Morgunblaðið - 30.12.2006, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 13
ERLENT
EIGENDUR vændishúsa í Amster-
dam í Hollandi hafa höfðað mál gegn
borgaryfirvöldum vegna þess að
borgin hyggst loka mörgum húsum
af þessu tagi, að sögn fréttavefjar
breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær.
Lokað verður alls 33 vændishús-
um, eða þriðjungi allra húsanna, en
vændi hefur verið löglegt í Hollandi í
fimm ár. Samtök vændiskvenna
segja að aðgerðirnar muni valda því
að margar kvennanna muni neyðast
til að fara að starfa án leyfis.
Borgarstjórinn í Amsterdam, Joe
Cohen, segir að mörg húsin séu
skálkaskjól glæpastarfsemi á borð
við peningaþvætti og mansal, þ.e. að
konur séu þvingaðar til að stunda
vændi. Borgin vill samt auðvelda
vændishúsum að fá lán í bönkum til
rekstrarins, þannig verði meiri líkur
á að allt sé uppi á borðinu, sem dragi
úr umsvifum glæpamanna.
Vill loka
33 hóru-
húsum
Skálkaskjól glæpa
í Amsterdam
MÓTMÆLENDUR í mannréttindasamtökunum United
Human Rights Council kröfðust þess á götum Karachi í
Pakistan í gær, að Saddam Hussein, fyrrverandi for-
seta Íraks, yrði sleppt úr haldi bandarískra hersveita.
Lögmaður úr verjendaliði Saddams sagðist í gær telja,
að hann yrði e.t.v. líflátinn í dag en það hefur ekki ver-
ið staðfest. Er óttast að aftakan kunni að leiða til blóð-
ugra hefndarárása víðsvegar um Írak.
Reuters
Krefjast lausnar Saddams
Í NÝRRI skýrslu kínverskra stjórn-
valda sem birt var í gær er varað við
því, að staða öryggismála í Norð-
austur-Asíu sé að verða „flóknari og
hættulegri“ vegna tilrauna N-Kóreu
með kjarnavopn og aukinnar sam-
vinnu Japans og Bandaríkjanna.
Bandaríska dagblaðið Washington
Post skýrði frá þessu í gær, en þar
kemur fram að útgjöld Kínverja til
hermála hafi aukist um að meðaltali
tíu prósent á síðustu árum og nemi í
ár um 2.450 milljörðum ísl. króna,
upphæð sem bandaríska varnar-
málaráðuneytið telur að vísu tvöfalt
hærri í reynd.
Skýrslan er að hluta til svar við
kröfum Bandaríkjastjórnar um
skýringar á aukinni hernaðarupp-
byggingu Kínverja. Er þar lýst yfir
áhyggjum af hernaðaruppbyggingu
Japana og vaxandi tengslum þeirra
við Taívana, sem óttast er að muni
eiga aðild að sameiginlegum vörnum
stjórnvalda í Tókýó og Washington.
Þannig er gefið í skyn, að áhersla
Japana og Bandaríkjamanna á að
byggja upp sameiginlegt varnarkerfi
kunni að draga úr varnargetu Kín-
verja komi til átaka á milli þeirra og
Bandaríkjamanna vegna Taívans.
Forseti Taívans, Chen Shui-ban, er
varaður við að freista þess að lýsa yf-
ir sjálfstæði.
Réttlæta
útgjöld til
hersins
Varað við ógnum
gegn Kína
ÁRIÐ sem er að líða í aldanna skaut
hefur verið Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, erfitt. Umfjöllun
um lánahneyksli hefur skaðað ímynd
ríkisstjórnar hans og ástandið í Írak
reynst honum fjötur um fót.
Blair hefur hins vegar ástæðu til
að brosa yfir kampavínsglasinu á
morgun því samkvæmt nýrri skoð-
anakönnun, sem gerð var fyrir
breska blaðið Independent, er flokk-
ur hans, Verkamannaflokkurinn, aft-
ur kominn með forystu á Íhalds-
flokkinn. Alls mælist
Verkamannaflokkurinn með 37%
fylgi, Íhaldsflokkurinn með 36% og
Frjálslyndi demókrataflokkurinn
með 14%, líkt og aðrir flokkar og
framboð samanlagt.
