Morgunblaðið - 14.08.2006, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.08.2006, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 41 SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI MIAMI VICE kl. 5 - 8 - 11 B.I. 16 ÁRA MIAMI VICE LUXUS VIP kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.I. 16 ÁRA PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 2 - 5 - 7 - 8 - 10 - 11 B.I. 12.ÁRA SUPERMAN kl. 2 - 5 - 8 B.I. 10 ÁRA OVER THE HEDGE M/- ÍSL TAL. kl. 2 - 3 - 4 Leyfð OVER THE HEDGE M/- ENSKU TAL kl. 11 Leyfð BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 1:45 - 4 Leyfð THE LONG WEEKEND kl. 6:15 - 8:15 - 10:30 B.I. 14.ÁRA TVEIR BRÆÐUR. EIN HELGI. ENGIN SKÖMM. HANN HEFUR EINA LANGA HELGI TIL AÐ KENNA LÍTLA BRÓÐUR SÍNUMHVERNIG EIGI AÐ HÚKKA Í DÖMURNAR. eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. P.B.B. DV. eeee SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ÞAU ÆTLA AÐ NÁ AFTUR HVERFINU... ....EINN BITA Í EINU ! JAMIE FOXX COLIN FARRELL FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA "COLLATERAL" OG "HEAT" SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS KVIKMYNDIR.IS MEÐ CHRIS KLEIN ÚR “AMERICAN PIE” MYNDUNUM. H.J. MBL. eee S.U.S. XFM 91,9SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR. M.M.J. KVIKMYNDIR.COM MIAMI VICE kl. 5 - 8 - 10:45 B.I. 16.ÁRA. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 5 - 8 - 11 B.I. 12.ÁRA. DIGITAL SÝN. OVER THE HEDGE M/- ÍSL TAL. kl. 4 Leyfð DIGITAL SÝN. OVER THE HEDGE M/- ENSKU TAL. kl. 6 Leyfð DIGITAL SÝN. THE LONG WEEKEND kl. 8 - 10 - 11:50 B.I. 12.ÁRA. STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI ...eftir þínu höfði Lyngháls 4 – s: 517 7727 – www.nora.is Frumlegur vínkælir MARGIR Íslendingar sem komnir eru yfir þrítugsaldurinn eiga eflaust góðar minningar um bandaríska sjónvarpsþáttinn Miami Vice sem skartaði þeim Don Johnson og Phil- ip Michael Thomas í hlutverki löggu- félaganna Crockett og Tubbs sem börðust gegn glæpamönnum og eit- urlyfjasölum í sólríku umhverfi pálmatrjáa, léttklæddra stúlkna og hraðskreiðra bíla. Þættirnir þóttu tískumótandi bæði hvað varðaði pastelliti og uppbrettar ermar á bla- zerjökkum, svo ekki sé talað um það að vera í bol innan undir jakkanum, en fengu einnig plús í kladdann fyrir að vera gerðir af meiri metnaði og stílvitund en flestir sambærilegir samtímasjónvarpsþættir. Þessi styrkleiki þáttanna er gjarnan rakinn til leikstjórans Mich- ael Mann en hann gerði marga fyrstu þættina og hafði umtalsverð áhrif á útlit og stefnu seríunnar. Nú þegar Hollywood hefur tekið þá ákvörðun að umbreyta þáttunum í kvikmynd á hvíta tjaldinu kemur það nokkuð á óvart að leitað skyldi á ný til Manns, en ferill hans hefur tekið nokkuð skýra stefnu í átt frá poppkorni Miami Vice áranna eins og myndir á borð við Manhunter, The Insider og Ali eru ágæt dæmi um. Mann er þó ekki alls óreyndur á þessu sviði og nýlegar myndir eins og Heat og Collateral hafa vakið at- hygli og þótt rísa vel upp fyrir miðjumoðið sem jafnan einkennir framleiðslu Hollywood á has- armyndum. Það er því með nokkurri eftirvæn- ingu sem fylgst er með því hvernig Mann vinnur nú úr Miami Vice og eigin fortíð en ég held að fáir hafi átt von á þeim rofum sem eiga sér stað milli sjónvarpsþátta og kvikmyndar. Aðeins nöfn aðalsöguhetjanna og leikumgjörðin, undirheimar Miami og ákveðin stílvitund, standa eftir, en að öðru leyti er kvikmyndin Miami Vice (Miami löggur) fyrst og fremst dramatískur og hrjúfur glæ- patryllir í anda Heat. Það er margt mjög vel heppnað í kvikmyndinni. Stíltilfinning Manns er sterk og mætti lýsa Miami Vice sem röð stílsterkra atriða, þar sem hin tælandi ára allsnægta svífur yfir vötnum undir glitrandi sólarlagi spillingarborgarinnar Miami. Mann situr ekki á peningunum sem hann hefur haft úr að spila við gerð mynd- arinnar, heldur