Morgunblaðið - 19.10.2006, Side 18

Morgunblaðið - 19.10.2006, Side 18
E f yfirtaka Actavis á Pliva hefði orðið að veruleika hefði verið um að ræða stærstu yf- irtöku íslensks fyrirtækis til þessa. Hún er einnig fyrsta óvinveitta yfirtaka íslensks fyrirtækis en forstjóri Pliva og stjórn fyrirtækisins brugðust illa við til- lögum Actavis. Róbert Wessman, forstjóri Acta- vis, segir að ef fyrirtækið hefði keypt Pliva hefði það að verulegu leyti tak- markað getu Actavis til að fjármagna önnur fyrirtækjakaup. Þar sem ekk- ert verði af kaupunum geti Actavis hins vegar áfram leitað tækifæra til að styðja við starfsemina. „Við höfum verið að skoða önnur tækifæri en Pliva að undanförnu, meðal annars á Ítalíu, í Rússlandi, Frakklandi, Ameríku og víðar,“ segir Róbert. „Ég tel að við getum á næstu tveimur árum eða svo náð svipuðu út úr slíkum kaupum og við hefðum náð fram með kaupum á Pliva, úr því mál- in þróuðust á þann veg sem þau gerðu. Og ég tel að útkoman verði ekkert síðri en ef við hefðum keypt Pliva. Þegar við lögðum af stað með und- irbúninginn á tilboðinu í Pliva héldum við að þetta myndi taka skemmri tíma en raun varð á. Ef við hefðum séð fyrir hvað þetta varð langt ferli, og að verðið færi eins hátt og það endaði í, hefðum við líklega ekki lagt af stað í þessa ferð. En við eigum að geta náð sömu útkomu með því að kaupa minni einingar. Og það má auk þess búast við að þessar minni ein- ingar muni kosta hlutfallslega minna.“ Samlegðartækifæri í kostnaði Pliva var stofnað árið 1952. Hjá fé- laginu starfa um sex þúsund manns og er um helmingur þeirra í Króatíu þar sem höfuðstöðvarnar eru. Söl- unet félagsins nær til um 40 markaða og er það með sterka stöðu í Króatíu, Rússlandi, Þýskalandi og Póllandi auk þess að vera með talsverða starf- semi í Bandaríkjunum og mörgum mörkuðum í Mið-, Austur- og Suður- Evrópu. Á síðasta ári seldi Pliva frá sér frumlyfjastarfsemi sína, sem fram að því hafði gefið félaginu mikla arð- semi. Velta Pliva er um einn millj- arður evra á ári og er félagið skráð á hlutabréfamarkaði í Króatíu og London. Hluthafar eru að mestu er- lendir vogunarsjóðir og um 70% hlut- hafanna voru utan Króatíu þegar Ac- tavis hóf að leita eftir kaupum á félaginu. Róbert segir að ástæðan fyrir því að stjórnendur Actavis hafi talið áhugavert að kaupa Pliva sé meðal annars sú, að Pliva er með starfsemi á nokkrum mörkuðum þar sem Ac- tavis er ekki, svo sem í Króatíu og Suður-Evrópu. Þá hefðu kaup á Pliva styrkt stöðu Actavis á lykilmörk- uðum félagsins, svo sem í Bandaríkj- unum, Þýskalandi, Rússlandi og í Mið- og Austur-Evrópu og aukið stærðarhagkvæmni samstæðunnar. „Við sáum einnig töluverð sam- legðartækifæri í kostnaði og tekjum við samruna félaganna. Þá hefði sam- runinn styrkt þróunarstarfsemina auk þess sem ákveðnir lyfjaflokkar hefðu styrkst í þróun hjá Actavis.“ Samskipti Actavis og Pliva hófust þegar Actavis keypti Norðurlanda- starfsemi félagsins um áramótin 2002/2003. Þar var um að ræða sölu- starfsemi Pliva í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. „Það var svo á árinu 2003 að við fórum í óformlegar viðræður við Pliva um að kaupa ýms- ar aðrar minni einingar félagsins, þar sem velta var lítil, svo sem í Balt- nesku löndunum og Búlgaríu. Þær viðræður gengu mjög vel og þeir hjá Pliva voru opnir fyrir slíku, en við vorum aðallega í viðræðum við for- stjórann, Zeljkjo Covic, á þessum tíma. Þetta leiddi til þess að snemma vors 2005 sýndi ég honum módel þar sem við vorum búin að tvinna saman Actavis, Alpharma, sem við keyptum í lok síðasta árs fyrir 810 milljónir dollara, og Pliva. Covic sagði þá að sér litist vel á þetta. Við ræddum þessi mál óformlega með hléum út allt síðasta ár.“ Róbert segir að fljótlega eftir að Actavis náði að ljúka kaupunum á Alpharma hafi hann farið að leggja hart að Covic að svara því hvort hann myndi raunverulega vilja selja Pliva til Actavis. „Þegar þetta var hafði hlutabréfaverð Pliva lækkað um 30% á fimm árum. Félagið hafði ekki skil- að góðum árangri, flestir hluthafarnir voru óánægðir og félagið varð fyrir mikilli gagnrýni heima fyrir. En þeg- ar á hólminn var komið, í desember á síðasta ári, þá hrökklaðist forstjórinn undan og sagði að það væri miklu betra að félagið héldi áfram að byggja sig upp sjálft og að hann og stjórnin hefðu ekki undir nokkrum kringumstæðum áhuga á að selja það.“ Brugðust illa við Það næsta sem gerðist var að 17. mars á þessu ári sendi Actavis kaup- tilboð til Pliva, sem var ekki bindandi. Boðnar voru 570 króatískar kúnur á hlut, sem svaraði til 1,6 milljarða Bandaríkjadollara, eða rúmlega 110 milljarða íslenskra króna. „Og eins og við gerum yfirleitt þá vorum við ekkert að tilkynna um við- ræður. Það gerum við ekki fyrr en málin eru komin á það stig að það sé komið eitthvert efni í að tilkynna um inn á hlutabréfamarkaðinn. En bréf- inu var lekið út af einhverjum í Kró- Sama útkoma með Morgunblaðið/Kristinn Eftirsóknarvert Róbert Wessman segir að eftir að Pliva-málið hófst hafi síminn hjá Actavis varla stoppað vegna hringinga frá bankamönnum. Ferlið sem fór í gang síðastliðið vor, þegar tilkynnt var að Actavis hefði hug á að yfirtaka króatíska sam- heitalyfjafyrirtækið Pliva, er eitthvert það flóknasta sem íslenskt fyrirtæki hefur ráðist í. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, sagði Grétari Júníusi Guðmundssyni frá atburðarásinni og hvað tekur við hjá Actavis eftir að ljóst er orðið að bandaríska lyfjafyrirtækið Barr varð ofan á í baráttunni um Pliva. » „Við höfum verið að skoða önnur tækifæri enPliva að undanförnu, meðal annars á Ítalíu, í Rússlandi, Frakklandi, Ameríku og víðar. Ég tel að við getum á næstu tveimur árum eða svo náð svip- uðu út úr slíkum kaupum og við hefðum náð fram með kaupum á Pliva, úr því málin þróuðust á þann veg sem þau gerðu. Og ég tel að útkoman verði ekkert síðri en ef við hefðum keypt Pliva.“ 18 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.