Morgunblaðið - 19.10.2006, Side 1
viðskipti
FLJÚGA HÁTT
VOGUNARSJÓÐIRNIR GEGNA SÍFELLT STÆRRA
HLUTVERKI Í FJÁRMÁLAHEIMINUM » 10
ÁHÆTTUÁLAG á skuldatrygg-
ingar skuldabréfa bankanna hefur
lækkað nokkuð að undanförnu. Sam-
kvæmt upplýsingum frá sérfræðing-
um á fjármálamarkaði hefur álagið á
fimm ára skuldabréf Kaupþings
banka á eftirmarkaði lækkað um
0,17 prósentustig frá því í lok sept-
embermánaðar og er það nú 0,54%.
Álagið á bréf Glitnis hefur lækkað
um 0,09 prósentustig og um 0,08 pró-
sentustig á fimm ára bréfum Lands-
bankans. Áhættuálagið á bréf
Landsbanka er 0,48%, en það er
lægst hjá Glitni, eða 0,36%.
Álagið á bréf bankanna er nú
lægra en það var þegar umræða
hófst meðal erlendra greiningaraðila
um fjármögnun bankanna og ís-
lenska hagkerfið hófst í febrúar. Sér-
fræðingar gera þó ekki ráð fyrir því
að bönkunum muni bjóðast jafngóð
kjör á evrópskum skuldabréfamörk-
uðum og þeir nutu í fyrra.
„Ekki almenn þróun“
Viðskipti með skuldatrygginar hafa
vaxið gríðarlega á þessu ári og hefur
tryggingarálag margra fyrirtækja
lækkað umtalsvert sökum þessa.
Ingvar Heiðar Ragnarsson, for-
stöðumaður fjármálasviðs Glitnis,
segir þó lækkun álagsins hjá ís-
lensku viðskiptabönkunum ekki vera
hluta af almennri þróun á markaðin-
um.
„Þegar vísitölur sem mæla trygg-
ingarálag evrópskra banka eru skoð-
aðar þá sést að þær hafa verið verið
mjög stöðugar allt árið, þannig að al-
mennt hefur fjármögnunarkostnað-
ur bankanna lítið breyst á tíma-
bilinu.
Þegar evrópskir bankar, sem hafa
sambærilegt lánshæfismat og ís-
lensku bankarnir, eru skoðaðir sér-
staklega þá sést að tryggingaálag
þeirra hefur sömuleiðis lítið sem
ekkert breyst. Af þessu má ráða að
sú lækkun sem hefur átt sér stað á
undanförnum misserum er nær ein-
göngu bundin við íslensku bankana,“
segir Ingvar Heiðar.
Álagið lækk-
ar á bankana
Álagið er nú lægra en það var í febrúar
Morgunblaðið/RAX
Jákvæð þróun Álagið á skuldabréf
bankanna hefur lækkað.
ÁRANGUR íslensku útrásarfyr-
irtækjanna er einstakur og áhuga-
verður. Þetta sagði Snjólfur Ólafs-
son, prófessor Háskóla Íslands, á
kynningarfundi í gær. Þar var
kynnt rannsóknarverkefni sem
Viðskiptafræðistofnun hefur
ákveðið að ráðast í, en ætlunin er
að rannsaka útrás íslenskra fyr-
irtækja á tímabilinu 1998–2007.
Snjólfur sagðist telja að þetta
verkefni væri ekki komið af stað
núna nema vegna þess að stjórn-
endur Háskólans hefðu ákveðið að
setja skólanum háleit markmið,
um að verða meðal hundrað bestu
háskóla í heimi. „Flestir efast um
að það sé raunhæft markmið, en
fyrir tíu árum hefðu fæstir talið
það raunhæft markmið að við ætt-
um þessi öflugu útrásarfyrirtæki.“
Sagði hann að rannsóknarverk-
efnið væri viðleitni til að taka þátt
í því að stórefla Háskólann.
Fyrirtækin styrkja
Fram kom í máli Snjólfs að nokkur
af þeim útrásarfyrirtækjunum
hefðu ákveðið að taka þátt í verk-
efninu með fjárframlögum. Sagði
hann að það hefði gert að verkum
að Viðskiptafræðistofnun hefði
getað ráðið sérstakan starfsmann
til að sinna verkefninu, en Auður
Hermannsdóttir, sem útskrifast
sem MS í viðskiptafræði um næstu
helgi hefur verið ráðin til starf-
ans. Hann sagði að með slíkri
virkri þátttöku fyrirtækjanna
mætti m.a. gera ráð fyrir betri að-
gangi að þeim, til hagsbóta fyrir
verkefnið.
Einstakur árang-
ur íslenskra
útrásarfyrirtækja
Morgunblaðið/Kristinn
Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir frá tilboðinu í króatíska lyfjafyr-
irtækið Pliva og hvað tekur við eftir að tilboðinu var ekki tekið. »18
fimmtudagur 19. 10. 2006
viðskipti mbl.is
Svenn Dam, Napóleón fríblaðanna » 22