veður allt í flottustu fáanlegu hraðbátum, glæsivillum og sportbílum sem flaggað er í hví- vetna. Þeir Crockett og Tubbs hafa jafn- framt erft tískuvitundina frá for- verum sínum frá níunda áratugnum, eru ekki aðeins harðskeyttar löggur heldur harðskeyttar löggur sem eru flottar í tauinu. Colin Farrell og Ja- mie Foxx eru báðir stórfínir í hlut- verkum þessara nostalgíu-hlöðnu sögupersóna, en hver um sig fer með sína persónu í nýjar áttir. Þannig reynist Crockett veikari fyrir hinni ljúfu angan lúxuslífernis glæpaheim- anna en lögreglumönnum er hollt og reynir á þá veikleika þegar þeim fé- lögum er falið að þykjast vera eitur- lyfjasmyglarar til þess að komast að upplýsingum um alræmdan eitur- lyfjabarón. Jamie Foxx er e.t..v. sá réttsýnni af þeim félögum, en Mich- ael Mann gefur öllum sögupersónum þann hrjúfa skráp sem nauðsyn- legur er til að lifa af í vægðarlausu glæpaumhverfi, en persónusköpunin er almennt vel sterk í myndinni og leikarar góðir. Það er hins vegar ljóst að styrk- leikar Michael Mann liggja ekki í handritsgerðinni, þar sem söguþráð- ur og spennuframvindan standast illa nærskoðun. Satt að segja stend- ur þar ekki steinn yfir steini, en Mann tekst á einhvern stórmerki- legan hátt að slá ryki í augu áhorf- andans með þeim mun liprari has- aratriðum, tökum í exótískum borgum, stíltilþrifum og samtölum sem hljóma sannfærandi en erfitt er að skilja, svo hlaðin eru þau af bófa- og töffaraslangri. Fyrir vikið er Miami Vice stórfín sem spennu- mynd, og er það ekki fyrr en eftir á að maður klórar sér í hausnum og spyr sig út á hvað þetta hafi nú aftur allt saman gengið. Flottir í tauinu Heiða Jóhannsdóttir KVIKMYNDIR Smárabíó, Laugarásbíó, Borg- arbíó Akureyri, Sambíóin Leikstjórn og handrit: Michael Mann. Að- alhlutverk: Colin Farrell, Jamie Foxx, Gong Li, Luis Tosar og Naomie Harris. Bandaríkin, 130 mín. Miami Vice (Miami löggur)  Colin Farrell og Jamie Foxx eru stórfínir í myndinni að mati gagnrýnanda. ÞAÐ allra fysta sem flýgur í gegn um hugann við að hlusta á geisla- diskinn Íslensk ástarlög er spurn- ingin: Fyrir hvern er þessi diskur eiginlega gerður? Er hann ætlaður fyrir unglingsstúlkur sem eru að stíga sín fyrstu skref á hálli braut ástarinnar og hlusta á ástarlög í unglingaherbergj- unum, meðfram því að lesa Rauðu ástarsögurnar? Er hann fyrir til- finningaríkar ömmur sem ganga í barndóm við að hlusta á róm- antíska tónlist og fella tár af til- finningasemi? Er hann yfirhöfuð fyrir aðra en konur sem hafa gam- an af að lifa sig inn í ást og róm- antík? Ég heyri þennan disk til dæmis ekki fyrir mér sem und- irspil við bílaviðgerðir úti í bíl- skúr, eða sem tónlistin við vinn- una á blönduðum vinnustað. Þetta gætu þó vel verið fordómar í mér og ef til vill flykkjast karlmenn á öllum aldri út í búðir til að hrifsa þennan disk úr hillunum, án þess að ég sjái það fyrir hér og nú. En að disknum sem slíkum. Þær fimm söngkonur sem valdar eru til að túlka íslenska ást- arsöngva hér eru allar með óvenjulega hljómþýðar raddir. Sérhver þeirra hefur sinn ákveðna stíl og komast þær allar hnökra- laust frá flutningi sínum. Það er persónulegur smekkur hvers hlustanda fyrir sig sem ákvarðar hver söngkvennanna er talin standa sig best, en óneitanlega er varla annað hægt en að bera þær svolítið saman, þótt það hafi nú varla verið upphaflegi tilgang- urinn með því að velja eingöngu kvenraddir á diskinn. Ásamt þess- um samanburði er ákveðin hlið- arverkun við það að hafa bara söngkonur að diskurinn verður al- veg ægilega væminn. Þannig hefur mér reynst erfiðara og erfiðara að hlusta á nema fyrstu 7 lögin á honum, því þá er ég einfaldlega komin með of stóran skammt af tilfinningasömum og fallegum röddum. Reyndar eru þá best heppnuðu lög disksins að mínu mati líka búin og því get ég bara slökkt, en mín uppáhalds eru „Ástin mín ein“ með Ellen Krist- jánsdóttur