Morgunblaðið - 19.10.2006, Síða 27

Morgunblaðið - 19.10.2006, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 27 viðskipti/athafnalíf NÆSTKOMANDI laugardag munu Robert A. Mundell, Nób- elsverðlaunahafi í hagfræði og pró- fessor við Columbia háskóla, og Assar Lindbeck, prófessor í al- þjóðahagfræði við háskólann í Stokkhólmi og fyrrverandi formað- ur sænsku Nóbelsverðlaunanefnd- arinnar, taka á móti heiðursdokt- orsnafnbót við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Af því tilefni munu Mundell og Lindbeck halda opna fyrirlestra á vegum viðskipta- og hagfræðideild- ar á morgun, föstudaginn 20. októ- ber kl. 15.00–17.00 í sal 132 í Öskju. Frá þessu er greint í tilkynningu frá viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands. Lindbeck mun fjalla um velferð- arríki nútímans í sínum fyrirlestri, hverju þau hafa áorkað, og jafn- framt um vandkvæði og end- urbætur þessu tengt. Mundell mun hins vegar fjalla um alþjóðlegt fyr- irkomulag peningamála í heimi tveggja ríkjandi gjaldmiðla. Fyr- irlestrarnir fara fram á ensku. Tveir nýir heiðurs- doktorar við HÍ Morgunblaðið/Ómar Fleiri heiðursdoktorar Fyrr í þessum mánuði var Michael E. Porter prófessor við Harvard háskóla gerður að heiðursdoktor. ÞEIR sem lesa viðskiptafréttir hafa eflaust einhvern tímann rekið augun í fréttir þar sem vitnað er í fjárfestingarráðgjöf greiningardeilda bankanna. Þar er ýmist mælt með undirvogun, markaðsvogun eða yf- irvogun og þessi meðmæli síðan rök- studd. Þessi hugtök vefjast eflaust fyrir einhverjum og er því ekki úr vegi að fara aðeins yfir merkingu þeirra. Fyrst ber að nefna að þessi hugtök eiga aðeins við ef fjárfestar eru með eignasöfn sem innihalda hlutabréf í fleiri en einu fyrirtæki, yfirleitt er miðað við vel dreifð eignasöfn þá helst eignasöfn sem fylgja eftir upp- byggingu einhverrar vísitölu. Til þess að gefa sem besta mynd af því hvað hugtökin fela í sér er nauð- synlegt að gera fyrst grein fyrir upp- byggingu vísitalna. Tökum sem dæmi Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands. Úrvalsvísitalan endurspeglar verð- mæti 15 veltumestu, að öllu jöfnu, fé- laganna sem skráð eru í Kauphöllina en þess ber þó að geta að vægi fyr- irtækjanna er ekki jafnt. Þannig er vægi KB banka mun meira en vægi Össurar, enda er KB banki mun stærra fyrirtæki og velta með hluta- bréf bankans er almennt mun meiri en velta með hlutabréf Össurar. Þannig vegur KB banki ríflega 38% í Úrvalsvísitölunni en Össur aðeins ríf- lega 1%. Undirvogun – mælt með sölu KB banki vegur 38%. Af þessu er hugtakið vogun í fjármálafræði dreg- ið, það er verið að vega, þ.e. vigta. Gefur okkur nú að greiningardeildir bankanna geri ráð fyrir að bréf í KB banka muni lækka á næstunni og mæli með undirvogun. Í eignasafni fjárfestis sem miðar við Úrvals- vísitöluna – það er ekki óalgengt að hlutabréfasöfn séu þannig uppbyggð að þau miði við vísitölu – myndi KB banki vega ríflega 38% en ef mælt er með undirvogun, er mælt með að fjárfestirinn selji einhvern hluta bréfa sinna til þess að hann verði ekki fyrir tapi þegar gengi bréfa bankans fer að lækka. Rétt er að vekja athygli á að hér er ekki verið að spá að gengi bréfa KB banka muni lækka, hér er um dæmi að ræða og liggur beinast við að nota bankann sem dæmi þar sem hann