Morgunblaðið - 30.12.2006, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um
1,22% í Kauphöll Íslands í gær og
var við lokun markaða 6.410,48
stig. Í dag hækkaði Exista mest eða
um 2,74% en Mosaic Fashion lækk-
aði mest eða um 4,38%. Gengi ís-
lensku krónunnar veiktist um 0,04%
í miklum viðskiptum á milli-
bankamarkaði í gær. Gengi Banda-
ríkjadollara er nú 71,06 krónur,
gengi pundsins er 139,11 krónur og
gengi evrunnar er 93,70 krónur.
Hlutabréf hækka
● HEITI KB
banka á Íslandi
breytist um ára-
mótin í Kaup-
þing, en lög-
formlegt heiti
bankans er
Kaupþing banki
hf. Bankinn seg-
ir í tilkynningu að
nafnabreytingin
sé liður í þeirri langtímaáætlun
stjórnar bankans að hann starfi und-
ir sama nafni hvar í heimi sem er.
Þá hefur Kaupþing banki ákveðið
að hækka vexti óverðtryggðra inn-
og útlána frá og með 1. janúar 2007
vegna hækkunar Seðlabankans á
stýrivöxtum um 0,25 prósentustig.
Vextir óverðtryggðra inn- og útlána
hækka um allt að 0,25 prósentustig.
Þannig hækka vextir í efsta þrepi
markaðsreiknings úr 12,65% í
12,90% en ákveðið hefur verið að
kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa
verði óbreyttir 16,20%.
Nafni KB banka
breytt í Kaupþing
● VM - Félag vélstjóra og málm-
tæknimanna og Kaupþing hafa
gengið frá samkomulagi um al-
menna bankaþjónustu ásamt eign-
astýringu fyrir félagið. Sam-
komulagið kveður einnig á um
alhliða fjármálaþjónustu til handa
þeim félagsmönnum VM sem það
kjósa.
Í tilkynningu segir m.a. að Kaup-
þing muni bjóða félagsmönnum í VM
tilboð í alhliða fjármálaþjónustu
með verulegum frávikum frá því sem
almennt er í boði, ásamt því að veita
þeim fjölþætta þjónustu og ráðgjöf
um lífeyris- og tryggingamál.
Kaupþing með banka-
þjónustu fyrir VM
ÚTGÁFUFÉLAGIÐ Birtíngur hef-
ur keypt útgáfufélagið Fögrudyr,
sem stofnað var um tímaritið Ísafold.
Birtíngur, sem áður hét Fróði, hefur
m.a. gefið út tímaritin Mannlíf, Séð
og heyrt, Vikuna, Gestgjafann, Nýtt
líf og Hús og híbýli. Með fylgja einn-
ig Veggfóður og Hér & nú sem
Fögrudyr keyptu í vikunni af 365
miðlum hf.
Eigendur hins sameinaða félags,
Birtíngs, eru Hjálmur ehf., sem er að
öllu leyti í eigu Baugs Group hf.
(60%), LL eignir ehf., sem er í eigu
Sigurðar G. Guðjónssonar hrl.
(28%), Elín Guðrún Ragnarsdóttir,
framkvæmdastjóri Birtíngs (10%),
Mikael Torfason, aðalritstjóri Birt-
íngs, og feðgarnir Reynir Trausta-
son og Jón Trausti Reynisson, rit-
stjórar Ísafoldar.
Í tilkynningu frá Birtíngi segir að
áform séu uppi um ný tímarit, m.a. á
sviði íþrótta og sagnfræði, og mögu-
leikar séu á að bæta þau tímarit sem
fyrir séu. Aðspurðir neita talsmenn
sameinaðra útgáfufélaga þeim orð-
rómi að til standi að sameina Ísafold
og Mannlíf. Hlutafé Birtíngs hefur
verið hækkað í 215 milljónir og
reiknað er með að velta komandi árs
fari yfir einn milljarð króna.
Birtíngur og
Fögrudyr í eitt
lægsta gildi í sumar, eða sem jafn-
gildir 15,8% hækkun frá áramótum.
