Morgunblaðið - 14.08.2006, Page 39

Morgunblaðið - 14.08.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 39 Sýnd kl. 4, 6 og 8 HÖRKU SPENNUMYND Í ANDA JAMES BOND ÞÚ ERT ALDREI OF UNGUR TIL AÐ DEYJA Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 14 ára Mögnuð spennu mynd í anda „ 24“ eeee K.M. - Sena COLIN FARRELL JAMIE FOXX ACADEMY AWARD WINNER Sýnd kl. 4, 7 og 10-POWER B.i. 16 ára Sýnd kl. 4 og 6 ÍSL. TAL -bara lúxus Sími 553 2075 Sími - 551 9000 S.U.S XFM 91.9 eeeee H.J. Mbl 3,75 af 4 Ó.T. Rás 2 ÓVISSUBÍÓ kl. 8 A Praire Home Company kl. 3, 5.45, 8 og 10.15 Ástríkur og Víkingarnir kl. 3 og 6 Silent Hill kl. 8 og 10.40 B.i. 16 ára The Da Vinci Code kl. 5 og 10 B.i. 14 ára Click kl. 3, 5.50, 8 og 10.10 Benchwarmers kl. 3 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Útvarp einsog þú hefur aldr ei upplifað þa ð áður Frábær gamanmynd með íslandsvininum John C. Reilly sem sló svo eftirminnilega í gegn í Þjóðleikhúsinu. FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA “COLLATERAL” OG “HEAT” SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS Sýnd kl. 10 B.i. 12 ára POWERSÝNING KL. 10 Á STÆRSTA thx TJALDI LANDSINS H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Magi og melting Acidophilus FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR GJÖLL er dúett þeirra Sigurðar Harðarsonar, sem er betur þekktur sem Siggi Pönk, og Jóhanns Eiríks- sonar, eða Jóa Eiríks úr Reptilicus og síðar Product 8. Báðir eru þeir þungavigtarmenn í neðanjarð- artónlistinni á Íslandi. Jóhann var brautryðjandi í íslenskri iðnaðar- eða industrialtónlist á sínum tíma. Skóp Reptilicus sér nokkuð nafn á erlendri grundu og vakti athygli fyrir víraða hljóðskúlptúra og raftónlist þar sem gengið var fram á ystu nöf. Starfi þessu hefur Jóhann svo haldið áfram leynt og ljóst, m.a. í gegnum sveit sína Product 8. Siggi Pönk er þekktur sem söngvari muln- ingsrokkaranna í Forgarði helvítis, hiklaust brjáluðustu hljómsveit Ís- landssögunnar. Sigurður, sem er menntaður hjúkrunarfræðingur, hefur einnig getið sér orðs sem ljóð- skáld, þýðandi og allra handa at- hafnamaður, hvort heldur í skipu- lagningu tónleika eða mótmæla- og friðarsamkomum. Í febrúar kom út fyrsta plata Gjallar, Way through Zero, á þýska merkinu ant-zen. Um er að ræða til- raunakennda raftónlist sem sveiflast úr kolniðamyrkri og drunga yfir í hvíslandi fegurð. Verkið skiptist í fimm kafla og segja sögu af manni sem missir vitið smátt og smátt; þunglyndi og drungi leiðist út örviln- un og ofsareiði þar til að manninum tekst að brjótast úr vítahringnum og öðlast þar með sátt við sjálfan sig og um leið sálarró. Höndum fórnað Blaðamaður sló á þráðinn til Sigga, en hann skiptir nú tíma sínum á milli Hollands og Íslands og var hann staddur í fyrrnefnda landinu er svarað var. „Ég og Jói höfum verið kunningjar í nokkur ár,“ segir Siggi, spurður um tildrög plötunnar. „Einhvern tíma kom sú hugmynd upp að við mynd- um búa til tónlist saman og við urð- um strax sammála um það að stýra frá þessum hefðbundnu ljóðadiskum, þar sem ljóð eru lesin við undirleik, nokkuð sem mér finnst hundleið- inlegt. Við ákváðum umfram allt að leggja áherslu á að röddin væri hluti af tónlistinni. Jói týndi þá saman dót sem hann átti og ég kom með texta eða sögu sem ég skrifaði sérstaklega fyrir þetta.