og „Tunglið mitt“ með Hildi Völu. Þessi tvö lög eru reyndar svo falleg og svo vel sungin að ég fæ næstum tár í aug- un eins og ömmurnar, og svíf næstum inn í dagdrauma ung- lingsstúlknanna, … en bara næst- um því. Þessi tvö lög, og hinn stórbrotni hljóðfæraleikur allra sem koma að disknum, er reyndar nægjanleg ástæða til að verða sér úti um eintak, en fyrir minn smekk er væmnin og sykurhúðin of mikil í heildina. Ég endaði ítrekað á því að hlusta á tommu- leik Birgis Baldurssonar, hljóm- borðsleik Jóns Ólafssonar eða gít- arspil Gumma P. í stað þess að hlusta á lögin sjálf, en svona virk- ar þetta bara hjá mér. Diskurinn er fullkominn fyrir rómantíska, fyrir fólk sem vill auka framleiðslu tárakirtlanna eða fyrir einlæga aðdáendur væminna kvenradda. Ég bít í það súra epli að geta ekki haft eins gaman af þessu og margir aðrir, og skelli Motörhead eða HAM í strax eftir diskinn til að skola væmnina út með reiðu rokki. Of mikill sykur TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Geisladiskur með söngkonunum Ellen Kristjánsdóttur, Andreu Gylfadóttur, Sig- ríði Eyþórsdóttur, Ragnheiði Gröndal og Hildi Völu. 13 lög, heildartími 50.53 mín- útur. Um hljóðfæraleik sjá Birgir Bald- ursson, trommur, Róbert Þórhallsson, bassi og kontrabassi, Guðmundur Pét- ursson gítarar og mandólín, Jón Ólafsson hljómborð, harmonikka, bakraddir, Sig- urður Flosason, saxófónar, Kjartan Há- konarson, trompet, Helgi Guðmundsson, munnharpa. Strengjakvartett: Sigrún Eð- valdsdóttir, 1. fiðla, Zbigniew Dubik, 2. fiðla, Helga Þórarinsdóttir, víóla, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Lög eru eftir Bubba, Valgeir Guðjónsson, Jón Ólafs- son, Jóhann Helgason, Magnús Þór Sig- mundsson, Ragnheiði Gröndal, Þorvald Bjarna Þorvaldsson, Megas, Magnús Ei- ríksson og Jóhann G. Jóhannsson. Textar eru eftir Bubba, Valgeir Guðjónsson, Kristján Hreinsson, Hallgrím Helgason, Magnús Þór Sigmundsson, Sigmund Erni Rúnarsson, Andreu Gylfadóttur, Megas, Magnús Eiríksson og Jóhann G. Jóhanns- son. Upptökustjórn og útsetningar: Jón Ólafsson, nema „Tvær stjörnur“, útsetn- ing Þórður Magnússon. Upptökumenn: Addi 800, Jón Ólafsson og Haffi Tempó. Tekið upp í Sýrlandi, Hljóðrita og Eyranu. Hljóðblöndun: Addi 800 í Sýrlandi. Loka- hljóðvinnsla: Bjarni Bragi Kjartansson og Haffi Tempó. Grafísk hönnun: Vatikanið/ KÖ. Ljósmyndun: Teitur. Sena og Stein- snar gefa út 2006. Íslensk ástarlög ** Ragnheiður Eiríksdóttir Unnur Birna fegurðardrottninglenti í hremmingum á dög- unum í tengslum við bloggfærslu sem hún setti á vef sinn. Þannig var mál með vexti að hún hafði skroppið í kvöld- verð sem var til heiðurs henni sjálfri og nýk- rýndri „Miss Bra- zil Mundo“ hjá pólska ræðismanninum í Brasilíu. Eitthvað þótti henni það sem á boð- stólum var ekki upp á marga fiska og sagði að eftirrétturinn hefði litið út eins og hún ímyndaði sér „astral- tertugubb“ og vitnaði þar með til vin- sæls lags Stuðmanna. Þetta þótti að- standendum keppninnar Ungfrú Alheimur ekki nógu gott og kröfðust þess að færslan yrði tekin út og var því bloggsíða Unnar læst á meðan því fór fram.    Hópurinn Bedroom Communitysem rekur samnefnda plötuút- gáfu verður með sérstakt kvöld á Iceland Airwaves í ár. Fram koma tónlistarmennirnir Nico Muhly, Sam Amidon, Ben Frost, Egill Sæbjörns- son og Valgeir Sigurðsson sem setti Bedroom Comm- unity á laggirnar fyrir rúmu ári síð- an. Félagsskapur- inn heldur mikið til í kringum stúd- íó Valgeirs, Gróð- urhúsið, og hefur fyrsta platan sem gefin er undir þeirra merkjum, Speaks Volumes, fengið góða dóma hjá fjölmiðlum t.d. The Fader Ma- gazine og The New Yorker. Á áætlun eru útgáfur í haust á breiðskífum með Ben Frost, Theory of Machines, og Valgeiri Sigurðssyni, Equilibirum is Restored, en lög af báðum plötum verða flutt á Iceland Airwaves. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.