Blair aftur
með forystu
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
STJÓRNVÖLD í Ísrael hyggjast
ekki láta lausa palestínska fanga að
þessu sinni en það hafa þau ávallt
gert á síðari árum áður en múslím-
ahátíðin Eid Al-Adha hefst. Oftast
hefur verið um tugi fanga að ræða en
alls munu nú um 9.000 Palestínu-
menn sitja í fangelsum Ísraela.
Ákvörðun Ehuds Olmerts for-
sætisráðherra um að láta enga fanga
lausa kom á óvart en að sögn stjórn-
málaskýrenda hefði táknræn sátta-
hönd af því tagi styrkt stöðu Mahm-
uds Abbas Palestínuforseta í
deilunum við Hamas-samtökin. Að-
alsamningamaður Palestínumanna,
Saeb Erakat, sagði það mjög óheppi-
legt að hefðin skyldi vera brotin að
þessu sinni. „Það hefði verið mjög já-
kvætt skref af hálfu Ísraela [að
sleppa föngum],“ sagði hann.
Olmert segir að ekki komi til
greina að láta fanga lausa fyrr en
vígasveitir Palestínumanna láti laus-
an ísraelskan hermann, Gilad Shalit,
sem þær rændu fyrir nokkrum mán-
uðum. En Shimon Peres aðstoðar-
forsætisráðherra var á öðru máli og
sagðist ekki sjá neina ástæðu til að
brjóta hefð sem ísraelskir forsætis-
ráðherrar hefðu lengi fylgt.
Foreldrar Shalits eru einnig ósátt-
ir við stefnu stjórnvalda í málinu og
segjast telja að það hefði liðkað fyrir
lausn hans úr haldi ef fangarnir
hefðu fengið frelsi. „Ég taldi að það
myndi auka líkurnar á lokasamningi
um að Gilad og aðrir fangar fengju
frelsi,“ sagði faðirinn, Noam Shalit.
Olmert átti fund með Abbas sl.
laugardag og samþykkti þá að slaka
á hömlum sem Ísraelar hafa sett á
samgöngur Palestínumanna á Vest-
urbakkanum. Einnig ákvað ráð-
herrann að afhenda Palestínustjórn,
sem er nær gjaldþrota, 100 milljónir
dollara, um 7,1 milljarð króna, af
skatttekjum sem Ísraelar hafa hald-
ið eftir. Þeir hafa neitað að láta Pal-
estínustjórn hafa peningana á þeirri
forsendu að ríkisstjórnin, sem er
undir forystu Hamas, myndi hugs-
anlega nota féð til að kaupa vopn.
Mannréttindasamtök í Ísrael,
B’Tselem, segja að Ísraelsher hafi á
þessu ári drepið 660 Palestínumenn,
þrisvar sinnum fleiri en árið áður.
Ísraelsstjórn lætur enga
palestínska fanga lausa
Olmert krefst þess að ísraelskur hermaður verði fyrst látinn laus
Reuters
Segir nei Ehud Olmert, forsætis-
ráðherra Ísraels.
Í HNOTSKURN
»Margir af palestínskumföngum Ísraela hafa verið
sakaðir um hryðjuverk eða að-
ild að þeim. Sumir hafa setið
inni áratugum saman.
»Mannréttindasamtök í Ísr-ael segja að af 660 Palest-
ínumönnum, sem Ísraelsher
hafi drepið á árinu, hafi 141
komið úr röðum barna og ung-
linga.
Berlín. AFP. | Oft er sagt að fjar-
lægðir skipti litlu máli þegar ástin
er annars vegar, þar finnist ávallt
brú sem dugir. Það borgar sig þó
að hafa landakortið til hliðsjónar
þegar sú heittelskaða er annars
vegar eins og hinn seinheppni,
þýski tryggingasölumaður Tobias
Gutt fékk að reyna á dögunum.
Þannig hugðist Gutt heimsækja
unnustu sína í sólskinsborginni
Sydney í Ástralíu og varð því ekki
um sel þegar hann eftir langa
flugferð leit snæviþakin fjöll Mont-
ana-ríkis í Bandaríkjunum.
