Morgunblaðið - 14.08.2006, Síða 34
34 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ýmislegt bendir til þess að nautið fái
þjórfé í dag, þó að það sé ekki í starfi
sem að öllu jöfnu kallar á svoleiðis. Þú
uppskerð bendingar, viðauka, stig og
það sem best er, áþreifanleg merki um
velþóknun.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Getur þú haft tvær andstæðar skoðanir í
kollinum á sama tíma og haldið áfram að
gegna hlutverki þínu að mestu leyti? Ef
þú getur það, muntu ekki eiga í vand-
ræðum með það sem himintunglin luma
á í dag.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Sumir hafa svo hvetjandi áhrif á tvíbur-
ann að hann á erfitt með að sofna á
kvöldin eftir að hafa hitt þá. Njóttu þess-
arar lifandi tilfinningar, hún er býsna
óvenjuleg.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Smávegis frægð er í kortunum hjá
krabbanum næstu þrjá daga. Kannski
birtist nafnið þitt í fréttabréfi fyrirtæk-
isins, bæjarblaðinu eða það ber á góma í
spennandi kreðsum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Gerðu það sem þú þarft til þess að gera
þig sýnilegri. Ef þú auglýsir hæfileika
þína eiga tækifærin auðveldara með að
hafa upp á þér. Í kvöld færðu tækifæri til
þess að taka tómstundagaman þitt alvar-
lega.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan þarf ekki staðfestu, seiglu og
aga til þess að ná markmiði sínu. Það
sem hún þarfnast er ástríða. Ef mögu-
leikinn á að uppskera það sem þú þráir
kveikir ekki bál innra með þér, er mál að
þú takir það af listanum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vogin hefur reynslu í því að vita hvernig
þjónusta hennar gagnast öðrum. Ef þú
getur komið því til skila í dag til fimm
einstaklinga (með þínum venjulegu töfr-
um) opnarðu nýjar leiðir fyrir peninga
að flæða til þín.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Væntingar þínar til þinna nánustu
aukast í dag. Er til of mikils mælst að
eiga ástvin sem getur dregið björg í bú
og steikt hana á pönnu? Himintunglin
hvetja þig til þess að biðja um það – bara
aðeins hærra.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Nú er tími til þess að endurskoða nokk-
uð sem þér þótti einu sinni fyndið. Bog-
maðurinn Winston Churchill sagði eitt
sinn, ef öll skilyrði fyrir fullkomnu gríni
koma saman, er fyndni mjög alvarlegt
mál.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Margir laðast að steingeitinni en hún
þarf að gæta þess með hverjum hún er í
slagtogi. Óæskileg áhrif gera þig mjög
ólíka sjálfri þér. Rómantíkin hitnar og
kólnar og bráðum þarftu að kalla hlutina
sínu rétta nafni – hamslausa hrifningu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Kannski er bara heimskulegt að halda
sig við fyrri áætlun. Vatnsberinn er
sveigjanlegur og athugar annað slagið
hvort hún sé að ganga upp. Tvíburar og
krabbar gegna lykilhlutverki í velgengni
þinni.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Mikilvæg viðfangsefni klárast þegar þú
færð að minnsta kosti eina manneskju í
lið með þér. Láttu undan óviðráðanlegri
þörf fyrir að slást í hópinn með ein-
hverjum. Þú upplifir kraft sem er mun
meiri en þversumman.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Hið nautnafulla tungl í
nauti er hrifið af öllu sem
er lostætt, gómsætt, líflegt
og hljómþýtt. Ekkert af þessu þarf að
kosta peninga og er reyndar oft frítt, en
undir áhrifum nautsins langar okkur að
eyða peningum í það samt sem áður.
Kannski er heimspekin sú að fólki hættir
til eð meta það sem það borgar fyrir
meira en það sem er gefins.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Teneri-
tas-hópurinn heldur tónleika 15. ágúst kl.
20.30. Hópinn skipa Ólöf Sigursveins-
dóttir, barokkselló, Hanna Loftsdóttir,
gamba, og Fredrik Bock, lúta. Þau flytja
barokktónlist eftir 17. og 18. aldar tón-
skáldin Alexis Magito, François Couperin,
Marin Marais, Gaspar Sanz og Johann Se-
bald Triemer.
Reykholtskirkja | Tékkneski tónlistarhóp-
urinn Musica ad Gaudium heldur tónleika í
kirkjunni 15. ágúst kl. 20. Eydís Fransdóttir
óbóleikari hefur starfað með hópnum frá
1992.
