Morgunblaðið - 14.08.2006, Síða 20

Morgunblaðið - 14.08.2006, Síða 20
20 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Rétt er að segja: Ég vil, þú vilt, hann vill, hún vill, barnið vill. (Ath.: Ég vill er rangt; – ég vil er rétt.) Gætum tungunnar AFSTAÐA íslenska ríkisins til samskipta ríkja almennt hefur ekki hlotið mikla athygli í þjóðmála- umræðunni. Hún er þó verðugt at- hugunarefni og verður hér bent á visst ósam- ræmi í þeim efnum. Árið 2004 var skýrsl- an Hafið – stefna ís- lenskra stjórnvalda gefin út af sjávar- útvegs-, utanríkis- og umhverfisráðuneytinu. Í henni birtist stefnu- mörkun íslenska rík- isins í málefnum hafs- ins. Í skýrslunni kemur fram að stefna Íslands í málaflokknum grund- vallist á þremur stoð- um. Ein þessara stoða er það sjón- armið að stjórnun og ákvarðanataka við verndun vistkerfa hafsins og nýt- ingu lifandi auðlinda hvíli á þeim ríkjum sem mestra hagsmuna eiga að gæta og ákvarðanir snerta með beinum hætti. Í skýrslunni er bent á að mörg ríki sem móta umfjöllun á alþjóðavettvangi um málefni hafsins eigi lítilla eða engra beinna hags- muna að gæta ef hlutdeild sjávar- útvegs í þjóðarframleiðslu er notuð sem mælistika á slíka hagsmuni. Af lestri skýrslunnar fær lesandinn á tilfinninguna að íslensk stjórnvöld líti það hornauga að ríki með tak- markaða beina hagsmuni af sjáv- arnytjum láti til sín taka í umræðu um málefni hafsins. Í röksemdum sem Halldór Ás- grímsson setti fram til stuðnings framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í ræðu utanrík- isráðherra til Alþingis árið 2003 birt- ist annað viðhorf til samskipta ríkja: „Ef til vill mætir frumkvæði af Ís- lands hálfu minni tortryggni en frumkvæði margra annarra ríkja, því Ísland hefur enga stórveld- ishagsmuni sem litað geta afskipti af einstökum málum. Þá er hlutfallsleg smæð íslensks efnahagslífs kostur, þar sem síður er hætta á að tor- tryggni vakni um að íslensk stjórn- völd gangi erinda íslenskra fyr- irtækja og setji hagsmuni þeirra framar óeigingjarnri aðstoð við við- komandi ríki. Fyrst og síðast er framboðið spurning um áræði og metnað fyrir hönd Íslands á al- þjóðavettvangi […] Ef vilji er til að Ísland sé metið á jafnræðisgrund- velli í samfélagi þjóðanna, verða Ís- lendingar að leggja af mörkum í samræmi við getu.“ Hér er um visst ósamræmi að ræða. Hugmyndir af real- ískum og ídealískum toga virðast notaðar sitt á hvað. Til að sýna fram á sannleiksgildi þessarar fullyrðingar er hægt að máta fram- boð Íslands til örygg- isráðsins í ramma áð- urnefndrar stoðar í stefnu íslenskra stjórn- valda í málefnum hafsins og öfugt. Ef framboð Íslands til örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna er mát- að í ramma stefnu Íslands í mál- efnum hafsins um að stjórnun og ákvarðanataka hvíli á þeim ríkjum sem mestra hagsmuna eigi að gæta og ákvarðanir snerta með beinum hætti er líklegt að slíkt framboð myndi mæta andstöðu innan stjórn- kerfisins. Herlaust ríki í Norður- Atlantshafi með enga hergagna- framleiðslu á takmarkaðra beinna hagsmuna að gæta í ráði sem ber að- alábyrgð á varðveislu heimsfriðar og öryggis af hálfu Sameinuðu þjóð- anna og þar sem meirihluti mála lýt- ur að málefnum fjarlægra heimsálfa þar sem Ísland á varla nokkurra hagsmuna að gæta. Ef umrædd stoð í stefnu Íslands í málefnum hafsins er mátuð í þeim ramma sem framboð Íslands til ör- yggisráðsins er sett í er líklegt að nokkur andstaða væri gegn slíkri stefnu þar sem ríki eiga að leggja sitt af mörkum í samfélagi þjóðanna í samræmi við getu. Stjórnun og ákvarðanataka alþjóðasamfélagsins í málefnum hafsins hvílir því ekki einungis á þeim ríkjum sem mestra hagsmuna eiga að gæta og ákvarð- anir snerta með beinum hætti. Misræmi þetta í afstöðu íslenska ríkisins til samskipta ríkja er hægt að skýra með hagsmunabaráttu Ís- lands á alþjóðavettvangi. Eins og kunnugt er á íslenska ríkið og Ís- lendingar mikilla hagsmuna að gæta í sjávarútvegi. Það þjónar því hags- munum Íslands að stjórnun og ákvarðanataka við verndun vist- kerfa hafsins og nýtingu lifandi auð- linda hvíli á þeim ríkjum sem mestra hagsmuna eiga að gæta og ákvarð- anir snerta með beinum hætti. Í tengslum við framboð Íslands til ör- yggisráðsins verður að hafa í huga að eftir lok kalda stríðsins hefur Ís- land misst hernaðarlegt mikilvægi sitt og þar með það tangarhald sem ríkið hafði á vestrænum stórveldum. Íslenskir ráðamenn virðast því telja að Ísland verði að sækja fram á við á erlendum vettvangi í auknum mæli, m.a. í friðargæsluverkefnum á veg- um NATO og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Slíkt mat íslenskra ráða- manna skýrir e.t.v. að einhverju leyti þær hugmyndir er birtast í flutningsræðu utanríkisráðherra vegna skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál árið 2001: „Aðeins að lokum vil ég fagna því að þingmenn taka undir að Íslendingar hafa ákveðið að bjóða sig fram til setu í öryggisráðinu. Það er m.a. lyk- illinn að því að við komumst til meiri áhrifa í alþjóðamálum, lykillinn að því að við getum haft meiri áhrif á mál sem hæstvirtir þingmenn leggja áherslu á.“ Af ofansögðu virðist vera hægt að draga þá ályktun að röksemdir og undirliggjandi hugmyndir íslenska ríkisins um samskipti ríkja séu valdar eftir hagsmunum þess hverju sinni. Slík niðurstaða kemur þó varla á óvart og er varla einsdæmi. Hags- munir eru jú lykilatriði í al- þjóðastjórnmálum hvað svo sem hugsjónum líður. Afstaða íslenska ríkisins til samskipta ríkja Bjarni Már Magnússon fjallar um hagsmuni umfram hug- sjónir. ’Hagsmunir eru jú lyk-ilatriði í alþjóðastjórn- málum hvað svo sem hugsjónum líður.‘ Bjarni Már Magnússon Höfundur vinnur að MA-ritgerð í al- þjóðasamskiptum um stefnu íslenskra stjórnvalda í hafréttarmálum frá 1982 til dagsins í dag. RÁÐUNEYTISSTJÓRI í Sam- gönguráðuneytinu ritar grein í Morgunblaðið 25. júlí 2006 sem svar við grein undirritaðs um skort á lögum varð- andi útgerð og stjórn- un á skipum er falla undir hugtakið „sport- bátar eða skemmti- bátar“. Ráðuneytisstjórinn, fyrrverandi skrif- stofustjóri samgöngu- ráðuneytisins og á sama tíma formaður Rannsóknarnefndar sjóslysa til nokkurra ára, fer mikinn í að dást að gjörðum ráðuneytisins varðandi öryggi smábáta. Frúin fer langt út fyrir það sem stendur í grein undirritaðs og tekur fyrir það ástand sem er á smábátum sem gerðir eru út í atvinnuskyni. Svo virðist vera að gerð sé tilraun til að breiða yfir getuleysi eða viljaleysi ráðuneytisins til að taka á málum er varða þann hluta smá- bátaflotans sem fellur utan við at- vinnurekstur, þ.e. allan þann fjölda skemmti- eða sportbáta sem siglt er við strendur landsins án rétt- inda og ótryggðum. Frúin getur þess að engar ábendingar hafi komið varðandi þennan málaflokk til ráðuneytisins nema hugsanlega frá undirrituðum. Frúnni heimilast að stefna undirrituðum fyrir að upplýsa um trúnaðarmál úr starfi sem opinber starfs- maður en undirritaður var framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar sjóslysa í 15 ár. Meðal þeirra leyndarmála eða trúnaðarmála er samgönguráðuneytinu bárust frá Rannsókn- arnefnd sjóslysa er al- menn ályktun nr. 1989–5 og er hún birt á bls. 33 í skýrslu nefndarinnar fyrir árin 1988, 1989 og 1990. Ráðuneyt- isstjóranum til upplýsingar þá var umræddri skýrslu dreift í 3500 ein- tökum að boði ráðuneytisins. Auk þessarar ályktunar fylgdu fleiri á eftir næstu árin auk ábend- inga er skrifstofustjórinn fékk sem þáverandi formaður nefndarinnar. Það er rétt hjá frúnni að margoft hafði undirritaður orð á þeim seinagangi er var á afgreiðslu þessa máls hjá ráðuneytinu og var bent á þau slys sem vitneskja barst um og orðið höfðu hjá reynslulitlu fólki og án nauðsyn- legrar þekkingar. Það er sælt að geta gleymt málum sem maður er plagaður með árum saman þegar áreitið hverfur. Þannig er það með þennan málaflokk, skemmtibáta og sportbáta, hvað varðar umrætt ráðuneyti og ráðuneytisstjórann. Sennilega hefur enginn haldið því við að minna ráðamenn ráðu- neytisins og núverandi ráðuneyt- isstjóra á samþykktir Rannsókn- arnefndar sjóslysa er snerta þennan málaflokk. Sannleikanum verður hver sárreiðastur Kristján Guðmundsson svarar ráðuneytisstjóra samgöngu- ráðuneytis ’Það er sælt að getagleymt málum sem maður er plagaður með árum saman þegar áreitið hverf- ur.‘ Kristján Guðmundsson Höfundur er fv. skipstjóri og fv. fram- kvæmdastjóri Rannsóknarnefndar sjóslysa. ,,ER pabbi þinn heima?“ spurði karlmannsröddin í símanum. ,,Nei,“ svaraði 6 ára sonur atvinnu- flugmannsins. ,,Er hann að vinna?“ ,,Nei, hann er að fljúga,“ svaraði guttinn eftir bestu vitund. Þessi drengur var 6 ára og honum ekki álasað fyrir að kalla vinnuna hans pabba leik. En það er nú svo að þetta hugarfar er ekki bundið við 6 ára barn, heldur fullorðið fólk líka, meira að segja stjórnvöld og op- inbera starfsmenn. Nám eða leikur? Frá gamalli tíð hef- ur flug þótt flott sport. Sérstaklega fyrir hundrað árum. Fyrir u.þ.b. 40 árum reyndi atvinnuflug- mannsnemi að fá af- slátt frá skatti vegna gríðarlegs kostnaðar við atvinnuflugnám sitt, en þá voru náms- lán ekki í boði. Það var hlegið að honum. Hann fengi engan skattaafslátt fyrir það eitt að vera að leika sér. Honum varð um svör að hann skyldi gjarn- an sleppa því að telja fram tekjur fyrir þetta starf sem auðsjáanlega væri skemmtun en ekki starf en svo fór að engu var breytt. Nú, 40 árum síðar, fá atvinnu- flugnemar ekki lánað fyrir náms- kostnaði eins og annað námsfólk á Íslandi. Er það af því að ráðamenn líta á flugnám sem leik, sport sem ekki getur verið alvarlegt nám, eins og til dæmis búfræði eða blóma- skreytingar? Hvað svo sem álit manna er, þá er nám atvinnuflug- manna fjölbreytt og dýrt. Fyrir ut- an að læra að fljúga, þurfa þeir að læra veðurfræði og mat á veðurað- stæðum, vélfræði og virkni hátækni flugkerfa og flugvélahreyfla, loft- siglingafræði og tæknimál tengd þeim, fjarskipti, sálfræði, mannleg samskipti og hvernig á að hámarka afköst mannsins og flugvéla í erfiðu umhverfi. Þetta er bara lítið eitt af því sem atvinnuflugmenn þurfa að læra og af hverju? Jú, til að tryggja öryggi hins almenna flugfarþega. Til að tryggja að fólk og farmur komist heilu og höldnu til þess áfangastaðar sem ætlað er. Það er ekki lítil ábyrgð. Neminn borgar allt Atvinnuflugnám á Íslandi kostar í kringum 6 milljónir króna. Náms- tími er 2–4 ár. Neminn þarf sjálfur að leggja út fyrir