“ Siggi segir m.a. um söguþráð plötunnar að söguhetjan uppgötvi á endanum að hatrið sé marklaust, það geri ekkert annað en að eyða. Hann finni friðinn í sjálfum sér og kemst að því að kúgararnir falli fyrir eigin sakir á endanum. „Já, sumir gagnrýnendurnir hafa mikið verið að pæla í þessu, sumir um of meira að segja,“ segir hann og bætir við að síðustu tíu ár hafi hann þróað með sér smekk fyrir tilrauna- tónlist. „Eftir því sem maður eldist víkkar smekkurinn, alltént hjá mér. Sumir kjósa að þrengja hann. Það er mjög hollt að gera eitthvað nýtt með nýju fólki.“ Nokkur kláruð eintök voru síðan send út á hugsanlegar útgáfur og stökk þýska útgáfan ant-zen á gripinn. „Þeir fórnuðu höndum af hamingju,“ segir Siggi og kímir. „Flestar útgáfur ant-zen eru reynd- ar með rólegra sniði en djöfulgang- urinn okkar. Þannig að þeir eru að taka annan pól í hæðina með þessari tilteknu útgáfu.“ Way through Zero hefur fengið slatta af dómum og það fína, en net þeirra miðla sem sinna jaðartónlist er býsna þéttriðið. Dreifikerfið er þá gott, og platan hef- ur verið að rata í hillur sértækra plötubúða um heim allan. Efni með Gjöll er þá væntanlegt á deiliplötu í Frakklandi og þeir fé- lagar eru hálfnaðir með næstu plötu en ant-zen hefur fullan hug á að gefa út meira. Tónlist | Gjöll gefur út Way through Zero Frá kolniða- myrkri til hvísl- andi fegurðar Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Morgunblaðið/Billi Siggi Pönk er annar helmingur Gjallar ásamt Jóa Eiríks úr Reptilicus. www.ant-zen.com Miðasala á tónleika SufjanStevens í Fríkirkjunni hefst í dag á midi.is og í versl- unum Skífunnar. Tónleikarnir verða í Fríkirkjunni 16. og 17. nóvember, en Stevens kemur þar fram með fjögurra manna hljómsveit sinni. Að sögn Gríms Atlasonar hjá Austur- Þýskalandi verða fáir miðar í boði þar sem fáir komist fyrir í kirkjunni. Fólk folk@mbl.is Á ALÞJÓÐLEGRI kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) sem fer fram dagana 28. september til 8. október nk. verður efnt til samkeppni um bestu heimildarmyndina í samvinnu við Apple IMC. Landsmönnum öll- um er heimilt að taka þátt í henni. Umfjöllunarefni eða yfirskrift myndarinnar á að vera „Fjölskyldan mín“. Fólk ræður sjálft hvernig efn- istökum er háttað. Myndin má ekki vera lengri en tíu mínútur og á að vera kllippt með iMovie hugbúnaðinum frá Apple. Hafi fólk hins vegar ekki aðgang að hugbúnaðinum býðst því aðstaða til eftirvinnslu hjá Apple IMC á Ís- landi. Myndum á að skila á DVD- diski fyrir 15. september nk. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona (Stelpurnar), Árni Ólafur Ásgeirs- son leikstjóri (Blóðbönd) og Bjarki Guðjónsson, fulltrúi Apple IMC, skipa dómnefnd sem mun velja bestu myndirnar. Þær verða sýndar á lokadegi RIFF, 8. október, sem verður tileinkaður fjölskyldunni. Þá verður fjöldi spennandi viðburða í boði og nýjar og öðruvísi barna- myndir sýndar. Til mikils er að vinna fyrir sig- urvegarann því besta heimagerða heimildarmyndin fær í verðlaun MacBook fartölvu frá Apple. Apple mun jafnframt bjóða upp á námskeið í notkun iMovie í tengslum við keppnina og fer fyrsta námskeiðið fram föstudaginn 18. ágúst kl. 16 hjá Apple IMC á Íslandi. Námskeiðin munu síðan halda áfram á hverjum laugardegi fram til 9. september. Myndum skal skilað í lokuðu um- slagi til: Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík „Fjölskyldudagur“ Kirkjutorgi 4 101 Reykjavík Kvikmyndir | RIFF stendur fyrir heimildarmyndasamkeppni Fartölva fyrir bestu myndina Heimildarmyndin Gargandi snilld eftir Ara Alexander bar nafn með réttu en það er til mikils að vinna fyrir snilldarmynd í samkeppni RIFF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.