Salurinn, Kópavogi | Sembaltónleikar 16.
ágúst kl. 20, Musica ad Gaudium frá Tékk-
landi flytur tónlist frá endurreisnar- og
barokktímabilinu. Frítt inn. Nánar á
www.salurinn.is og í s. 5700 400.
Myndlist
101 gallery | Serge Comte – sjö systur –
seven sisters. Til 2. sept. Opið fim.–lau. kl.
14–17.
Art-Iceland Mublan | Fyrsta samsýning
gallerísins Art-Iceland.com. Listamennirnir
sem sýna eru Árni Rúnar Sverrisson,
Helga Sigurðardóttir og Álfheiður Ólafs-
dóttir. Sýningin er í versluninni Mublunni,
Nýbýlavegi 18, Kópavogi.
Byggðasafn Garðskaga | Samsýning:
Reynir Þorgrímsson. Reynomatic-myndir
eru litríkar nærmyndir af náttúrunni. Björn
Björnsson tréskúlptúr. Hver mynd segir
sýna sögu. Opið kl. 13–17 alla daga. Nýtt
kaffihús er á staðnum.
Café Karólína | Karin Leening sýnir en hún
málar, teiknar, býr til teiknimyndir og kenn-
ir börnum myndlist. Stendur til 1. sept.
DaLí gallerí | Joris Rademaker sýnir rým-
isverk til 26. ágúst. Opið virka daga og
laugardaga kl. 14–18 í sumar.
Eden, Hveragerði | Vaddý (Valgerður Ing-
ólfsdóttir) heldur myndlistarsýningu í
Eden í Hveragerði 14.–28. ágúst. Á sýning-
unni eru akrýl-, vatnslita-, olíu- og past-
elmyndir eingöngu eftir íslenskum fyr-
irmyndum.
Energia | Sölusýning á landslagsmyndum
eftir myndlistarmanninn Mýrmann. Stend-
ur út ágústmánuð. Nánari uppl. á http://
www.myrmann.tk.
Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar „hin
blíðu hraun“ er frá Jóhannesi Kjarval og
með henni er sjónum beint að hrauninu í
Hafnarfirði. Tólf listamenn. Til 28. ágúst.
Hallgrímskirkja | Sumarsýning á verkum
Ásgerðar Búadóttur veflistakonu stendur
til 26. ágúst.
Handverk og Hönnun | Til sýnis er íslensk-
ur listiðnaður og nútímahönnun eftir 37
aðila. Á sýningunni eru hlutir úr leir, gleri,
pappír, tré, roði, ull og silfri. Sýningin
stendur til 27. ágúst. Opið alla daga kl. 13–
17, aðgangur er ókeypis.
Kaffi Sólon | Kolbrún Róberts sýnir af-
strakt málverk. Sýningin ber titilinn Him-
inn & jörð. Stendur til 1. sept.
Ketilhúsið Listagili | Hrefna Harðardóttir
sýnir veggskúlptúra úr leir. Sýning fram-
lengd til 19. ágúst.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag-
lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg-
myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf
opinn.
Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning Lo-
uisu Matthíasdóttur. Sýningin rekur allan
listamannsferil Louisu í sex áratugi. Til 20.
ágúst.
Listasafn Íslands | Landslagið og þjóðsag-
an, sýning á íslenskri landslagslist frá upp-
hafi 20. aldar og túlkun þjóðsagna. Verk úr
safneign og Safni Ásgríms Jónssonar. Op-
ið í Safnbúð og í Kaffitári í kaffistofu.
Ókeypis aðgangur. Opið daglega kl. 11–17,
lokað mánudaga. Til 19. ágúst.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni – tré,
leir, gifs, stein, brons og aðra málma – og
hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum
efnum. Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýn-
ing á listaverkum sem voru valin vegna út-
hlutunar listaverkaverðlaunanna Carnegie
Art Award árið 2006. Til 20. ágúst.
Erró – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum
tímabilum í list Errós, þær nýjustu frá síð-
astliðnu ári. Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning á verkum úr eigu safnsins. Fag-
urfræði var höfð að leiðarljósi við val verk-
anna og hefðbundin listasöguleg viðmið
látin víkja fyrir samhljómi þeirra. Margir af
helstu málurum þjóðarinar eiga verk á
sýningunni sem spannar tímabilið frá alda-
mótunum 1900 til upphafs 21. aldarinnar.
