Morgunblaðið - 30.12.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 30.12.2006, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Orðatiltækið eiga hvergihöfði sínu að að halla árætur sínar í Biblíunni.Umsjónarmanni finnst fyrirmynd þess fegurst orðuð í Viðeyjarbiblíu (1841): refar hafa holur og fuglar himinsins skýli, en mannsins sonur hefir hvörgi höfði sínu að að halla (Matt 8, 20). Eins og sjá má standa fs. að og nhm. að saman enda er öðru þeirra stund- um sleppt í nútímamáli: þar [í Dan- mörku] sér maður fólk sem á hvergi höfði sínu að halla (11.11.06). Sú málbeiting styðst hvorki við uppruna né málvenju. Ólafur Hannibalsson kann að orða hugsun sína. Í grein þar sem hann ræddi m.a. um stóriðjustefnu ónefnds stjórnmálaflokks segir hann: Það eru kosningar í nánd. Öxi kjósenda er reidd að rótum trjánna (1.11.06); þeir flokkar sem fúnir og feysknir reynast munu upp höggnir verða og þeim á eld kastað (1.11.06) og forystumenn flokksins geta þvegið hendur sín- ar líkt og Pílatus forðum og látið hreppsnefndarmönnum eftir að velja á milli Barrabasar og lausn- arans (1.11.06). Hér er eft- irminnilega að orði komist. Vafa- laust munu allir kannast við öxina sem reidd er að rótum trjánna og Pílatusarþvottinn og vonandi kunna einnig flestir skil á Barra- basi. Síðar í sömu grein segir: heldur verður að koma til stjórn- málaafl sem virkilega breytir hinni stjórnmálalegu blöndu með gagn- gerum hætti eins og þegar stífla brestur, eða kannski dugar drop- inn sem breytir veig heillar skálar (1.11.06). Hér er vísað til orða Ein- ars Benediktssonar (Einræður Starkaðar): Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, / sem dropi breytir veig heillar skálar. En það er ekki sama Jón og séra Jón né heldur dropi og mælir. Eft- irfarandi dæmi er heldur hjákát- legt: það sem fyllti dropann hjá mér var að þjálfarinn sló ... (1.11.06). Að eða á? Orðasambandið eiga rétt á sér er gamalt í málinu og á það reynd- ar rætur í lagamáli. Í nútímamáli mun myndin e-ð/(gagnrýni) á rétt á sér ‘e-ð er réttmætt’ vera algeng- ust. Einnig er alvanalegt að kom- ast svo að orði að menn hafi eða öðlist rétt til e-s eða tryggi sér rétt á útsendingum (20.10.06). Hins vegar þekkir umsjónarmaður eng- in dæmi þess að menn eigi rétt að e-u eða af e-u. Eftirfarandi dæmi geta því ekki talist venju- bundið mál: Ég ákvað að kaupa réttinn að sög- unni en lenti reyndar í smá stappi (18.10.06) og Þegar ég keypti réttinn af sögunni var ... [hún (skáldsag- an)] bara áhugaverð glæpasaga (18.10.06). Af sama meiði eru samsettu orð- in höfundarréttur og útgáfuréttur en notkun forsetninga með þeim virðist nokkuð á reiki í nútímamáli. Umsjónarmanni virðist eðlilegt að tala um höfundarrétt á verki en síðra að nota myndina höfund- arréttur að e-u og höfundarréttur af e-u kemur naumast til álita. Til að athuga þetta nánar kann- aði umsjónarmaður 288 síður á netinu þar sem nafnorðið höfund- arrétt var að finna. Á 15 síðnanna var það notað með forsetningum, átta sinnum með á og sjö sinnum með að. Dæmi um á: Höfund- arréttur á bókmenntaverkum, á þeirri setningu, á hugverkum, á (skráðu) efni, á kennslugögnum og á myndum. Dæmi um að: Höfund- arréttur að stjórnmálahug- myndum, að söguvefnum, að verki, að öllu efni, að upplýsingum, að laginu og að þýðingu. Þótt könnunin sé að vísu tak- mörkuð gefur hún vísbendingu um að málnotkun sé nokkuð á reiki hvað þetta varðar og það getur ekki verið tilviljun. Umsjón- armanni virðist að tvennt togist hér á. Annars vegar má segja að hefðin vísi til myndarinnar