Morgunblaðið - 14.08.2006, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.08.2006, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurlaug Mar-inósdóttir fædd- ist í Reykjavík 14. ágúst 1940. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut hinn 30. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Katrín Kristín Hall- grímsdóttir, f. 28.5. 1903, d. 30.6. 1989, og Marinó Kristinn Jónsson, f. 22.11. 1905, d. 17.6. 1985. Bróðir hennar er Hallgrímur Viggó Marinósson, f. 16. júlí 1944. Fyrri eiginmaður Sigurlaugar var Ellert Líndal Jensson, f. 25. júní 1936. Þau eiga þrjú börn. Þau eru: 1) Katrín Kristín Ell- ertsdóttir, f. 1960. 2) Jens Líndal Ellertsson, f. 1961, maki Elín Bára Birkisdóttir, f. 1959. Börn þeirra eru: Sigurlaug Björk, f. 1983, Sindri Snær, f. 1986, Sig- urvin Ellert, f. 1988, og Silja Marín, f. 1994. 3) Marinó Ellertsson, f. 1968, maki Guð- munda J. Sigurðar- dóttir, f. 1972. Börn þeirra eru: Kristín Helga Skarphéðins- dóttir, f. 1991, Daníel Ísak, f. 1997, og Fanný Ruth, f. 2001. Eftirlifandi eigin- maður Sigurlaugar er Jens Guðmunds- son, f. 26. júní 1945. Sonur hans er Guð- mundur Marías Jensson, f. 1971, maki Ingibjörg Gísladóttir, f. 1971. Dætur þeirra eru: Andrea, f. 1991, og María Dögg, f. 1996. Sigurlaug vann ýmis verslun- ar- og þjónustustörf í Reykjavík þar sem hún ávallt bjó. Síðast starfaði hún hjá Félagsþjónust- unni við Skúlagötu í Reykjavík. Útför Sigurlaugar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Það er erfitt að kveðja þig þetta fljótt, mamma mín, við vorum ekki tilbúin. Þegar ég var barn sagðirðu oft við mig að við yrðum saman á elliheim- ilinu af því að þú ætlaðir að verða allra kerlinga elst. Mér leist ekki alveg á það í þá daga. Líf þitt var kaflaskipt, fyrra og seinna hjónaband og lífið þar á milli. En þá kom Jenni þinn til sögunnar. Það var gaman að fylgjast með því hvað þið voruð samrýnd og gerðuð mikið saman, t.d. sumarbústaðar- stússið fyrir austan, svo ekki sé minnst á allar Spánarferðirnar ykkar sem sumar voru farnar með ansi stuttum fyrirvara. Ég og Ella fórum með ykkur til Ameríku haustið 2000 þar sem þú naust þín mjög vel hjá Bjössa frænda og hans fjölskyldu. Þetta var ferð sem við rifjuðum oft upp. Það var mjög dýrmætt fyrir okkur að vera hjá þér allt til enda. Vonandi hafa amma og afi tekið á móti þér. Þinn sonur Jens (Jenni). Ó, elsku tengdamamma, mikið á ég eftir að sakna þín. Ég á eftir að sakna þess að fá þig ekki í heimsókn og spjalla. Þú varst svo kímin, skemmti- leg og ákveðin. Betri frásagnarhæfni hef ég ekki heyrt hjá nokkurri mann- eskju. Það er ekki hægt að segja að þú hafir verið sammála síðasta ræðu- manni, en það var nú svo skemmtilegt við þig. Þú varst heppin að eiga ynd- islegan mann, hann Jenna sem sagði alltaf við þig „já elskan“. Ég kom inn í fjölskylduna fyrir 17 árum og þau ár hafa verið mjög góð. Við áttum margar góðar stundir sam- an, sólarlandaferðir, margar Músa- kotsferðir og skemmtileg fjölskyldu- boð. En því miður gerðist þetta alltof fljótt, við vorum ekki tilbúin að sleppa af þér hendinni en við fáum víst ekki að ráða örlögum okkar. Elsku Sigurlaug mín, ég veit að þú kvaddir ekki ósátt því þú áttir góða að. Ástarkveðja Sigurlaug mín. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir Ingibjörg Gísladóttir. Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfin burt úr þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir.) Hafðu þökk fyrir allt, elsku Sigur- laug mín. Þín tengdadóttir, Elín Bára. Amma vildi alltaf að öllum liði vel. Þegar ég var í Kaupmannahöfn núna snemma í vor ásamt vinkonum mínum fékk ég símtal frá Íslandi. Þá var það amma að biðja mig í guðanna bænum að kaupa mér góða skó, hún skyldi borga. Hún hafði þá frétt frá foreldr- um mínum að ég væri að kvarta undan blautum fótum og strigaskónum mín- um. Við amma gerðum oft grín að því að við fengum svipaða kvilla, útbrot, kláða og fleira og töldum við það stafa að því að við bærum sama nafnið, amma átti til dæmis oft krem við ein- hverju sem ég fékk því þá hafði hún nýfengið það sama, þessu gátum við oft brosað að. Ömmu þótti það mjög mikilvægt að ég fengi ekkert gælu- nafn, hún spurði mig oft að því í gegn- um barnaskólann og í rauninni áfram hvort ég væri nú kölluð eitthvað ann- að en Sigurlaug, ég er því ánægð að bera nafnið hennar enda kallaði hún mig oftast nöfnu. Þegar hún til dæmis hringdi þá byrjaði hún samtalið yfir- leitt með að segja: „Sæl nafna,“ eða: „Sæl Sigurlaug mín.“ Amma vildi allt- af vita hvað við barnabörnin værum að fást við í lífinu. Þegar við byrjuðum í nýjum skóla eða vinnu, hringdi amma alltaf í þeirri viku til að forvitn- ast nú hvernig væri og gengi. Að kveðja ömmu er skrýtið, hún sem ætl- aði sér að verða allra kvenna elst. Mér finnst svo sárt til þess að hugsa að hafa þig ekki við hlið mér næstu árin í því sem ég tek mér fyrir hendur. En ég veit að þú ert hérna rétt fyrir ofan okkur, brosandi, hlý og umhyggjusöm og passar upp á okkur öll, elsku besta amma mín. Þín Sigurlaug Björk. Kær systir okkar, mágkona og frænka er látin eftir erfið veikindi og verður jarðsungin í dag á afmælisdegi sínum. Sigurlaug átti góða fjölskyldu, eiginmann, börn, tengdabörn og stór- an hóp barnabarna sem voru henni öll svo ástkær. Sigurlaug var sterk kona, glaðlynd og góð sínu fólki. Styrkur hennar og æðruleysi var öllum ljós í veikindum hennar. Hún var mið- punktur fjölskyldu sinnar, sameinaði hópinn og var óþreytandi í því að rækta fjölskyldutengslin. Sigurlaug var stolt af hópnum sínum og í veik- indunum hafði hún oft orð á því hvað fjölskyldan reyndist henni vel, stæði við bakið á henni og styddi. Því urðum við hin á hliðarlínunni sannarlega vitni að. Sigurlaug var manneskja sem skapaði gleði, samkennd og síðast en ekki síst stemmningu í kringum sig. Margt kemur upp í hugann þegar rifj- aðar eru upp samverustundir fjöl- skyldunnar í gegnum tíðina, sérstak- lega á Dragaveginum þar sem stórfjölskyldan átti heimili á sínum tíma. Kæra systir og mágkona. Við systkinin áttum góða æsku í Klepps- holtinu. Foreldrar okkar voru yndis- legt fólk, sem reyndist mörgum vel, og sýndu þau okkur mikilvægi þess að hlúa vel að fjölskyldum okkar. Æska okkar endurspeglar í raun sögu sam- félagsins í Reykjavík um miðja síð- ustu öld og lýsti Sigurlaug lífi okkar skemmtilega í nýlegum útvarpsþætti, sem sannarlega kallaði fram margar minningar um æsku okkar systkin- anna. Í hugann komu fram minningar um fjölskylduna alla, lífið í Klepps- holtinu, og samfylgd þegar við vorum ungt fólk að hefja lífið. Sigurlaug var nútímakona, sem gegndi ábyrgðar- störfum alla tíð, var óhrædd að takast á við ný verkefni á sviði viðskipta og félagsmála enda hafði hún alltaf skoð- anir á mönnum og málefnum. Við systkinin vorum samferða fram á full- orðinsár, en ekki alltaf sammála. Þannig getur lífið verið, en samhugur var ætíð til staðar, samkenndin gagn- vart velferð fjölskyldunnar allrar. Við munum varðveita minningar okkar um systur og mágkonu með hlýju, minningar um konu sem alla tíð setti svip sinn á umhverfi sitt. Kæra frænka. Margs er að minnast nú á sorgarstundu. Við minnumst allra góðu samverustundanna okkar í gegnum lífið, jólanna, heimsóknanna, samtalanna og elsku þinnar gagnvart okkur systrum alla tíð. Þegar við vor- um að alast upp á Dragaveginum var Sigurlaug og fjölskylda hluti af okkar lífi. Hún hafði áhuga á starfi sínu hverju sinni, og vorum við systurnar svo heppnar að fá að vinna hjá henni við verslunarstörf sem unglingar, enda alltaf stemmning þar sem Sig- urlaug var. Allar eigum við góðar minningar frá þessum árum, sem nú koma fram í hugann. Við minnumst þess þegar við unnum hjá frænku í verslunum hennar