Morgunblaðið - 14.08.2006, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.08.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 21 UMRÆÐAN UM ÁRATUGASKEIÐ höfum við heyrt og séð fréttir af „ástand- inu fyrir botni Miðjarðarhafs“. Æ ofan í æ brestur á ófriður og átök þar sem óbreyttir borgarar eru fórnarlömbin. Enda þótt á umliðn- um árum og áratug- um hafi verið gerðir friðarsamningar, og helstu gerendur jafn- vel verið heiðraðir með friðarverðlaun- um Nóbels, kemur allt fyrir ekki. Eng- inn varanlegur friður er í augsýn og þján- ingar þúsunda virðast engan enda ætla að taka. Viðbrögð al- þjóðasamfélagsins sýna því miður enn einu sinni að manns- lífin eru mismikils virði. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs ógna heimsfriðnum. Þess vegna eiga allar þjóð- ir að hafa skoðun á því ófremdarástandi sem þar ríkir og beita sér af fullu afli til að binda endi á það. Ísland og Íslendingar geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar með einarðri af- stöðu og skýrum skilaboðum. Því miður hafa íslensk stjórnvöld ekki sýnt sama sjálfstæði, skilning og frumkvæði og þegar þau ruddu brautina og studdu sjálfstæðisyf- irlýsingar Eystrasaltsríkjanna á sínum tíma og nú nýlega Svart- fjallalands. Það er orðið deginum ljósara að Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð í Líbanon. Mörg hundruð manns, og jafnvel þúsundir, mestmegnis óbreyttir borgarar, þ.á m. mörg börn, hafa verið myrt. Eyðilegg- ingin blasir hvarvetna við og engu er eirt. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru ekki óhultir því Ísr- aelsmenn hafa þegar drepið fjóra slíka eins og kunnugt er. Og allt er þetta hefnd vegna þess að tveir ísraelskir hermenn voru teknir í gíslingu af Hizbollah-samtökunum. Ísraelsk stjórnvöld hafa gert sig sek um þjóðarmorð og brot á ýms- um alþjóðlegum mannréttinda- ákvæðum. Hvers vegna Ísr- aelsmenn komast sífellt upp með að brjóta alþjóðalög, s.s. að því er varðar að koma sér upp kjarna- vopnum, er umhugsunarefni. Kann að vera að það stafi af því að Ísr- ael er talið til hluta Vesturlanda? Getur verið að stjórnvöld á Vest- urlöndum líti svo á að Ísrael myndi í raun víglínuna gagnvart hinum íslamska heimi? Er þarna komin skýringin á af- stöðuleysi íslenskra stjórnvalda og þrálátri fylgispekt við banda- ríska heimsvalda- stefnu? Þessa afstöðu er með engu móti hægt að verja. Fram- göngu Ísraelsmanna ber að fordæma skil- yrðislaust og krefjast vopnahlés tafarlaust. Það er ekki hægt að skýla sér á bak við „rétt Ísraela til að verja sig“ eins og svo oft er gert, enda eru „varnaraðgerðir“ þeirra nú þegar komn- ar langt út fyrir öll mörk. Þeir sem þannig tala minnast aldrei einu orði á rétt palest- ínsku þjóðarinnar til sjálfstæðs ríkis. Bandaríkjamenn, og venju samkvæmt hinn fylgispaki Blair, vilja einfaldlega ekki frið í Mið-Austurlöndum. Þeir vilja ekki stöðva ofbeldisverk Ísraela, þeir halda verndarhendi yfir morðum, misþyrmingum og eyðileggingunni fyrir botni Miðjarðarhafs. Því sannleikurinn er sá að ef Banda- ríkin tækju ekki einarða afstöðu með Ísrael, eins og þau hafa ávallt gert, gætu þau stöðvað blóðbaðið. En eins og þau koma fram, þá verða þau aldrei trúverðugur sáttasemjari. Íslendingar eiga að skipa sér í sveit með þeim þjóðum sem vilja knýja fram frið í Mið- Austurlöndum tafarlaust, þeim sem krefjast þess undan- bragðalaust að Ísrael fari að al- þjóðalögum. Við eigum að krefjast þess að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verði kallað saman nú þegar til að þrýsta á um að ofbeld- ið verði stöðvað. Það mál þolir enga bið. Mannslífin eru mikils virði – líka í Líbanon! „Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs“ Árni Þór Sigurðsson skrifar um afstöðu Íslands til ófriðarins fyrir botni Miðjarðarhafs Árni Þór Sigurðsson ’FramgönguÍsraelsmanna ber að fordæma skilyrðislaust og krefjast vopna- hlés tafarlaust. ‘ Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. „ER MÉR ekki kunnugt um að raunvísindin hafi afsannað tilvist Guðs ellegar þá afsannað að „líf“ sé að loknu þessu.