Morgunblaðið - 14.08.2006, Side 16

Morgunblaðið - 14.08.2006, Side 16
16 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í ÁGÚST Glæsilegur blaðauki um skóla og námskeið á Íslandi fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 18. ágúst. Meðal efnis er háskólanám, endurmenntun, símenntun, tómstundanámskeið, tölvunám, framhaldsskólanám, tónlistarnám, skólavörur og margt fleira. Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 15. ágúst. Allar upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is „Í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera...“ Undirbúningurinn fer mik-ið eftir því hvað fólk ætl-ar að hlaupa langt. Þeirsem ætla maraþon eða hálfmaraþon eru væntanlega búnir að fylgja æfingaáætlun í 3 til 6 mán- uði fyrir hlaup. Lengsta hlaupaæf- ingin sem þeir taka er um 3 til 4 vik- um fyrir keppni. Síðan minnka þeir við sig og taka t.d eina æfingu í dag þar sem þeir skokka létt og hlaupa í 5 til 10 mínútur á keppnishraða og á morgun fara þeir létt skokk og 3 til 4 sinnum 400 til 1000 metra á keppnishraða. Mikilvægt er samt að fylgja þeirri æfingaáætlun sem hver og einn hefur. Þeir sem ætla að hlaupa styttra eiga að taka létt skokk í dag og á morgun. Seinustu þrír daga fyrir hlaup eiga að vera hvíldardagar eða með léttu skokki, mislöngu eftir því hvaða vegalengd er verið að fara í,“ segir Torfi og leggur áherslu á að hlauparar eigi ekki að gera neitt nýtt eða óvenju- legt síðustu vikuna. „Þegar svona stutt er til hlaupsins er í raun ekkert sem menn geta bætt við sig í þreki eða þoli, nema að skapa sér þreytu sem síðan vinnur á móti í keppninni sjálfri.“ Fá sér léttan morgunmat Aðspurður út í mataræðið sein- ustu dagana fyrir hlaup segir Torfi að þeir sem eru að fara 3 og 10 km þurfi ekki að breyta mataræðinu en það sé alltaf skynsamlegt, hversu langt sem á að hlaupa, að borða ekki þungan mat daginn áður og borða léttan morgunmat á hlaupadaginn. „Það verður að passa sig á að borða morgunmatinn a.m.k þremur tímum fyrir hlaup og gildir það sérstaklega fyrir lengri vegalengdir. Drekka á vel seinustu daga fyrir hlaup og á hlaupadag er í lagi að drekka vel um morguninn, allt að tveimur tímum fyrir hlaup. Fyrir löngu hlaupin skiptir mestu máli að hlaupararnir borði kolvetnaríka fæðu seinustu dagana og bæti við sig með sér- stökum kolvetnadrykkjum seinustu þrjá dagana, samt á ekki að gera einhverjar dramatískar breytingar á mataræði. Það er talað um að fyrir 90 mínútna hlaup eða minna þurfi ekki að hugsa mjög mikið fyrir kol- vetnahleðslu þótt það saki ekki en fyrir lengri hlaupatíma þurfi að bæta á sig kolvetnum. Í hlaupinu sjálfu er mikilvægt að drekka á drykkjarstöðvum, þá helst sport- drykk því hann skilar orku og stein- efnum. Sumir maraþonhlauparar taka með sér orkugel en það er tekið inn á um hálftíma fresti með drykk. Ég mæli með gelinu en það er ekki skynsamlegt að prófa það í fyrsta skipti í hlaupinu sjálfu því það gæti valdið óþægindum í maga fyrir ein- hverja.“ Svefn og hugarástand í hlaupi Torfi segir mikilvægt að ná góð- um svefni í vikunni fyrir hlaup og þá sérstaklega seinustu tvo til þrjá dag- ana. „Allir sem ætla einhverja vega- lengd þurfa að vera vel úthvíldir, það er líka gaman að hlaupa þegar maður er vel hvíldur. Andlega hliðin þarf líka að vera í lagi. Margir hlauparar telja mikið gagn í því að hlaupa leiðina í huganum t.d kvöldið fyrir keppni. Til að keyra sig áfram þegar þreytan fer að segja til sín í löngum hlaupum er ein aðferðin að horfa alltaf bara á næsta kílómetra og stefna að því að klára hann og þegar hann er búinn þá hlaupa næsta. Með þessu móti blekkir mað- ur hugann og býr sér til viðráðanleg markmið þrátt fyrir að þreytan segi manni að stoppa. Sumir skipta hlaupinu upp í parta t.d maraþoninu upp í fjóra 10 km parta. En annars er allur gangur á því hvernig menn hvetja sig áfram í hlaupinu sjálfu.