Morgunblaðið - 30.12.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 11
FRÉTTIR
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
MARKMIÐ með lagabreytingu um
Flugmálastjórn Íslands sem sam-
þykkt var á Alþingi sl. sumar, var að
aðskilja eftirlits- og þjónustu-
hlutverk Flugmálastjórnar. Var það
gert með því að stofna hlutafélagið
Flugstoðir ohf. um þjónustustarfs-
semina en sérstök stofnun mun sjá
um stjórnsýslustarfsemi, m.t.t. eft-
irlits. Tilgangur Flugstoða ohf. er
m.a. að annast rekstur og uppbygg-
ingu flugleiðsöguþjónustu og flug-
valla.
Ákvörðunin byggðist á vinnu
stýrihóps um framtíðarskipan flug-
mála en í skýrslu hópsins kemur
fram að viðamiklar breytingar hafi
orðið á rekstrarumhverfi flug-
samgangna á undanförnum árum.
Ástæður breytinganna séu m.a. ör-
yggis- og samkeppnissjónarmið.
Samkeppni sé tryggð
Í niðurstöðu stýrihópsins var m.a.
vísað til þess að samkeppni væri haf-
in í veitingu flugumferðarþjónustu.
Hluti af eftirlitsverkefnum Flug-
málastjórnar væri að hafa eftirlit
með þjónustustarfsemi stofnunar-
innar og til að koma í veg fyrir hugs-
anlega hagsmunaárekstra var talið
nauðsynlegt að aðskilja faglega yf-
irstjórn eftirlits annars vegar og
þjónustustarfsemina hins vegar.
Fyrir liggi að flugstjórn-
armiðstöðvar beggja vegna Atlants-
hafsins muni sækjast eftir að yf-
irtaka flugumferðarstjórn á
Norður-Atlantshafi og mikilvægt sé
því að veita samkeppnishæfa þjón-
ustu hér á landi.
Kjarasamningar lausir að ári
Flugumferðarstjórar, sem sam-
kvæmt frumvarpinu starfa frá ára-
mótum hjá hlutafélaginu Flug-
stoðum, telja að lífeyrismál sín séu í
uppnámi við breytinguna og hefur
aðeins þriðjungur þeirra ráðið sig til
starfa hjá Flugstoðum. Formaður
Félags flugumferðarstjóra (FÍF),
Loftur Jóhannsson, hefur sagt að
aldrei hafi verið útfært hver staða
lífeyrismála starfsmanna yrði við
breytinguna, en Ólafur Sveinsson,
formaður Flugstoða, hefur hins veg-
ar bent á að öllum væntanlegum
starfsmönnum Flugstoða væru boð-
in sömu kjör og þeir höfðu áður.
Flugumferðarstjórar væru að nota
tækifærið og krefjast launahækk-
unar. Formaður FÍF segir slíkar yf-
irlýsingar ekki eiga sér stoð í veru-
leikanum. Kjarasamningar
flugumferðarstjóra eru ekki lausir
fyrr en eftir ár en flugumferð-
arstjórar hafa hins vegar haldið fast
við að semja beri við Flugstoðir um
kjarasamninga og lífeyrismál.
Stór hluti þeirra flugumferð-
arstjóra, sem ekki hafa sótt um stöð-
ur hjá Flugstoðum, fer á biðlaun ef
málið leysist ekki.
Leysist deilan ekki á allra næstu
klukkustundum er ljóst að þjónusta
á íslenska flugstjórnarsvæðinu
skerðist, en hversu mikið eru menn
ekki á eitt sáttir um. Formaður FÍF
telur ljóst að flugfarþegar sem og
flugfélög muni með áþreifanlegum
hætti verða vör við skerðinguna í
formi seinkana á flugi. Þá bendir
hann á að fjöldi þeirra flugvéla sem
koma megi inn á íslenska flug-
umferðarstjórnarsvæðið haldist í
beinu hlutfalli við fjölda flugumferð-
arstjóra á vakt.
Viðbragðsáætlun hefur verið und-
irbúin hjá Flugstoðum og m.a. verð-
ur hætt með flugumferðarstjórn í
flugturninum á Akureyrarflugvelli
en í staðinn kemur flugupplýs-
ingaþjónusta með sama hætti og
verið hefur um langt árabil bæði á
Egilsstöðum og Ísafirði. Þá er verið
að þjálfa upp flugumferðarstjóra hjá
Flugstoðum.
Þjónusta og eftirlit aðskilin
en deilt er um lífeyrisréttindi
Morgunblaðið/RAX
Samið Þjónustusamningur milli Flugstoða og samgönguráðuneytis var und-
irritaður í gær. (f.v.) Baldur Guðlaugsson, fjármálaráðuneyti, Sturla Böðv-
arsson, Ólafur Sveinsson formaður Flugstoða og Þorgeir Pálsson forstjóri.
Í HNOTSKURN
» Lögum var breytt sl.sumar til að aðskilja þjón-
ustu og eftirlit Flugmála-
stjórnar.
» Stofnað var hlutafélag íeigu ríkisins um þjónustu-
hlutann, Flugstoðir ohf.
» Í vetur var ljóst að flug-umferðarstjórar voru ekki
sáttir og réðu aðeins 26 af 89
sig til starfa hjá félaginu.
» Snýst deilan aðallega umkjaramál, fyrst og fremst
lífeyrisréttindi.
RÉTTARHÖLDUM yfir Calvin
Hill, sakborningi í manndrápsmálinu
í varnarstöðinni á Keflavíkurflug-
velli í ágúst 2005 þegar hin tvítuga
Ashley Turner úr flugliði varnarliðs-
ins var stungin til bana, hefur verið
frestað í Bandaríkjunum. Ástæðan
er úrskurður dómara um að yfir-
heyra verjanda sakborningsins um
meint samtal sem fór þeirra í millum
áður en Turner lést. Verjandinn var
á þeim tíma ráðinn til að halda uppi
vörnum fyrir Hill vegna ásakana um
að hann hefði stolið fé frá Turner.
Samkvæmt því sem fram kemur á
fréttavef Bandaríkjahers um þing-
haldið, mun verjandinn á þeim tíma
hafa sagt Hill að einn möguleiki á að
verjast þjófnaðarkærunni fælist í að
Turner bæri ekki vitni. Þetta á Hill
síðan að hafa fært í tal við þriðja að-
ila og þar með brotið trúnaðarskyldu
milli sakbornings og verjanda með
tilheyrandi hagsmunaárekstrum.
Úrskurður um skýrslutökur yfir
verjandanum hefur verið kærður og
kann málið að dragast til apríl nk.
Réttarhaldi
frestað
HJÁLPARSTARF kirkjunnar hef-
ur fengið tveggja millj. kr. gjöf til
minningar um hjónin Kristbjörgu
Halldórsdóttur og Leif Jóhannesson
hárskera. Fer féð til að leysa börn á
Indlandi úr skuldaánauð og koma í
skóla; til vatnsöflunar í Malaví; til
stuðnings munaðarlausum börnum í
Úganda og til að styrkja íslensk ung-
menni í námi sem veitir starfsrétt-
indi eða inngöngu í lánshæft nám.
Gjöf í minn-
ingu hjóna
♦♦♦