Morgunblaðið - 30.12.2006, Side 10

Morgunblaðið - 30.12.2006, Side 10
10 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt tæplega fimmtugan karl- mann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot en hann hafði í vörslum sínum tvær hreyfi- myndir sem sýna börn á kynferðis- legan og klámfenginn hátt. Myndirn- ar fundust í tölvu mannsins á viðgerðarverkstæði í júní sl. og lagði lögreglan hald á tölvuna í kjölfarið. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og með hliðsjón af því að hann vill leita úrræða til að vinna bug á hinum óeðlilegu kenndum þótti rétt að skil- orðsbinda refsinguna. Hann hefur áður sætt refsingu fyrir samskonar brot. Héraðsdómarinn Guðmundur Jó- hannesson kvað upp dóminn og flutti Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari málið af hálfu ákæruvaldsins. Dæmdur fyrir barnaklám SAMKVÆMT upplýsingum frá Bændasamtökum Íslands er með- alverð síðustu 500 þúsund lítra greiðslumarks í mjólk sem seldir hafa verið 280 kr. pr. lítra. Það er hækkun um 10 krónur á lítra frá síðustu mánaðamótum, þegar verð- ið losaði 270 kr. Þetta kemur m.a. fram á vef Landssambands kúabænda á slóð- inni: www.naut.is. Þar kemur einnig fram að verðið fór lækkandi þegar líða tók á haust- ið, en hefur hækkað aftur nú um áramótin. Samkvæmt því sem þar segir hefur framleiðsla mjólkur gengið vel undanfarna mánuði og er nú ríflega 116 milljónir lítra. Sala mjólkurafurða hefur einnig gengið vel. Minnt er á að mjólkuriðnaðurinn sé búinn að lofa greiðslum fyrir 119 milljónir lítra mjólkur. Tekið er fram að fljótlega fari að skýrast lín- ur um hvert greiðslumark mjólkur á framleiðsluárinu 2007–2008 verði. 280 kr. per lítra ♦♦♦ MAGNÚS Stefánsson félagsmála- ráðherra undirritaði í gær þjón- ustusamning við AE starfsend- urhæfingu í félagsmálaráðuneytinu sem felur í sér úttekt á þjónustu við geðfatlaða, auk gerðar og miðlunar fræðsluefnis. Að sögn ráðherra mun samningurinn stuðla að því að geðfatlaðir fái notið sín sem full- gildir borgarar samfélagsins sam- kvæmt stefnumótun og fram- kvæmdaáætlun ráðuneytisins árin 2006–2010. Bendir hann á að eftir því sem þekking ráðuneytisins sé meiri á því hvernig notendur meti þjónustuna sem veitt er, þeim mun betri árangurs geti menn vænst. Samkvæmt upplýsingum frá fé- lagsmálaráðuneytinu sérhæfir AE starfsendurhæfing sig í starfs- og atvinnuendurhæfingu öryrkja, einkum með áherslu á úrbætur fyr- ir þá sem búa við geðröskun. Samn- ingurinn tekur til áranna 2007 og 2008 og felur meðal annars í sér að AE starfsendurhæfing tekur að sér gerð fræðsluefnis um þjónustu við geðfatlaða og miðlun á efninu til starfsmanna svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra. Á fyrri hluta samningstímans verður lögð sérstök áhersla á fjög- ur svæði úti á landi þar sem þjón- usta við geðfatlaða er veitt á vegum ráðuneytisins. Svæðin tengjast Ísa- firði, Egilsstöðum, Húsavík og Ak- ureyri. Fræðsluefnið verður byggt á valdeflingu og notendarann- sóknum sem og batarannsóknum, jafnt erlendum sem innlendum. Í úttekt sinni á þjónustu sem veitt er geðfötluðum mun AE starfsend- urhæfing nýta svokallaða Nsn- aðferð, sem stendur fyrir „Notandi spyr notanda“. Meðal þess sem gert verður er að safnað verður upplýsingum um að- stöðu til endurhæfingar og stuðn- ingsþjónustu, framboð á þjónustu, framboð á tækifærum til mennt- unar eða atvinnuþátttöku. Við út- tektina mun einnig verða til fræðsluefni sem nýtt verður á nám- skeiðum fyrir starfsfólk og not- endur. Notendur sem vinna við út- tektina munu starfa í svonefndu Hlutverkasetri undir handleiðslu sérfræðinga á vegum AE starfs- endurhæfingar. Leið til að efla virkni ein- staklinga með geðröskun Hlutverkasetur er, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu ráðuneytisins, vinnustaður fagfólks og starfsfólks með reynslu af geð- sjúkdómum sem vinnur að starfs- endurhæfingu. Auk þess verða stundaðar rannsóknir, framkvæmt gæðaeftirlit á heilbrigðisþjónustu og námskeiðahaldi sinnt auk tengla- og ráðgjafarstarfa, haldnir verða fyrirlestrar og boðið upp á fræðslu fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Meginmarkmið Hlutverkaseturs er að efla virkni fólks með geð- röskun og skapa því tækifæri til áframhaldandi starfa á almennum vinnumarkaði með eftirfylgd. Þann- ig eflist sjálfstæði þess og lífsgæðin aukast en um leið er aukin verð- mætasköpun í samfélaginu og kom- ið í veg fyrir að þetta fólk verði var- anlega á