höfund- arréttur á e-u en hins vegar virðist merkingin kalla á myndina höf- undarréttur að e-u, sbr. hliðstæð- una aðild að e-u. Tíminn sker úr um það hvor myndin verður ofan á. Úr handraðanum Orðasambandið að + miðstig er algengt í fornu máli og nútíma- máli, t.d.: hann er ekki að bættari þótt ‘hann er ekki betur settur þótt (e-ð tiltekið (jákvætt) eigi sér stað)’ og hans er ekki að hefndara þótt. Orðasambandið vísar til tíma og má hugsa sér að undanskilinn sé liðurinn (að) því gerðu og þá blasir merkingin við. Það er al- gengt í fornu máli, t.d.: Því að eigi er míns föður eða bræðra að hefndra ... að eg sé við jörðu lagður og eigi er hana að borgnara þótt hæna beri skjöld ‘eigi er sterti- mennið betur sett þótt lítilmennið hyggist hjálpa því’. Eftirfarandi dæmi samræmast ekki hefðbund- inni notkun: Hvað [þ.e. Hverju] ís- lenskt atvinnulíf er bætt [þ.e. að bættara] með fríverslunarsamn- ingi við Kína er algjörlega á huldu (29.10.06) og uns þeir undir lokin spyrja sig hvers [þ.e. hverju] þeir séu [að] bættari (29.11.06). Til fróðleiks skal þess getið að orðasamböndin eigi að síður/ (heldur); að heldur/þess að held- ur; vera maður að meiri og vera drengur að verri eru af sama meiði. Umsjónarmaður óskar les- endum farsæls nýs ár. Orðasam- bandið eiga rétt á sér er gamalt í málinu og á það reynd- ar rætur í laga- máli. jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson, Íslenskt mál 93. þáttur. ✝ Guðlaug Mar-grét Björns- dóttir fæddist á Vopnafirði 29. des- ember 1914. Hún lést á Kumbaravogi 22. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Mar- grét Katrín Jóns- dóttir og Þórarinn Björn Stefánsson, bæði af austfirskum ættum. Björn, faðir Guðlaugar, var verslunarstjóri hjá Örvum og Wullf á Vopnafirði og Djúpavogi á fyrstu tveimur ára- tugum aldarinnar sem leið. Árið 1919 flutti fjölskyldan til Reykja- víkur þar sem Guðlaug ólst síðan upp frá 5 ára aldri. Hún var yngst fimm systkina en hin voru Mar- grét, f. 1902, Jón, f. 1903, Stefán Gunnlaugur, f. 1906, og Þórarinn, f. 1909. Þau eru öll látin. Eiginmaður Guðlaugar er Árni G. Jónasson frá Ísafirði, f. 5. des- ember 1919. Þau gengu í hjóna- band 5. desember 1955. Foreldrar Árna voru Hólm- fríður Jóhanns- dóttir frá Arnarfirði og Jónas Jens Guðnason frá Dýra- firði. Guðlaug stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún vann síðan við ýmis verslunar- og skrif- stofustörf m.a. hjá Sjóvá. Hún réðst til starfa hjá Rögnu bónda á Þórustöðum í Ölfusi en hún hafði áður starfað hjá henni í blómabúð í Reykjavík. Guðlaug kenndi um tíma hannyrðir við Barnaskólann í Hveragerði auk þess sem hún kenndi á píanó. Guðlaug og Árni settu á stofn Garðyrkjustöð í Hveragerði árið 1962 og störfuðu saman við hana til ársins 1980. Guðlaug Margrét verður jarð- sungin frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Langt líf að baki, tæp 92 ár. Við sem þessar línur setjum á blað ólumst upp í nágrenni við móðurömmu okkar og afa en á þeim tíma bjuggu með þeim 2 uppkomin börn þeirra, þau Guðlaug, sem yngst var, og Þórarinn, sem næstur henni var í aldri. Einnig bjó þar lengi öldruð kona, Sigurbjörg, eða Imma eins og hún var kölluð, og hafði fylgt ömmu okkar og afa lengi. Á efri hæð í sama húsi bjó þriðja systkinið, bróðirinn Stefán og fjöl- skylda hans. Segja má að í þetta fjöl- skylduhús hafi okkur þótt eðlilegt að koma sem oftast, bæði var stutt að fara frá Rauðarárstíg 38 að Hrefnu- götu 10 en einnig var þetta tilbreyting okkar frá hversdagsleikanum. Okkur var alltaf vel tekið, við fundum