Morgunblaðið - 14.08.2006, Síða 37

Morgunblaðið - 14.08.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 37 MENNING VEITINGASTAÐURINN í Ing- ólfsstræti, er til skamms tíma var kenndur við vestfirzka höfðingjann og Spánverjatortímandann Ara í Ögri, hefur nú skipt um eigendur, útlit og nafn – þ.e.a.s. í Q-bar. Án þess að lasta bjartleita uppakaffi- húsinnréttinguna frekar fannst manni hún óneitanlega sláandi „ós- núskuð“ umgjörð fyrir tónlist fyrr- um blakkra lágtekjumanna – en kannski um leið til marks um hvað blúsinn virðist kominn til vegs og virðingar, a.m.k. í Evrópu. Að því er spilendur kynntu á fimmtudagskvöld hafa blúskvöld þar verið haldin að frumkvæði eig- andans á undanförnum 6 Þórs- dögum, þó ekki minni mann að mikið hafi enn farið fyrir uppá- tækinu á prenti. Kjarnasveit stað- arins hefur verið dúó Björns Thor- oddsen og Gunnars Hrafnssonar bassista, ásamt sérvöldum gesti hvert sinn er vermdi „heita sætið“ sem kallað var og réð mestu um lagaval. Sá var að þessu sinni Halldór Bragason (s.s. Dóri úr „Vinum Dóra“) og viðfangsefnin því í meginatriðum Chicago-blús frá seinni hluta 20. aldar sem Halldór hefur stúderað ad fontem í mörgum ferðum sínum vestur til Vindaborgar. Í sumarleyfisfjarveru Gunnars Hrafnssonar sá Árni Heiðar Karlsson um bassaleikinn, þ.e. með hægri hendi á Korg CX-3 raf- orgelið sitt, auk þess sem hann lagði til hljómagrunna, innskots- línur og allt upp í funheit sóló með merkilega Hammond-líkum blæ, jafnvel þótt bassahljómur amboðs- ins væri frekar gruggugur og eng- an veginn sambærilegur við meitl- aðan kontrabassagang. Að öðru leyti gekk samspilshljómurinn gizka vel upp, utan hvað dannaður Djangodjassgítar Björns stakk framan af í stúf við stálgrimman ekkótóninn úr slaggígju Halldórs, þótt það lagaðist nokkuð eftir hlé með skerpingu tóns og smá endur- ómsfyllingu í þeim mæli sem hálf- akústískur gítarinn leyfði án hættu á endurvæli eða „feed- back“. Hvað leikstíl varðar mætti hins vegar tala um olíu og vatn þegar mættust virtúós kammerdjassfimi Thoroddsens og hlutfallslega hrá- slagalegur en sálarþrunginn blús- sláttur Halldórs (er stundum skartaði nístandi flöskuhálsskrensi af stálgyrtum litlafingri); t.d. í Little Red Rooster. Ef jafnólíkir pólar eiga að ná sannfærandi sam- an verður varla tjaldað til einnar nætur. Engu að síður náðist víða upp stórgóð stemmning þegar hitna tók í kolunum, og mætti meðal hápunkta nefna Any Way You Want It, sveitablúsinn When The Train Rolled Up The Station, Early This Mornin’ og hinn maka- laust seiðandi 11-taktara Down, Down, Down er kraftbirti tand- urskýrt uppbrotsgildi ósam- hverfrar hendingaskipanar gagn- vart blýföstum liðum hefðbundna 12-takta kassaformsins. Chicagoblús í uppaumgjörð TÓNLIST Q-bar Ýmis bandarísk blúslög. Halldór Braga- son söngur/rafgítar, Björn Thoroddsen rafgítar og Árni Heiðar Karlsson raforgel. Fimmtudaginn 10. ágúst kl. 21. Blústónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Halldór Bragason hefur stúderað blúsinn ad fontem í Chicago. F yrir nokkrum vikum heyrði ég mál skel- eggs fuglafræðings, Kristins Skarphéð- inssonar, í frétta- þætti útvarps eftir hádegi á laugardegi, meðan inniteppu- veður geisaði, af völdum stór- rigningar. Samtalið snerist eink- um um mjög örar og áberandi breytingar á lífríki í íslenskri landhelgi og lofthelgi vegna gróðurhúsaáhrifa og staðreyndir voru settar fram ljóst á góðu og skemmtilegu mannamáli. Samtalið vakti ekki síst um- hugsun um óskiljanlega hæg viðbrögð stjórnmálamanna sem standa frammi fyrir katastrófu (afsakið að ég finn ekki viðeig- andi alíslenskt orð). Og ekki í fyrsta skipti sem sú hugsun vaknar hvort stjórnmál snúist aðallega um það að halda dauða- haldi í ríkjandi ástand. Skiptir ekki máli hvaða ástand það er – skiptir ekki máli þótt sama ástandið ríki ekki frá degi til dags. Þótt fram komi nýjar upp- lýsingar úr öllum áttum, í þessu tilfelli upplýs- ingar sem sanna það að loftslagsbreyt- ingarnar