öllum þessum kostnaði, m.a. 1,3 milljónum króna til bóknáms. Ríkið styrkir flugskóla sem sinna atvinnuflugkennslu, en einungis þá sem sjá um bóklegan hluta hennar. Nemendur fá náms- lán, en einungis fyrir bóklegum hluta námsins. Skyldi það vera af því að flugið sjálft er bara sport, sbr. skoðanir fólks fyrir 100 árum? Ég veit það ekki, en varpa þeirri spurningu til samgönguráðherra. Já, samgönguráðherra, því at- vinnuflugmenntun í landinu heyrir undir samgönguráðherra en ekki menntamálaráðherra eins og önnur menntun. Ekki heyrir skipstjórn- arnám undir samgönguráðherra, né viðskiptafræðinám undir iðn- aðar- og viðskiptaráðherra. Hverju sætir? Flugskólar á Íslandi gengu í gegnum snúið tímabil á árunum 1998–2002 en árið 1999 tók gildi á Íslandi sam-evrópsk JAA- reglugerð um flug- skírteini og þóttu kröf- ur hennar um margt strangari en menn höfðu átt að venjast. Þá bjuggust menn við því að mikill kostn- aðarauki yrði fram- undan fyrir flugskóla að uppfylla kröfur reglugerðarinnar og óvíst hvort flugnám myndi þrífast á Ís- landi. Líkur voru jafn- vel á því að atvinnu- flugmenn þyrftu að fara utan til síns náms eins og tíðkaðist á upp- hafsárum flugsins. Með hjálp íslensku flugfélaganna, verk- taka og ríkisins, var stofnaður skóli árið 1998 sem var sam- vinnuverkefni allra þessara aðila, með það að markmiði að halda atvinnuflugkennslu á Íslandi og tryggja gæði hennar og um stofnun skólans voru sett lög á Alþingi. Nú nýverið seldi rík- ið hlut sinn í skólanum og er hann því að fullu einkavæddur og lög um hann voru felld niður hinn 2. júní sl. Í lögunum stóð að skólinn skyldi ekki greiða arðgreiðslur til hlut- hafa sinna heldur nota rekstr- arafgang til uppbyggingar skóla- starfsins. Með afnámi laganna, sem í sjálfu sér er eðlileg þróun, mega eigendur hans nú njóta arðsemi rekstrarins. Stjórnvöld verða þó að tryggja áframhaldandi gæði ís- lenskrar flugkennslu og styðja starfsemi hennar á Íslandi sem fyrr, m.a. með því auka framlög til menntunar flugmanna. Slíkum stuðningi þarf að fylgja eftir og tryggja að flugnemar og ríkið séu ekki hafðir að féþúfu, vegna gróða- sjónarmiða einkaaðila. Flugháskóli á Íslandi Lausnin á framtíðarmennta- málum atvinnuflugmanna gæti leynst í samstarfi við uppkomnar menntastofnanir, eins og lagt var til í skýrslu sérskipaðrar nefndar árið 1987 að beiðni þáverandi flug- málastjóra. Þá var lagt til að sér- stakur atvinnuflugskóli myndi standa fyrir flugkennslu á há- skólastigi innan vébanda verk- fræðideildar Háskóla Íslands. Nú eru háskólarnir orðnir fleiri og skapa því möguleika á marg- víslegum útfærslum á þessari menntun, með hátækniflugvélum og nútímakennslu. Ég beini þessum gömlu hug- myndum að flugmálastjóra, sam- gönguráðherra og síðast en ekki síst, menntamálaráðherra. Vonandi verður einhverju áorkað í þessum efnum, því ég tel að flugiðnaðurinn myndi hagnast mikið af samstarfi við háskóla á Íslandi. Einnig tel ég að háskólar og hið almenna menntakerfi myndi njóta mikillar þekkingar og reynslu flugmanna, flugfreyja og flugvirkja ef gott samstarf kæmist á og alhliða flug- þjálfun á heimsmælikvarða yrði staðsett á Íslandi. Flugnám á Íslandi Kári Kárason skrifar um menntunarmál flugmanna Kári Kárason ’Þá var lagt tilað sérstakur at- vinnuflugskóli myndi standa fyrir flugkennslu á háskólastigi innan vébanda verkfræðideildar Háskóla Ís- lands.‘ Höfundur er flugstjóri hjá Icelandair ehf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.