Morgunblaðið - 19.10.2006, Side 17

Morgunblaðið - 19.10.2006, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 17 Eftir Rósu Erlingsdóttur í Kaupmannahöfn MIKIÐ hefur verið rætt um útrás íslenska viðskiptalífsins sem nú teygir anga sína til margra landa Evrópu. Í Kaupmannahöfn hafa ís- lenskir fjárfestar vakið ómælda eft- irtekt Dana með stærri og minni fjárfestingum meðal annars með kaupum á flaggskipum danskra verslana, Magasin du Nord og Illum Bolighus. Á dögunum bættist við út- gáfa danska Fréttablaðsins, Nyhed- savisen, sem gefið er út til höfuðs ótal fríblöðum sem dreift er um samgöngukerfi stærstu borga Dan- merkur. Ekki má gleyma einu vin- sælasta kaffihúsinu á Norðurbrú, The Laundromat Café, en þar fæst að sögn eigenda besta fiskisúpan í Kaupmannahöfn og fyrir skömmu bættist við útibú á Austurbrú. Eins og gefur að skilja eru tilfinn- ingar og skoðanir Dana á íslensku útrásinni blendnar en margur Dan- inn skilur ekkert í hversu stórtæk litla þjóðin í norðri getur verið. Um síðustu helgi bætist enn ein fjöðrin í hatt íslensku útrásarinnar. Á besta stað í gömlu Kaupmanna- höfn, Pilstræde 12, sem er aðeins steinsnar frá Strikinu og mitt í besta hverfi sérverslana, verður opnuð hárgreiðslustofan Loft Salon. Eigendur stofunnar eru þekktir hárgreiðslumeistarar eða þau Elsa Haraldsdóttir á Salon Veh og Hreiðar Árni Magnússon áður á Sa- lon Reykjavík ásamt Jóhanni Tóm- asi Sigurðssyni lögfræðingi. Þegar blaðamaður leit inn á stof- una í vikunni voru smiðir að leggja síðustu hönd á uppsetningu innrétt- inga sem allar eiga uppruna sinn á Íslandi og Ítalíu. Hönnun stofunnar var í höndum Kristjáns Garðarsson- ar, arkitekts hjá Andrum. Ekki bara hárgreiðsla Stíll stofunnar er látlaus og nútíma- legur og greinilegt að skapa á um- hverfi þar sem viðskiptavinurinn á kost á meira en bara hárgreiðslu þó hún verði eflaust í aðalhlutverki. Á meðan alþjóðlegt lið hárgreiðslu- meistara var að prófa nýju græj- urnar á fyrstu viðskiptavinunum áttu þeir síðarnefndu kost á að dreypa á hvítvíni, fá finasta espresso eða kaffi latte. Á stofunni er eingöngu unnið með Redken hár- snyrtivörur. Eftir verslunarleiðangur í ís- lensku vöruhúsin á Strikinu stendur því ekkert lengur í vegi fyrir að fá fyrsta flokks hárgreiðslu í hjarta miðborgarinnar „á íslensku“. Innan skamms verður hægt að nálgast allar nánari upplýsingar um hina nýju hárgreiðslustofu á vef- slóðinni www.loftsalon.dk, eða bara panta tíma í síma +45 3393 6303. Hárið og íslenska útrásin Íslensk hönnun Kristján Garðssson, arkitekt hjá Andrum, hannaði stof- una og allar innréttingarnar eiga uppruna sinn á Íslandi og Ítalíu. OPNAÐ hefur verið fyrir nýja upplýsingaveitu, nefnd Tollalínan, fyrir innflytjendur og útflytjendur á vef tollstjóra, tollur.is, þar sem þeir geta sótt margvíslegar upplýsingar er tengjast fyrirtæki þeirra í tollaf- greiðslukerfi Tollstjórans í Reykja- vík, sem notað er af öllum tollstjór- um og þjónar fyrirtækjum á landsvísu. Hægt er að fá upplýsingar um vörusendingar fyrirtækisins og stöðu þeirra í tollafgreiðsluferli, af- greiðslu- og skuldfærsluheimildir fyrirtækisins, skuldfærð aðflutn- ingsgjöld og gjalddaga þeirra og skuldastöðu aðflutningsgjalda. Opin allan sólarhringinn Þjónustan er persónutengd við fyr- irtækin þannig að starfsmenn þeirra verða að hafa lykilorð til að fá að- gang að upplýsingunum og eru með þeim hætti bundnar við fyrirtækið. Upplýsingamiðlunin er þannig veitt með meira öryggi um að réttur aðili sé að fá umbeðnar upplýsingar. Jafnframt er upplýsingaveitan opin 24 tíma alla daga vikunnar með teng- ingu við tollafgreiðslukerfi tollstjóra. Í tilkynningu segir að Tollalínan sé einn þáttur í þeirri stefnu toll- stjóra að veita góða þjónustu, bæta aðgengi að upplýsingum og auka skilvirkni og gæði upplýsingamiðl- unar til viðskiptamanna tollsins. Leiðbeiningar um Tollalínuna ásamt umsóknareyðublaði má finna á tollur.is. Jafnframt er bent á að margvíslegar upplýsingar er hægt að sækja á tollur.is um tollamál. Nýj- asta viðbótin er tollskráin í heild sinni ásamt öllum þeim tollum og gjöldum, sem greiða ber við innflutn- ing vöru. Ennfremur eru veittar upplýsingar um hvaða leyfa og vott- orða er krafist vegna vöru í toll- skrárnúmeri og aðrar upplýsingar er tilheyra því, en þessar upplýsingar hafa ekki verið jafnaðgengilegar fyr- irtækjum og almenningi til þessa. Flokkar og kaflar tollskrárinnar ásamt athugasemdum þeirra og al- mennum túlkunarreglum eru einnig birtar. Ný upplýs- ingaveita á netinu ◆ INNKAUPAKORT VISA Nýr dagur – ný tækifæri Bjarni reddar öllu. • Innkaupakort VISA er ókeypis kreditkort. • Ekkert stofngjald, árgjald eða seðilgjald. • Kortið er ætlað í rekstrarinnkaup og kemur í stað beiðna- og reikningsviðskipta. • Lengri greiðslufrestur. Hægt er að sækja um Innkaupakort VISA á www.visa.is og hjá öllum bönkum og sparisjóðum. Nánari upplýsingar í síma 525-2280 Úttektartímabil Innkaupakorts er almanaksmánuður og gjalddagi reiknings 25. næsta mánaðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.