“ Þessi orð viðhafði sr. Krist- inn Jens Sigurþórsson í aðsendu greininni „Vísindaleg við- kvæmni“, 4. ágúst sl., þar sem hann brást við gagnrýni minni á norsk-ættuðu bílbelta- auglýsinguna „Heaven can wait“. Það er rétt hjá sr. Kristni að raunvísindin geta hvorki afsannað tilvist Guðs né möguleikann á eilífu lífi í faðmi hans, en því er hins vegar ekki hægt að neita að raunvísindin hafa höggvið stór skörð í þessar hug- myndir. Í þessu felst að mínu viti að þeir sem hafna trúnni á per- sónulegan Guð (e. theism) og eilíft líf, með vísun í niðurstöður raunvís- indanna, fari mun léttari fótum um mýrlendur frumspekinnar, en þeir sem vilja halda í átrúnaðinn. Þetta á sérstaklega við um trúmenn, eins og sr. Kristin, sem halda því fram að trú og raunvísindi geti vel farið saman. Lítum nánar á málið. Á undanförnum tveimur árum hef ég lesið vel á þriðja tug bóka þar sem guðfræðingar og raunvís- indamenn færa rök fyrir því að raunvís- indin, sem ganga út frá þeirri vinnureglu að kraftaverk eigi sér ekki stað í náttúrunni, og trúin á persónu- legan Guð geti vel far- ið saman. Þessar bæk- ur eiga það sameiginlegt að höf- undar þeirra eyða álíka miklu púðri í að gagnrýna trúleysingja og vísindahyggju- menn, á borð við Rich- ard Dawkins, eins og þá sem að- hyllast sköpunarvísindi (e. creation science) og vithönnun (e. intelligent design). Umræddar bækur bera hins vegar það einkenni að litlu púðri er eytt í að svara því hvernig hægt sé finna persónulegum Guði, sem svarar bænum og tekur á móti hinni óefnislegu „sál“ að dauða loknum, stað innan heimsmyndar raunvísindanna. Þetta eru spurn- ingar sem margir þeirra er fjalla um samskipti trúar og raunvísinda leiða hjá sér, enda er miklu þægi- legra að gagnrýna Dawkins og tals- menn vithönnunartilgátunnar en koma með svör við óþægilegum spurningum. Ég rakst þó á eina undantekningu frá þessu í bókinni Finding Darwin’s God (2000) eftir bandaríska líffræðiprófessorinn Kenneth Miller. Miller gagnrýnir sköpunarvísindi og vithönnunartilgátuna, sem ganga út á guðlegt inngrip í tilurð og/eða þróun lífsins á jörðinni, ýt- arlega í bókinni enda telur hann talsmenn þessara hugmynda ganga gegn kröfunni um reglusemi nátt- úrulögmálanna. Kraftaverk hafa því að mati Millers ekki átt sér stað í þróun lífsins. Hann er hins vegar á því að Guð geti framkallað kraftaverk, þ.e. þegar Hann svarar bænum fólks, án þess að brjóta í bága við náttúrulögmálin. Þetta geti Hann gert í gegnum lögmál skammtafræðinnar, sem eru í eðli sínu óráðin (e. indeterminate). Mill- er bendir þó á að þetta einkenni skammtafræðinnar sanni ekki til- vist Guðs en „opni fyrir mögu- leikann á honum á mjög skemmti- legan hátt“. Þessar vangaveltur Millers sýna í hnotskurn að það er ekki hægt að finna samhljóm með trú á persónu- legan guð og raunvísindum. Hver er munurinn á því að segja að vit- hönnunartilgátan sé rétt og að segja að Guð bænheyri gegnum lögmál skammtafræðinnar? Gat Guð ekki unnið með lífríkið, eins og vithönnunartilgátan segir til um, í gegnum lögmál skammtafræð- innar? Í þessu felst að talsmenn vithönnunartilgátunnar geta notað skammtafræðina, á sama hátt og Miller, til þess að sýna fram á „náttúrulegt“ inngrip Guðs í þróun lífsins. Afleiðing slíkrar röksemda- færslu er m.a. sú að sneitt er fram hjá einni grunnforsendu erfðafræð- innar, þ.e. að stökkbreytingar, sem eru drifkraftur þróunarinnar, ger- ist tilviljanakennt með jöfnum hraða. Hér er þó fyrst og fremst um að ræða