Lokagildi gengisvísitölu krónunnar
á árinu 2006 var 127,9 og hefur
krónan því veikst um 18% á árinu.
Lægst var gengi krónunnar hinn 30.
júní þegar vísitalan var 134, að því
er segir í Hálffimm fréttum Kaup-
þings. Hæst var gengið hins vegar
hinn 6. janúar þegar vísitalan var í
103,2 stigum. Velta á gjaldeyris-
markaði hefur aldrei verið meiri og
reyndist vera um 17,5 milljónir
króna á dag að meðaltali miðað við
um 8,4 milljónir á dag árið 2005.
Úrvalsvísitalan
hækkaði um 15,8%
Gengi íslensku krónunnar veiktist um 18% á árinu
!" "#$
% $ &
' (
)
*
% $ &#
' (
$
4
$-4 .
,5 0
, 56 !
,& 5
%%0
7
).
* !1
, %
- " %
8
7 5
$9!%.&:
;
;
;
;
;
; ;
< < < < < < < ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um
15,83% á árinu 2006 en um síðustu
áramót stóð vísitalan í 5.534,39 stig-
um en nú er hún 6.410,48 stig.
Segir í Hálffimm fréttum Kaup-
þings að markaðurinn hafi farið
mjög vel af stað í ársbyrjun. Mesta
hækkun Úrvalsvísitölunnar á einum
degi nam 3,4%, hinn 5. janúar, en
nokkuð var um miklar hækkanir á
milli daga í upphafi árs og virtist
stefna í enn eitt metárið í Kauphöll-
inni. Úrvalsvísitalan stóð í 6.925,45
stigum í lok dags 15. febrúar og
hafði þá hækkað um 25% frá ára-
mótum.
Lægsta gildi vísitölunnar
Vatnaskil urðu með eftirminnileg-
um hætti hinn 21. febrúar þegar
Fitch Ratings breytti horfum á
lánshæfi ríkisins í neikvæðar. Í kjöl-
farið fylgdu margar neikvæðar
skýrslur um horfur í íslensku efna-
hagslífi og hjá íslensku bönkunum.
Úrvalsvísitalan hríðféll og lækk-
aði m.a. um 4,4% á einum degi hinn
24. mars og um 4,6% hinn 4. apríl.
Úrvalsvísitalan náði sínu lægsta
gildi hinn 27. júlí, 5.258,54 stigum
Upp frá þeim tíma tók bæði gengi
krónunnar og Úrvalsvísitalan að
hækka á nýjan leik.
Eftir lok viðskipta í dag stendur
Úrvalsvísitalan í 6.410,48 stigum,
hefur hækkað um tæp 22% frá sínu
Í HNOTSKURN
» Í upphafi árs var úrvals-vísitalan 5.534,4 stig. Við
lok viðskipta í gær stóð vísital-
an í 6.410,5 stigum og hefur
því hækkað um 15,8% á árinu.
» Gengisvísitala krónunnarvar í upphafi árs 103,2, en
var 127,9 stig í gær. Því hærri
sem vísitalan er, því lægra er
gengi krónunnar.
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
Í FRÉTT á viðskiptavef Berlingske
Tidende er því haldið fram að sala
FL Group á Sterling til Northern
Travel Holding megi rekja til þess að
„leynilegt“ ákvæði hafi verið í samn-
ingi þegar FL Group keypti Sterling
af Fons um að kaupin gætu gengið til
baka ef tilteknum markmiðum væri
ekki náð. Martin Niclasen, forstjóri
FL Group Nordic, hafnar þessu og
segist ekki vita til þess að slíkt
ákvæði hafi verið í samningnum.
Berlingske Tidende segir aftur á
móti að heimildarmenn þess bæði í
Danmörku og á Íslandi hafi staðfest
þetta og salan á Sterling nú sé til
komin vegna þessa ákvæðis.
„Það er ekki óalgengt á Íslandi að
það séu ákvæði þegar fyrirtæki eru
seld. Ef fyrirtækið þróast ekki og
nær ekki tilteknum málum, oftast á
um einu ári, er seljandanum gert að
kaupa fyrirtækið aftur,“ hefur Berl-
ingske Tidende eftir íslenskum
heimildarmanni.
