Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
SALA á íslenzku fiskmörkuðunum
hefur verið mikil á árinu 2006. Í
heildina fór salan í 106.500 tonn sem
er nokkru meira en áætlanir voru
um. Heildarverðmæti er um 14,8
milljarðar króna. Þá var í fyrsta
skipi í sögu fiskmarkaðanna selt
fyrir meira en milljarð í hverjum
mánuði ársins.
Rysjótt tíð í nóvember og desem-
ber leiddi til lítils framboðs og verð
hefur verið mjög hátt. Í gær fór
verð á slægðum þorski og steinbít
hæst í 314 krónur kílóið og óslægð
ýsa fór hæst á 296 krónur kílóið.
Loks fór kíló af lúðu yfir þúsund
krónur. Mjög lítið framboð er að
baki þessum tölum, en hinn 28. des-
ember voru aðeins seld 163 tonn á
mörkuðunum. Eftirspurnin eftir
fiski á þessum tíma er mikil innan-
lands, en sömuleiðis til útflutnings
með flugi.
Aukning var á sölunni alla mánuði
á þessu ári nema í nóvember, en þá
var 2.500 tonna samdráttur, vegna
ótíðar að mestu. Magnið í desember
verður ríflega 6.000 tonn, sem er
svipað og í fyrra og nálægt með-
altali síðustu ára.
Verðmæti sölunnar í desember
fór yfir einn milljarð króna og hefur
því verið selt fyrir meira en milljarð
í hverjum mánuði á þessu ári. Það
hefur ekki gerzt áður í sögu fisk-
markaðanna. Verðmætin urðu mest
í marz og maí, en selt var fyrir ríf-
lega 1,6 milljarða króna í hvorum
mánuði. Minnst var salan í janúar,
rétt rúmlega milljarður.
Gott ár hjá mörkuðunum
Eyjólfur Þór Guðlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Reiknistofu fiskmark-
aða, segir að árið í ár hafi verið gott.
Magnið hefði verið meira en reiknað
hafði verið með, hvort sem notað
var spálíkan í tölvu eða mannlegt
mat. Menn hefðu haft áhyggjur af
minnkandi þorskkvóta, samþjöppun
í eignarhaldi á fyrirtækjum og að
fiskvinnslan tæki meira til sín af
fiski af eigin skipum. Raunin væri
hins vegar sú að salan hefði aukizt
og væri það ánægjulegt.
Selt fyrir meira en milljarð
í hverjum mánuði á árinu
Í HNOTSKURN
»Í gær fór verð á slægðumþorski og steinbít hæst í
314 krónur kílóið og óslægð
ýsa fór hæst á 296 krónur kíló-
ið.
»Eftirspurnin eftir fiski áþessum tíma er mikil inn-
anlands en sömuleiðis til út-
flutnings með flugi
»Verðmætið varð mest ímarz og maí, en selt var
fyrir ríflega 1,6 milljarða
króna í hvorum mánuði
Salan á árinu yfir 106.000 tonn sem er nokkru meira en áætlað var
NÝVERIÐ rak búrhval á land í
Þykkvabæjarfjöru en hvalrekinn
uppgötvaðist á jóladag.
Hvalurinn er miðlungsstór, u.þ.b.
12 metrar á lengd og sennilega um
25 tonn á þyngd, en þeir geta orðið
20 metrar og 50 tonn. Ekki er hægt
að sjá hvað varð skepnunni að fjör-
tjóni. Búrhvalir halda að mestu til
sunnar í höfum og eru ekki algeng-
ir hér um slóðir að vetri til. Þeir
voru afar eftirsóttir áður fyrr, eink-
um vegna olíu í höfðinu, sem getur
numið allt að þriðjungi af lengd
skepnunnar. Nú eru búrhvalir al-
friðaðir, en þeir voru veiddir hér
við land allt til 1980.
Áður fyrr þótti hvalreki hinn
mesti happafengur. Einkum sóttust
menn eftir olíunni til lýsingar, en
einnig var kjötið og spikið nýtt. Þá
voru beinin nýtt, svo sem í þak-
sperrur. Einnig þekkja margir að
hryggjarliðir voru nýttir í ýmislegt,
svo sem í mjaltastóla.
Nú til dags er hvalreki sem þessi
þó frekar til tjóns en hitt.Ljósmynd/Kjartan
Hvalreki
í Þykkva-
bæjarfjöru
GJAFABRÉF frá Hjálparstarfi
kirkjunnar reyndust vinsæl til jóla-
gjafa þetta árið og söfnuðust alls 3,5
milljónir króna með þessum hætti.
Að sögn Önnu M. Þ. Ólafsdóttur,
fræðslu- og upplýsingafulltrúa
Hjálparstarfs kirkjunnar, hefur ver-
ið boðið upp á gjafakort sl. tvö ár og
sýndi almenningur því nokkurn
áhuga á jólunum í fyrra að gefa slík
kort. „Nú í ár má hins vegar segja að
orðið hafi sprenging í sölu kort-
anna.“
Að sögn Önnu gátu gefendur
gjafabréfa Hjálparstarfs kirkjunnar
valið á milli þess m.a. að styrkja
vatnsverkefni í Afríku, menntun
barna á Indlandi, að leysa þrælabarn
úr ánauð, gefa geit til fátækra fjöl-
skyldna í Afríkulöndum eða styrkja
efnalítil ungmenni á Íslandi til að
ljúka framhaldsskólanámi.
