Morgunblaðið - 30.12.2006, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 354. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
SÁTTIR VIÐ SITT
HLJÓMSVEITIN Í SVÖRTUM FÖTUM STENDUR
Á TVENNUM TÍMAMÓTUM >> 39
BATNANDI MANNI ER
BEST AÐ LIFA
NÝÁRSHEIT
ÁRAMÓTIN >> 20
MEGAS og Magga Stína semja tón-
list, m.a. fjölda sönglaga, við leik-
ritið Lífið – notkunarreglur eftir
Þorvald Þorsteinsson sem Leik-
félag Akureyrar frumsýnir í mars í
samstarfi við Nemendaleikhús leik-
listardeildar LHÍ.
Megas hefur aldrei áður samið
tónlist við heila leiksýningu og
raunar aldrei samið tónlist við ann-
an texta en sinn eigin með einni
undantekningu, þar sem eru Pass-
íusálmar Hallgríms Péturssonar.
Megas segist „kresinn“ á texta
sem hann vinnur með. „Ég er hins
vegar afar spenntur fyrir verkefn-
inu og textar Þorvaldar kveiktu
verulega í mér,“ segir hann.
Kjartan Ragnarsson leikstýrir
uppsetningunni og er það í fyrsta
skipti sem hann vinnur fyrir LA.
Leikarar í sýningunni eru leik-
hópur LA og útskriftarárgangur
Nemendaleikhússins. | 16
Megas sem-
ur tónlist við
leikrit í
fyrsta skipti
Spenntur Megas kveðst hafa hrifist
af textum Þorvalds Þorsteinssonar.
Morgunblaðið/Einar Falur
Moskvu. AFP. | Hvít-Rússum og
Rússum tókst ekki í gær að ná sam-
komulagi um verð á gasi frá Rúss-
landi til Hvíta-Rússlands og verður
viðræðum haldið áfram í dag.
Sergei Kipryanov, talsmaður
rússneska olíufyrirtækisins Gaz-
prom, sagði í gærkvöldi að mark-
miðið væri að skrifa undir samning
fyrir 1. janúar.
Hvít-Rússar ætla ekki að leyfa
flutning á jarðgasi frá Rússlandi til
Evrópu um Hvíta-Rússland frá 1.
janúar næstkomandi hafi sam-
komulag um verð á gasi frá Rúss-
landi til Hvíta-Rússlands ekki náðst
fyrir þann tíma, en Gazprom vill að
Hvít-Rússar greiði hærra verð fyrir
gasið en hingað til. Mikið þref hef-
ur verið í samningaviðræðunum og
segir Alexander Lúkasjenkó, for-
seti Hvíta-Rússlands, að þjóðin láti
ekki undan þrýstingi og Hvíta-
Rússland eigi ekki að greiða hærra
verð fyrir gas en Rússland.
Hvít-Rússar og
Rússar deila enn
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
LÖGFRÆÐINGAR Saddams
Husseins, fyrrverandi forseta
Íraks, gerðu í gær hinstu tilraunir
til að koma í veg fyrir aftöku Sadd-
ams þegar þeir fóru fram á það við
bandarískan dómara að hann hindr-
aði að Bandaríkjamenn framseldu
Saddam í hendur íraskra yfirvalda.
Háttsettur embættismaður
írösku ríkisstjórnarinnar sagði í
gærkvöldi að Saddam Hussein yrði
hengdur fyrir klukkan sex í morg-
un að staðartíma eða fyrir klukkan
þrjú í nótt að íslenskum tíma. Hann
sagði að ákvörð-
un um tímasetn-
inguna hefði ver-
ið tekin á fundi
fulltrúa Banda-
ríkjanna og
Íraks og að
Saddam yrði
framseldur í
hendur Íraka
skömmu fyrir af-
tökuna. Romano Prodi, forsætis-
ráðherra Ítalíu, sendi frá sér yf-
irlýsingu þar sem hann óskaði eftir
að hætt yrði við henginguna og rík-
isstjórnir Brasilíu, Chile, Jemen og
Líbýu mótmæltu aftökunni. Sami
al-Askari, þingmaður og ráðgjafi
forsætisráðherra Íraks, sagði í gær
að gengið hefði verið frá öllum
formsatriðum vegna hengingar
Saddams Husseins og því væri ekk-
ert því til fyrirstöðu að aftakan færi
fram.