Kristján Kristjánsson hjá FL Gro-
up segir engan fót vera fyrir fullyrð-
ingum Berlingske Tidende og greini-
legt að þeir séu á villigötum með
heimildarmenn sína. En burtséð frá
umræddri fullyrðingu séu síðan
margar staðreyndarvillur í fréttinni
um afkomu Sterling og eins um að
tölur um afkomu félagsins séu ekki
aðgengilegar, eins og t.d. einskipt-
iskostnað vegna endurskipulagning-
ar á rekstrinum. Allt séu þetta upp-
lýsingar sem nálgast megi í
uppgjörum FL Group.
Segir endursöluákvæði skýra
sölu FL Group á Sterling
Berlingske Tidende fer algerlega villur vegar segir FL Group
Villur FL Group segir staðreyndavillur í dönsku fréttinni.
FL GROUP hefur
fært stærsta
hluta eignar sinn-
ar í Glitni yfir í
dótturfélög sín í
Hollandi. FL Gro-
up á 30,36%
hlutafjár í Glitni
en eftir tilfærsl-
una verða tæp-
lega 13,5% í eigu
dótturfélagsins FL GLB Holding BV
og 12,5% í eigu FL Group Holding
Netherlands BV en bæði félögin eru
að fullu í eigu FL Group. Eftir við-
skiptin eru einungis 4,38% af hlutafé
FL Group í Glitni skráð á FL Group.
Samkvæmt tilkynningu til Kaup-
hallar Íslands fóru viðskiptin fram á
genginu 23,1.
FL Group er ekki fyrsta félagið
sem grípur til slíkra ráðstafana; Ex-
ista er aðaleigandi Exista B.V. í Hol-
landi sem heldur utan um stærri
fjárfestingar Exista, m.a. um fimmt-
ungshlut í Kaupþingi banka, fjórð-
ungshlut í Bakkavör Group, og um
43% hlut í Símanum.
Fyrir liggur að ná má fram miklu
skattalegu hagræði með stofnun
eignarhaldsfélaga í Hollandi vegna
skattalegrar meðferðar á geng-
ishagnaði.
Kristján Kristjánsson hjá FL Gro-
up segir þessa breytingu tengjast
endurskipulagningu innan félagsins
en dregur heldur ekki dul á að
skattaumhverfið skipti máli og að í
því efni vilji menn koma málum eins
vel fyrir og hægt sé.
Færir Glitn-
isbréf til
Hollands
Hannes Smárason
!
"# "
+
(
*#
," "#$
=&
,5 04 .=&
,& 5=&
, 56 !62$
, %4 .=&
%%04 .=&
$-4 .=&
4 %=&
&9!%.&:> "
). %=&
- " %> "=&
7 =&
7 5$= =&
* !1 $/&=&
8=&
-$
.*
/
9? =&
$4 .=&
@5 "4 . " =&
@5 "54 .=&
A3= /=&
B7C,
D E!=&
DE ! =&
F =&
0.1/) /$
%'
* &:* "0&
234) /$
4 "=&
!./ =&
5/ "/
(
"1
0%.
"
D + %"#
).*
1
1
1
1
1
1
1
1
F%. +%G !
,DH, = $/"
0%.
1
1
1
1
1
*+
0%0
A"I
*J6
;
;
$D*9
K,C
;
;
L,L B7C* %%=
;
;
B7C)=&
A%%
;
;
@L9C K MN
;
;
FRJÁLS verslun útnefndi í gær
mann ársins 2006 í íslensku við-
skiptalífi við hátíðlega athöfn á
Hótel Sögu. Heiðurinn féll í skaut
Róbert Wessmann, hinum 36 ára
forstjóra Actavis, og afhenti Geir
Haarde forsætisráðherra honum
viðurkenningarskjöld. Verðlaunin
fékk Róbert fyrir einstakan árang-
ur við stækkun fyrirtækisins.
Ljósmynd/Geir Ólafsson
Maður ársins