örorkubótum. Eflir sjálfstæði geðfatlaðra Samningur um út- tekt á þjónustunni Morgunblaðið/Ásdís Undirritun Auður Axelsdóttir og Elín Ebba Ásmundsdóttir, fyrir hönd AE starfsendurhæfingar, Magnús Stefánsson og Dagný Jónsdóttir. KJÖRSTJÓRN VG á höfuðborgarsvæð- inu hefur nú gengið frá tillögu sinni til félagsfunda um uppröðun í fimm efstu sæti á lista til alþingiskosninga í Reykjavík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjör- dæmi. Tillaga kjör- stjórnar er á þessa leið: Reykjavík norður: Katrín Jakobsdóttir Árni Þór Sigurðsson Paul Nikolov Steinunn Þóra Árnadóttir Kristín Tómasdóttir Reykjavík suður: Kolbrún Halldórsdóttir Álfheiður Ingadóttir Auður Lilja Erlingsdóttir Guðmundur Magnússon Jóhann Björnsson Suðvesturkjördæmi: Ögmundur Jónasson Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Gestur Svavarsson Mireya Samper Andrea Ólafsdóttir Tillaga VG um framboðslista tilbúin Ögmundur Jónasson Kolbrún Halldórsdóttir Katrín Jakobsdóttir PARKINSONSSAMTÖKIN hafa fengið styrk að upphæð þrjár millj- ónir króna úr Minningarsjóði Mar- grétar Björgólfsdóttur. Hjónin Þóra Hallgrímsson og Björgólfur Guðmundsson tilkynntu um styrkinn á jólafundi Parkin- sonssamtakanna, sem haldinn var 2. desember síðastliðinn. Hjónin stofnuðu minningarsjóð um Mar- gréti dóttur sína í ársbyrjun 2005 og lögðu fram stofnfé að fjárhæð 500 milljónir króna. Markmið sjóðs- ins er að stuðla að heilbrigðu líferni og bættu mannlífi og að efla mennt- un, menningu og íþróttir. Styrkurinn mun gera Parkin- sonssamtökunum kleift að stórauka allt starf í þágu parkinsonssjúkra. Vill stjórn samtakanna færa þeim hjónum Þóru og Björgólfi bestu þakkir fyrir þennan höfðinglega styrk, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Styrkveiting F.v.: Stofnendur minningarsjóðsins, Þóra Hallgrímsson og Björgólfur Guðmundsson, ásamt sr. Jóni Bjarman og Hönnu Pálsdóttur frá Parkinsonsamtökunum. Parkinsonssamtökin fá þriggja milljóna styrk KOMIÐ hefur í ljós að ránið í 11–11 versluninni í Gilsbúð í Garðabæ á þriðjudagskvöld var sviðsett með þátttöku starfsmanns verslunarinn- ar og þriggja félaga hans. Upp úr krafsinu höfðust nokkrir tugir þús- unda króna og voru piltarnir allir handteknir í kjölfar atburðarins. Þeir hafa játað sinn hlut í verknaðin- um og telst málið upplýst hjá rann- sóknardeild lögreglunnar í Hafnar- firði. Málið er rannsakað sem þjófnaður eða fjárdráttur en ekki sem rán. Tildrögin voru þannig að mennirn- ir sammæltust um verknaðinn með því að starfsmaðurinn lék fórnar- lamb ræningjanna. Hann sagðist hafa verið sleginn í andlitið af ræn- ingjanum en að sögn lögreglu virðist það nú hafa verið fyrirfram ákveðið. Sviðsettu rán til að stela peningum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann að nafni Egidijus Narvadas í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir smygltil- raun á tæpum 4,5 kg af amfetamíni til landsins í ágúst sl. Fíkniefnunum hafði verið komið fyrir afar vandlega í bíl sem mað- urinn flutti inn með Norrænu til Seyðisfjarðar. Í bílnum voru 26 pakkar með efnunum límdir á bak við mælaborðið, ofan á gírkassa og undir teppum í hólfum sem skorin höfðu verið út í einangrun bílsins. Tók það tollverði 3-4 tíma að kom- ast að efnunum. Maðurinn kvaðst aldrei hafa látið bílinn í hendur annarra lengur en 2-3 tíma í senn. Hann geymdi bíl- lyklana í íbúð sinni auk þess sem bíllinn var með þjófavarnakerfi sem hefði átt að gera viðvart ef átt hefði verið við bílinn án hans vit- undar. Framburður fyrir dómi þótti mjög ótrúverðugur Sú skýring mannsins að einhver hefði komið fyrir efnunum án hans vitundar þótti dóminum afar ótrú- verðug einkum þegar litið var til þess að um mikið magn var að ræða sem gengið var frá með mjög vönduðum hætti og hefði tekið langan tíma, eða um heilan dag að mati deildarstjóra tollgæslunnar. Dóminum þótti fjarstæðukennt að að einhver ótilgreindur maður eða menn hefði komið svo miklu magni af efnum fyrir í bílnum án vitundar mannsins upp á von og óvon um viðbrögð mannsins eða afdrif efnis- ins í vörslu hans. Málið dæmdi Ingveldur Einars- dóttir héraðsdómari. Verjandi var Erlendur Þór Gunnarsson hdl. og sækjandi Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari hjá ríkissaksóknara. Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir 4,5 kg af amfetamíni Kom fíkniefnunum fyrir í bíl sem flutt- ur var til hingað til lands með Norrænu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.