verða leiftur- snöggt, og að þær eru nógu áberandi til þess að einnig stjórn- málamenn hafa nú þegar fundið fyrir þeim á sjálfs sín húð. Í Guðsgjafarþulu Halldórs Laxness segir að Íslendingar séu „meyr þjóð“ og forði sér út í tittlingaskít þegar staðið sé frammi fyrir aðalatriðum. Ég hugsaði um þessi orð þegar ofangreindur fuglafræðingur fjallað um ráðgerð sílamávadráp í Reykjavík (en sílamávurinn hefur fjölgað sér ótæpilega vegna átröskunar sem rekja má til gróðurhúsaáhrifa) og taldi að „voðinn væri vís“ þegar ungir framagjarnir stjórnmálamenn kæmust í málin. Ekki er hægt annað en vera sammála því að það sé ofrausn að hossa sílamávi upp á efstu syllu verkefnalistans þegar litið er til brýnna úrlausn- arefna í borg og ríki á Íslandi. Í framhaldi af umfjöllun um sílamáva kom svo fram í þessum útvarpsþætti að vandfundinn væri sá staður á byggðu bóli þar sem væri að finna aðra eins óvild í garð máva almennt og á Íslandi. Þetta er áreiðanlega rétt. En dokum aðeins við – hvað um aðrar tilfinningar til þessa andskota? Hafa Íslend- ingar kannski hatursást á máv- inum, eins og kannski á restinni af sinni „ósnortnu“ náttúru? Má minna á lagið Hvítir mávar, sem Helena Eyjólfsdóttir söng óvið- jafnanlega blítt: Hvítir mávar segið þið honum að hann sé það allt sem ég … Hvað um Mávahlátur Krist- ínar Marju, eina vinsælustu og skemmtilegustu skáldsögu seinni ára? Og hvað um máva- stellið sjálft? Engin mubla fyrr né síðar, fótanuddtæki og fjalla- jeppar meðtalin, hefur slegið jafnrækilega í gegn á Íslandi og mávastellið frá Bing og Gröndal í Kaupmannahöfn. Ólíklegustu heimili, sem voru að öðru leyti ekki sérstaklega stolt yfir sjálf- um sér, vildu ekki vera til án mávastells. Það var það besta sem móðir gat gefið dóttur sinni. Ég var að frétta af einni sem tókst fyrir harðfylgi að víkja sér undan stellinu eftir að systur hennar höfðu verið út- búnar með því sem helsta vega- nesti til framtíðar. Ef þetta er farið aðhljóma eins og flím ígarð mávastellsins þáhef ég síst efni á því, þar sem ég dáðist svo mjög að mávaskel úr stellinu sem vin- kona mín erfði að hún gaf mér hana. Ég er að horfa á væng- prúðan máv í þessum skrifuðum orðum, því hann trónir á vinnu- borðinu mínu sem hug- leiðslupunktur, við hliðina á geggjuðu grjóti austan af fjörð- um. Mávur eða stell Morgunblaðið/Sverrir Eftir Steinunni Sigurðardóttur Steinunn Sigurðardóttir HLYNUR Hallsson, myndlistarmaður og varaþingmað- ur Vinstri-grænna, er ekki maður einhamur. Í lok ágúst tekur hann þátt í tveimur sýningum í Þýskalandi þar sem hann fæst við „mjög ólík efni“ að eigin sögn. Auk þess eru framundan fleiri einkasýningar og samsýningar heima og erlendis næstu mánuðina, og því gott að taka púlsinn á Hlyni til að sjá hvort ekki sé allt í sómanum. Fær fólk til að taka þátt Fyrst ber að nefna að Hlynur tekur þátt í samsýning- unni Neu Kunst in Alten Gärten frá 27. ágúst til 8. októ- ber í Þýskalandi. „Sýningin fer fram í tveimur einka- görðum og ég er með tvö verk Annars vegar set ég upp skilti, sem líkjast skiltunum sem maður sér í almennings- görðum, t.d. þeim sem á stendur „Vin- samlega gangið ekki á grasinu“ eða eitthvað svoleiðis. En á þessum skiltum sem ég hef stungið niður, 20 skiltum – 10 í hvorum garði, er fólk hvatt til að gera eitthvað. „Vinsamlega gangið á grasinu“ stendur á einu, „vinsamlega klifrið í þessu tré“, og „vinsamlega bað- ið ykkur“, stendur við eina tjörnina o.s.frv. Semsagt á skiltunum er hvatning til fólks að gera eitthvað, og kannski mun fólk gera sumt en annað augljóslega ekki.“ Seinna verkið er í anda fyrri verka Hlyns. Þá mun hann stilla upp ljósmynd nálægt öðrum garðinum. Á myndina er prentaður texti á þremur tungumálum: ensku, íslensku og þýsku og hafa myndirnar haft hin ýmsustu mótíf, t.d. fjölskyldu Hlyns. Á seinni sýningunni sem verður á dagskrá hjá Hlyni í lok ágúst er um að ræða forsýningu (eða „preview“) að sýningunni Glauben und Wissen sem verður opnuð í München 4. nóvember. Þar mun hann einnig vera með þrítyngd ljósmyndaskilti en í þetta sinn ætlar hann að koma þeim fyrir á risastórum dúkum utan á stillönsum utan á sjálfu sýningarhúsinu. Eða eins og hann orðar það sjálfur: „Ég mun hengja nokkrar myndir utan á húsið.