ótrúverðuga frum- spekilega eftiráskýringu, sem er einmitt einkennið á öllum til- raunum til þess að finna persónu- legum Guði stað í heimsmynd raun- vísindanna. Með því að opna fyrir möguleikann á að Guð geti unnið í efnis- og mannheimum gegnum lögmál skammtafræðinnar sekkur Miller að mínu viti á bólakaf í mýr- lendum frumspekinnar, sem hægt er að komast hjá með því að hafna alfarið tilvist persónulegs Guðs. Slíkur átrúnaður, ásamt trúnni á eilífa sál, tilheyrir heimsmynd sem á ekkert sameiginlegt með heims- mynd raunvísindanna, eins og hún birtist okkur í dag. Þetta ættu prestar landsins, sem árlega fá gríðarlegt fjármagn úr ríkissjóði til þess að viðhalda trúnni á persónu- legan Guð (ólíkt annarri hjátrú og „ranghugmyndum“ sem landsmenn aðhyllast), að hafa í huga þegar þeir, án rökstuðnings, segja að trú og raunvísindi geti vel farið saman. Raunvísindin og trúin á persónulegan Guð Steindór J. Erlingsson svarar grein dr. Kristins Jens Sig- urþórssonar ’Slíkur átrúnaður, ásamttrúnni á eilífa sál, til- heyrir heimsmynd sem á ekkert sameiginlegt með heimsmynd raunvísind- anna …‘ Steindór J. Erlingsson Höfundur er vísindasagnfræðingur. SJÚKDÓMAVÆÐING lyfjafyr- irtækja er að verða verulega ógeð- felld, ef marka má fréttir þar að lútandi og virðast lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum ganga hvað lengst. Það virðast engin takmörk fyrir því hvað hægt er að telja fólki trú um. Nýjasti tilbúningurinn í herför lyfjafyrirtækja í sjúk- dómavæðingunni er, ja, fáránlegt er það, ,,umferðaróþol“. ,,Um- ferðaróþol!“ Ja hérna. Hvað verður næst, skófælni eða kannski uppvasksóþol? Nú hafa lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum ráðið til sín eða keypt geð- lækna sem ferðast um Bandaríkin og eiga að telja fólki trú um að það sé haldið umferð- aróþoli og verði að fara á lyf til að stemma stigu við þessari veiki. Og hvernig skyldu þeir nú finna út að fólk sé haldið umferðaróþoli? Jú, afar einfalt. Ef þú ert orðinn fimmtug/ur og hefur reiðst þrisvar um ævina ertu örugglega haldinn umferðaróþoli og gætir hugsanlega einhvern tíma orðið til vandræða í umferðinni og verður því að fara á lyf til æviloka til að koma í veg fyrir að slíkt hendi. Trúir einhver þessu? Já, því miður virðist svo vera. Ágætur læknir segist örugglega vera hald- inn þessum hræðilega sjúkdómi, þar sem hann muni eftir því að hafa eitt sinn reiðst stúlku er kastaði snjóbolta aftan á hálsinn á honum svo að snjórinn lak niður á bak og alla leið niður í nærbuxur. Einnig að hann hafi reiðst er hann sá bjarndýr hjóla á einhjóli í sirkus og hugsaði til allra pyndinganna sem bjarndýrið hefði mátt þola áður en það gat hjólað á einhjólinu. Og í þriðja lagi þegar faðir hans neitaði honum, tíu ára gömlum, að kaupa sér trommusett. Stundum verð ég orðlaus yfir því sem fólk lætur leiða sig út í. Það er gengið svo langt í þessari sjúk- dómavæðingu, að jafnvel tíðir kvenna eru orðnar að sjúkdómi. Og auðvitað er til lyf sem stoppar þær. Að vísu var það lyf fundið upp við öðru, en virkar vel til að stoppa mánaðarlegar blæðingar kvenna. Lætur einhver kona sér til hugar koma að mánaðarlegar blæðingar sé sjúkdómur? Nei, fjandakornið, allavega ekki hér á Fróni. En í henni Ameríku virðist vera hægt að telja fólki trú um nánast hvað sem er, enda blómstra lyfjafyrirtækin sem aldrei fyrr og selja lyf fyrir trilljónir dollara á hverju ári og má nefna m.a. að kólesteróllækkandi lyf voru seld þar á síðasta ári fyrir 26 billjónir bandaríkjadala. En það sem er hættulegt við þetta allt sam- an er, að aðrar þjóðir horfa mjög til Ameríku í sambandi við lyf og lækningar, en þar er mestur fjöldi læknamistaka og mestur dauði í sam- bandi við rangar lyfja- gjafir. Er þá eitthvað af þeim að læra? Ég er hreinlega ekki viss um það og vona að okkar ágætu íslensku læknar fari varlega í að horfa of mikið vestur um haf. Ég hitti tvær am- erískar konur hér í Hrísey fyrir nokkrum dögum og spurði þær hvort þær hefðu heyrt af umferðaróþolinu. Já, þær höfðu svo sannarlega heyrt af því og sögðu yfirgang lyfjafyr- irtækja í Bandaríkjunum vera orð- inn svo sóðalegan, að þær áttu hreinlega ekki orð til að lýsa van- þóknun sinni á framgangi þeirra. Þær sögðu mér margar ljótar sögur sem koma síðar. Ég hef áður sagt að framfarir og vísindi geta verið til góðs í mörgum tilfellum, en því miður fer allt of oft á hinn veginn. Ég held að fleiri framfaraspor hafi leitt til ógæfu en gæfu. Lausnir á hinum og þessum sjúkdómum eru og hafa verið til í gegnum árþúsundin. Náttúran á og hefur átt svör við sjúkdómum, jafn- vel þeim nýjustu, sem mannfólkinu hafa verið áskapaðir með vélvæð- ingu matvælaframleiðslu og með misvísandi ráðleggingum um fæðu- val. En daglega má lesa um nýjar uppgötvanir á sviði lækninga með efnum úr sjálfri náttúrunni og eru þar á ferðinni efni sem lækna án aukaverkana. Og það eru nýmóðins læknavísindin sem eru að uppgötva þessa hluti og þykja uppgötv- anirnar afar merkilegar í þeim geira, en hafa reyndar verið þekkt- ar í gegnum, ja, jafnvel árþúsundin. En batnandi fólki er best að lifa. En uppgötvanirnar leiða til þess að lyfjafyrirtækin reyna að líkja eftir og framleiða lyfin á kemískan hátt og það tekst ekki alltaf. En það er einmitt áhættan sem er fylgjandi lyfjum, framleiddum á kemískan hátt, að öllum aukaefnunum fylgja aukaverkanir, sem sumar hverjar geta leitt til dauða. Og það er ein- mitt galli við stærstan hluta kem- ískra lyfja, að þau viðhalda ástandi en lækna kannski ekki, en skapa hins vegar aðra sjúkdóma með aukaverkunum. Náttúrulyfin ráðast að rót vandans og uppræta hann, en viðhalda ekki ástandi. Ágætur læknir sagði ekki alls fyrir löngu, að það væri löngu tíma- bært að næringarfræðingar heims- ins yrðu upplýstir af öðrum en mat- vælaframleiðendum og lyfjafyrirtækjum. Ég tek heils hug- ar undir það. Náttúrulegar lausnir á jafnvel alvarlegum sjúkdómum eru oft ekki langt undan og má nefna að nýleg rannsókn sýndi að leghálskrabbamein hvarf á ör- skömmum tíma með inntöku á engi- fer. Þetta þótti svo merkilegt í heimi hinna ,,hefðbundnu“ lækn- inga, eins og þær eru kallaðar í dag, að ákveðið var að halda ráð- stefnu um engifer og virkni þess á krabbamein. Engifer hefur reyndar verið notað m.a. í þessum tilgangi af læknum er aðhyllast nátt- úrulækningar svo áratugum skiptir. Ég vil taka fram, þar sem ég tala gjarnan um náttúrulækna, að þetta eru allt saman menntaðir ,,hefð- bundnir“ læknar og sumir há- menntaðir vísindamenn, sem hafa snúið sér að náttúrulækningum og rannsóknum þar að lútandi. En ná- lægt eitt hundrað þúsund slíkir læknar víðs vegar í heiminum hafa bundist samtökum, vilja ekki taka þátt í þeirri sjúkdómavæðingu sem fram fer í heiminum og vilja heldur sporna á móti þróuninni og leið- beina fólki og hjálpa, með því sem ég vil kalla, hefðbundnum lækn- ingum. Því auðvitað hljóta lækn- ingar sem þekktar hafa verið í gegnum árþúsundin að vera hinar hefðbundnu lækningar, en ekki þær sem kallaðar eru hefðbundnar í dag og eru aðeins þekktar sem slíkar síðan 1936. Ég vil að lokum þessarar greinar endurtaka það sem ég sagði í síð- ustu grein, að orðið doctor merkir leiðbeinandi eða kennari. Að sjálf- sögðu á að kenna fólki á heilbrigðan hátt að taka ábyrgð á sinni heilsu. Hvað verður næst? Aðalsteinn Bergdal skrifar um lyfjafyrirtæki og sjúkdómavæðingu ’...framfarir og vísindigeta verið til góðs í mörg- um tilfellum, en því miður fer allt of oft á hinn veg- inn. ‘ Aðalsteinn Bergdal Höfundur er leikari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.