Gutt kveikti ekki á perunni fyrr
en flugfreyjan benti honum á, að
hann þyrfti að fara lokahnykkinn
með lítilli flugvél til að komast á
áfangastað í smábænum Sidney í
Montana, 4.800 manna bæ.
Gutt þykir sparsamur með end-
emum og þóttist hafa gert góð
kaup með því að kaupa miðann á
netinu. Hann komst loks til Sydn-
ey en á eftir að skipuleggja heim-
ferðina.
Seinheppinn
elskhugi
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÞEGAR bandarísk dagblöð birtu
eftirmæli um Gerald Ford, 38. for-
seta Bandaríkjanna, sem lést í hárri
elli í vikunni, staðnæmdust flestir
greinarhöfundar við þá frægu en af-
ar umdeildu ákvörðun hans að náða
Richard M. Nixon, sem sagði af sér
embætti forseta 9. ágúst 1974 vegna
Watergate-hneykslisins.
Nixon skipaði Ford forseta sama
dag. Hann var óumdeildur og Nixon
treysti honum til að endurreisa
traust bandarísks almennings á for-
setaembættinu.
Nú hefur nýju ljósi verið varpað á
þessa örlagaríku daga í grein blaða-
mannsins Bob Woodwards í dag-
blaðinu Washington Post, en hann
átti einmitt stóran þátt í afsögn Nix-
ons með sameiginlegri umfjöllun
sinni og Carls Bernsteins í sama
blaði um Watergate-málið.
Bendir sú umfjöllun til, að á bak
við þá ímynd Nixons, að þar færi
kaldrifjaður stjórnmálamaður sem
svifist einskis, hafi undir brynjunni
leynst tilfinningaríkur maður sem
reiddi sig á gamlan vin þegar öll
sund virtust lokuð í Washington.
Þannig segir frá því í grein Wo-
odwards, sem byggist á viðtali sem
tekið var við Ford á liðnu ári og
fékkst með því skilyrði að það yrði
ekki birt fyrr en að honum gengn-
um, að náin vinátta forsetans og
varaforsetans hafi ráðið úrslitum um
þá ákvörðun hans að náða Nixon.
Sambandið fór afar leynt
Segir þar frá því hvernig Nixon
hafi fyllst sífellt meiri örvæntingu
vegna framvindu Watergate-
málsins, í kjölfar innbrotsins í höf-
uðstöðvar demókrata í Washington
1972, en hann var staðinn að því að
reyna að leyna innbrotinu.
Óveðursskýin hrönnuðust þá upp
yfir forsetanum sem leitaði á náðir
tryggasta vinar síns, Fords, sem
hann hafði þekkt allt frá því á
fimmta áratug síðustu aldar.
Svo leynt fór þessi nána vinátta,
að fáir samstarfsmenn repúblik-
ananna tveggja gerðu sér grein fyrir
því. Ford lýsir hlýhug sínum til Nix-
ons svo:
„Ég leit á hann sem einkavin. Ég
mat samband okkar ávallt mikils. Og
ég hikaði ekki við að náða hann,
vegna þess að mér fannst sem við
ættum þetta samband og ég vildi
ekki sjá raunverulegan vin minn
verða fyrir slíkri skömm.“
Áður hafði Ford lýst þörfinni til að
sameina bandarísku þjóðina á mikl-
um umbrotatímum sem ástæðu
þessarar umdeildustu ákvörðunar
sinnar á stjórnmálaferlinum.
Margir þingmenn innan raða
hvorra tveggja, demókrata og repú-
blikana, sem þá voru henni andvígir
skiptu síðar um skoðun með þessa
röksemdafærslu í huga. Nýjum upp-
lýsingum fylgir oft endurmat og ef
til vill munu deilur um náðunina
vakna á ný vestra vegna viðtals Wo-
odwards við Ford.
Ford sagði náið samband sitt við Nixon lykilástæðuna fyrir náðuninni frægu 1974
Vináttuböndin réðu úrslitum
AP
Hlið við hlið Ford og Nixon á
flokksþingi repúblikana 1968.
♦♦♦