Aðspurð segir Anna að lang-
vinsælast hafi verið að gefa geit, en
hver geit kostar 2.400 kr. „Þær fara
til fátækra fjölskyldna annars vegar
í Malaví og hins vegar í Úganda,“
segir Anna.
Einnig segir hún nokkuð um það
að einstaklingar og hjón hafi gefið
brunn í Afríku, en hver brunnur
kostar 120 þúsund krónur. Spurð
hvort hún kunni einhverjar skýr-
ingar á auknum vinsældum gjafa-
korta Hjálparstarfsins segir Anna
fólk hafa haft á orði að þetta væri til-
valin jólagjöf handa þeim sem ættu
allt, auk þess sem mörgum finnist
gleðilegt að geta gefið þeim sem
ekkert eiga hluti sem komi í afar
góðar þarfir.
Bólusetning vinsæl jólagjöf
Að sögn Snjólaugar Aðalgeirs-
dóttur, fjáröflunarfulltrúa Barna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNI-
CEF) á Íslandi, reyndust gjafabréf
frá UNICEF vinsæl til jólagjafa. Hún
sagði að útgáfa gjafabréfanna hefði
verið undirbúin á liðnu sumri og þau
höfð til reiðu fyrir jólin. „Við seldum
ótrúlega mikið miðað við að við aug-
lýstum ekki neitt. Þetta vakti meiri
lukku en við bjuggumst í raun við.“
Snjólaug segir að gjafabréf af
þessu tagi séu mjög góð þegar gefa
eigi einhverjum „sem á allt“ jólagjöf.
Fólk gat valið á milli þess að
styrkja verkefni á sviði bólusetn-
ingar barna eða á sviði menntunar
barna í fátækum ríkjum Vestur-
Afríku. Til dæmis kostar 1.700 kr. að
styrkja barn til náms í eitt ár og hver
bólusetning barns kostar 500 kr.
Gefendur gáfu gjöf í nafni einhvers
og fengu gjafabréf því til staðfest-
ingar undirritað af framkvæmda-
stjóra UNICEF á Íslandi. Bréfið var
síðan afhent í stað jólagjafar.
Gjafakort hjálparstarfs til-
valin fyrir þá sem allt eiga
RÉTTARHÖLDUM yfir Calvin Hill,
sakborningi í manndrápsmálinu í
varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli
í ágúst 2005 þegar hin tvítuga As-
hley Turner úr flugliði varnarliðsins
var stungin til bana, hefur verið
frestað í Bandaríkjunum. Ástæðan
er úrskurður dómara um að yf-
irheyra skuli verjanda sakbornings-
ins um meint samtal sem fór þeirra í
millum áður en Turner lést. Verj-
andinn var á þeim tíma ráðinn til að
halda uppi vörnum fyrir Hill vegna
ásakana um að hann hefði stolið fé
frá Turner. Samkvæmt því sem
fram kemur á fréttavef Bandaríkja-
hers um þinghaldið mun verjandinn
á þeim tíma hafa sagt Hill að einn
möguleiki á að verjast þjófn-
aðarkærunni fælist í að Turner bæri
ekki vitni. Þetta á Hill síðan að hafa
fært í tal við þriðja aðila og þar með
brotið trúnaðarskyldu milli sakborn-
ings og verjanda með tilheyrandi
hagsmunaárekstrum.
Úrskurður um skýrslutökur yfir
verjandanum hefur verið kærður og
kann málið að dragast fram í apríl
nk.
Réttarhaldi
frestað vestra
MANNANAFNANEFND hefur
hafnað beiðni um að kvenmanns-
nafnið Gull verði fært sem eig-
innafn í mannanafnaskrá, en sam-
þykkt beiðni um millinafnið Gull.
Þetta kemur fram í úrskurði
mannanafnanefndar frá 6. desem-
ber síðastliðnum. Beiðni um eig-
innafnið Gull var fyrst tekin fyrir á
fundi nefndarinnar í október en þá
var afgreiðslu beiðninnar frestað
til frekari skoðunar og gagnaöfl-
unar.
Í úrskurði mannanafnanefndar
segir að í íslensku máli sé gull sam-
safn í hvorugkyni og það brjóti í
bága við íslenskt málkerfi að
beygja það sem kvenkynsorð. Orðið
gull geti hins vegar verið forliður í
kvenmannsnöfnum, t.d. Gullveig.
Í úrskurðinum segir að kven-
mannsnafnið Líf sé ekki sambæri-
legt. „Það er orðið til fyrir áhrif frá
norræna nafninu Liv og eldri mynd
þess orðs er Hlíf, af kvenkynsnafn-
orðinu hlíf, „vörn, vernd, skjól“.
Þá segir að kvenmannsnafnið Víf
sé ekki heldur sambærilegt, en
nafnorðið Víf sé kvenheiti og sé
sama orð og „wife“ í ensku og
„Weib“ í þýsku.
Orðið gull uppfylli ekki þau skil-
yrði sem gerð séu til eiginnafna
samkvæmt lögum um mannanöfn
frá árinu 1996 en uppfylli hins veg-
ar þau skilyrði sem gerð séu til
millinafna samkvæmt sömu lögum.
Kvennafninu
Gull hafnað