er langstærsta fyrirtækið sem skráð er í Kauphöll Íslands. Yfirvogun – mælt með kaupum Víkjum nú aftur að voguninni. Geri greiningardeildir bankanna ráð fyrir að gengi bréfa KB banka endurspegli rétt verðmæti bankans, og að það muni haldast stöðugt, er mælt með markaðsvogun. Þetta felur í sér að eigandi eignasafns sem miðað er við Úrvalsvísitöluna ætti að mati þess er gefur út ráðgjöfina að halda eign sinni í bankanum stöðugri, þ.e. hvorki selja né kaupa. Sé hins vegar gert ráð fyrir að bréf bankans muni hækka á næstunni er mælt með yfirvogun. Í eignasafni sem miðað er við Úrvalsvísitöluna felur þetta í sér að fjárfestir ætti að bæta við bréfum í KB banka, þ.e. kaupa. Til þess að draga þetta saman felur ráðgjöf um undirvogun í sér að fjár- festar ættu að selja einhvern hluta bréfa sinna, markaðsvogun felur í sér að fjárfestar ættu að halda eign sinni stöðugri og yfirvogun felur í sér ráð- gjöf um kaup. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að þetta á þó fyrst og fremst við um vel dreifð eignasöfn. spurt@mbl.is Vogarskálar fjárfestanna ? | Vogunarráðgjöf HTC, sem áður hét Qtek, er stærsti framleiðandi lófatölvusíma í heiminum. HTC stendur fyrir High Tech Computer og er fyrirtækið aðalsamstarfsaðili Microsoft í Windows PC stýrikerfum fyrir lófatölvusíma. HTC sameinar síma og tölvu í einu tæki. Þú getur valið úr lófatölvusímum sem eru samlokusímar, símum með lyklaborði og símum hlöðnum aukabúnaði. HTC sameinar símann, tölvupóstinn og gagnasamskipti í einu tæki. Qtek hefur fengið nafnið HTC HTC 8500 Samlokusími sem keyrir á Windows Mobile Smartphone PC-stýrikerfinu. Næfurþunnur samlokusími, 2,2 tommu 65 þús. lita skjár, Quad-Band virkni og 1,3 megapixla myndavél. HTC 8310 Hlaðinn aukabúnaði. Keyrir á Windows Mobile 5.0 stýrikerfinu sem opnar ýmsa möguleika í gagnavinnslu, samstillingu við PC o.fl. Bluetooth- tenging, WLAN og Quad-Band virkni. HTC (TyTN) Keyrir á Windows Mobile 5.0 Pocket PC stýrikerfinu. 400 MHz örgjörvi, útdraganlegt lyklaborð á hliðinni, auðvelt að skrifa texta með íslenskum stöfum. Quad-Band sími, WLAN og Bluetooth-tenging, stuðningur við öll helstu vinnuforritin frá Microsoft og 2,0 megapixla myndavél. HTC 9100 Minnsti en um leið öflugasti lófatölvusíminn. Keyrir á Windows Mobile 5.0 Pocket PC stýrikerfinu. Útdraganlegt lyklaborð á hliðinni, auðvelt að skrifa texta. Quad-Band sími, WLAN og Bluetooth- tenging, stuðningur við öll helstu vinnuforritin frá Microsoft og 1,3 megapixla myndavél. Stærsti framleiðandi á lófatölvusímum í heiminum · Windows Mobile 5,0 stýrikerfi · Þú getur notað HTC til að tengjast Outlook, skoðað og sent tölvupóst (Microsoft Pocket Outlook) · Þú getur tengst MSN · Þú getur vafrað um á netinu · Microsoft Windows Media Player 10 – nýjasti spilarinn frá Microsoft · Microsoft ActiveSync við Exchange Server · Microsoft Pocket Office: Word, Excel og PowerPoint · Þráðlaus nettenging Wi-Fi gerir þér kleift að tengjast hvar og hvenær sem er (Hot-Spot) HTC (MTeor) HTC MTeor er fyrsti 3G snjallsíminn sem keyrir á Windows Mobile 5,0 stýrikerfinu. Bluetooth-tenging, 3ja banda virkni, háhraðagagnaflutningur, GPRS/EDGE/UMTS stuðningur. HTC lófatölvusímar fást hjá söluaðilum um land allt P IP A R • S ÍA Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.