Íraski dómarinn Moneer Had-
dad, sem óskað hafði verið eftir að
fylgdist með aftökunni, sagði í gær
að hann hefði verið beðinn að mæta
vegna hengingarinnar. „Það er ekki
eftir neinu að bíða,“ sagði hann.
Talið er að aftakan leiði til of-
beldisverka í Írak og er íraski her-
inn sem og sá bandaríski við öllu
búinn.
Hengja átti Saddam
fyrir klukkan þrjú í nótt
Í HNOTSKURN
» 5. nóvember sl. var Sadd-am Hussein, fyrrverandi
forseti Íraks, dæmdur til
dauða fyrir glæpi gagnvart
mannkyninu, þegar hann fyr-
irskipaði líflát 148 sjíta í þorp-
inu Dujail norður af Bagdad
1982.
» 26. desember sl. staðfestiáfrýjunarréttur í Írak
dauðadóminn yfir Saddam
Hussein og kom fram að
aftakan þyrfti að fara fram
innan mánaðar.
Saddam Hussein
Forsmekkurinn Gamlárskvöld með allri sinni litadýrð á himnum nálgast
óðfluga en skv. venju ætla landsmenn að skjóta flugeldum á loft til að
kveðja gamla árið. Menn tóku forskot á sæluna við Perluna í gærkvöld, en
þá var þar haldin flugeldasýning, ungum sem öldnum til mikillar ánægju.
Morgunblaðið/RAX
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
FLUGSTOÐIR ohf. skrifuðu í gær undir þjónustu-
samning við samgönguráðuneytið um starfsemi fé-
lagsins næstu tvö árin, en í samningnum felst að
Flugstoðir munu reka áætlunarflugvelli landsmanna
og sjá um flugleiðsöguþjónustu.
Enn hafa rúmlega 50 flugumferðarstjórar sem í
dag starfa hjá Flugmálastjórn Íslands ekki ráðið sig
til starfa hjá Flugstoðum. „Eins og staðan er núna er
ég ekki bjartsýnn á að þetta leysist fyrir áramót,“
segir Ólafur Sveinsson, stjórnarformaður Flugstoða.
Hann segir að engar formlegar viðræður séu í gangi,
en neitar því ekki að skilaboð hafi gengið á milli
manna. „Þetta er ástand sem enginn vill hafa, ég held
að allir séu meðvitaðir um skyldur sínar til þess að
reyna að fá flugumferðarstjóra til starfa, og þeir með-
vitaðir um sínar skyldur til að koma til starfa.“
Ástæða þess að flugumferðarstjórar vilja ekki ráða
sig er sú að ekki hefur verið gengið frá samningi um
bætur fyrir skerðingu á lífeyrisréttindum sem báðir
aðilar viðurkenna að verða við flutninginn frá Flug-
málastjórn til Flugstoða, segir Loftur Jóhannsson,
formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.
Ólafur segir að Flugstoðir hafi bæði lýst því yfir að
réttindi flugumferðastjóra muni halda sér, og einnig
boðist til að tryggja þeim lífeyrisréttindi í ráðning-
arsamningi hvers og eins.
Slíka lausn segir Loftur óviðunandi, þar sem þá
lendi það á einstökum flugumferðarstjórum að sækja
þessi réttindi sín með vísun í gamlan samning þegar
þeir fara á eftirlaun. Loftur segir erfitt að skilja hvers
vegna ekki sé hægt að ganga frá samningi við FÍF
um þetta atriði. Það hljóti að vera Flugstoðum að
meinalausu að gera samning fyrst þeir hafi lofað að
tryggja lífeyrisréttindin.
Í greinargerð sem FÍF sendi frá sér er metinn
kostnaður flugfélaga af ákvæðum í viðbúnaðaráætl-
un Flugstoða. Þar kemur fram að kostnaðarauki geti
orðið rúmar 10 milljónir kr. á dag í janúar. Verði
ástandið óbreytt allan janúar geti kostnaðurinn orðið
um 315 milljónir og á heilu ári um 4,6 milljarðar.
„Ástand sem enginn vill hafa“
Þjónusta og eftirlit | 11
♦♦♦