að heimsóknum okkar var vel tekið og við skiptum máli. Slíkar minningar eldast vel. En árin liðu, á einhverju tímabili minnumst við þess að frænka okkar sigldi, fór til Ameríku, en það var fyr- ir þann tíma að menn almennt fóru í slíkar ferðir. Yfir þessu er því einhver ljómi í minningu. En það breytir þó ekki því að nokkrum árum síðar var auðfundið að þessi annars glaða frænka okkar átti ekki glaða daga á tímabili, fólkið okkar hafði af því áhyggjur enda skipti þessi yngsta systir alla miklu máli. Hún átti svo því láni að fagna að komast í vinnu til Rögnu bónda á Þórustöðum í Ölfusi, en á því tímabili kynntist hún eftirlifandi manni sín- um. Þau giftu sig 1955 en þá var um ár liðið frá því að foreldrar hennar lét- ust og upphófst nú nýr kafli í hennar lífi sem staðið hefur yfir í rúma hálfa öld. Fjölskylduböndin styrktust á ný og ef farið var austur fyrir fjall var sjálfsagt að koma við hjá Árna og Laugu, fá kaffisopa og jafnvel mat á stundum, rabb og allir glaðir. Á því tímabili sem þau ráku garðyrkjustöð urðu menn þó stundum að láta sér lynda að koma til þeirra þar sem þau voru önnum kafin við störf sín en þá fóru menn heldur ekki bónleiðir til búðar því afurðir þeirra komu þá með heim í farteskinu en þær þóttu ávallt í sérflokki. Ekki má svo gleyma hringingunum frá Laugu að austan, hún fylgdist vel með sínu fólki og vinum og hafði alltaf eitthvað að segja frá lífinu í Hvera- gerði. Móðir okkar var elst hennar systkina, það voru tólf ár á milli en þær voru ávallt nánar vinkonur. Nú hin síðustu ár hafði heilsu frænku okkar hnignað mjög. Árni annaðist hana af stakri kostgæfni og raunar mun lengur en stætt var. Fyr- ir um fjórum mánuðum þótti þó vera tími til kominn að við umönnun henn- ar tæki hjúkrunarheimili. Þótt hvor- ugu þætti aðskilnaðurinn góður í fyrstu átti það eftir að breytast því vel fór um hana og við vitum að fyrir það er Árni þakklátur. Blessuð sé minning Laugu frænku sem alltaf lét sér annt um okkur sem og aðra sem voru henni nánir. Sam- úðarkveðjur og þakkir sendum við Árna. Rannveig og Þórarinn. Guðlaug M. Björnsdóttir ✝ Anna Erlends-dóttir fæddist í Reykjavík 13. sept- ember 1922 Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 21. desember síðastliðinn. Anna var yngsta barn hjónanna Erlends Eyjólfssonar, f. á Snorrastöðum í Laugardalshreppi í Árnessýslu 26. nóv- ember 1853, d. 5. júlí 1929 og Hall- dóru Jónsdóttur, f. á Nesi á Sel- tjarnarnesi 18. september 1886, d. 7. febrúar 1973. Systkini Önnu eru Einar Marel, Jónína Helga, Loftur og Aðalheiður sem lifir systkini sín. Anna giftist Garðari Guðjóns- syni lækni í Svíþjóð 1945 og eiga þau Kristínu, Erlend Árna og Önnu Dóru. Þau skildu. Seinni maður Önnu var Sveinn Guðmunds- son forstjóri í Reykjavík d. 21. mars 1988. Anna vann ýmis störf, en lengst starfaði hún við Sundlaugar Reykja- víkur og á Hótel Sögu og vann störf sín af alkunnum dugnaði og ósérhlífni. Anna bjó á Skerjabraut 7a áður en hún fór á Grund, þar sem hún lést eftir stutta dvöl þar. Anna var jarðsungin í kyrrþey. Víst er þetta löng og erfið leið, og lífið stutt og margt, sem útaf ber. En tigið gegnum tál og hverskyns neyð skín takmarkið og bíður eftir þér. Hve oft þú hrasar, oft þig brestur mátt, hve undarlega er gott að sitja kyrr. Samt kemstu á fætur, réttir höfuð hátt, og hraðar þér af stað sem áður fyrr. Svo styttist þessi ganga smátt og smátt, og seinast stendurðu einn við luktar dyr. (Steinn Steinarr) Kær kveðja, fjölskyldan. Elsku Anna Erlendsdóttir er látin. Er ég lít yfir farinn veg eru