Til 17. sept.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Lokað á
mánudögum. Safnið og kaffistofan opin
alla aðra daga yfir sumarið kl. 14–17. Sýn-
ing á völdum skúlptúrum og portettum
Sigurjóns Ólafssonar. Tónleikar á þriðju-
dagskvöldum. Sjá nánar á www.lso.is.
Norræna húsið | Ljósmyndir frá Austur-
Grænlandi eftir danska ljósmyndarann Ole
G. Jensen. Til 27. ágúst. Opið virka daga til
kl. 9–17, laugardaga og sunnudaga kl. 12–
17.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir
sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina
til 28. ágúst.
Saltfisksetur Íslands | Sigrid Österby
með sýningu sem hún nefnir Táknmyndir.
Opið alla daga kl. 11–18. Stendur til 4. sept.
Thorvaldsen Bar | Málverkasýning Arnars
er opin gestum og gangandi á opn-
unartíma staðarins. Stendur til 8. sept-
ember.
Söfn
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning í
tilefni af 70 ára afmæli Laugarnesskóla
stendur yfir á Reykjavíkurtorgi, Tryggva-
götu 15, 1. hæð. Opin virka daga kl. 11–19 og
um helgar kl. 13–17. Ókeypis aðgangur.
Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú bú-
inn húsmunum og áhöldum eins og tíðk-
aðist í kringum aldamótin 1900. Þjóðlegar
veitingar í Gamla Presthúsinu. Opið dag-
lega kl. 9–18, fimmtud. 9–22. 500 kr. inn,
frítt fyrir börn.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla
daga í sumar kl. 9–17. Hljóðleiðsögn á ís-
lensku, ensku, þýsku og sænsku. Marg-
miðlunarsýning og gönguleiðir í nágrenn-
inu. Frekari uppl. á www.gljufrasteinn.is og
í s. 586 8066.
Iðnaðarsafnið | Á safninu getur að líta vél-
ar og verkfæri af öllum stærðum og gerð-
um, framleiðsluvöru o.fl. Opið daglega kl.
13–17 til 15. sept. 400 kr. inn, frítt fyrir
börn.
Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í
Bjarnarfirði, sem er bústaður galdra-
manns. Litið er inn í hugarheim almúga-
manns á 17. öld og fylgst með því hvernig
er hægt að gera morgundaginn lítið eitt
bærilegri en gærdaginn. Opið alla daga kl.
12–18 til 31. ágúst.
Landnámssýningin Reykjavík 871±2 |
Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld
sem fannst við fornleifauppgröft í Reykja-
vík 2001. Fróðleik um landnámstímabilið
er miðlað með margmiðlunartækni. Opið
alla daga kl. 10–17.
Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn
| Sýning í Þjóðarbókhlöðu. Myrkraverk og
misindismenn. Reykjavík í íslenskum
glæpasögum. Ritað í Voðir. Sýning Gerðar
Guðmundsdóttur.
Sýning á teikningum Halldórs Bald-
urssonar, sem eru byggðar á Vetrarborg-
inni eftir Arnald Indriðason. Teikningar
Halldórs eru til sölu. Opið mán.–fös. kl. 9–
17, lau. kl. 10–14.
Minjasafnið á Akureyri | Sumarsýning. Ef
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 geðvondur, 8
digurt, 9 tekur, 10 málm-
ur, 11 slitni, 13 kjánar, 15
höfuðfats, 18 mannsnafn,
21 gerist oft, 22 bæli, 23
sætta sig við, 24 spjalla
saman.
Lóðrétt | 2 skræfa, 3
snáði, 4 ljúka, 5 mergð, 6
hæðir, 7 þrjóskur, 12
veiðarfæri, 14 ekki göm-
ul, 15 hitti, 16 dragsúg,
17 al, 18 skriðdýr, 19 at-
vinnugrein, 20 fuglinn.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 rupla, 4 bugar, 7 móður, 8 rjótt, 9 sút, 11 annt,
13 fita, 14 erfir, 15 bull, 17 ílát, 20 þrá, 22 lofar, 23 bæt-
um, 24 rúnir, 25 tjara.
Lóðrétt: 1 rimpa, 2 peðin, 3 aurs, 4 bert, 5 glófi, 6 rétta,
10 útför, 12 tel, 13 frí, 15 bólur, 16 lyfin, 18 letja, 19
tomma, 20 þrír, 21 ábót.
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða