný- legri fréttatilkynningu. Verzl- anirnar munu nú eingöngu selja hráan frosinn humar og matreiddan humar frá birgjum sem uppfylla skilyrði þeirra um meðferð og vinnslu. Eins og er eru það aðeins Clearwa- ter Seafoods í Bedford og Nova Scotia, sem uppfylla umrædd skilyrði. Humarveiðimenn og birgjar eru óhressir með þessa ákvörð- un, en segja þó að hún skipti ekki eins miklu máli og ætla mætti. Það sé nóg af öðrum stöðum, sem selji lifandi hum- ar. Wild Oats Markets, sem er önnur stærsta keðja verzlana í Norður-Ameríku sem selur náttúruleg matvæli, hefur aldrei selt lifandi humar, þar sem það er talið ómannúðlegt. Stórmarkaðakeðjan Safeway er einnig að draga úr sölu á lif- andi humri vegna minnkandi eftirspurn. Selja ekki lifandi humar Morgunblaðið/Alfons Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.