á Laugaveginum og Klapparstígnum, s.s. jólavertíðar- innar, laugardagsstemmningarinnar, viðskiptavinanna og vinanna sem komu í heimsókn í spjall. Þetta var góður tími, sem við varðveitum í hjarta okkar. Sigurlaug var föðursyst- ir okkar, sem alltaf var kærleiksrík, hvetjandi og velviljuð okkur systrun- um, börnum okkar og aðstæðum alla tíð. Vert er að nefna hversu raungóð Sigurlaug var þegar erfiðleikar steðj- uðu að og þökkum við sérstaklega hvað hún reyndist yngstu systur okk- ar, mági og börnum vel á erfiðum stundum síðustu mánuði. Þar gaf hún af sér og veitti ómetanlegan stuðning þótt hún sjálf væri að fást við erfið veikindi. Við munum sakna hennar með þökk og hlýjum hug. Með þakklæti og virðingu kveðjum við Sigurlaugu og sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Kæra fjölskylda, ykkar miss- ir er mikill. Blessuð sé minning Sig- urlaugar Marinósdóttur. Með kveðju frá bróður og fjöl- skyldu. Hallgrímur Marinósson, Arndís Sigurbjörnsdóttir og Margrét, Sigurbjörg, Kristín og Katrín Kristín Hallgrímsdætur og fjöl- skyldur. Líf okkar markast af tveim augna- blikum, er ferð frá því fyrra til þess síðara. Fæstir muna þau, hvorki það fyrra né síðara, en þegar við erum stödd á leiðinni á milli þeirra fyllir það fyrra okkur gjarna gleði en það síðara sorg. En samt er manneskjan svo ein- kennilega sterk að því nær sem hún er sinni endastöð því meiri huggun miðl- ar hún þeim sem standa hjá og syrgja – syrgja örlög sem þó öllum eru ætluð. Aldrei sá ég örvæntingu í augum Sig- urlaugar, þrátt fyrir að hún væri hel- sjúk. Hún var heldur ekkert að fara, var óbuguð í trúnni á að hún myndi rísa heil úr rekkju. Þegar hún lá fár- sjúk reis hún hæst í styrk sínum og lífsgleði. Lífsgleði Sigurlaugar kom mér ekki á óvart. Hún var henni samvaxin. Þær voru eiginlega samvaxnar systur Lífs- gleði, Hlýja og Sigurlaug. Allar dætur Kaju föðursystur minnar sem var ,,amma“ af guðs náð og skildi líka eftir sig minningar um lífsgleði, hlýju og ilm af nýbökuðum kleinum. Hlýja og lífsgleði Sigurlaugar hafa fylgt mér frá því ég var barn og hún stóra frænka. Við minnumst þeirra best sem móta. Ég var svo lánsöm að fá að vera litla frænka hennar sem hún miðlaði ást og umhyggju. Hún passaði mig og mótaði og ég vildi launa í sömu mynt – passa hana og eiga. Þegar karlmaður kom inn í líf hennar braust hann inn í mitt. Kennd- irnar sem hann vakti með okkur frænkum voru sennilega eins ólíkar og kenndir kvenna geta orðið, ást og afbrýði. Hann braust óboðinn inn í mitt líf og hélt fyrir mér vöku af áhyggjum en vakti blíðari tilfinningar í brjósti stóru frænku, enda skildu að 15 ár. Sú sem mótar hverfur ekki, fer ekki. Við sem erum stödd einhvers- staðar á leiðinni á milli augnablikanna tveggja getum notið samvista við þá sem eru farnir, en eru samt. Sigurlaug var ekkert að fara þegar hún lá bana- leguna og við grétum. Hún brosti og hafði rétt fyrir sér, hún fór hvergi. Hún reis ekki úr rekkju, en hún reis upp í styrk sínum og þannig er hún hjá okkur sem sitjum við gluggann og bíðum. Ég og fjölskylda mín sendum ást- vinum Sigurlaugar samúðarkveðjur. Þóra Birna. Í Noregi er enn fallegt síðsumar, en haustið nálgast. Það hefur hins vegar verið erfitt sumar hjá Sigurlaugu frænku minni og fjölskyldu. Hún var ákveðin í að berjast gegn krabba- meininu enn á ný. Hún tók baráttuna við veikindin eins og hvert annað verkefni. Það var margt ógert, ekki minnst að fylgjast með barnabörnun- um vaxa úr grasi. Þessi æðrulausa af- staða hennar til þessa „verkefnis“, er lýsandi fyrir frænku. Alltaf tilbúin að takast á við erfiðleikana, og tala um þá umbúðalaust. Foreldrar okkar byggðu sér hús hlið við hlið í Kleppsholtinu. Foreldrar okkar voru um margt mjög ólík að eðl- isfari. Það sem okkur fannst skorta á öðru heimilinu, gátum við bætt okkur upp á hinu. Það gátu verið svo einfald- ar