“ Góður öndunarfatnaður Í sambandi við hlaupaklæðnaðinn segir Torfi aðalmálið að vera í góð- um öndunarfatnaði. „Það er ekki æskilegt að vera í bómullarbol því svitinn situr í bolnum og getur vald- ið nuddsárum. Best er að vera í góð- um öndunarbol og venjulegum stutt- buxum eða þröngum hlaupabuxum. Einnig er mikilvægt að vera í góðum sokkum, gömlu góðu bómullarsokk- arnir safna í sig svita og geta valdið því að menn fá nuddsár eða blöðrur á fæturna og mæli ég því ekki með þeim. Hægt er að fá sokka úr gervi- efnum sem anda og hleypa öllum svita burt frá fætinum,“ segir Torfi og bætir við að hlaupaskórnir séu líklega mikilvægastir. „Fólk verður að vera á góðum skóm, það er ekki hægt að fara í gömlu þreyttu hlau- paskónum en það gildir það sama með mataræði og fatnað að það á ekki að prófa eitthvað nýtt daginn fyrir hlaup eða í hlaupinu. Menn verða að hafa fyrirvara á öllu.“ Til að koma í veg fyrir nuddsár segir Torfi gott að bera vaselín á þá staði sem líklegast er að nuddsár komi á. „Vaselín er borið á tær og á milli tánna, á geirvörtur, undir hendur og í nára.“ Að loknu hlaupi Þegar í mark er komið langar flesta að stoppa og setjast niður en Torfi segir mjög mikilvægt að hlaupararnir geri það ekki. „Til að fólk jafni sig fyrr og minnki lík- urnar á stirðleika er nauðsynlegt að labba rólega um í 5 til 10 mínútur eftir hlaup, teygja létt á og fá sér að drekka. Eftir þessar fyrstu mínútur er gott að leggjast á bakið með fæt- ur upp í loft og láta blóðið renna úr þeim. Eftir styttri hlaupin er gott að hreyfa sig og þá er oft stutt rólegt skokk besta leiðin til að jafna sig. Fyrir þá sem hafa farið lengst er gott að hvíla sig í 1 til 2 klukkutíma þegar komið er heim og síðan er mikilvægt að halda áfram að borða kolvetnaríka fæðu,“ segir Torfi og bætir við að lokum að það sé alltaf mikil stemning að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og allir ættu að geta gengið eða skokkað a.m.k þrjá kílómetra.  HREYFING | Torfi H. Leifsson gefur góð ráð Nú eru fimm dagar í Reykjavíkurmarþonið og eflaust margir sem ætla að taka þátt í því. Ingveldur Geirsdóttir spurði Torfa H. Leifsson, umsjónarmann vefsvæðisins www.hlaup.is, út í undirbúninginn seinustu dagana fyrir hlaup. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hægt er að lesa sér meira til um undirbúning fyrir hlaup á vefsíð- unni www.hlaup.is. Gaman að hlaupa vel úthvíldur Morgunblaðið/Árni Sæberg Torfi H. Leifsson er langhlaupari og hefur frá upphafi verið umsjón- armaður vefsvæðisins www.hlaup.is sem átti tíu ára starfsafmæli í gær. HLUTFALLIÐ milli mjaðma- og mittismáls gefur betri mynd af heilsu fólks en þyngdin ein, einkum þegar um aldrað fólk er að ræða. Rannsókn vísindamanna við London School of Hygiene & Tropical Medicine bendir til þess að mæling á mitti og mjöðmum gefi betri vísbend- ingu um heilbrigðisástand aldr- aðs fólks en svonefndur líkams- þyngdarstuðull (BMI). Þetta kom fram á fréttavef Berlingske Tidende, þar sem segir að með aldrinum dragi úr hættunni sem talin er tengjast offitu. Þess vegna segi líkams- þyngdarstuðullinn – sambandið á milli þyngdar og hæðar – lítið um hættuna á ótímabærum dauða aldraðs fólks. Gagnlegra sé því að nota nýtt hugtak: mitt- is- og mjaðmahlutfallið [e. „wa- ist-hip-ratio“, WHR], sem sýni sambandið milli mittis- og mjaðmamáls. Það er af hinu góða að vera með mitti sem er minna en mjaðmirnar, og einu gildir hvort þessir líkamshlutar eru yfir eða undir meðaltalinu. Fólk er hins vegar í vondum málum ef mittið er nálægt því að vera jafn- umfangsmikið og mjaðmirnar eða jafnvel með meira ummál. Því hærri sem WHR-talan er þeim mun meiri eru líkurnar á ótímabærum dauða. Þetta er niðurstaða rann- sóknar sem náði til 14.833 Breta yfir 75 ára aldri. Rannsóknin staðfestir þá nið- urstöðu fyrri rannsókna að hættan af háum líkamsþyngd- arstuðli – yfir 25 – hafi verið of- metin þegar um aldrað fólk er að ræða. Á hinn bóginn er enn talið að hætta fylgi of lágum lík- amsþyngdarstuðli (undir 22,3 hjá konum og undir 23 hjá körl- um). Hættan er sérlega mikil meðal mjög léttra karla (með líkamsþyngdarstuðul 18,5 eða lægri). Vísindamennirnir ráð- leggja því læknum að nota að- eins málbandið en ekki vogina þegar þeir meti heilbrigðis- ástand aldraðs fólks sem telst of þungt. Þeir leggja á hinn bóginn áherslu á að best sé að styðjast við líkamsþyngdarstuðulinn ef fólkið sé of létt. Málbandið skiptir meira máli en vogin  RANNSÓKN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.