“ Fyrir utan þessar myndlistarsýningar eru framundan 3 stórar listamessur í haust: í Miami scope, London og Köln. Í desember verður einkasýning í Berlín og í janúar sýning í DaLí galleríinu á Akureyri. Einnig ætlar Hlynur að taka þátt í samsýningu sem Snorri Ásmundsson stendur fyrir í byrjun september sem mun bera titilinn „Guðs útvalda þjóð“. Einhvern veginn hefur Hlyni tekist að vera varaþing- maður Vinstri-grænna meðfram þessu starfi, og t.a.m. tekið sæti á þingi og starfað ötullega að kosningabarátt- unni í sveitarstjórnarkosningunum sl. vor. Hyggurðu á framboð næsta vor? „Já, ég stefni að því allavega. Maður veit náttúrulega aldrei hvað gerist. Það eru svo margir þættir í pólitík- inni. Í fyrsta lagi verður maður að ákveða sjálfur að gefa kost á mér. Svo þurfa félagarnir í flokknum að vilja að maður sé á listanum og í þriðja lagi verða kjósendur að ákveða hvað þeir vilja. En við fjölskyldan erum búin að ákveða það eftir mikla umhugsun að ég gefi kost á mér á lista hjá VG. Þannig að það verður nóg að gera í vor.“ „Mjög latur myndlistarmaður“ Þrátt fyrir þessa (of)virkni í Hlyni hefur honum verið sagt til syndanna af fyrrverandi kennara. „Einn af prófessorunum mínum sagði í hálfgerðu gríni þegar ég útskrifaðist sem Masterschüler: „Hlynur, þú ert mjög latur myndlistarmaður.“ En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Það var af því að verkið sem ég gerði leit út fyrir að einhver letingi hefði gert það.“ Verkið sem um ræðir snerist um að Hlynur opnaði glugga. „Þetta var svo auðvelt að allir segja: „þetta hefði ég nú getað gert“, þegar þeir sjá það. Það er reyndar svo einfalt að fólk segir ekki einu sinni þetta heldur spyr bara forviða: „hvað er nú þetta?“ En það verk hafði tekið mig marga mánuði í umhugs- un, hvernig ég átti að gera það og hvaða rými hentaði því o.s.frv. Það sem lítur út fyrir að vera sáraeinfalt getur kostað mikil umbrot og mikla vinnu.“ Þú fæst mikið við að fá fólk til að taka þátt í listinni? „Já, það er alveg þema hjá mér. Myndlist fyrir mér snýst um samskipti. Það er einn liður í því, að fólk geti á einhvern hátt tekið þátt. Ég hef til dæmis fengist við verk þar sem ég fæ fólk til að kjósa á milli ýmissa hluta. Fólk á hinsvegar ekki að þurfa að vera spesíalistar eða sérfræðingar til að taka þátt. Eins og í fótboltaverkinu skipti engu máli hvort fólk kunni að sparka í bolta.“ Hér minnist Hlynur á verk sem kostaði hann örugg- lega mikla vinnu, en það var risastór fótboltaleikur sem Hlynur stóð fyrir 7. júlí 2006. Þá bauð hann öllum sem vildu að koma að leika á fótboltaleikvanginum í Hann- over. Þetta verk tókst að sögn Hlyns „framar björtustu vonum. Mér fannst í raun og veru hálfur sigur unninn þegar gefið var leyfi fyrir þessu, að fá þennan risastóra völl. Síðan renndi maður blint í sjóinn með það hve marg- ir myndu koma.“ Á endanum komu um 200 manns. Hlynur var ánægður með mætinguna og segir að ef fólk hefði verið færra eða fleira hefði verið erfiðara að leika á vellinum. Tilviljun ein réð því að rúmlega hundrað manns voru í öðru liðinu og tæplega hundrað í hinu, því fólk réð hvort það mætti í bláum eða rauðum bolum. Allt fór vel fram fyrir utan smá hnjask. Fólk á öllum aldri af báðum kynjum keppti á vellinum, þeir yngstu rétt byrjaðir að ganga og elsti keppandinn rúmlega sjötug kona. Engir þjálfarar voru á staðnum, og skipulagið var frjálst. Eingöngu dómarinn hélt um taumana. Svo fóru leikar að bláa liðið vann 2-1. Myndlist | Hlynur Hallsson sýnir í Þýskalandi í lok ágúst Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is Eitt af skiltunum sem Hlynur sýnir í í Þýskalandi. Hlynur Hallsson Myndlist snýst um samskipti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.