þarfir, svo sem að fá athygli, tíma þess fullorðna, eða leiðbeiningu og skilning. Á unglingsárunum naut Sig- urlaug þess að fá stuðning við ung- lingsþarfir sínar hjá mömmu minni, sem hafði þá eldri ungling á heimili sínu. Við systkinin nutum þess í ríkum mæli að skjótast yfir til Kaju og Massa, og var okkur alltaf vel tekið þar. Sem fullorðin sé ég hvað þetta var dýrmætt fyrir okkur öll. Þegar Sig- urlaug varð veik, sýndi það sig að fjar- lægð milli landa skipti ekki öllu máli. Þau bönd sem bundust á æskuárun- um reyndust þola vegalengdirnar. Ég hef alltaf verið stolt af frænku minni. Hún hikaði ekki við að tala máli þeirra sem lítils mega sín. Þegar íbúar í Laugaráshverfi kviðu því að fólk frá Kleppsspítala fengi sambýli til endur- hæfingar í hverfinu, var efnt til fundar vegna þessa. Þar tók hún skýrt til máls, og sagði frá reynslu sinni sem nágranni Kleppsspítala og íbúanna þar. Á sambýlið kæmu þeir sem væru á leið út í þjóðfélagið að nýju, og það væri hið besta mál! Nú er hún farin frá okkur þessi elska. Eftir situr elskulegur eiginmað- ur, börn þeirra og fjölskyldur þeirra. Við vitum öll, að Sigurlaug hefði vilj- að, að við héldum óhikað áfram að láta gott af okkur leiða. Guð gefi ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Katrín Klara og fjölskylda. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Við Sigurlaug vorum systkinabörn og vorum góðar vinkonur alla tíð. Í æsku bjó hún í næsta húsi við mig svo það var mikill samgangur á milli okk- ar og ekki slitnaði samband okkar þó við færum á aðra staði. Ég sakna Sig- urlaugar mikið og er erfitt að hugsa til þess að samverustundir okkar verði ekki fleiri. Söknuðurinn er mikill hjá Jenna og börnum. Guð blessi Sigur- laugu. Að leiðarlokum er hún kvödd af okkur Páli og fjölskyldunni með þakk- látum huga fyrir vináttu og tryggð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Margrét. Kær vinkona er fallin frá. Við sem ætluðum að vera svo skemmtilegir „ellismellir“, fara á Hrafnistu í Hafn- arfirði, dansa þar gömlu dansana á föstudögum og vera svo hressar og kátar. Já, svona er lífið en við Sig- urlaug höfum átt svo margar góðar stundir, alveg frá tólf ára aldri er við gerðumst vinkonur og það með sanni … alltaf í sambandi. Í upphafi voru litlu bræður okkar, Óskar og Halli, sendiboðar okkar vinkvenna og hjóluðu á milli með skilaboðin, síðan tók síminn við og mikið var hann nú notaður, þá voru það tölvur og nú síð- ast gsm-símar. Mikið þóttumst við vera flinkar þegar við lærðum á sms- ið og notuðum það óspart þegar við vorum erlendis eða Sigurlaug í bú- staðnum … sem sagt, alltaf í sam- bandi. Ekki voru það nú aðeins sendi- boðar og sími sem urðu til þess að sambandið héldist. Í fjögur ár fórum við saman í strætó í skólann, tvo vetur í Laugarnesskólann og síðan tvo vetur í Gagnfræðaskóla verknámsins sem þá var í Brautarholtinu. Margt var brallað á kvöldin, bíó, dansiböll, rúnt- urinn labbaður og Kleppur hraðferð heim. Þá var stofnaður saumaklúbbur sem hefur verið ræktaður fram á þennan dag, kannski oftar í seinni tíð haldinn á kaffihúsum, svona rétt til til- breytingar. Síðan tók nú alvara lífsins við, heimili, barnastúss, við nokkuð samsíða í þeim efnum og tókst svo vel til að strákarnir okkar urðu hinir bestu vinir og eru enn. Ég gæti haldið áfram og talið upp allt það sem hún Sigurlaug vinkona mín tók sér fyrir hendur og yrði það ansi langt mál en ég vil ekki hætta að svo stöddu án þess að minnast á sumarbústaðinn þar sem gróðurinn blómstraði í hönd- unum á henni. Sigurlaug var dugnað- arforkur, ætíð kát og hress og ætlaði SIGURLAUG MARINÓSDÓTTIR Agnar Þórðarson rithöfundur, er látinn. Hildigunnur Hjálmarsdóttir, Uggi Agnarsson, Margrét Guðnadóttir, Úlfur Agnarsson, Ásta Briem, Sveinn Agnarsson, Gunnhildur Björnsdóttir,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.