minningar mínar um Önnu bæði góðar og fal- legar. Heimsóknir til Önnu voru ávallt gleðistundir þar sem ég sá einstak- lega fallegt heimili. En Anna var ein- staklega lagin í höndunum þar sem hún skar út ýmsa listmuni eins og gestabækur og veggklukkur, einnig saumað hún út áklæði á rókókóstóla og fleira fallegt. Hún var mikill list- unnandi og keypti mikið af listaverk- um á sínum yngri árum. Ég kynntist Önnu fyrst í gegnum dóttur hennar, hana Önnu Dóru, og svo betur eftir að hún fór að hringja í mig til að spjalla. Við töluðumst oft við í síma en þegar hún hringdi þá hafði hún oftast frá mörgu að segja. Það er óhætt að segja að þarna var kona sem hafði frá miklu að segja um reynslu sína í gegnum líf- ið. En oft sagði hún við mig að hún hefði átt að skrifa bók um lífsreynslu sína og var ég henni sammála. Því hún var kona með mikla reynslu af lífsins ólgusjó. Anna var alltaf svo barngóð og börnin aðhylltust hana því hún sýndi þeim alltaf virðingu. Ég man hvað hún var alltaf góð við börnin mín og þegar ég bauð í barnaafmælin þá sagði sonur minn að ég ætti að bjóða Önnu. Hann tók hana eins og hún væri ein af ættingjum okkar, svo sjálf- sögð var hún í okkar hópi. Elsku Anna mín, þakka þér fyrir allar stundirnar sem við töluðum sam- an. Nú verður Seltjarnarnesið tóm- legt án þín. Ég mun sakna þín. Far þú í guðs friði, kæra vinkona, Ingibjörg Ólafs. Anna Erlendsdóttir ✝ Birna IngibjörgEgilsdóttir fæddist í Hjalta- staðakoti í Blöndu- hlíð í Skagafirði 13. október 1934. Hún lést í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 6. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Björns- dóttir, f. 21. október 1896, d. 2. septem- ber 1997 og Egill Gottskálksson, f. 31. janúar 1892, d. 15. desember 1973. Á fyrsta ári flutti Birna með foreldrum sínum að Miðgrund í Blöndu- hlíð og ólst þar upp. Veturinn 1954 til 1955 fór hún í Kvennaskólann að Löngumýri. Birna giftist 24. október 1964 Sig- urði Sigmarssyni verslunarmanni. Fóstursonur þeirra er Helgi Jónsson, dóttir hans er Nótt Magdalena. Útför Birnu var gerð frá Akureyrarkirkju 16. nóv- ember. Undir háu hamra belti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drúpa milt á blöðin þín. Nú er rósin fallin. Kær vinkona okkar hjónanna Birna Egilsdóttir lést í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 6. nóvember sl. eftir stutta legu. Birna var hjartahlý og ljúf kona. Fyrir nokkrum árum fékk hún að vita að hún væri með sjaldgæfan gigtar- sjúkdóm sem mundi herja á líffæri hennar og eyðileggja þau. Hún sagði þessum sjúkdómi stríð á hendur og hélt ótrauð áfram. Birna var gift Sigurði Sigmarssyni og voru þau samhent í lífinu. Við þökkum þeim hjónum fyrir alla vinátt- una í okkar garð, spilastundirnar og ferðalögin. Þið voruð höfðingjar heim að sækja, að koma til ykkar var eins og að koma heim. Síðasta ferðalagið okkar saman var núna í október til Benidorm. Þar veiktist Birna og var lögð inn á sjúkra- hús í rúma viku. Með ótrúlegum vilja- styrk og æðruleysi fór hún að gera það sem hún átti eftir að gera þarna úti þótt fársjúk væri. Hún fór út að borða með hópnum og sýndu þau hjónin tvo leikþætti á skemmtikvöldi okkar Heldri borgara á Benidorm. Far þú í friði kæra vinkona og guð blessi þig, við söknum þín. Elsku Siggi, Helgi og Magdalena Nótt, ykkar missir er mestur en minn- ingarnar um góða konu munu ylja ykkur um ókomin ár. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ása Jónsdóttir og Örlygur Ingólfsson. Birna Ingibjörg Egilsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.